Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1959, Blaðsíða 8
288 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fugladrif er auðlind Perú PERÚ liggur að Kyrrahafi. Strönd- ín er hrjóstug og klettótt, með mörgum víkum og höfðum. En úti fyrir er aragrúi eya meðfram allri ströndinni. Sumar eru lágar og kollóttar, aðrar háar og sæbrattar. Á þessum eyum er meira af sjó^ fugli heldur en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Aðallega eru þar tvær tegundir, skarf-tegurtd, sem nefnist „guanayes“ og súlutegund, sem nefnist ;,piqueros“ Þá er þar og ein tegund enn, sem menn kalla „rnonjas", eða nunnur. Hún er í ætt við kríu, en er svÖrt á litinn, með rautt nef og hvíta tauma frá því niður á hálsinn. Menn segja að hún sé klædd einsog nunna, með hvíta slæðu undir svörtum nöfuðdúki. Af nafni skarfanna er komið heitið „gúanó“, sem þýðir fugladrit, eða gerviáburður. Skarfarnir eru stærstir fuglanna, 20 þumlungar á hæð eða meira, og þeir leggja mest af mörkum í „gúanó“-námurnar, sem eru þar á hverri ey, og eru Perú álíka auðsuppspretta eins og fiskveiðarnar eru íslandi. Skarf- arnir eru svartir á baki, en með hvíta bringu, og þegar þeir standa uppréttir eru þeir tilsýndar eins og þeir sé í „kjól og hvítu“. En um- hverfis augun er ber eldrauður hringur og eru þeir því allein- kennilegir á svip. Súlurnar eru aft- ur á móti nær hvítar, og þar sem þær halda sig, er eins og eyarnar hafi hvíta húfu, því að svo þétt sitja fuglarnir. Yfirleitt eru fuglabyggðirnar þarna svo þétt setnar, að ekki er unnt að koma tölu á fuglana. En til þess að fara nærri um hver fjöld- inn sé, miða naenn við flatarmál eyanna og telja að þrenn hjón sé á hverjum fermetra að meðaltali. Verður þá fuglafjöldinn margar miljónir, eða tugir miljóna. Það eru ekki þúsund ár síðan Njáll lét aka skarni á hóla, vegna þess að þar yrði betri spretta en annars staðar. En það er mörgum s'innum lengra síðan að mannkyn- ið uppgötvaði þessa staðreynd. Þegar í árdaga sögunnar höfðu menn komizt upp á að nota ýmis- konar áburð, svo sem slóg, þara ösku og margt fleira. Og langt er síðan menn komust að raun um, að fugladrit er einhver sá bezti áburð- ur, sem til er. En sá áburður safn- ast ekki fyrir nema á vissum stöð- um, þar sem loftslag er þurt, því að rigningar skola dritinu burt. Hvergi í heimi hagar eins vel til um þetta eins og á ströndum Perú og Chile. Þar kemur stundum ekki deigur dropi úr lofti um 20 ára skeið. Þótt mikið regn leiði frá Atlantshafi inn yfir Suður- Ameríku, kemst það ekki lengra en að Andesfjöllum. Fyrir vestan fjöllin er nær alltaf þurkur. Og í þessum þurki harðnar fugladritið og hleðst lag ofan á lag með hverju ári sem líður. Inkarnir, sem áttu heima í Perú áður en hvítir menn komu þangað, vissu vel hvílík hlunnindi það voru fyrir þjóðina að eiga fugladritsnámurnar og geta sótt þangað áburð á ræktarlönd sín. Sést það bezt á því, að þeir höfðu alfriðað sjófuglana, og það lá hvorki meira né minna en lífláts- hegning við því að styggja fuglinn um varptímann. Menn vita ekki með vissu hve- Hér má sjá hafstraumana að sunnan og norðan, sem ráða svo miklu um örlög Perú. nær Inkar fundu upp á því að nota fugladrit sem áburð í akra sína. Talið er að fugladritslögin muni hækka um 6 fet á hverri öld. En áður en byrjað var að umturna öllu þarna á 19. öld, voru þar sums stað- ar 150 feta háir drithaugar. Eftir því hefði neðstu lög þeirra átt að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.