Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 329 sem mótmælt var aðgerðunum gegn Pasternak og kveðja var send til „hins mikilhæfa rússneska starfsbróður okkar í einverunni, sem ráðamenn lands hans hafa dæmt hann í af hræðslu við áhrif hans“. Bandalag ítalskra rithöfunda sendi eftirfarandi áskorun til bræðrafélags síns í Moskvu: „Bandalagið harmar sáran og mótmælir eindregið þeirri afstöðu, sem þér hafið tekið í máli Boris Pasternaks. Slíkar aðfarir, sem við álítum óréttlætanlegar, jafnvel þótt þær byggist á pólitískum og án efa örlagaríkum ritdeilum, eru alvarlegt brot gegn embættisheiðri rithöfunda og í beinni mótsögn við samhljóða ályktun rithöfunda- þingsins, sem haldið var fyrir nokkru í Napólí og einnig var sam- þykkt af hinni opinberu sendinefnd yðar“. Nokkrir indverskir rithöfundar gáfu út yfirlýsingu, þar sem því er haldið fram, að „það eru kommún- istaleiðtogarnir, sem eru að blanda pólitískum hagsmunamálum í mál- efni, sem eru einungis bókmennta- legs eðlis. Bókmenntamenn um heim allan munu mæla gegn þess- ari viðleitni að blanda stjórnmál- um í bókmenntir. Við vonum, að rússneska stjórnin muni taka eitt- hvað tillit til skoðana rithöfunda og muni með tilliti til þess láta lok- ið hinni slæmu meðferð á hinum mikla rússneska rithöfundi, Boris Pasternak“. Hörð gagnrýni á herferðina gegn Pasternak kom einnig frá rithöf- undum og akademíumeðlimum í S- Ameríku. Þar reið á vaðið brasil- íska sagna- og ljóðskáldið Jorge Amado, fyrrv. handhafi Stalíns- verðlaunanna. Amado hélt því fram, að „brottrekstur Pasternaks úr bandalagi sovézkra rithöfunda sýnir, að kerfisbundin, klíkukennd og kredduföst öfl hafa enn yfir- höndina í Sovétríkjunum; þau ' reyna að ryðja burt skapandi bók- menntum og knýja fram einn hugs- anaskóla, rétt eins og á Stalíns- tímabilinu“ í sérstaklega berorðri yfirlýsingu frá brasilískum félags- skap, sem berst fyrir frjálsri menn- ingu, segir, að „sérhver tilraun til að hindra listamann í að túlka list sína er óbætanlegur glæpur gegn manninum sjálfum og siðmenning- unni“. í símskeyti félags sænskra rit- höfunda til bandalags sovézkra rit- höfunda segir m. a., að „það er bjargföst skoðun okkar að sameig- inlegt hlutverk yðar og okkar sé að vernda málfrelsi og rétt skáldsins til að segja álit sitt á hinum miklu vandamálum okkar tíma. Þess vegna verður rithöfundurinn að hafa fulla vissu fyrir því, að gagn- rýni hans á aðstæðum í hans eigin landi verði svarað með annarri gagnrýni á hann, en ekki með refs- ingu“. -----------fljjört nótt ------------------- Eg sé löngu liðna tíð, hús á Peterburgskaja Storoná. Þú komst (rá steppunni til að læra, dóttir févana jarðeiganda. Þú ert yndisleg, átt marga vonbiðla. Þessa björtu nótt sitjum við bæði á gluggakistunni þinni og horfum niður frá skýjakljúfnum þínum. Gasfiðrildi götuljósanna titra viS fyrstu snertingu morgunsins. Það sem eg segi þér i hálfum hljóðum er einsog sofandi víðáttan. Við erum haldin sömu geigvænlegu tryggðinni við ákveðinn leyndardóm einsog Pétursborg sem breiðir sig útyfir víðáttumiklar Neva-slétturnar. Þarna úti, langt bakvið fjöllin fylla næturgalarnir skógana með þrumandi lofsöngi þessa björtu nótt. Örvita kvakið magnast, raust þessa látlausa smáfugls vekur fagnaðarbylgju í töfrum siegnu djúpi skógarins. Þangað læðist nóttin meðfram girðingunum einsog berfætt förukona, og bergmál samtalsins sem hún hjó eftir eltir hana frá gluggakistunni. 1 slóð hennar klæðast trén I afgirtum görðum, epla- og kirsuberjagreinar fara í hvít blóm. Og föl einsog vofur flykkjast trén útá veginn einsog þau veifi og kveðji bjarta nóttina sem sá svo margt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.