Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1961, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1961, Blaðsíða 1
5. tbl. Sunnudagur 12. febrúar 1961 XXXVI. árg. ÚR SÖCU REYKJAVÍKUR; FYRSTI KIRKJUGARÐURINN SEINNI HLUTI m. ÁHIÐ 1882 gerðist sá atburður, að íslendingar fengu danskan landlækni, hinn eina danska mann, sem gegnt hefir þeirri stöðu hér á landi. Eg tel ekki Thomas Klog danskan, hann var fæddur og upp alinn í Vestmanneyum og hafði lært til stúdentsprófs hjá Hann- esi biskupi Finnssyni. En nú var kominn aldanskur maður, sem hafði aflað sér menntunar í Dan- mörk. íslendingar 'voru ekki á- nægðir með þetta, og þá allra sízt Reykvíkingar. Þeir litu svo á að hér væri um gjörræði og einveld- ishneigð að ræða hjá Nellemann stjórnarherra. Þeir vildu að dr. Jónas Jónassen yrði landlæknir. Hann var maður vinsæll og naut mikils trausts sem héraðslæknir. Hann hafði líka verið settur land- læknir og forstöðumaður lækna- skólans árið áður, er Jón Hjaltalín fekk lausn frá embætti. Auk þess hafði hann á þessu ári sótt sér doktorsnafnbót til háskólans í Kaupmannahöfn, fyrir rit um Schierbeck landlæknir. sullaveikina á íslandi. Hann átti því að vera sjálfkjörinn í þetta embætti. En Nellemann íslandsráðherra leit öðrum augum á það. Og frétt kom um það, að hann hefði látið hinn tilvonandi landlækni fara að læra íslenzku, því að þá var þess krafizt að danskir embættismenn hér á landi yrði að kunna málið. Og svo fréttist einnig, að læknir- inn hefði gengið undir íslenzku- próf hjá Konráði Gíslasyni, staðið sig að vísu fullsæmilega, en þó fallið á prófinu. — Þarna sjáið þið, sögðu menn þá, hann Konráð veit að hér á að fremja ranglæti, og þess vegna hefir hann fellt manninn á prófinu. — Þetta hefir «jálfsagt verið tilgáta upphaflega, en lengi helzt sá órökstuddi orð- rómur, að Konráð hefði beitt hlutdrægni við þetta próf. En svo er það um haustið, að læknirinn kemur hingað til Reykjavíkur og fær að ganga undir íslenzkupróf hjá Halldóri Kr. Friðrikssyni yfirkennara. Próf þetta fór fram í alþingishúsinu, og fjölmenntu Reykvíkingar þang- að til þess að hlusta á. Það hefir hlakkað í þeim görnin að fá að heyra allar þær vitleysur og mál- villur, sem útlendingurinn léti sér um munn fara. Þeir hafa verið sannfærðir um fyrirfram, að hann myndi kolfalla á prófinu og hugs- að gott til að fagna þeim úrslit- um. En þeim varð ekki að ósk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.