Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1961, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1961, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sjómenn á Ceylon hrinda bátum sínum á flot skógana frá Colombo til Kandy, sem er inni í miðju landi, og ætl- uðu sér að hertaka þá borg. En þetta varð til þess að malarían drap hermenn þeirra þúsundum saman. Smámsaman náðu Bretar þó yfirráðum á allri eynni og tóku atvinnuvegir þá að blómgvast. Eftir seinni heimsstyrjöldina kröfðust Sinhalesar þess að eyan fengi sjálfsforræði og yrði sér- stakt ríki í brezka samveldinu. Og sjálfstæði fékk eyan svo 1947. Þjóðin í þessu ríki er talsvert „mislit“. Á móti hverjum einum Breta, sem þar er, eru 400 Sin- halesar, 125 Tamilar, 4 Burghers (en það eru afkomendur Hollend- inga) 31 Mári og Malayamenn, og svo nokkrir Vedda, en enginn veit tölu á þeim, því að þeir lifa hálf- gerðu villimannalífi inni í frum- skógunum. Þessir ólíku kynstofn- ar eru dreifðir hver innan um ann -an um alla eyna. Þó halda Tam- ilar sig aðallega á norðanverðri og austanverðri eynni og á plantekrum Breta inni í landinu sunnanverðu. Bretar eru flestir í höfuðborginni Colombo og á plant ekrunum, þar sem veðrátta er svip uðust því sem er í Englandi. Alls búa um 9 milljónir manna á eynni. Þar af eru um 6 milljón- ir Sinhalesa, sem eru Búddatrú- ar og 2 miljónir Tamila, sem eru Hindúatrúar. Eyan er um 400 km. þar sem hún er lengst frá norðri til suðurs, en rúmir 200 km á breidd, þar sem hún er breiðust. Hún er rúmlega helmingi minni en ísland, og á því geta menn séð að þar muni þéttbýlt vera. Byggð- in er í smáþorpum og örskammt milli þeirra. Húsin eru einlyft og óreglulega sett í skjóli kokos- pálma. Þéttust er byggðin með ströndum fram, en inni á eynni eru há fjöll. Hið hæsta þeirra heitir Pidulugurahala og er 8.281 fet á hæð. Frá fjöllum þessum renna ár í allar áttir, svo að vatn er þar nóg. En vegna straumhörku eru árnar ekki skipgengar. Sinhalesar eru bændastéttin í landinu. Hver bóndi á sína hrís- grjónaakra og nokkur kokostré. í hverju þorpi þeirra er Búdda- musteri. Eru þau fagurlega skreytt og máluð að innan. Fræg- ast er musteri „hinnar heilögu tannar“ í Kandy. Þangað streyma pílagrímar þúsundum saman ár- lega úr þeim löndum, þar sem Búddatrú er, því að sagt er að í musterinu sé geymd ein tönn úr Búdda, og á slíkur helgigripur ekki marga sína líka. í hverjum ágústmánuði er haldin mikil há- tíð í Kandy, og er hún nefnd Perabera. Þá er heilagur fíll must erisins látinn bera þessa einu tönn hringinn um kring í borginni. Þessi hátíð fer jafnan fram þeg- ar tungl er í fyllingu. Á undan fílnum fara borgarbúar dansandi og með trumbuslætti, en á eftir koma höfðingjar og skrautklædd- ir prestar ríðandi á 70 fílum. Meðfram öllum götum, er skrúð- 221 fylkingin fer um, er manngrúi og blys við blys. Sinhalesar eru gefnir fyrir sterka og skæra liti. Þeir ganga því í litklæðum og oft skreyta þeir vagna sína með blómum. Venjulegur búningur manna og kvenna er skósíður kyrtill. Þegar folk er við vinnu, gerir það sér hægt um hönd, lyftir upp um sig pilsunum og vefur þeim um mitti sér. Stundum eru karlmenn í vesti utan yfir kyrtlinum og konur í treyu. Flestir ganga ber- fættir. Karlmenn eru yfirleitt fríðir, en konur blátt áfram. Þeir eru svipaðir hvítum mönnum á yfirbragð og varla dekkri en menn sem eru mjög dökkir af sólbruna. En þeir eru fremur lat- ir og værukærir, enda er þar hita- molla, sem hressir menn ekki. Tamilar eru taldir heimskir meðal Sinhalesa, og ber einkum þrennt til: í fyrsta lagi að konur þeirra hafa gullhring í nefinu, í öðru lagi vegna þess að hjá þeim er ströng stéttaskifting, og í þriðja lagi vegna þess að Tamilar eru iðjusamir og vinnugefnir. Af þessari seinustu ástæðu er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.