Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1961, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1961, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 225 „Ekki verður það notalegt fyrir fáklædda, að vera á ferðinni í dag!“ — Þetta sagði Teitur lágt við sjálfan sig, og dró skyrtuna sína undan koddanum hjá sér, — því það var siður margra að ber- ’ hátta. — Um stund handlék hann skyrtuna, breiddi úr henni á rúm- ið, og líktist hún þá frekar stór- riðnu neti, en skyrtu. — — „Já, ekki er það álitlegt fyrir mig“. — Svo tók hann í skyrtuna, hélt henni á lofti og sagði fullum rómi: „Sjáðu nú skyrtuna mína drott- inn minn, finnst þér, að ég geti farið út í hríðina og gaddinn svona klæðalaus og skjálfandi?" Síðan hallaði hann sér útaf um stund eins og hann biði eftir ein- hverju. Nokkru síðar kom stúlka frá næsta bæ og spurði eftir Teiti; hún var með stóran böggul til hans. Eitt af því, sem var í böggl- inum, var ný vaðmálsskyrta. Eins og allir geta skilið, hefur sú skyrta komið í góðar þarfir. — Ekki hef ég getað haft upp á fleiri sögum af Teiti þessum. — Það er ekki sporrækt lengur. —Það fennir fljótt í spor föru- mannsins“. Á þessum orðum endar frásögn Ingibjargar og jafnframt bók hennar: „Úr djúpi þagnarinnar. — En með því mig hungraði eftir að vita eitthvað meira um þenn- an Teit, þá skrifaði ég höfundin- um, Ingibjörgu Lárusdóttur, til heimilis hennar á Blönduósi, og bað hana, ef hún mögulega gæti, að gefa mér frekari upplýsingar um „Teit guðlausa" og þá ekki sízt um „böggulinn“, sem honum var færður í rúmið í Stóra-Vatns- skarði, þenna stormkalda þorra- dagsmorgun, sem áður er um getið. Ingibjörg skrifaði mér aftur, en vildi sem minnst um þetta ræða í bréfinu, en bað mig samt að hitta sig, ef ég ætti leið um Blönduós, því hún „vildi ekki ræða það litla sem hún vissi meira — nema munnlega“. Fáum árum síðar átti ég leið um Blönduós, og fann Ingibjörgu, og sagði hún mér eftirfarandi: Enginn lifandi maður á næstu bæum við Stóra-Vatnsskarð vissi neitt um Teit guðlausa, eða hafði hugmynd um að hann gisti þar nefnda nótt. Stúlkan, sem færði Teiti böggulinn þenna umrædda morgun, hvarf eins og hún kom, enda þótt hún ávarpaði heimilis- menn á Stóra-Vatnsskarði og spyrði eftir Teiti. Allir þekktu hana á bænum og vissu hver hún var. En hún var horfin um leið og hún afhenti böggulinn, enda hafði hún ekkert að heiman farið, eða út úr húsi þennan morgun; því einmitt á þeirri sömu stund og hún birtist með böggulinn á Stóra-Vatnsskarði, lá hún í stjarfa eða yfirliði heima hj4 sér og svo langt leidd, að fólk hélt um stund að hún væri látin. Auk þess var ekkert kvenfólksveður milli bæa í þeim stormi og brunagaddi sem þá var. Stúlkan raknaði við eftir skamma stund og varð eins og hún átti að sér. — „Ég veit, að sagan er sönn“, sagði Ingibjörg, „en það er svo margt dularfullt í tilverunni, sem maður getur ekki sagt frá — og verður því að liggja í láginni“. — ----o---- Viðbót, árétting og eftinnáli. Síðan ofanskráð var ritað hefur mér tekist, með aðstoð ritstjóra Lesbókar, að finna Teit „guðlausa“ í gögnum landskj alasaf nsins. Samkvaemt Prestatali- og prófasta séra Sveins Níelssonar, Ævum lærðra manna, eftir dr. Hannes Þorsteinsson landskjalavörð; Prestatali S. Gr. Bf.; Æviskrám P. E. Ó., prestþjónustubók- um, Arb. Esph., annálum o.fl. vax nefndur Teitur „guðlausi" sonur séra Sigfúsar Gíslasonar á Eiðum, lögsagn ara Eiríkssonar á Höskuldstöðum 1 Breiðdal. Séra Sigfús faðir Teita „guð lausa“ var fæddur 1701, dáinn 1705. Hann vígðist 7. sept. 1721 að Klypp- stað, flýði þaðan 1730 (þóbtist verða fyrir ásóknum og gjömingum galdra- Steinunnar), fékk Skorrastað 1731, en varð að sleppa þeim stað 1747 vegna vanrækslu staðarins og missis kirkju- kúgilda í harðindum; en fékk 12. okt. s. á. Eiða, sagði þar af sér prestskap 5. marz 1762, var það sumar til heim- ilis á Fljótsbakka og hafði átt þar heima um hríð áður. í skýrslum Har- boes er honum borin allvel sagan, en talinn þar bláfátækur. Og þegar séra Sigfús var á Skorrastað, segir Jón prófastur Þorláksson á Hólmum um hann í skýrslu til Finns officialis dags. 22. sept. 1743 (Árb. F. J. el 68a) að hann sé mikið vel gáfaður maður og hegði sér vel, en það sé ágalli, að hann sé sakir fátæktar ekki ábjrrgðar- maður fyrir prestsetri sínu nema með nákvæmasta eftirliti prófastsins". — Kona séra Sigfúsar var Þuríður Teits dóttir í Dilknesi, Sigurðssonar. Börn þeirra talin þessi: Gísli í Barðsnesgerði og á Hofi í Norðfirði átti fyrr Hallberu Stefánsdóttur og síðan Helgu Guð- mundsdóttur og böm með báðum. Teitur, fór utan, kom út síðar og hafð ist síðan lengi við í Skagafirði á verð gangi og flakki og andaðist á þeirri reisu tíræður 1824, ógiftur og bam- laus. Dóttir séra Sigfúsar hét Ingi- björg, átti Magnús nokkum Einarsson og börn. Sighvatur Grímsson Borgfirðingur segir í prestaævum um börn séra Sig fúsar: „Teitur elztur, fór utan og kom aftur í Hofsós í Skagafirði; var hann þar mörg ár og var ýmist kallaður Hofs óss eða Kaupstaðar-Teitur; fór hann að lyktum á verðgang. Hann var réttorður maður og eðlisvitur; hann var áður hringjari og kallaður Guðlausi-Teitur, því hann talaði mikið móti kristin- dómi; (varð meira en níræður, segir Espólín). Dó í Skagafirði ógiftur og barnlaus". Dr. H. Þ. segir um -:,t i • ■ - manna, 52-b.: „Teitur, son séra Sig- fúsar sigldi. Kom svo aftur og var lengi í Skagafirði (Hofsós og víðar) kallaður „Austan-Teitur“ og „guð- lausi-Teitur“; dó fjörgamall á Vatns skarði í Víðimýrarsókn 24. des. aðfanga dag jóla 1824, talinn 102 ára gamall

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.