Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2ST ;í i í bernsku dalnum Tíminn líöur, líöur, líkt og elfan niöar. árdagssólin sœla sígur hljótt til viöar. Fornu sporin fennir fjarri mannaleiöum, — í eyöidölum inni, uppi á bláum heiöum. Læt ég hugan Itöa litla stund til baka, margvíslegum myndum minningarnar taka. Er sem gleymt og gróiö greint frá mörgu kunni. Aldrei eyöibœrinn aftur rís af grunni. Eitt sinn fífil fegri fallnar tóftir mundu, pá í trú og trausti tryggö viö dalinn bundu pegnar, poli gæddir, prautgóöir í raunum. Ei peir œtíö spuröu eftir dag aö launum. Fjarri götuglaumi glatt hér fólkiö undi kynslóö eftir kynslóö. Hver pá hugsa mundi framtíöin aö fœröi fölnum blómgum meiöi: Aö lífi dalsins lyki, — leggjast hlyti í eyöi. En hve voriö vakti von og líf í dalnum. Lóan löngu práöa lofgjörö fjállasálnum ilmi fylltum fœröi, fossins dreiföi niöi blœrinn, vífs er vaföi vanga, kvölds I friöi. Hérna var l vöggu vafiö móöurörmum barniö, létt í lundu lífs i gleöi og hörmum. Þraut svo aldins œvi eins og lauf á heiöi félli. — Vorsól vekur villiblóm á leiöi. Tinda roöi reifar, ríkir kyrrö og friöur, — eyöidalsins óöur — elfar pýöur niöur. Fugl meö unga unir, engin pörf á leyni. Létt aö leikum hoppa lömb hjá „huldusteini". Bros pitt, bernskudalur, beröu um langan áldur, máli minninganna mœlir steinninn káldur. Tími, löngu liöinn, Ijúfar myndir sýndu. — 1 sinuflóka fálin fyrnast gullin týndu. Eyöitóftum yfir, innst í pögn og tómi, er sem bergmál bœrist barns af léttum rómi. Liönar raunir rekur rammur vetrarbylur. — Um eyöidálsins yndi ilmbtyer vorsins pylur. Kristján Vigfússon. MÁKVÆMNI í AUSTUR í kirkjugarSinum á Þing- völlum er alinmálssteinninn, og á klöpp úti í Örfirisey er mörkuð stika sem annaðhvort á að vera alinmál eða lengd á málsfiski, nema hvort tveggja "sé (sbr. fiskur sem er alin í öxarþærur). En þetta munu þykja heldur léleg mál nú á tímum, þegar lögmetrinn dugir ekki lengur. Þessi lögmetri var gerður úr platínu árið 1889 og hefir síðan ver- ið geymdur í Severes, sem er skammt frá París. Þar er hann í sérstökum skáp, þar sem hitinn er alltaf 0 gráður á C, svo að hann kippi sér ekki vegna hitabreytinga. Þessi lög- metri er grundvöllur metrakerfisins, sem 80 þjóðir hafa nú upp tekið. Nýlega komu fulltrúar frá 32 þjóð- um saman á ráðstefnu, til þess að M Æ L I í\i G U M vegna þess að það mál, sem notað hefir verið, ' er orðið allt of óná- kvæmt á þessari kjarnorkuöld. Fram að þessu hefir ekki verið hægt að gera nákvæmari mælingu en sem svar- ar einum milljónasta hluta úr þuml- ingi. En skakki sem nemur einum milljónasta hluta úr þumlungi í mæli tækjum og stefnutækjum geimfara, getur munað því, að geimfar sem á að fara til tunglsins, lendi nær 2000 km. fyrir utan það. Á þessari ráðstefnu var það sam- þykkt að miða við bylgjulengd hins rauðgula geisla, sem fram kemur þegar atómi úr „krypton 86“-gasi er hleypt gegnum lofttómi rúm, og að 1,650,763,73 bylgjulengdir þess skyldi samsvara einum metra. Sekúndan hefir alltaf verið talin 1/86,400. hlutinn úr sólarhring. Nú var samþykkt að hún skyldi vera 31,556,925,974. hlutinn úr sólarárinu 1900 eins og stjörnufræðingar reikna það. Hér má geta þess, að bylgjulengd rauðgula gassins samvarar um 20 milljónasta hluta úr þumlungi, og eftir henni er hægt að mæla enn styttri lengd. Vísindamennirnir voru ekki alls kostar ánægðir með ákvörðun sina um lengd sekúndunnar. Þeir segja að aldrei verði hægt að mæla tím- ann nógu nákvæmlega meðan miðað sé við snúning jarðar og sólar. Þeir kváðust vænta þess að einhvern tíma verði hægt að miða við eitthvað, sem er óbreytanlegt, t. d. atómið. Þetta er haft eftir „The New York Times“. Auðvitað hafa þessar breytingar á máli ekki neina þýðingu meðal al- mennings.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.