Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1963, Blaðsíða 6
OSCAR CLAUSEN: PRESTASÖGUR 2 — séra Egill M ætt séra Egils Ólafsson- ar er allt í óvissu, en hitt er víst, að hann var orðinn roskinn maðux eða jafnvel gamall, þegar hann gjörðist prestur á Bægisá, en þar var hann í 15 ár (1585—1600). Kona séra Egils var Guðrún Gott- skálksdóttir, og af börnum þeirra eru komnir merkir menn. — Sonur þeirra var merkisprestur, séra Jón Egilsson á Völlum í Svarfaðardal, en dóttir þeirra var Guðrún, sem gifiist Jóni Árnasyni í Keldunesi, en þeirra dóttir var Oddný, kona séra Magnúsar Einarssonar á Húsa- vík, cg voru þau, sem kunnugt er, foreldrar Skúla fógeta. Séra Egill var því langafi Skúla í kvenlegg- inn. Það henti þennan góða guðsmann, séra Egil, í elli hans, að eignast barn með ungri stúlku í sókninni, og varð har.n því að sleppa hempunni og hröklast frá Bægisá, sem honum var mjög óljúft. En þá fór hann til sonar síns, séra Jóns á Völlum, og þar dvald- ist hann til dauðadags, en hann dó árið 1609. — Séra Egill sá mikið eftir því að fara frá Bægisá, og þegar hann yfirgaf staðinn, kvað hann þessa vísu:1 1 Sbr. Sighv. B. Præ XV. 851. presfsiambanna, á Bægisá Blessuð vertu Bægisá, bæn mín verði áhrinsspá, aldrei sértu auðnusmá, upp frá þessum degi. Þó hverfi eg þínum húsum frá, herrans gjörði það forsjá, óska eg þig öðlist sá, sen, annast Drottins vegi. Hr6 að þessi bæn séra Egils fyrir Bægisá væri bæði heit og einlæg, gekk eftirmanni hans í brauðinu allbögulega að „ar.nast Drottins vegi“, eins og séra Egill kemst að orði í vísunni. Eftirmað- ur hans, séra Bjarni Ólafsson, rak tána í sama steininn og séra Egill gamli. Honum varð það á, „að giftast frillu sinni í forboði biskups, en með henni hafði hann áður lifað illa“.2 Þessi hrös- un guðsmannsins gjörðist þegar á fyrsta ári hans á Bægisá, enda stóð ekki á hin- um röggsama biskupi, herra Guðbrandi Þorlákssyni, að víkja honum tafarlaust úr embætti, og er afsetningarbréf hans herradóms dags. 23. sept. 1600. — Loks var það sex árum síðar (1606) að biskup skipaði séra Jón Ólafsson prest á Bægisá, og tókst honum að þræða svo vel , Drottins vegi“, að á embættisfærslu hans var hvorki blettur né hrukka, og 2 s.st. bls. 854. mátti hann því teljast meðal hversdags- legra „pokapresta", en sú tegund guðs- þjóna var ávallt í góðri nað hjá biskups- valdinu. —■ Frá séra Agli á Bægisá er það m.a. sagt, að hann hélt góða veizlu á hverri jólanótt, og bauð þar til öllum bændum og húsfreyjum í sókn sinni, og þessum sið hélt hann áfram, eftir að hann kom til sonar síns, að Völlum. — Sem lítil- fjörlega greiðasemi fyrir veizluna, fór prestur fram á við sóknarbændur sína, að þeir tækju hver sitt lambið í fóður af honum, án endurgjalds, og voru þessi ,ömb kölluð séra Egils-lömb. — Það er sagt að þetta hafi verið upphaf þess, að prestar kröfðust lambseldis af bændum, eða fóðri hinna svokölluðu prestslainba, sem síðar breiddist út um allt fsland og varð hefð, sem hélzt lengi. E ftir dauða séra Egils vildi séra Jón, sonur hans, halda pessu áfram, en því var illa tekið í Vallasókn. — Ef- laust hefur svo þetta mál verið borið fram á einhverri prestastefnunni undir dagskrárliðnum: „Kjarabætur presta‘% en um það eru nú engin gögn til leng- ur. Það er aftur á móti víst, að skömmu eftir þetta var bændum boðið, með laga- setningu, að fóðra prestslamb, og hélzt það fram um síðustu aldamót, eða fram á vora daga. — Því var að sjálfsögðu breytt, þegar lög voru sett um það, að guðsmenn íslands skyldu ekki lengur lifa á snöpum, en fá laun sín úr ríkis- sjóði, ásamt fríðindum af ýmsu tagi. ÍSLENZK HEIMILI Framlh'ald af bls. 4. legar fyrir meðalstóra fjölskyldu — og það er bjart yfir þeim. Frúin er greini- lega mikjl „blómakona“ eins og karl- mennirnir orða það, því í opinu á milli stofanna er heill frumskógur. Vínviður heitir það víst — og hann er svo rækt- arlegur, að enginn vafi leikur á að hús- móðirin á þessu heimili talar mikið við blómin, jafnvel syngur við þau. Á veggjunum eru málverk og miyndir, tvær einkar skemmtjlegar, sem tengda- sonurinn, Arthúr Ólafsson, hefur gert, en hann hefur einmitt vakið athygli fyrir frumlegar myndir úr trjáberki. Og hann málar líka. Tjöldin fyrir einum gugganum eru mikið útsaumuð og frú Áfheiður segir okkur, að þetta hafi mamma hennar gert — og sé orðið 30 ára gamalt. Annar merkur gripur er líka í stofunni. Það er bekkur, eða lítill sófi, úr búi Sveins heitins Björnssonar, forseta. Þennan bekk átti hann meðan hann bjó í Kaup- mannahöfn, en seldi, þegar hann flutti heim. „Og þetta var einmitt brúðarbekkurinn meðan maðurinn minn hafði öll prests- verkin heima, segir frúin. í stofunni er líka píanó — og á heimil- inu er orgel svo sem vera ber á prests- heimili — og leikur frúin á það. Hún hefur mikið yndi af hljómlist — og hefir verið manni sínum mikil stoð í söng, bæði heima og í kirkjunni — enda segir séra Emil: — Það hefur verið mér alveg ómetan- legt. Og við spyrjum frúna hvort það sé ekki erilssamt að vera prestsfrú. Hún neitar því, sennilega vegn þess hve hún hefur mikla ánægju af að taka þátt í störfum manns síns og gegnir hlutverk- inu af lífi og sál. — En það fer ekki alltaf saman að vera með ungbörn í þröngri íbúð og hafa prestsverkin jafnframt heima, eins og við gerðum þar til kirkjan kom, segir hún, það er til of mikils ætlast af smá- börnum að þegja og láta ekkert á sér bera þegar þannig stendur á. En það hafa þau samt gert, börnin okkar, og mig furðar á því hve þæg þau voru, þegar ég fer að huga um það eftir á. Hvort sem það er hjónavígsla eða skírn, þá eru þetta hátíðlegir viðburðir í lífi allra. Við njótum þess líka að fá að tafca þátt í at- höfninni. Áður fyrr voru tvser og þrjár stúlkur á öllum prestsheimilum, prests- frúnni til aðstoðar. Nú segja menn, að ryksugur, hrærivélar og ísskápar hafi leyst vinnustúlkurnar af hólmi — en vélarnar, hversu fullkomnar sem þær eru, gæta ekki barnanna og sinna þejm, segir frú Áfheiður, og enginn getur and- mælt því. Og svo er sezt að kaffiborðinu — og við byrjum fyrst á siglfirzku eplakök- unni, sem er hreint hunang. Við þorum samt ekki að biðja um uppskriftina, því sumar konur gæta kökuuppskrifta sinna eins og stórveldin kjarnorkuleyndarmál- anna. Frú Álfheiður er ættuð frá Siglu- firði, fædd þar og uppalin, og ef menn halda ð Siglfirðingar geti efcki gert ann- að en salta síld, þá er það mesti mis- skilningur. Og ef einhverjar þykjast bafca belri eplaköku en frúrnar á Siglu- firði, þá ættu þær að senda Lesbófcinni uppskriftina. Séra Emil er aftur á móti ættaður a ðaustan, úr Breiðdal í S-Múla- sýslu, en hann svarar okkur hlæjandi og segist ekki vera nógu vel heima í köku- gerðarlistinni til þess að geta sagt neitt um eplakökur á Breiðdal. Og nú er komið að myndatöfcunni. Ljósmyndaranum lízt bezt á að fjölskyld an setjist á „brúðarbekkinn“, sem við nefndum áðan. Strákarnir eru dálítið feimnir við þetta, en feimnust er þó Gitta. Hún hefur meira að segja sýnt gestunum þá óvirðingu að skríða undir djúpan stól og láta ekki sjá sig. Og með- an við sátum að kaffidryfckju sofnaði hún svefni hinna réttlátu — og vaknði við vondan draum, þegar Heiða litla fór að toga í eyrun á henni til þess að fá hana undan stólnum. Gitta varð að vera með á myndinni, hún er bezti félaigi litlu stúlkunnar. Og ef þið haldið, að Gitta sé einhver venjulegur hundur, þá er það mesti mis- skilningur. Hún er vel upp alin, mjög hæversk, tranar sér aldrei fram, stendur á afturfótuinum upp á stól, þegar henni er sagt. Segir meira að segja „Já“, en henni hefur ekki vgrið kennt að segja „Nei“ — og það eru ekki uppi neinar ráðagerðir um að kenna henni það. — En eruð þið ekki neitt hrædd við að láta mynd af Gittu koma í Lesbókinni? spyrjum við. — Er ekki lögreglan á hött unum eftjr öllum hundum í bænum? — Nei, við erum ekkert hrædd, segir frúin. — Að vísu yrði það hræðilegt á- fall fyrir fjölskylduna að missa Gittu. Ég veit að börnin mundu ekki ná sér, hún er eins og einn fjölskyldumeðlim- anna. Ég sé ekki, að nokur geti amazt við Gittu, síður en svo. Hún gengur aldr ei laus úti. öllum börnunum í nágrenn- inu þykir mjög vænt um hana, hún er regluleg heimilisprýði. Ef einhver ætlar að gera henni mein, þá er mér að mæta. Svo er það líka annað. Hér rétt fyrir neð- an okkur hafa þeir sett niður hesthús, við skeiðvöllinn, og blessaðir hestarnir sækja stundum inn á lóðina. Gitta veitir okkur öruggustu vörnina gegn hestun- um, gerir aðvart. Annars er hún lítið úti við, mest inni að leika sér við börnin — og tekur lífinu með ró. — En þó að mér sé ekki vel við að hestarnir traðki hér yfir blómabeðin, þá hef ég yndi af öllum dýrum. Við eigum líka páfagauka — nú langar mig til að fá skjaldbökur. Mér finnst einhvern veginn svo heimilislegt að hafa dýr í kringum mig — auk þesa sem það er uppeldisatriði fyrir börnin, segir frúin. Og Gitta kinkar kolli, leggur undir flatt og brosir út í annað munnvikið. Ljósmyndarinn segir: „Allir viðbúnir!1* — og Gitta, sem aldrei hefur lært að segja „Nei“, lætur það ekki eftir Ijós- myndaranum að segja „Já.“ En hún veit; að nú á hún að brosa. — hjh. 6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 6. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.