Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Page 13
svo mikil þörf var á. Og í framkvæmd-
inni urðu kommúnurnar misheppnað
tiltæki. Aðeins 11% af kínversku landi
hefur nokkurntíma verið til rs&ktunar
fallið. Það sem Kína þarfnaðist, var
ekki endurskipulagning vinnukraftsins
í sveitunum, heldur geysimikill fjár-
styrkur til að endurnýja landbúnaðinn
og færa hann í nýtizku horf.
En þetta lagði Mao ekki í. Þrátt fyrir
uppörvanir, skæðadi'ífu af fölsuðum töl-
um og hagskýrslum, gat hinn rótslitni
og ringlaði bændalýður ekki séð sér
fai'borða. Kjötskammturinn lækkaði
alla leið niður í fjórðung únzu á mán-
uði, á hvern verkamann. Hungursneyð
geisaði í Kansu-héraðinu. Framfarir í
iðnaði stöðnuðu fyrir fullt og allt. —
Kommúnista-Kína varð, á árinu 1960,
að kaupa erlent koi'n fyrir 1 milljarð
dollara, til þess að geta rétt haldið líf-
ir.u í fólkinu. Peking hefur nú aldrei
viljað viðurkenna það opinberlega, en
„stóra stökkið fram“ hefur að mestu
leyti verið gefið upp á bátinn. Og enn
er ki-eppa í Kína.
Hopað frá dýrðardraumunum
B óndinn, sem veður leðjuna á
eftir uxanum sínum í hrísakrinum, er
enriþá táknmynd hins þrautseiga Kína,-
sem hefur lifað af aldalanga kr-eppu.
En í dag neyðist kommúnistastjórnin
í landinu til að sinna hversdagsþörfum
landsins dálítið meira og dýrðardraum-
unum dálítið minna. Til þess að ýta
undir matarframleiðslu hefur verið
slakað nokkuð á kommúnukerfinu —
nýlega hafa bændur fengið til eigin um-
ráða smáspildur, sem þeir mega rækta
sjálfir og jafnvel selja afurðirnar á
opnum markaði. Linað hefur verið á
iðnaðaraukningunni, þangað til aftur
verður hægt að mergsjúga landbúnað-
inn. Það gæti tekið 25 ár. En það er
hins vegar nauðsynlegt þrautpíndu
landi, sem hefur þegar meira en 700
milljónir íbúa og minnst 15 milljón
nýja munna á ári til að fæða.
Og meðan þessu fer fram, þyrstir
ráðamennina enn í kjarnorkuvopn. —
Þeir halda áfram að æsa upp ókyrrð
erlendis, og það því meir, sem allt geng-
ui meir á tréfótum heima fyrir. Og
sýnilega eru þeir elcki ánægðir með
æsingar sínar í Asíulöndum, þar sem
þeir eru nú að færa þær út til Mið-
Austurlanda og Afríku.
Nýtt kínverskt
skotmark: Afríka
Hétt eins og kommúnista-Kína
væri erm á stóra stökkinu fram á leið,
hefur forsætisráðherrann Chou En-lai
verið að peðra út Feking-gleðiboðskapn
um á langri ferð sinni um Afríku, Mið-
Austurlönd og Albaniu. Þetta hefur ekki
verið auðvelt ferðalag fyrir hinn 67
ára gamla forsætisráðherra, sem hefur
ekki full not af hægra handlegg sín-
um, og hættir auk þess við svimaköst-
um og blóðnösum, ef hann verður
þreyttur. Þegar honum var þröngvað
til að fara að skoða Sfinxinn mikla á
harðneskjulegri skemmtihringferð,
spurði hann vesældarlega: „Þarf ég að
fara? Ég er búinn að sjá hann tilsýnd-
ar“. Hulinn fyrir ljósmyndurum af heil-
um hóp lífvarða og aðstoðarmamja, þar
með töldum 18 lögreglumönnum á vél-
hjólum og fjórum jeppahlössum af her-
mönnnrn með vélbyssur, þaut hann
áfram í Cadillac-skrautbíl, framhjá
ýmsu, sem vert hefði verið að skoða,
ár. þess að stanza. Að vísu ,,stóð hann
fyrir“, við hliðina á (en ekki á baki)
ulfalda, að nafni Canada Dry, og hann
heimsótti aðal-merkisstað Egyptalands
(í smíðum), þ.e. hina miklu Ashúan-
stíflu. En gestgjaíi hans, Nasser forseti,
tók á sig krók til að koma því að, að
„við þessa háu stíflu vinna nú tugþús-
undir manna — með þakkarverðri að-
stoð Sovétríkjanna .... Kæri vinur,
okkur er það mikil ánægja að geta
sýnt þér þetta allt saman“. Tilkynning-
in, sem Chou og Nasser gáfu út við
lok heimsóknarinnar til Egyptalands,
sýndi, að Chou hafði ekki nema hálf-
volgan stuðning frá Nasser til að koma
á toppfundi Asíu og Afríku sameigin-
lega þar sem Chou hefði viljað hafa
bæði töglin og hagldirnar.
J[ afnvel Sen Bella í Alsír brást
honum — en stjórn hans varð Kína
fyrst kommúnistalanda til að viður-
kenna — sem hefur árásarkenndar hug-
myndir um nýlendustjórn, eins og Chou.
Hann tók á móti Chou í Alsír —
ekki með sinni venjulegu óundirbúnu
flóðmælsku heldur með stranglega
undirbúinni og formfastri kveðju, þar
sem hann lagði aðaláherzluna á frið-
samlega sambúð. Og ekki bætti það úr
skák, að þarna var almennur aðhlétur.
Fáir Alsíbúar vissu, að von væri á Chou
og í fámennum móttökuhópunum heyrð
ust einstöku dreifð hróp: „Chou“, og
þá fóru hinir að hlæja, af því að
franska orðið „chou“ þýðir kálhaus. En
það sem Chou var að slægjast eftir,
var smásigrar í Afríku, til þess að láta
Moskvu og Washington heyra, og ef til
vill geta áunnið sér fylgi hjá einhverj-
um Sameinuðu þjóðanna og þannig
íengið upptöku í þann . félagsskap. —
Þegar svo ferðinni var haldið áfram um
Marokkó og Albaníu, komst sá orð-
xómur á kreik í París, að stjórn de
Gaulles væri farin að endurskoða af-
stöðu sína gagnvart Kauða-Kína, og svo
þegar Bourgiba forseti gerði honum
Ú r a n n á I u m m i ð a l d a
Guðmundur Guðni Guðmundsson iók saman
1133
ísland
Jón Ögmundsson Hólabiskup
stofnar Þingeyraklaustur, íyrsta
klaustur á íslandi, það var Bene-
diktsregla.
22-5. d. Sæmundur fróði Sig-
fússon í Odda.
F. Þorlákur biskup Þórhallsson
hinn helgi í Skálholti.
D. Þorlákur biskup Runólfsson
i Skálholti.
1134
Níels Danakonungur bíður ósigur
við Fótvík á Skáni er hann gekk
þar á land til að bæla niður
uppreisn Eiriks Eiríkssonar bróð-
ursonar sins. Magnús sterki sönur
Níelsar konungs flýði til Slésvík-
ur en var drepinn þar af múgn-
um. Með dauða Níelsar lauk
valdatíma fimm frillusona Sveins
Úlfssonar en það hófst 1074.
Eiríkur II einmuni verður kon-
ungur Dana.
ísland
Magnús Einarsson verður biskup
í Skálholti. Hann var afkomandi
hvíti maðurinn fæddur í þeirri
heimsálfu.
1135
Magnús Sigurðsson Noregskon-
ungur handtekinn úti á götu í
Björgvin og blindaður af Haraldi
Gilla.
F. heimspekingurinn Maimon-
ides, áhrif hans urðu varanleg-
ust hjá Gyðingum og kristnum
mönnum.
Eiríkur eimuni Danakonungur
lætur drepa Harald bróður sinn
og tvo syni hans.
Stefán af Blois verður konungur
Englendinga. Síðasti konungur-
inn af ætt Vilhjálms I Normanna-
konungs frá Normandí.
ísland
Hrafn Úlfhéðinsson verður lög-
sögumaður.
1136
Sigurður Slembidjákn lætur
drepa 'Harald Gilla Noregskon-
Ung.
D. Loðvík digri Frakkakonung-
ur.
Rögnvaldur jarl vinnur Orkn-
eyjar.
1137
Eiríkur einmuni herjar á Noreg
og eyðir Osló.
Loðvík VII verður k. Frakka.
Hafin bygging St. Magnúsar-kap-
ellunnar í Kirkvool, er það feg-
ursta byggingiri í Orkneyjum.
F. Saladin soldán Egyptalands.
Eiríkur einmuni Danakonugur
veginn á þingi á Jótlandi.
Eiríkur lamb verður konungur
Dana.
D. Össur erkibiskup í Lundi í
Svíþjóð. Hann varð 1104 fyrstur
danskra manna erkibiskup. Var
frá Jótlandi.
1138
Ætt Hohenstaufa tekur völd f
Þýzkalandi er Konráð III kemur
þar til valda.
ísland
Drepinn Benteinn Kolbeinsson.
1139
Synir Haraldar Gilla réðu Noregi
til 1161.
Sigurður Slembidjákn handtek-
inn í orustu við syni Haralds
Gilla í hólminum Grá í (Dynó-
kild) Svíþjóð og drepinn ásamt
Magnúsi konungi syni sinum.
Sigurður taldi sig vera son Magn-
úsar berfætts.
Portúgal verður konungsríki
undir stjórn Alíons I. Þar var áð-
ui' hertogadæmi.
ísland
Finnur Hallsson prestur í Hof-
teigi verður lögsögumaður.
12. tölublað 1964
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
13