Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Síða 6
18. júní 1816 er einn minnisverðasti
dagur mannkynssögunnar, þá hófst og
lautk orustunni við Waterloo. Her
Wellingtons taldi milli 50 og 60 þúsund
manns og hann taldi herinn bæði illa
útbúinn og illa samæfðan. Þegar leið
á daginn tók að halla á Frakka og um
kvöldið var franski herinn á óskipu-
legum flótta undan sveitum Bliichers.
Alls féllu um 40 þúsund Frakkar, 7
þúsund Prússar og 15 þúsund af liði
Wellingtons. Miðað við orrustur 20.
aldar var þetta engin stórorrusta, en
því þýðingarmeiri.
Þessi sigur jók gífurlega herfrægð
Wellingtons. Þjóðhöfðingjar banda-
manna kusu hann sem yfirmann her-
námsliðsins, sem átti að sitja í Frakk-
landi næstu þrjú árin. Enska þingið
launaði honum ríkulega með 200 þús-
und pundum, hann hafði þegið 500 þús-
und pund áður og ýmsir þjóðhöfðingjar
launuðu honum með ríkulegum gjöfum.
^$1 ellington átti mikinn þátt að því
að Frakkland hélst óskert og að óþarfa
harðýðgi var ekki beitt gegn Frökkum
við friðarsamningana. Þeir góðu menn
á Vínarfundinum skildu að friður yrði
bezt tryggður í Evrópu með því að
tryggja Frakklandi sess á borð við
önnur ríki álfunnar, öll auðmýking
hlaut að leiða til ófriðar síðar. Kurt-
eisi og tillitssemi við sigraðan fjand-
mann voru taldir mannasiðir á þess-
um árum.
Hingað til hafði Wellington fyrst og
fremst ágætt sig sem snjall hershöfð-
ingi, þótt hann hefði nokkuð sinnt
stjórnmálum. Brezki herinn var á eng-
an hátt til fyrirmyndar í upplhafi styrj-
aldanna við Frakka, það kom greini-
lega í ljós í upphafi styrjaldanna 1793.
Allskonar spilling hafði grafið um sig
innan hersins, aginn gat verið betri
og allt skipulag var í molum. Welling-
ton er sagður hafa sagt „að hann hefði
sigrað Napóleon með úrkasti mann-
kynsins“, en því er oftast sleppt sem
hann bætti við „að það væri furðulegt
hve mennilegir þeir væru orðnir undir
sinni stjórn“. Megnið af óbreyttum her
mönnum var samansafnað úrkast,
drykkjusvolar, lögbrjótar og flækingar.
Til að aga þennan skríl mátti ekki
spara svipuna, og 'hinar brútölu refs-
ingar við agabrotum og yfirsjónum
óttuðu öðrum frá því að ganga í her-
inn. Wellington lagði bann við ránum
hermanna, en þrátt fyrir bannið, rændu
brezkir hermenn í herferðunum á
Spáni. Frönsku hermennirnir voru
aftur á móti hvattir til rána af Napó-
leon sjálfum. Wellington hafði tekizt að
aga herinn það vel 1814, að rán og
gripdeildir brezkra hermanna voru
óhugsandi. Liðsforingjarnir voru aðals-
menn eða menn af borgaraættum, sem
höfðu ráð á að kaupa sér liðsforingja-
tign. Það var mikið djúp staðfest milli
liðsforingjans og soldiátans, hirðuleysi
liðsforingja um það fólk, sem þeir áttu
að stjórna, var áberandi fyrri ár Napó-
leonsstyrjaldanna, en þetta lagaðist
þegar á leið. Styrkur Wellingtons sem
hershöfðingja var sú trú hans að það
væri hægt að sigra heri Napóleons, og
þeirri trú kom hann inn hjá liðsmönn-
um sínum. Trúin á það að Napóleon
væri ósigrandi var almenn meðal hers-
hufðingja í Evrópu. Herirnir sem stefnt
var gegn keisaranum voru sigraðir
áður en kom til orrustu, óttinn var
bezti bandamaður keisarans.
Wellington mannaði soldátana og
agaði liðsforingjana. Ýmsir þeirra
iðkuðu hegðun, sem féll illa
að hráu lífi vígvallanna, og
hertoginn varð heldur styggur, er
nokkrir liðsforingjar af borgaraætt-
um spenntu upp regnihlífar í miðri orr-
ustu vegna úrfellis.
Áhugi á hermennskunni sem atvinnu
var ltíill meðal þeirra, sem gegndu
herþjónustu, og aðdáim á slíkri atvinnu
var hverfandi. Wellington leit á stríðið
sem illa nauðsyn, hann talar um sigur-
inn sem „mesta harmleikinn næst á
eftir ósigrinum".
Annað var það sem ágætti Well-
ington hershöfðingja, það var að hann
vanmat aldrei andstæðinginn. Hann
sagði að „nærvera Napóleons á vígvell-
inum væri á við fjörutíu þúsund manna
lið“. Hann kynnti sér vel allar aðferð-
ir Napóleons og hertæikni og færði sér
þá þekkingu vel í nyt. Raunsæi, ótta-
leysi og þrautseigja voru einkenni hans
sem hersihöfðingja.
Bandamenn kalla heri sína heim frá
Frakklandi 1818. Þá hefst stjórnmála-
ferill Wellingtons. Hann tekur sæti í
ríkisstjórninni með vissum skilyrðum.
Hann var konungssinni, og þótt hann
fyllti flokk Torya var hann aldrei
flokksmaður í eiginlegri merkingu orðs
ins. Hann hugsaði fyrst og fremst um
að þjóna konungi sínum og þjóð, ekki
flokknum. Hann var að uppeldi og eðli
íhaldssamur.
Hann var enganveginn ánægður með
þá framvindu mála, sem átti sér stað
á árunum 1822—27. Hann var á önd-
verðum meið við stefnu Cannings í utan
ríkismálum. Canning studdi uppreisnar-
menn í Grikklandi, demókrata á Spáni
og í Portúgal og viðirrkenndi sjálf-
stæði nýlendna Spánar í Suður-Ame-
ríku. Wellington óttaðist að ,3retland
yrði viðsikila við bandamenn sína á
meginlandinu, með slíkri pólitík. Utan-
ríkisstefna Cannings varð jjnjög vinsæl
og áhrif hertogans fóru dvínandi. 1827
er Wellington skipaður yfirhersböfð-
ingi og í því embætti gat hann ekki
látið að sér kveða sem stjórnmála-
maður. Þegar Canning er skipaður for-
sætisráðherra aftur 1827, móðgast Well
ington og segir af sér sem ráðherra og
yfirhershöfðingi. Við þetta klofnar
flokkur Torya og 1828 verður Welling-
ton forsætisráðherra. Hann áleit það
skyldu sína að taka við embættinu og
vonaðist jafnframt til þess að geta
aftur sameinað Torya-flokikinn. Þetta
tókst honum ekki og samvinnan innan
síjórnarinnar var erfið. Pólitískt jafn-
rétti kaþólskra varð nú mál málanna,
ástandið á írlandi fór versnandi og
landið var á barmi borgarastyrjaldar.
Þá var það sem Wellington lagði fram
frumvarpið um pólitískt jafnrétti ka-
þólikka. Þetta varð hið mesta hitamál,
en með lagni og hörku tó-kst Welling-
ton að fá frumvarpið samþyfckt í báð-
um deildum. Þetta var mesta afrek
Wellingtons á sviði stjórnmálanna. Með
þessu afstýrði hann borgarastyrjöld á
írlandi og jók mannréttindi. Andstaðan
gegn þessu máli var mjög mikil, svo
megn að íhaldsömustu þingmenn tóku
að mæla með endurbótum á kjördæma-
skipuninni, til að koma 1 veg fyrir að
kaþólikkar keyptu upp fámenn kjör-
dæmi og næðu þannig auknum áhrif-
um á þingi. Samþykkt þessa frum-
varps varð því meðal annars til þes3
að ýta undir lagfæringar á kjördæma-
skipuninni. Georg IV deyr 1830, Vil-
hjálmur IV tekur við. Vegna þessa
fara fram kosningar. Stjórnin tapar
fylgi og Wellington áleit það vera
sökum laganna um pólitískt jafnrétti
kaþólikka. En hér kom fleira til. Áhriía
júlíbyltingarinnar gætti á Englandi,
engu síður en annarstaðar og kraUn
um endurbætur á kosninga- og kjör-
dæmalögunum var almenn.
S tjórnin hefði getað haldið velli
með því að komast að samkomulagi
við fylgismenn Cannings og með þvi
að gera smávegis endurbætur á kjör-
dæmaskipuninni. En slík eftirgjöf var
fjarri skaplyndi Wellingtons, hann lýsti
því yfir að kjördæmaskipun og kosn-
ingalög væru heppileg og að engar
breytingar yrðu gerðar varðandi þessi
mál. Óánægja manna með þetta fyrir-
komulag eins og það var orðið var
mjög mikil. Fámenn kjördæmi, sem
stundum töldu nokkra tugi kjósenda,
áttu að kjósa þingmann, hin svonefndu
„rotten boroughs“ og „pocket bor-
oughs“, meðan fjölmennar borgir áttu
enga fulltrúa. Auk þessa var kosninga-
réttur takmarkaður.
Wellington hafði einhverntíma
sagt að „the rotten boroughs" gerðu
séntilmönnum fært að taka þátt í
stjórnmálum. Það var hægt að erfa
slík kjördæmi eða þá að kaupa þau.
Framhald á bls. 15
Mary, greifafrú af Wilton.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS'
18. tbl. 1965