Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Qupperneq 7
Syngur þjóðlög og lærir keramik
Spiallað við nors’:a sfúlku, Krisf'tnu
Bryhn er hér hefur dvalizf að undanförnu
H ún heitir Kristín
Bryhn og kom fyrir fjórum
mánuðum frá Osló til þess
að dveljast á Islandi um
nokkurt skeið. Þegar hún
kom hingað, hafði hún ekki
minnstu hugmynd um, hvað
hún ætti að taka sér fyrir
hcndur. Það leið samt ekki
á löngu, þar til hún fékk
vinnu í Listvinahúsinu, en
þar hóf hún að læra kera-
mik.
Á þeim stutta tíma sem
Kristín hefur dvalið hér á landi
hefur hún lært furðumikið í ís-
lenzku; hún hefur haft mikinn
áhuga á að kynnast landinu og
raunar fengið gott tækifæri til
þess, eins og kom fram, þegar
við spjölluðum við hana fyrir
tkömmu.
Þegar hún kynnti sig, sagðist
hún heita Kristín Erlingsdótt-
ir.
— Fólk á ekki gott með að
eegja Bryhn. Þess vegna þykir
mér betra að heita Erlingsdótt-
ir meðan ég er á íslandi, sagði
hún.
i upphafi spjölluðum við
um þjóðlög. Kristín hefur mik-
ið dálæti á þjóðlögum. Hún kom
íyrir skömmu fram í þættinum
„Með ungu fólki“ og söng þá
þjóðlög frá heimalandi sínu.
Eins munum við heyra söng
hennar í þættinum „Gamalt
vín á nýjum belgjum".
Hún sagði, að hún hefði byrj-
að að syngja þjóðlög fyrir einu
ári.
— Ég var stödd í hljóm-
plötuverzlun og fékk þá allt í
einu þá hugmynd að kaupa mér
gítar, sem hægt var að fá með
afborgunum. Vinir mínir
kenndu mér nokkur gi'ip, og
bvo fór ég að syngja þjóðlög,
en áhugi á slíkri músik er geysi
mikill í Noregi meðal unga
fólksins um þessar mundir.
Þjóðlögin eru sem óðast að
komast í tízku, og gömul lög
eru vakin til lífsins. Það er til
mikið af fallegum, norskum
þjóðlögum, en gallinn er bara
sá, að fáir Nórðmenn þekkja
þau.
Fyrir skömmu var settur á
laggirnar í Osló klúbbur, sem
nefnist „Klub 7“. Þangað kem-
ur unga fólkið með gítara og
6V0 syngja allir saman — eða
þá að einhver einn tekur sig til
%g syngur fyrir viðstadda. —
þetta er nokkurs konar „jam-
session“. Þessi klúbbur hefur
átt miklum vinsældum að
fagna, og hann hefur vakið
talsverða athygli í Noregi.
Það kemur í ljós, að Kristín
hefur einnig komið fram í
norska útvarpinu. Hún segir
okkur frá því:
— Svo var það eitt sinn, að
maður frá norska útvarpinu
kom í heimsókn í klúbbinn og
hafði með sér upptökutæki. Þá
vildi svo til, að fáar stúlkur
voru viðstaddar, en útvarpsmað
urinn vildi ekki skilja svo við
staðinn að heyra ekkert frá
stúlkunum. Því var það, að ég
var beðin um að gefa mig fram.
Um síðustu páska dvaldi ég
á Akureyri — Skíðahóteiinu í
Hlíðarfjalli. Þar var ég í góðra
vina hópi og við styttum okk-
ur oft stundir með því að
syngja saman þjóðlög uppi á
herbergjunum. Á.kvöldin voru
haldnar kvöldvökur með fjöl-
breyttum skemmtiatriðum, og
meðal annars kom Savanna-trí-
óið þar fram. Meðan beðið var
eftir að þeir kæmu fram, var
ég beðin um að taka lagið —
og það gerði ég, en ég var mjög
kvíðin! Þarna voru staddir um-
sjónarmenn þáttarins „Með
ungu fólki“ — og þeir báðu
mig um að syngja í útvarpið.
egar við spurðum Krist-
ínu, hvers vegna hún hefði lagt
land undir fót og komið til Is-
lands, sagði hún, að hún hefði
í rauninni komið hingað sér til
heilsubótar. Um nokkurt skeið
hefði hún átt við vanheilsu að
stríða. Hún hefði nauðsynlega
þurft að komast eitthvað í
burtu, þar sem var gott lofts-
lag, kyrrð og næði. — í Osló
hafði ég kynnzt Helgu Þórar-
insdóttur og Valgerði Bergs-
dóttur, en þær voru þar Við
nám. Það var þeim kunnings-
skap að þakka að ég kom hing-
að.
Ég byrjaði þegar í stað að
reyna að læra íslenzkuna og
sótti tima í Háskólanum, en
þeir urðu þó ekki fleiri en þrír.
Mér finnst ég læra bezt af fólk-
inu, sem er í kringum mig.
K.ristín segir okkur, að
henni þyki fátt skemmtilegra
en að ferðast um. Hún segir okk
iur frá ferðalagi, sem hún fór
s.l. sumar ásamt þremur félög-
um sinum til Spánar.
— Við höfðum ekki mikil
peningaráð, segir hún, en þegar
okkur vantaði skotsilfur, sung-
um við á götunum og fengum
að launum smáupphæðir hjá
fólki, sem staldraði við til þess
að hlusta á okkur. Þennan hátt
inn höfðum við á , þegar við
fórum um Hamborg, Strassburg
og Barcelona.
Kristín hefur ferðazt tals-
vert um ísland. Hún hafði þann
háttinn á að „fara á puttunum
með súkkulaðimanni frá Ópal“,
eins og hún sjálf orðaði það, en
í þessari ferð sagðist hún hafa
kynnzt fólkinu úti á landsbyggð
inni mjög vel og hún hefði orð-
ið sannfærð um það, að hvergi
í heiminum væri gestrisnara
fólk en á íslandi.
Um ferðalagið sagðist henni
svo frá:
— Eg hitti „súkkulaðimann-
inn“ rétt fyrir utan bæinn og
fékk far með honum til Ólafs-
víkur. Um nóttina fékk ég gist-
ingu á lögreglustöðinni, — já,
það er ekki alltaf auðvelt að
hýsa fólk, sem „dettur niður
úr skýjunum!“ Daginn eftir lá
leiðin til Stykkishólms og síðan
að Hreðavatni, en það finnst
mér dásamlega fallegur stað-
ur. Leiðin frá Ólafsvík til
Stykkishólms er annars einhver
sú fallegasta, sem ég hef farið,
— hefurðu tekið eftir litunum
í fjöllunum?
Næsta dag fékk ég far með
flutningabíl til Akureyrar. Ég
átti ekki í neinum erfiðleikum
með að fá gistingu þar: fékk
inni hjá Hjálpræðishernum
fyrir 25 krónur yfir nóttina.
Það fannst mér líka skemmfk-
legt, að þarna skyldu norsk
hjón vera húsráðendur. Dag-
inn eftir fór ég með sama flutn
ingabílnum að Varmahlíð, en
þaðan lá leiðin til Sauðárkróks,
og þann spotta gekk ég svo til
allan. Á leiðinni bankaði ég
upp á sveitabæ og bað um að
fá að kaupa kaffi, en það fór
þannig, að ég var leidd til stofu.
Ég fékk mat að borða, gesta-
bók var tekin fram og mynda-
albúm var mér rétt til þess að
skoða.
Sömu sögu er að segja, þegar
ég kom til Sauðárkróks. Þar
var mér boðið að sofa í stofu í
húsi éinu: ég fékk mat að
borða, og svo kom gestabókin
og myndaalbúm. Það var eins
og ég væri hluti af fjölskyld-
unni!
Frá Sauðárkróki lagði ég af
stað daginn eftir fótgangandi til
Varmahlíðar. Þaðan gekk ég að
Víðimýrarkirkju og síðan yfir
fjöllin í Svartárdal. Áður en ég
kom í Svartárdal, kom ég við á
bóndabæ og fékk þar eins og
venjulega kaffi, mat, gestabók
og myndaalbúm. Þarna var mér
sagt, að gott væri að sækja
prestinn í Svartárdal heim. Óg
þegar þangað kom, spurði ég
lítinn snáða, hvar prestssetrið
væri. Hann benti mér á nýtt og
nýtízkulegt hús, sem stakk und
arlega í stúf við aðrar bygging-
ar í sveitinni. Þegar ég hitti
prestinn sr. Jón ísfeld að máli
og sagði honum, að ég væri
Norðmaður, varð hann mjög
glaður við og sagði mér, að
hann hefði sjálfur eitt sinn ver-
ið í Noregi — við gróðursetn-
ingu. Hjá prestshjónunum fékk
ég mat að borða og ekki nóg
með það heldur herbergi til
eigin umráða. Það var engu lík-
ara en að dóttir væri að koma
heim til sín eftir langa fjar-
vist Ég átti mjög ánægjulega
og eftirminnilega kvöldstund
með þessu ágæta fólki, og m.a.
las sr. Jón fyrir mig kvæði.
Tveim dögum síðar hélt ég svo
heim á leið og fékk far með
flutningabíl alla leið til Reykia-
vikur.
IV,
l'u er Kristin senn á för-
um. Hún ætlar að halda áfram
að læra keramik við Norsk
Folkemuseum í Osló og heldur
heim á leið 30. maí. Við segj-
um að lokum við hana, að það
sé líka fallegt á íslandi á sumr-
in. Þá svarar hún:
— Já, en ég kem aftur
seinna!
Kristín við vinnu sina í Listvina húsinu. Hún cr að nr.áta ösku-
bakka í Ieir. — Kristín syngur norsk þjóðlög í útvarpsþættinum
„Gamalt vin á nýjum belgjum“ kl. 4 í dag, sunnudag.
SVIPMYND
Framhaid af bls. 2.
aðgang að, og sem sé ómissandi grund-
völlur fi-jálsra stjórnarhátta.
IHeðal kunnustu bóka Lippmanns
má nefna „A Prefaoe to Morals“ (1944,
ný útgáfa), þar sem höfundur reynir
að skilgreina siðgæðishugmyndirnar á
nýjaleik, „The U. S. in World Affairs"
(1932-33), „The Method of Freedom“
(1934), auk fjölda bóka um seinni heims
styrjöldina, aðdraganda hennar og af-
leiðingar. Það var Lippmann sem fann
upp hugtakið „kalda stríðið" í sam-
nefndri bók sinni „The Cold War“
(1947). Ekki alls fyrir löngu hóf Lipp-
mann að skrifa greinar fyrir langbezta
og merkasta vikublað 3andaríkjanna,
„Newsweek", og má segja að með því
nái hann í rauninni til endimarka jarð-
ar með hófsamlegum og yfirveguðum
málflutningi sinum. Hann hefur t.d. ver-
ið einn þeirra sem harðast hafa ráðizt
á Bandaríkjastjórn fyrir árásirnar á
Norður-Vietnam, sem hann telur eiga
rætur sínar í fullkominni fráfræði
Bandarikjamanna og vestrænna hvítra
ma.ina yfirleitt um hugsunarhátt þjóð-
anna i Asíu og Afriku, þar sem yfirráð-
um og áhrifum hvíta mannsins sé lokið
fyrir fullt og allt.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7
18. tbl. 1905