Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Síða 15
BÖKMENNTIR Framhald af bls. 6. Hann átti erfitt með að hugsa sér séntilmenn sem atkvæðaveiðara á skrílsamkomum, sem nefndar voru kosningafundir. Yfirlýsing hans um óbreytt ástand var gerð án samráðs og vitundar flokksmanna hans, og Gerald VVellesley, 7. hertogi af Wellington stjórn hans féll nokkrum dögum síðar, 15. nóv. 1830. Ný stjórn var mynduð og frumvarp um rýmkun og lagfær- ingar á kosningarétti og kjördæma- Bkipun var samlþykkt í neðri málstof- wnni 1832. Lávarðadeildin felldi frum- varpið. Konungur neitaði tillögum um að aðla nógu marga til að hægt væri að fá frumvarpið samþykkt 1 lávarða- deildinni. Stjórnin sagði af sér og nú bað konungur Wellington að mynda stjórn, til þess að koma frumvarpinu í höfn. Og hann samþykkti það, þótt hann hefði hingað til barizt gegn því. Hann segir sjálfur að sér hafi einungis gengið til konungshollusta, hann hefði jafnmikla andstyggð á frumvarpinu og áður. En þingið neitaði honum um traust. Whiggar mynduðu stjórn og það var talað um að skipa fjölda nýrra lávarða. En til þess kom ekki. Well- ington var fenginn til þess að beita áhrifum sínum í efri málstofunni frum- varpinu til framdráttar. Meðan á þessu þjarki stóð var Well- ington einn óvinsælasti maður Eng- lands, rúður voru brotnar í bústað hans og skríllinn gerði aðsúg að hon- um, Wellington er utanríkisráðherra 1834 —35 og ráðherra aflur 1841. Hann studdi Robert Peel í afnámi korntolls- ins 1846 og hættir sama ár afskiptum af stjórnmálum. Hann dó í Walmer- kastala í Kent 14. september 1852. Hann var jarðsettur við hlið Nelsons í St. Páls-kirkju. Palmerstone lét svo ummælt, að fáir hefðu verið jafn virtir og elskaði^. af þjóð sinni sem hertoginn af Wellington. etta bréfasafn gefur góða mynd af hertoganum. Það er gefið út af sjöunda her- toganum af Wellington. Bréfin í þessu safni eru til fjögurra kvenna, frú Arbuthnot, lafði Wilton, ungfrú Burdett-Coutts og Lieven prinsessu, sem var gift rússneska sendiherranum !) The Seventh Duke of Wellington (Editor): Wellington and his Friends. Letters of the First Duke. Macmillan 1965. 45s. í Lundúnum. Wellington var ekki pennalatur maður, um það vitna þessi bréf og fjöldi annarra. Hann skrifar þessum konum, sem hann virðir og treystir. Hann skrifar um þau málefni sem eru efst í hug hans hverju sinni og er ómyrkur 1 máli. Skoðanir hans á mannfólkinu eru heldur neikvæðar. Hann telur að lægri stéttirnar séu gráðugar, frekar og rudda legar og þær æðri hikandi og sækist eftir vinsældum og myndu skríða um til þess að geðjast pöplinum. Þetta er skrifað 1831, eða um það leyti sem mest var þjarkað um kjördæma- oe kosningafrumvörnin Skoðanir hans á þjóðfélagsmálum eru mótaðar af upp- eldi hans og ríkjandi hugsunarhætti yfirstéttannaá 18. öld. Sem barn lifði hann Gordon-upphlaupin, en þá lá við byltingu á Englandi; franska byltingin varð ekki til að milda skoðanir hans á múgnum og því stjórnarformi sem hann aðhylltist. Um 1830 rambaði England á barmi byltingar og hann varð þá sjálfur að reyna heift og árásir múgs- ins. Hann áleit að eina bjargræði menn ingarlegs þjóðfélags væri konungdæm- ið; þótt hann væri þingmaður tor- tryggði hann alltaf lýðræðið sem slíkt, áleit að það stjórnarform myndi leiða til skrílræðis og ófarnaðar. Hann hafði illan bifur á blaðamönnum, leit á þá sem æsingamenn, og segir á einum stað í bréfum sínum „að áhrif demókratísku pressunnar séu að verða ískyggilega mikil“. Þessi svartsýni hans varð hon- um að falli sem stjórnmálamanni eftir yfirlýsingarnar 1830. Með smávegis til- hliðrun hefði hann getað haldið völd- unum. En hann áleit allt samkomulag stórhættulegt og hegðaði sér eftir því. Hann athugaði ekki að stjórnmálabar- átta krefst annarra aðferða en hernað- urinn. Hann var 18. aldar maður. Disraeli sagði að það byggju tvær þjóð- ir á Englandi, þeir snauðu og hinir auðugu, og þeir ættu fátt sameiginlegt Þctta var enn meira sannmæli um það leyti sem Wellington er að mótast Þessi bréf eru skemmtilegur lestur; þótt höfundur sé enginn stílsnillingur þé eru bréfin skýr og ótvíræðrar merk- ingar. Hann er ómyrkur í máli og ávít- ar oft hinar ágætu vinkonur sínar fyrir skilningsleysi og tregðu; hann segir þeim hug sinn allan um ríkjandi stjórn arfar, menn og málefni og maðurinn sjálfur birtist einkar skýrt í þessum bréfum. Útgefandi hefur sleppt auka- atriðum úr bréfunum og því sem hann álítur að hafi litla þýðingu til nánari skilnings á höfundi. Hagalagðar Honum nær enginn Sumarið 1870 reið sr. Matthías vest ur að Stað á Reykjanesi til að sitja þar brúðkaup sitt og Ingveldar dóttur sr. Ólafs. Segir svo frá því í „Sögu- köflum“: Var ég þá í bezta skapi sem ég loks hefði himin höndum tekið. Það eitt þótti mér kynlegt, að faðir minn, og enda móðir líka, var óvenju dapur í bragði. Sagði hann mér síðar, að fyrir sig hefði borið „í milli svefns og vöku“ nóttina áður en við hjónin vorum gefin saman, að hann þóttist ríða heim að Stað og sjá mig ganga út úr bænum í móti sér glaðan á svip, og með gljáandi silkihatt á höfði. f því þótti honum hvirfilbylur taka af mér hattinn; vildi hann þá elta hann, en þótti honum ég segja: „Hættu að elta hattinn; honum nær enginn aftur.“ — Tæpu ári síðar var Ingveldur dáin. 18. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.