Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1966, Blaðsíða 13
30 AR LIÐIN Framhald af bls. 10. Stalin sér nú að gera hið langþráða bandalag við Hitler. En Krúséff gat ekki komizt til botns í þessum hliðum stalínismans. Hann varð að snarstanza við rannsókn á mannvonzku Stalins gegn hinum allra andnaziskustu gömlu bolsjevíkanna, gyðingahatur hans og sívaxandi aðdá- un á Hitler. í leitinni að lyklinum að framkomu Stalins varð nýi höfðinginn að hverfa að persónulegum skoðunum: „Stalin var mjög tortrygginn maður, sjúklega grunsemdafullur — það vit- um við bezt, sem unnum með honum.... Alltaf og alls staðar sá hann „fjendur", „svikara" og „njósnara“. nn ' A rotzky hafði ekki þá hryggilegu ánægju að heyra játningar Krúséffs. Eftir að allir aðrir gamlir bolsjevikar voru komnir fyrir kattarnef, var Stalin ekki sá maður, að hann slægi sér til rólegheita meðan sá síðasti, stærsti og háværasti gengi laus um heiminn. Trot- zky hafði verið dæmdur til dauða í réttarhöldunum. Stalin var ákveðinn í að láta fullnægja dómnum. Hinn 20. ágúst 1940 kom ungur maður að nafni Ramon Mercader del Rio, sem lézt vera skoðanabróðir Trotzkys, inn í vinnustofu hans í Coyoacán og hjó hann í höfuðið með jöklastaf. Morðing- inn var geðveill sonur Caridad Merc- ader del Rio, fyrrum njósnara N.K.V.D. í Vestur-Evrópu og á Spáni. [Sjá Les- bók 17. júlí 1960]. ' rað er einkennileg kaldhæðni í sambandi við morð Trotzkys. Hann var „yngstur“ gömlu bolsjevíkanna. Meira að segja hafði hann á árunum frá 1903 til 1917 haldið sig frá bolsjevíkunum, og „ofar“ þeim, vegna þess, að kenning Leníns um „miðstjórn“ (,,centralisma“) mundi leiða til þess, að er einræði verkalýðsins hefði verið komið á, mundi það fljótlega geta af sér. ein- ræði flokksins og að lokum einræði eins sterks manns. Þannig fór einmitt, og Trotzky átti nokkurn þátt í því sjálf- ur. I sálarlífi Trotzkys var jafnan ófrið- Ur með nítjándu aldar marxiska húm- anistanum og tuttugustu aldar bolsje- vísk-leninska valdamanninum, sem hann neyddist til þess að verða í vax- andi mæli, svo að hann dytti ekki út úr pólitísku lífi. Það var húmanistinn í honum, sem hélt honum frá Lenin í 14 ár. En árið 1917 varð það augljóst að Rússi, sem vildi gegna einhverju hlutverki í framtíð lands síns, gat það ekki nema innan vébanda bolsjevíka- flokksins. Trotzky kom aftur úr útlegð sinni, til að sættast við Lenin. „Hinn mildi“ Trotzky hélt áfram að berjast við hinn „harða“. í þrjú ár, meðan hann var æðstráðandi Rauða hersins á 19 vígstöðvum var hann óað- finnanlega „harður". En svo, í febrúar 1921, kom til sögunnar atvikið, sem kennt er við Kronstadt. K, óflokksbundnir verkamenn skyldu látn- ir lausir. „Mjúka“ hliðin á Trotzky brá fyrst við. Honum datt í hug að setjast með gömlu vinunum sínum í Kronstadt og komast að samkomulagi. En ákvörðun flokksins var sú að að telja þessa óró í Kronstadt ekki heiðarleg frávik, held- ur fullkomna uppreisn. Trotzky lét af samninga-afstöðu sinni og féllst á „hörðu“ aðferðina. Þá var það enn- fremur ákveðið að setja sjóliðunum úr- slitakosti, neita að semja við þá og heimta skilyrðislausa uppgjöf innan tveggja sólarhringa. Trotzky afhenti úrslitakostina. Þegar sjóliðarnir neituðu að gefast upp, var það Trotzky, sem sendi Rauða herinn til að sétjast um kastalann. Loks var gert áhlaup á kastalann. Af hinum 15 þúsundum manna, sem þar voru, féllu margir fyrir skotum, en hinir voru sendir í pólitísk fangelsi. i\llt fram að þessu höfðu bolsje- víkarnir ekki haft neina reynslu af því að fást við uppreisnir í herbúðum bylt- ingarmanna. En nú voru viðbrögð við slíku ákveðin: að telja alla andstöðu landráð, koma upp „amalgam", taka þvert fyrir alla samninga og berja alla andstöðu niður með valdi. Þarna sjást greinilega meginreglur, sem Stalin byggði á lögregluríki sitt: að sameina og útrýma. Trotzky, sem nú hafði losað sig við alla linkuna, átti aðalhlutverk- ið, er þessar reglur voru settar. Ef ekki hefði verið snúizt svona harkalega við atburðunum í Kronstadt árið 1921, — hefði NKVD þá haft nógu langan arm til að ná alla leið. til Coyo- acán með jöklapriki morðingjans árið 1940? N< Lronstadt er flotastöð í Kirjála- botnum, um 32 km. fyrir vestan Lenin- grad. Sjóliðarnir í Kronstadt voru harð- skeyttustu rauðliðarnir í borgarastyrj- öldinni og hylltir um land allt sem ódeigustu baráttumenn byltingarinnar. Þeir tilbáðu Trotzky, og Trotzky heim- sótti þá oft í Krons'tadt. En svo — réttu ári eftir lok borgara- styrjaldarinnar miklu — varð snögg- lega uppistand í Kronstadt. Sjóliðarnir Voru farnir að gera stórorðar kröfur til nýju sovétstjórnarinnar og heimtuðu afnám herlaga, prentfrelsi og funda- frelsi, að allir fangelsaðir sósíalistar og sem engu var lengur að hlú, geta lafað í huga lesandans út í hlöðuna eða hag- ann og Förumannaflokkar Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi hafa nægan skeiðvöll inni hjá óléttri húsfreyjunni í bjástri um búr og eldhús, en ég dreg í efa að það haldi margur áttum á fjall vegi fyrir það að velta fyrir sér horn- réttum fleti á milli hringsins og keil- unnar, og seilist ég þá til Steins, af því að eftirbullara hans er engin leið að muna. Um og eftir Napoleonsstyrjaldirnar gaus upp hér úti á íslandi fransós í stórum stíl ásamt ferlegum þjófnaði og töluverðu af morðum. Hv I ú á dögum kraumar óánægjan um allan kommúnistaheiminn. Rúss- neskir höfundar eru dæmdir í þrælkun- arvinnu fyrir að smygla frjálslyndum bókum sínum til útgáfu á Vesturlönd- um. Ráðamenn leppríkjanna eru sem óðast að varpa fyrir borð ginnhelgum sovétaðferðum í iðnaði og landbúnaði, friðmælast við kirkjuna, leyfa lista- mönnum og rithöfundum að gera gys að hinni stalínsku fagurfræði sósíalrea- lismans. Fyrir tíu árum var Mao svo skelfdur af villutrúnni, sem gaus upp í landi hans, þegar hann kom með „þíðu“-vígorðið um að „láta hundrað blóm vaxa“, að hann efndi til grimmi- legrar hreinsunar í mesta snatri. En í dag sér hann land sitt orðið svo lúsugt af nýjum villutrúarmönnum, að ný hreinsun hefur verið hafin, undir nafn- inu „nýja öreiga-sósíalista-menningar- byltingin“. Ein af fáum gleðilegum staðreynd- um á vorum tímum er sú, að 30 árum eftir hreinsunina miklu hjá Stalin eru kommúnistalöndin í heiminum orðin svo kvik af þrjózku, óhlýðni við kenn- ingar og hreinu agaleysi, að þar getur engin ógnarstjórn komið að fullu gagni. BOKMENNTIR Framhald af bls. 6. gang sinn og hugsanlega allra hinna, þótt ég viti það ekki. Árangurinn sýnir sig. Arfasátur þeirra eru ekki með heyi taldar af þeim almenningi, sem átti að bjargast við þær, jafnvel ekki þótt bók- menntafræðingar finni í þeim lífgrös og stjórnmálaflokkar beri þá fram á gull- stóli. Almenningur þarf atburð í sögu, söng í ljóði, ef hann á að festa lesturinn svo í huga sér að til sálubóta verði. Afdalahjónin, sem Guðmundur Frið- jónsson lét flytja lík vanvitans til greftrunar eftir fimmtán hvítvoðungs ár og þramma síðan að lokinni jarðar- för í fönninni heim í öræfakotið, þar Ivers vegna kom þetta allt ým- ist nýtt eða í auknum mæli yfir vesa- lings þjóðina, þetta yfir þessa menn á þessum tíma? Ástæðan var siðferðislos það sem gjarnan fylgir stórstyrjöld. Er ekki þar ráðning þeirrar gátu hvað réð rusl- bókamergð áranna strax eftir fyrra stríð og allt fram á þennan dag? Ef til vill er þar fólksleysi heimilanna um að kenna eftir að gömlu bændurnir fóru að tínast í þorpin og elliheimili hirtu önnur gamalmenni í staðinn fyrir að láta þau fyrirberast á heimilum barna sinna meðal annars við það að kenna barnabörnum sínum vísur og þá heil- brigði hugans, sem fylgir nákvæmu námi og traustri hugsun. Guðmundur Hannesson prófessor var t.d. fyrir fimm ára aldur dótturdætra sinna búinn að kenna þeim vel eitt hundrað vísur fyrir hvert umliðið ævi- ár þeirra. En hann var líka af hinu gamla bruggi íslenzkrar manngerðar. Þegar ég svo kom þangað nokkrum misserum síðar að báðum litlu stúlkun- um komnum í barnaskóla, þá var svo mikið af vísnaforðanum gleymt að gamli maðurinn sagði — og því fylgdi þessi ályktun háskólakennarans: „Það er ekki unnt að veita nokkrum manni menntun lengur fyrir a. . . skólum“. Og þarna er eitt opið á flögusullinum. Skólakerfi landsins er byggt upp eins og það hafi aldrei verið til áherzla á nokkuru orði fremur en í japönsku né heldur nákvæmur og skýr framburður. Ég var t.d. orðinn tvítugur, þegar ég fékk fyrst hugmynd um orsakir stuðlasetningar eða reglur fyrir henni, og hafði ég þó barið saman rétt stuðl- aðar vísur frá blautu barnsbeini og þótti engum mikið. í sveit minni var ort um allt og af flestum, enda keiprétt kveðið nema fávitar gerðu. Þar á slóðum var dóttursonur Bólu- Hjálmars bilaður maður á viti að sögn sökum heilahimnubólgu í bernsku. Aumingi sá hafði þó þá tilfinningu fyrir ætt sinni að hann taldi sér ekki hæfa hagmælskuskort og reyndi að yrkja. Óskrifandi og lítt eða ekki læs flutti hann með sér bækur og lét skrifa í þær það, sem hann klambraði sam- an og ort var um hann. H sjálfur beittir bæði í fslandsdvöl þinnl og í bréfinu til mín, því bréfi, sem ég er nú að reyna að gjalda en fæ seint fullþakkað, þótt ég sýni lit á. Það ger- . ist með því að láta fjúka í kveðlingum, góðum ef guð lofar, geggjuðum ef skratt- inn stjórnar, en alla daga þó í bundnu máli. Til þessa höldum við hér í Reykja- vík uppi kvæðamannafélagi; í Hafnar- firði er annað og það þriðja á Siglu- firði; Bragverjar starfa á Akureyri og ort er og kveðið um allar sveitir. ÞaS eru aðeins ljóðabækurnar sem seljast ekki lengur. Ljóðelskir menn óttast að það verði hent upp í þá asnaskít, ef þeir opna munninn til þess að biðja um þess hátt- ar bók í búð. Varan er komin í óálit. Áðurnefnd félög eru öll of líflítil og hafa meira af gömlu fólki en mið- aldra og ungu. Þó vék svo til nýbökuð stúdína, sonar-dótturdóttur-dóttir Bólu- Hjálmars, mér þessum glaðningi á kvæðamannafélagsfundi síðastliðinn vet- ur eftir umtal nokkurt um rasssæri mitt til orðið á skáldfáknum: „Þjáðan beygir þungbær sótt, bví vill hrúðrum flíka. Skipta um bleyju skal eg fljótt, skáldsins púðra krika. Nefna má og Rímnavöku Sveinbjörns Beinteinssonar sem dæmi þess að full- víst er ekki, að sá þáttur íslenzkrar menningar, sem þaulvígðastur er, sé að öllu gegnskorinn í því Heiðnabergi heimskunnar eða vörusvikanna, sem mér virðist íslenzkur atómskáldskapur vera tíðast og hjá flestum iðkendum hans. H L ér eru sýnishorn hinnar andlegu getu þess manns, sem taldi sér skylt að yrkja, og heggur þar fyrir stuðul- skyni og bragliðakennd. Hann kvað: „Stefán Kaðar (Kagaðar-) hóli frá! Hann er garalegur sá. Honum svara vil ég fljótt. Hann er fjara og mysusætt. Er að fala Eldgrímur, orðin talar hrútskjaftur — Símon Dala-dröllungur Drottins valinn nautspungur. Þetta er framleiðsla vanheils manns, en sýnir sveitarbrag og ekki síður, ef síðari vísan er rangfeðruð svo sem kvis er um. Hrörnun þeirri, sem orðið hefir í vísnagerð og bragskyni, tel ég ráðleg- ast að mæta með sömu athöfn og þú Lvers vegna er svo íslenzkur at- ómskáldskapur jafnmiklu og raun sann- ar lakari skáldskapur en Sorg Jóhanns Sigurjónssonar? Þar var þó tegundin sýnd vel og drengilega. Eins minnir mig til heillar hugsunar og hreinlegs orðfæris hjá Jóhanni Jónssyni, manni sorglega skammlífum, og margt sagði Steinn Steinarr skrýtið, þótt ekki væri ljóðböndum lagt. Mun ekki það valda, að miður menntaðir menn en Jóhann- - arnir og betur haldnir en Steinn hafi tekið sér verk sín of létt, þegar form- ið skapaði þeim ekki nauðsyn á ein- beitingu, og þeir svo visnað upp af átakaleysi eða óvandvirkni, hafi þeir nokkurn tíma haft aðra ástæðu til opinberrar framkomu en framhleypnina eina? Talið var að fornu, þegar þroskalausir piltungar fóru í útver, að þeir kynnu að togna á árinni og reyndist oft rétt. Það skyldi þó aldrei þurfa bragliða- raun og stuðlastorm til þess að gera nýtilega verkmenn úr íslenzkum höf- undarefnum mörgum hverjum? En látum þá bjóða þroska sínum heilsubót eða ólyfjan eftir þvi sem þeir hafa smekk fyrir. Skrokk sinn og skap eiga þeir sjálfir að einhverju eða öllu. Tungumál sitt á íslenzkur höfundur aftur á móti ekki nema í mesta lagi að einum tvöhundruð þúsundasta hluta, og ég tel þá ófrjálsa að því að svíkja það um viðhald og hirðingu svo sem sá gerir, er þannig gengur frá máli sínu, að persónulegustu einkenni þess gleym- ast fremur en lærast og liggja undir afbökunum varnarlaus, þótt varnir séu nægar við höndina þar sem er áherzla á fyrsta atkvæði til vakningar eftirtekt og umhugsun og stuðlasetn- ing og bragliðir henni til styrktar. Einnig má drepa á breytilega orða- skipun bundins máls, en hún er áfram- haldandi tilraunastarfsemi, sem jafnan leiðir í ljós hvað gefur góða raun og hvað eru mistök og málspjöll? 23. október 1966 ” ú talar um rokktexta undir hefðbundnum háttum sem úrræði ljóð- mælum til yngingar og útbreiðslu. Það veizt þú allt betur en ég, því engin kann ég rokklög og veit ekkert hvað við þau kann að falla. En ég veit ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 37. tölublað (23.10.1966)
https://timarit.is/issue/241350

Tengja á þessa síðu: 13
https://timarit.is/page/3290311

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

37. tölublað (23.10.1966)

Aðgerðir: