Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1971, Blaðsíða 5
Hann gat hlaupið hraðar en
nokkur annar í bekknum.
Andadrátturinn þyriaðist írá
vitum hans eins og reykurinn
■úr löngu pípunni hans pabba.
Hann saug upp í nefið og
skipti aftur um hendi. Svo gaf
hann sér tima til að þurrka sér
um nefið með treyjuerminni.
Nú var skógurinn ekki fjalli
likur lengur, og hann gat séð
reykinn, sem iagði upp um
strompinn. Hann heyrði lika
höggin, sem bárust þaðan sem
faðir hans hjó skóginn. Óðals-
eigandinn merkti sjálfur trén,
sem fella skyldi. Svo stóðu
þau þarna og vissu ekkert,
fytrr en þau fundu öxina allt í
einu kijúfa stofna sina. Allt til
þess augnabliks voru þau al-
veg eins og öll hin trén í skóg-
inum og héldu, að þau fengju
að standa þar eilíflega og finna
vindinn hvina um sig, bera
brum á hverju vori og standa
nakin, þegar haustkuldinn
kom. f>á mátti s.*á vesalings
íkornana úr langri fjarlægð.
Hann fann til með trjánum, en
móðir hans sagði, að þau
fyndu ekkert til. Litlu íkorn-
arnir vissu víst ekki heldur að
þeir yrðu skotnir og það var
alls ekkert sárt að fá byssu-
kúlu i hjartað. Aðeins veiði-
þjófarnir voru vondir, því þeir
íétu oft nægja að særa dýrin
svo þau þjáðust, þar til faðir
hans fann þau. Faðir hans
elskaði dýr, þau áttu þrjá veiði
hunda og lítinn foxterrier, sem
bráðum átti að drepa, því að
hann gekk úr hárum og litli
bróðir fékk hnerra af öll-
um hundahárunum. Það sagði
læknirinn. John þótti annars
mjög vænt um litla hundinn.
Það voru margs konar trufl-
anir, sem litli bróðir hafði í för
með sér. Hann vakti fólk um
miðjar nætur með gráti sinum
og jafnvel þegar John sló öll
met í flýti frá bakaranum eða
heim úr skólanum, kom það fyr
ir, að móðir hans gleymdi að
hrósa honum fyrir. 1 vonbrigð-
um sinum vakti hann oft at-
hygli hennar á því: — Ég var
bara tiu mínútur á leiðinni í
dag, mamma. Þá leit hún snöggt
til hans og hrópaði. — Ja,
hérna. Þú ert vissulega ein-
hver sá albezti í heiminum.
Hvað myndum við eiginlega
gera án þin? En þá var ekki
neitt innilegt við orð hennar.
Án þess að hugsa út í það,
hægði hann ferðina síðasta
spölinn. Mjólkin skvampaði i
flöskunni. — Það er hreint
ótrúlegt, hvað þessi litli slött-
ólfur getur látið í sig, sagði
móðirin, þegar hún hafði litla
bróður við brjóst sér. Þetta
sagði hún i allt ánnarri tón-
tegund en notuð var, þegar
(og það var nú mest faðirinn)
sagt var við matborðið: -—-
Ósköp getur þessi drengur
troðið í sig. Hann étur okkur
út á gaddinn. En þá var líka
átt við John. Og maturinn stóð
í honum og hann sótroðnaði. Þá
hló móðir hans og klapp-
aði honum á kollinn. — Bara
hann vildi nú stækka svolítið
af öllum þessum mat, sagði
hún vingjarnlega. Svo pabbi
hafði þá ekki meint neitt slæmt
með þessu. En samt!
Hann hljóp upp á snjóskafl
í vegkantinum og lét sig
renna niður hinum megin. Svo
upp aftur Hann hló með sjálf-
um sér að þessum litla leik og
gleymdi því, að hann var í önn
um. Heima lá móðirin sjúk út
af litla bróður, eftir dálitla
stund kæmi pabbi heim úr skóg
inum og byggi til matinn með-
an John legði á borðið. Það
var einkennilegt, þegar þeir
borðuðu einir. Þegar faðirinn
var i góðu skapi stríddi hann
drengnum. — Jæja, John fram-
tönn, sagði hann. Hefur þér iið
ið vel i dag? Drengurinn hafði
misst tvær framtennur og fað-
ir hans hélt því fram, að þær
myndu aldrei vaxa aftur. —
Vitieysa, sagði móðir hans örg.
Drengurinn leggur kannske
trúnað á þetta. Ó, hún mamma.
Svo mjúk og hlý og góð.
Siðasta spölinn hljóp hann
á ný, fram hjá dælunni, sem
liktist kvefuðum gömlum
manni með hettu svo honum
yrði ekki kalt, og um húsgarð-
inn, þar sem viðarstaflinn
beið þess að vera borinn í ofn-
inn. Einu sinni í sumar hafði
hann hjálnað til við að stafla
viðnum. Þá bjó hann sér til
leik: viðarbútamir urðu her-
menn og hann langaði mest til
að stilla þeim upp á endann I
reglulegar fylkingar. En þá
tóku þeir of mikið pláss. Vinn-
an var honum leikur og leik-
urinn starf. Allt gékk svo vel
fyrir sig þar til litli bróð-
ir kom til sögunnar. Honum
fylgdu biautar bleyjur, sem
gátu að visu orðið sjóræningja-
fánar, en hann breyttist fljótt
á sjórreningjaleiknum, því að
óvinahópurinn var allt of stór.
Og litli bróðir varð að erfða-
prinsi og John þræll hans, sem
hann þó alltaf leitaði ráða hjá.
— Spyrjið þræl minn, myndi
hann segja.
Hann ýtti klirikunni frá
hurðinni og gekk inn í eldhús-
ið. Þar setti hann körfuna á
eidstóna og stóð kyrr iitia
stund og hlustaði. Hann heyrði
tvær raddir. Þær höfðu ekki
heyrt hann koma. Hann heyrði,
að nágrannakonan, frú Peter-
sen, var inni hjá mömmu hans.
Frú Petersen var tiður gestur
og fékk ailtaf kaffi.
— Já, en eruð þið ekki í sjö-
unda himni yfir að allt skyldi
fara vel?
Hvað fór vei? Það var ijótt
að standa á hleri, en það var
iika svo spennandi.
— Hvort við erum.
— Þetta hefðuð þið bara
þurft að vita, þegar þið tókuð
John að ykkur. Það var ásök-
un i röddinni og drengurinn
stirðnaði, þegar hann heyrði
nafn sitt bera á góma.
— Nú, sagði móðir hans og
dró seiminn. Eiginlega hefur
okkur aldrei iðrað þess. Hann
er svo snjall og duglegur
strákur.
— Já. Gagn hafið þið af hon
um.
Það var eitthvað í röddinni,
sem olli sársattka innra með
drengnum.
— Ojæja, frú Petersen. Við
ofgerum honum aldrei og hann
veit ekkert skemmtilegra en að
aðstoða okkur við eitt og ann-
að. Nú var mamma móðguð og
John dauðlangaði að þjóta inn
í stofuna og standa með henni.
En langaði lika til að heyra svo
litið meira hrós um sig.
— Nei, auðvitað, sagði hin
röddin. Og Guð einn veit, hvað
af honum hefði orðið án ykkar.
Þið breyttuð vel. Er hann ekki
þakklátur? Hann veit náttúr-
lega, hvernig allt er í pottinn
búið, eða hvað?
— Svo sannarlega er hann
okkur þakklátur, svaraði móð-
ir hans stuttaralega og nú var
John að springa við dyrnar af
þakklæti og samstöðu við móð-
ur sína. — Og auðvitað höf-
um við sagt honum alit. SHkt
írétta börn fyrr eða síðar og
manninum minum fannst bezt
að við yrðum fyrri til að segja
honum sannleikann.
Hann tók af sér vettlingana
og hætti að hlusta. Honum var
þungt um hjartað. Hann hafði
ekki flýtt sér nóg, ekki sýnt
nægilegt þakklæti. Ekki var
hann eins og önnur börn.
Hann var tökubarn. Slæm sam
vizkan óx innra með honum
eins og þungt seigildi. Hann
ætlaði að kveikja upp áður en
pabbi kæmi. Hann ætlaði að
útbúa pelann fyrir litia bróð-
nr og hræra sykuregg handa
mömmu. Hann ætlaði að fara á
fætur í nótt, þegar litli bróðir
íæri að gráta, svo mamma gæti
iegið kyrr. Hann ætlaði ...
— Hvað. Ert þú hér, John?
Frú Fetersen batt handklæð
ið um hár sitt og horfði grun-
semdaraugum á hann. Hafði
hann heyrt nokkuð? Hann var
ekki eins fríður og litli snáð-
inn, hugsaði hún. Aldrei verða
svona böm til eins mikillar
gleði . . . En hann þrælaði nú
aiian daginn, greyið, meðan
önnur börn léku sér. ATl-
ir höfðu einhver ergileg orð
þar um en innst inni fannst öll
um það sanngjamt.
Drengurinn varð niðurlútur.
Hann óttaðist, að hún tæki I
hönd hans. Hendurnar á henni
voru svo slyttingslegar og það
var ýmist uppþvottalýkt af
þeim eða einhver skítalykt.
Þær minntu hann á dauðu dýr-
in á eldhúsborðinu; ikornana
og skógarmýsnar, sem faðir
hans fékk fé fyrir að drepa og
stundum lítið rádýr með blíðu
augun stjörf og titrandi fæt-
ur eins og það gæti álls ekki
náð sér eftir undrunina yfir að
öliu væri svo skyndilega lok-
ið. — Að verða fyrir skoti er
eins og að sofna, sagði móðir
hans Einu sinni hafði hún líka
fundið til með þessum litiu dýr
um.
Frú Petersen fór og dreng-
urinn flýtti sér inn í herberg-
ið. Móðir hans lá á dívanin-
um. Hún var þreytuleg og
hafði augun aftur. Utli bróðir
svaf í vöggunni við ofninn.
—. Var ég ekki fljótur?
spurði hann varlega.
Móðir hans opnaði hægt aug
un. — Ó. Ert það þú, sagði
hún. Þú ert góður drengur.
Drengurinn heyrði föður sinn
sparka af sér tréklossunum fyr
ir utan, hundarnir þutu gelt-
andi að dyrunum.
Hann stóð og starði opin-
m>mntur á móður sina. Hann
vildi vera ennþá betri og enn-
þá fljótari. Hann vissi, að hann
stóð í þakkarskuld við mann-
kærleikann, en hann borgaði
hana smám saman af litlum efn
um. — Bara ég yrði nú bráðum
stör, hugsaði hann og það kom
værð yfir hann i heitu herberg
inu. Hnugginn læddist hann
fram hjá pabba sínum í gang-
inum og fram I eldhúsið. Fað-
ir hans heilsaði bonum ekki.
Kannski tók hann alls ekki
eftir honum.
— Hvemig hefur sá iitii
það? kallaði hann
— Uss, hvislaði móðirin blíð-
lega. Hann seívr.
Drengurinn fór að kveikja
upp í eldstónni. Kaldir járn-
hringirnir brunnu á ioppn-
um höndum hans.
25. april 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5