Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1974, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1974, Side 2
 Brjóstbirtan afgreidd i rikinu a gamlarsdagsmorgun. Teikn: Halldór Pétursson. Áramót. Ekkert jafnast á við áramót. Snjór og kuldi, logndrífa fram- eftir nóttinni unz færðin fór að verða þung og leigubflar sjald- gæfir eins og hvítir hrafnar. Brennurnar sáust varla nema í návígi fyrir muggunni; sama er að segja um stjörnuljósin og blys- in og flugeldana. Með öðrum orð- um: Allt þetta kram uppá nokkr- ar milljónir króna, sem puðrað er upp í næturhimininn á áramót- um. Ekki svo að skilja að sá siður væri hérmeð lagður niður. Um allar trissur voru menn að puðra og sáu eldstrikið fáein andartök þar til snjómuggan gleypti dýrð- ina. En flugeldar eru aðallega barnagaman. Eitthvað verður að gera fyrir börnin áður en gleðin getur hafizt fyrir alvöru. Upp með flugeldana, sólir, blys og stjörnuljós — og síðan beint í bælið með krakkana. Og þá er komið að því að fagna nýja árinu. í aðra röndina er mjög alvarlegt mál að fagna nýju ári. Enginn veit hvað það kann að bera í skauti sínu, né hvar við dönsum næstu jól. Samt er hálfu meira verk og vandasamara að fagna þjóðhátiðarári. Ellefu hundruð ára byggð á hólmanum og hana- nú. Aðra eins hátíð verður að und- irbúa og það rækilega. Hvernig var þeim undirbúningi háttað? Hafði ekki verið farið í ríkið löngu fyrir jól? Jú, reyndar. Fyr- irhyggjan réð ferðinni, enda ábyrgðarlaust með öllu að geyma aðdrátt á vínföngum framá sfð- ustu stundu. Það gæti meira að segja orðið ófært í ríkið milli jóla og nýárs; annað eins getur auð- veldlega komið fyrir, þegar bless- aður jólamánuðurinn er sá kald- asti síðan 1886. Sem sagt; fyrir- hyggjan réð ferðinni. En svo gerðist það, sem engan hafði órað fyrir. Nokkrir tappar fuku á þeim degi í svartasta skammdeginu, sem kenndur er við heilagan Þorlák. Og eftir jólin var orðið ískyggilega mikið af tómum glerjum. Áhyggjur fóru að magnast. Áramótin framundan, Ellefu hundruð ára afmælið og allt það og óhugnanlega gengið á birgðirnar. Nei, margt getur mað- ur látið við gangast, en brenni- vínslaus horfir maður ekki framá stórhátíðir. Góður Islendingur með þjóðrækni í brjóstinu og ábyrgðartilfinningu gerir það að minnsta kosti ekki. Það stóð líka til að bæta úr þessu dagana milli jóla og nýárs. En allt lenti í boð- um og vafstri. En ekki var þó fokið í öll skjól fyrir fyrir því, gamlársdagurinn framundan og ríkið opíð til hádegis. Allur er þó varinn góður og ugglaust vissara að vera bara mættur við hurðina, þegar henni er lokið upp á mínútunni klukkan níu: Verða sá fyrsti til að fá af- greiðslu á þessum blessaða morgni, þegar maður er að kveðja árið. Þessvegna er vekjaraklukk- an látin hringja jafn snemma og venjulega, en aldrei þessu vant var maður vaknaður á undan henni, líklega af einskærum spenningi. Það var snjór og kuldi eins og venjulega, hrollkalt að koma út í morgunkulið. Merki- legt, hvað margir voru á ferli svona snemma, umferðin bara eins og á miðjum degi. Það fór að læðast að manni illur grunur. Nei, andskotinn, það færu varla marg- ir að streitast í ríkið svona snemma. Þetta væru ugglaust ein- hverjir vesalingar, sem yrðu að vinna til hádegis. Hinir mundu sofa út. Ég hugsaði með mér: Nú er bezt að brenna beint inn á Laufásveg; klukkan er ekki orðin níu og þangað kemur ugglaust ekki nokkur maður fyrr en uppúr tíu. Það munar svo litlu að renna smá- spotta, þegar maður er á bíl. Af einhverjum ástæðum var umferð- arhnútur við Sundlaugarnar. Bíl- um lagt hingað og þangað á snjó- breiðuna og samfelld röð á Sund- laugaveginum. Lifandis ósköp ætla mennirnir að synda, hugsaði ég með mér. En smám saman varð þó ljóst, að bílaflóðið stóð naumast í sambandi við laugarn- ar. Það náði uppúr öllu valdi. Og þegar kom að gatnamótunum við Reyki varð hinn ægilegi sannleik- ur Ijós: Framan við vínbúðina var mannhaf út á götu. Og ekki búið að opna. Hvað gerir maður undir svona kringumstæðum? Hugsa sér, öll þessi mikla fyrirhyggja bersýni- lega unnin fyrir gýg. Furðulegt að svona margir geti orðið árvakrir og fyrirhyggjusamir á einum og sama morgni. Hér þurfti snarar ákvarðanir: Fleygja sér i mann- hafið, eða brenna eitthvað annað. Ég ók út á harðfennið utan vegar. Sýndist ástandið vonlítið þarna. Kannski væri betra að brenna eitthvað annað. Mér flaug í hug ríkiðvið Lindargötu. Þar er lítið um bílastæði og menn sneiða hjá þesskonar stöðum. Eftir talsvert jaml og japl komst ég aftur inn á Sundlaugaveginn og ók lestagang- inn niður í bæ. Klukkan var um það bil nfu, þegar ég sveigði útaf Skúlagöt- unni hjá Völundi og upp á Lindar- götuna. Þar í Brekkunni voru nokkrir bílar, sem spóluðu og skekktust og stóðu þversum á snjónum, en með því að fara upp á gangstéttarnar öðru hverju, óð Citroen í rólegheitum framhjá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.