Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1974, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1974, Síða 3
þeim. En uppi á Lindargötunni var auðséð að hverju stefndi: Allt fast i samfelldri lest svo langt sem augað eygði innúr. Ég hafði snar- ar vendingar; fleytti Citroen inn í húsasund og hljóp innúr. Sumir voru bersýnilega orðnir mjög óró- legiri bílunum, líkt og þeirsætu á of heitu. Það stóð á endum, að búið var að opna vínbúðina og svo ná- kvæmlega fullt út að dyrum, að ég tróðst með herkjum inn fyrir dyrastafinn. Þarna voru menn á öllum aldri, sýndist mér, en lítið um kvenfólk. Það virtist óraleið inn að afgreiðsluborðinu og mað- ur fór að reyna að geta sér til, hversu óskaplega langan tíma sú ferð mundi taka. Fyrst gizkaði ég á tvo tíma. Nújæja, klukkan ell- efu. Annað eins hefur maður nú séð á Kilinum. Skrýtið, hvað fáir virtust fara út. Og þeir virtusl dasaðir. ,,Er ekki biðröð hér," spurði vel klæddur herramaður, sem tróðst inn fyrir dyrastafinn. Menn litu á hann með fyrirlitningu. Þvílík spurning. Ekki einu sinni svars verð. Furðulegt að maðurinn skyldi ekki vita, að við erum vaxin upp úr biðröðum. Biðraðir eru handa félagslega vanþróuðu fóiki og hópsálum. Hópsálin er alltaf í biðröð. En ekki hér i rík- inu við Lindargötu. Hér standa sjálfstæðir og sérstæðir íslend- ingar og bíða eftir að fá sitt brennivin. Bíða og ryðjast. Ýta, pota sér, djöflast áfram. Aður en langt um líður er maður kominn inn í þvöguna miðja. Þvílík svitalykt. Stymp- ingarnar hefjast fyrir alvöru, þegar hinir afgreiddu reyna að brjóta sér leið út til dyranna. Menn eru svo hræddir um að tapa stöðunni. Kannski er þetta sjálf lífsbaráttan í hnotskurn. Eða eins og líkingin í kvæði Tómasar, Hótel Jörð, þar sem sumum liggur svo lifandis ósköp mikið á, en aðrir sitja við hótelgluggann og bíða. Satt að segja sá ég engan af þeirri sortinni hérna. Yfirleitt er ég heldúr ónýtur að pota mér áfram í mannslag af þessu tagi. Ævinlega eru ein- hverjir, sem löngu seinna mættu á hólminn, komnir framúr mér. Þannig var það líka framanaf. Unz ég fann það ráð, að láta aðra öxlina ganga á undan eins og fleyg. Þannig tókst mér aldrei þessu vant að halda stöðunni. En þrýstingurinn óx jafnt og þétt eftir því sem nær kom afgreiðsluborðinu. Þeir börðust eins og ljón innan við borðið svo margar flöskur sýndust á lofti. Og síminn hringdi stanzlaust: ,,Halló, jú, það er opið... Hvannarót, jú við eigum hvannarót.. .“ A meðan er maðurinn að braska við að af- greiða með annarri hendinni. Rödd úr þvögunni: „Það er ekki að spyrja að því með þennan andskotans síma, alltaf er hann látinn ganga fyrir. Hvernig væri að reyna að afgreiða mannskap- ínn hérna?" Önnur rödd nálægt afgreiðsluborðinu: „Ég er svo klemmdur, að ég get ekki náð veskinu. Væri nokkur leið að fá að losa hendurnar?" Leiðin yfir að afgreiðsluborð- inu reyndist þó fljótfarnari en ég hafði talið i fyrstu. Eftir hálftíma rann upp sú þráða stund að maður næði landi þeim megin. En þá var líka þrýstingurinn að baki orðinn með þeim ósköpum að ég var ekki alveg viss um, hvort lappirnar hefðu jarðsamband. Maðurinn við hliðina á mér var að reyna að skrifa ávísun, en gekk báglega. En þetta var geðprýðis maður. Hann mælti um öxl: „Strákar minir, viljið þið ekki reyna að ýta svolítið betur, þá fer þetta aðganga." Þá.'var bara sjálf eldskirnin eftir: Að komast út aftur. Eftir því sem bezt er vitað, tókst öllum það með tilheyrandi stunum. Svona var þetta auðvelt og ein- falt. Verðugt verkefni hefði það verið fyrir þjóðhátiðarnefnd að rannsaka gaumgæfilega hvernig landsmenn heilsuðu þjóðhátiðar- árinu. En nú er það of seint. Þar að auki vill brenna við, að sumir muni ákaflega illa eftir áramótun- um og næstu klukkustundum þar á eftir. Síðari tíma eftirgrennslan yrði ekki til neins. Nokkrar ein- faldar staðreyndir vitna þó um, hvað það var, sem mannskapur- inn aðhafðist. Til dæmis kom það i fréttum strax á nýársdaginn, að fangageymslurnar á Hótel Hlemmi höfðu verið þrísettar um nóttina. Var mönnum öðru hvoru sleppt á guð og gaddinn til 'að rýma fyrir þeim, sem annaðhvort voru alyeg tritilóðir eða ósjálf- bjarga. Náðist þarna sú albezta sæta —'rúma — og klefanýting, sem annálar lögreglunnar-greina frá. Með öðrum orðum: Nýtt og frækilegt íslandsmet. i höfuðstaðnum var fólk á ferli á óliklegustu stöðum þrátt fyrir kafaldsmuggu og þæfingsfærð. Nokkrir ökuglaðir sveinar á jeppa óku til dæmis framá ung- menni eitt i afskekktum sand- gryfjum suðaustúr' af Kópavogi þá er skammt lifði nætúr. Var ungmennið talsvert rifið og blóð- ugt i framan, auk þess vólandi. Vissi hann ekki betur en hann hefði v.erið á ferð þarna í sand- gryfjunum með kvenmanrti. Hvað af henni hafði orðið á þess- urn ey.ðistað var þó fullkomlega óijóst; ekki várð heldur- neinn ár- angur af leit.í gryfjunum, þótt svei'nninn teldi vist, að hún væri þarna einhversstaðar. Var honum ekið heim við svo búið. Líklega er ástin aldrei blindari en einmitt í hríðarmúggu á gamlárskvöld. Þó er verst, ef kvenmaðurinn týrtist alveg. Ekki var það alveg -svo slæmt hjá þeim nýtrúlofuðu á Akureyri, sem þetta kvöld lðgðu á Öxna dalsheiðina og var ferðinni heitið á Blönduós. Þegar jeppinn var oltinn útaf, tóku þau sér bara far með öðrum bil og sváfu saman á Sauðárkróki, meðan Hjálparsveit skáta kembdi heiðana i leit að þeim. Var það ekki „rörenne"?, eins og þær segja konurnar, sem lesa dönsku blöðin. Ekki hrærir minna hjörtú vor að frétta af þeim mapnraunum, sem sumar ungpiur lentu í við að rata heim til sin rétt uín þa.ð leýti er fyrsta skíma dágsrnS'.grámaði Framhald á bls. 15. DÆGURLJÓÐ ÁróSur stórveldanna i austri og vestri er umbúðalaus eins og svartolía, sem mengar heimshöfin. Vér hlustum á skvaldur úr öllum áttum — jafnvel af fölsuðum segulböndum — og trúum eins og heilaþvegnir sauðir í beitarhúsum samfélagsins. Vér trúum á NATO og Nixon eða náð Brezhnevs, allt eftir upplagi og aðstæðum, — trúum öllum þeirra árum fyrir velferð okkar; eins og saklaus börn í leik að legg og skel í sandkössum velferðarríkisins trúa, að fóstran sé alvörumamma, en hin aðeins nætur-mamma í rúminu hjá pabba. Vér bíðum þess í auðmýkt að áróðurinn sé plataður í okkur eins og hafragrautinn á morgnana, og hreyfum ekki andmælum þött úr okkur sé skorin tungan af umhyggju fyrir kerfinu, svo vér segjum aldrei neitt Ijótt um forystuna og Flokkinn. Vér trúum í grandvarleik — görgum oss hás eins og bjargfugl og klöppum auma lófana eins og háskólastúdentar fyrsta desember. Og vér hlustum í hrifningu á vitringana úr austri og vestri, eins og kjaftaþætti ! útvarpinu, sem oftast byrja og enda eins: Ég held ég mundi segja, ég mundi telja, ég mundi---------------mundi, o.s.frv. Ingólfur Kristjánsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.