Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1974, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1974, Síða 8
Hér er bilið mjótt milli lífs og dauða: Árekstur og brautin er eitt eldhaf. Þessi mynd er að vísu ekki tekin, þegar Jochen Rindt fórst, en hún lýsir vel ógninni í þessum hættulega leik. Oft hafa menn undrazt þá hörku að kappakstursmenn skuli halda áfram í keppni, hring eftir hring, þó að einhyer félaginn hafi látið lífið þegar slys ber að höndum. Og þannig enda fiestir hinna stóru í þessum hildarleik. En ekki Jackie Stewart. Hann Jackie Stewart, fyrrum heimsmeistari í kapp- akstri segir frá hætti og hér segir hann frá slysinu á kappaksturs- brautinni, sem réði úrslitum um ákvörðun hans DAGINN SEM JOCHEN FÓRST MONZA. Grand Prix Ítalíu. Hér var það, sem ég sigraði í heims- meistarakeppninni fyrir ári. Við vorum lengst af fremstir, ég og Jochen Rindt. Undir lokin skauzt Jochen fram úr mér. Ég komst fram úr aftur en gleymdi félaga mínum, Jean-Pierre Beltoise. Skyndilega æddi hann fram fyrir Jochen og fór fram úr mér i því við komum að síðustu beygjunni. Hann þaut fram úr okkur líkt og elding og hemlaði svo seint, að ég varð að víkja til hliðar. Munaði litlu, að ég hentist út af. En það varð ekki, við Jochen fórum báðir fram úr hon- um á endasprettinum og ég kom í mark fáeinum hundraðshlutum úr sekúndu á undan Jochen. A slíkum stundum er maður hamingjusamur. Fólk tók i hönd mér og óskaði til lukku, ljós- myndarar voru eins og mý á mykjuskán. Brátt fór að stafa hætta af mannfjöldanum, hann þokaðist sífellt nær og þrengdi að okkur. Mér leizt ekki á blikuna og Helen fylltist skelfingu. Við vor- um umkringd lögregluþjónum en þeir réðu ekki við neitt. Loks forðuðum við Heíen okkur inn á klósett og læstum okkur þar inni með verðlaunin og lárviðarkrans- inn. Stundarfjórðungur leið áður en við voguðum okkur út bak- dyramegin. En þetta var í fyrra. Mér ætlar að veitast erfitt að segja frá því, sem gerðist á laugardaginn var. Samt verð ég að segja frá dauða Jochens og áhrifum hans á okkur hin, Helen, mig og Nínu, konu Jochens. Ég mun reyna að rekja þráðinn nákvæmlega en þó er ýmsum spurningum ósvarað og annað, sem ég skil ekki. Lækna- skýrslur eru ókomnar enn og ég veit ekki nema hægt hefði verið að bjarga honum; hvort réttar ráðstafanir voru gerðar eða ekki. Ymsir líta það óhýru auga, að ég skuli skipta mér af þessu, en sjálf- ur er ég þess fullviss, að ég geti ekki látið það hjá líða. Jochen var bezti vinur minn. Á laugardaginn ókum við Helen út að brautinni. Þar hittum við Jochen á BMW bíl sínum. Ég náði ágætum tíma á æfing- unni. Helen tók tímann, sjálfur hafði ég skipulagt æfinguna og vélvirkinn hafði gert ýmsar lag- færingar á bílnum. Þá kom Tyrell fyrirliði til mín og sagði: ,,Ég held, að Jochen hafi hlekkzt á. Þú ættir að tala við Gethin.'* Peter Gethin ók McLarenbíl. Hann var að koma í mark og ég hraðaði mér til hans. „Það eru brot úr bílnum út um allt," sagði hann, „en hann er samt á réttum kili. Stjórnklefinn er heill og ég held ekki, að Jochen hafi slasazt." Við ímynduðum okkur, að hann væri kominn af slysstað, en vissum það auðvitað ekki fyrir víst. Eg fór upp í stjórn- turninn og spurði, hvað gerzt hefði. „Það varð slys." „En hvað um Jochen?" „Það vitum við satt að segja ekki." Ég spurði, hvort Jochen hefði slasazt, en því þóttist enginn geta svarað. „En ég verð að fá að vita það, því ef honum hefur hlekkzt á, verð ég að lita eftir konunni hans." „Ja, ég held nú helzt, að allt sé í lagi með hann. Hann var að tala í brautarsímann áðan." „Ertu handviss? Því ég verð...." „Já, já, en hann er núna í sjúkratjaldinu úti á velli." Ég hraðaði mér til Ninu og sagði: „Jochen varð fyrir slysi, en ég held hann sé ómeiddur. Bíllinn valt ekki. Það hefur ekki kviknað i honum og maður i stjórnturn- inum sagðist hafa talað við Jochen í síma." Svo bað ég hana að vera um kyrrt. Ég hljóp út að sjúkratjaldinu. Þar var mannfjöldi saman kom- inn. Skammt frá stóð sjúkrabíll og vældi og deplaði ljósum. Ljós- myndarar voru fjölmargir. Ég tróðst gegnum þvöguna. Ég kom auga á annan sjúkrabíl og dyr hans voru upp á gátt. Maður sagði eitthvað á ítölsku. Annar svaraði honum á ensku. „Ekki gott," sagði hann. Ég vissi ekki, hvað hann átti við og gekk að sjúkrabílnum. i honum voru börur. Þrír fjórir menn lutu yfir þær og ég sá móta fyrir Jochen. Hann lá endilangur á börunum og vissi höfuðið inn. Breitt hafði verið yfir hann teppi, en það hafði runnið af fótum hans. Vinstri fóturinn var illa út- leikinn. Ég kærði mig ekki um að sjá meira í bili. Enginn annar veitti fætinum neina eftirtekt, og mér varð ljóst, að hér var illt í efni. Ég fór aftur til Nínu. Henni hafði ekkert verið sagt og hún var óttaslegin. Við gengum í átt að sjúkratjaldinu, en þegar við nálguðumst stöðvaði okkur maður. „Nei, þangað megið þið ekki fara," sagði hann. „Þeír eru önnum kafnir. Þeir munu gera sitt bezta. Þið ættuð ekki að fara inn." „Ég ætía að líta á hann." „Nei, nei," sagði hún og í sömu svifum kom hún auga á prest, sem var að stíga upp í sjúkrabílinn. „Eruð þið vitlausir!" hrópaði hún. „Þið eruð snargeggjaðir, allir saman. Það var prestur að fara inn í bílinn." Ég reyndi að stilla hana, sagði það væri venja að sækja prest, ef slys bæri að höndum og einkum á ítalíu, en orðum mínum fylgdi engin sannfæring og það fann hún líka. Ég skildi hana eftir í umsjá vina minna nokkurra og fór að hafa uppi á lækni. Ég rakst á einn lækna fyrirtækisins. Hann sagði alvarlegur á svip: „Það er illt í efní. Ég held ekki, að hann lifi þetta af... Reyndu að hafa ofan af fyrir konunni hans. Haltu henni frá sjúkratjaldinu." Ég hugsaði með mér: „Guð minn góður, ekki einu sinni enn." Svo fór ég að finna Helen. Mann- fjöldinn streymdi að. Ég rakst á Betty konu Grahams Hill og við hlupum á móti Helen. Ég bað þær að fara til Nínu og reyna að róa hana. Ég held, að Helen hafi skilizt, að alvara væri á ferðum. Þegar við komum að hafði Jochen verið borinn inn í stærri sjúkrabilinn. Nína var þar stödd, en yrti ekki á nokkurn mann. Hún sat undir sól- hlíf og starði út í bláinn. Einn ítölsku hjúkrunarmann- annasagði, aðJochen væri dáinn. Annar sagði, að enn værí reynt að blása í hann lífi. Ég hljóp milli manna og reyndi að fá úr þessu skorið en enginn visssi neitt með vissu. Ég heyrði, að maður sagði Colin Chapman, sem smiðað hafði Lotusbil Jochens, að Jochen væri dáinn. Colin fór að gráta. Ég ýtti Nínu, Betty og Helen inn í sjúkratjaldið og ég fór að sækja róandi lyf. Mér var fengin viskíflaska, en ég vissi, að það var ekki rétta meðalið. Loks fékk ég töflur og gaf Ninu þær. Við heyrð um, að sjúkrabíllin þaut af stað með ýlfri og einhver sagði að flytja ætti Jochen á sjúkrahúsið í Mílanó. Ég lokaði á ljósnjynd- arana, sem reyndu að troða sér inn í skýlið, til að taka af okkur myndir. Mannfjöldinn þrengdi sí- fellt að. Ég var u.þ.b. tuttugu mínútur að finna fyrirliða lotussveitarinn- ar. Á leiðinni ræddi ég við þá lækna, sem ég hitti en þeir voru ekki svo vissir í sinni sök, að ég þyrði að flytja Nínu fregnir þeirra. Auk þess hafði sjúkrabíll- inn farið af stað í þvilikum skyndi, að vel gat verið, að Jochen væri enn á lífi. Loks fann ég fyrirliða sveitar Jochens. Hann ætlaði með Helen og Nínu til Mílanó. Ég kærði mig' ekki um að fylgjast með þeim; það hefði verið þýðingarlaust. Ég vildi fá að vera í friði með hugs- anir mínar. Þau voru klukkutíma á leiðinni til sjúkrahússins og þar var Helen sagt, að Jochen væri látinn. Hún færði Nínu tíðindin. Ég gekk yfir að birgðaskemm- unni og reikaði þar fram og aftur. Ég vissi ekki, hvað ég ætti til bragðs að taka. Þetta hafði oft komið fyrir mig áður. Og það hafði allt of mikil áhrif á mig. Ég reyndi að herða upp hugann. Ken kom að og sagði: „Upp í bílinn með þig. Það eru bara fimmtán mínútur eftir og ég vil,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.