Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1974, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1974, Page 11
lslandi, að Avangurhafigert skipið til þesskomast af landi burt. En Landnáma þvertekur fyrir það, húnsegir, að hann hafi búið í Botni meðan honum entist aldur og segir frá nokkrum afkomendum hans. — Sagan um skipssmfð Avangurs mun vera dagsönn, en skipið hefir verið húð- skip, eins og Irar notuðu þá (sbr. Grúsk I, bls. 38-42). Sagan segir, að hann hafi lilaðið skipið við Iilaðhamar, og enn er Hlaðhamar til. Bendir þvf allt til þess, að Avangur hafi verið kaupmaður og haft þetta skip í förum milli Islands og írlands. Það gefur einnig bendingu um, að þá hafi ekki verið neitt smábú f Botni, því að þar hefir verið kaupstaður keltnesku byggðanna þar f nágrenninu. Sagan um landnámsmörk Ingólfs er'eflaust sohn, og enn eru f gildi þau landamerki. er hanh setti eftir miðju Múlafjalli. Brynjudalur á helming fjallsins, en hinn helm- ingurinn fylgir Botni. Vegna nýrrar landskipunar verður þetta nokkuð einkennilegt, þvf að nú telst Botn til Borgar- f jarðarsýslu, en Múlaf jall er í Kjósarsýslu. Nú er að geta þess, að um 882 kom út Helgi bjóla og var með Ingólfi næsta vetur. Hann var maður kristinn. Kjal- nesingasaga segir, að hann hafi þá fengið dðttur Ingólfs. Um vorið nam svo Helgi Kjalarnes „að ráði Ingolfs", frá Mógilsá að Mýdalsá. I þessu iandnámi verður Papaverið undir Esju. Næst þar fyrir vestan nam svo land „með ráði Ingolfs" maður sá, er Ilallur goðlaus hét, og hafði hann fengið kenningarnafn sitt af þvf, að hann trúði ekki á Æsi, heldur á mátt sinn. Það er athyglisvert hvernig Ingólfur skipaði landnámum þarna. Öðrum megin við Papaverið byggir hann manni, „sem ekki viil blóta“, en Papaverið sjálft og Kjalarnesið byggir hann kristnum inanni. Fæ ég ekki betur séð en að Ingólfur hafi tekið Papaverið undir vernd sína og með þessari landnámaskipan tryggt það, að hinir kristnu menn sættu ekki yfirgangi heiðinna inanna. Ætti þetta þá að HANDA HVERJUM YRKIR SKÁLDIÐ? LJÓÐ TVEGGJA SÆNSKRA SKÁLDA í ÞÝÐINGU JÓHANNS HJÁLMARSSONAR Lasse Söderberg FIMM LJÓfi SKALDIÐ YRKIR HANDA VINDINUM Til Léon Felipe Handa hverjum yrkir skáldið? Handa öllu, sem er hrakið og þjáð, öllu, sem endalaust er fótumtroðið og hverfur. Handa klettunum af þvi að þeir llkjast fólki. Handa öllum og engum. MIÐNÆTURLJOÐ 1. Til José Rodriguez Feo Heimurinn er það sem við gerum hann. Þess vegna horfi ég á mánann gegnum grænt gler. 2. Þess vegna þori ég að borða ferskju sem ég sé á mánanum. 3. Máninn eralltaf sá sami. En máninn i Malmö er ekki máninn i Havanna. SKYIN YFIR MALECÓN Hér þarf enginn að vera ókunnugur. Enginn þarf að sjá heiminn i liki skýs. Enginn þarf að harma gráan einmanaleik sinn. Enginn þarf að breyta skýjamyndum i málverk eða öfugt. Ský eru hvítar byggingar sem leysast upp. Hvitar byggingar eru aftur á móti ekki ský þótt þær leysist upp við sjóndeildarhring eða standi hér fölar eins og ekkjur blámans. AÐ FERÐALOKUM Að ferðalokum get ég sagt: „ Augnaráð mitt er hreint. Það hefur laugast i grænu laufskrúði." VIKULEGA KEMUR GRANMA Vikuiega kemur Granma, flokksmálgagnið, svo það glymurí póstlúgunni. Fyrst svelgi ég lyktina af pappirnum og prentsvertunni, sem fær mig til að minnast morgna i Havanna, staða. radda, kenninga, vindsins, sem var rakur og fullur af fólki, alls, sem var ný reynsla. Siðan renni ég augunum yfir fréttirnar og þær eru sjaldan eins og ég gerði mér vonir um. Jacques Werup TVÖ LJÓB GLERAUGUN ÉG HJÓLA NIÐUR AÐ SJÓ Ég hjóla niður að sjó til að anda að mér hreinu lofti, hjá Ribersborg háhýsunum er ilmur úr nýslegnu grasi og oliugeymar Kaupmannahafnar verða að snjóbreiðu þegar ég horfi í sterkt sólskinið. Loftið er þrungið blýi, samt er ég jafn léttur og blaðra. Sviþjóð, þú velskipulagði alheimur vorsins. Minnist angurværs bréfs frá stúlku sem ég hef gleymt: „Fárðu varlega, gættu þin vel. Likaminn er ekki fangelsi. Hann er stórkostlegur. Alla vega er það hann sem heldur lifinu i okkur." Meðal máttlausra karia sem iðka leikfimi í kalda baðinu < Linhamn ligg ég með nefið upp við nýlakkaðar spýturnar og dreymi um að verða hraust dýr, hugsa um þá örstund, sem manninum er skömmtuð og að læknirinn hefur bannað mér að drekka, veit ekki hvernig það mun fara? Á himninum hvitar rákir eftir risaþotur, ferðalög, ástir, þjáningar, örlög. til konu í órafjarlægð er þorandi að skrifa: „Ástin min, maður verður að gleyma mörgu og láta heillast af nýjum og fögrum fyrirheitum sem gera mann hamingjusaman á leiðinni frá einum til annars áfangastaðar i lífi sinu." Ég hélt að eitthvað væri bogið við gleraugun min. Ég sá ekki eins gegnum bæði glerin. Hvernig sem ég fægði þau bar þeim ekki saman. Ég reyndi fleiri gerðir. En það breytti engu. Ég kvartaði við gleraugnasalann en hann sagði að glerin væru í fullkomnu lagi. Ég fór til augnlæknis. Hann var ekki i neinum vafa: það var ekkert að augum minum. En þeim ber enn ekki satnan! Ef ég yrði nú brjálaður! Ef ástandið versnaði! Hvað myndi fólk halda! Kannski lendi ég á Kleppi! Vesalings Anna og Róbert! Hvilíkt hneyksli fyrir þau i skólanum. SÆNSKU skáldin Lasse Söderberg og Jacques Werup eru um þessar mundir staddir á íslandi. Þeir komu hingað til lands til a8 taka þátt í sænsk- íslenskri Ijóða- og jassdagskrá, sem Norræna húsið og Norræna félagiS beittu sér fyrir. Lasse Söder- berg hefur sent frá sér margar Ijóðabækur og er einnig kunnur fyrir þýðingar sínar úr rómönskum málum, einkum á Ijóðum spænskumælandi skálda. Jacques Werup hefur samið nokkrar skáld- sögur, sem vakið hafa athygli, og ein Ijóðabók hefur komið út eftir hann: Ett á . . . Tvá á . . . Tre á . . . Fyr! Um þá féiaga og skáldskap þeirra hefur áður verið fjallað í Morgunblaðinu (Sjá greinina Föstudagsbörnin í Malmö 20.10.1973). Öll Ijóðin nema eitt (Skáldið yrkir handa vindinum) eftir Lasse Söderberg eru úr síðustu Ijóðabók hans Ros för en revolution (1972). Þessi bók er helguð kynnum skáldsins af Kúbu nútimans. Skáldið fagnar byltingunni, en getur ekki leynt vonbrigð- um sínum, einkum i lokakafla bókarinnar. Að dómi Söderbergs hefur þróun efnahagsmála gert Kúbu um of háða Sovétrikjunum og þannig dregið úr þeim eldmóði og nýsköpun, sem einkenndi bylt- inguna í upphafi. Blaðið Granma, sem ort er um í einu Ijóðinu, er hið opinbera málgagn kúbönsku stjórnarinnar. Gleraugun eftir Jacques Werup eru úr Ijóðabók hans, sem fyrr var nefnd, en Ég hjóla niður að sjó birtist ásamt öðru Ijóði í Bonniers Litterára Magasin (4. h. 1973). Það er úr nýrri Ijóðabók, sem væntanleg er innan skamms eftir Werup. Þýðandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.