Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Blaðsíða 11
Friðrik Gíslason NÝ VÍSINDI - NÝORÐ Helgi Sœmundsson TÝND SPOR För mín til móts viö heiminn byrjaði á því aö ég komst út i hlaövarpann í sunnlenskri sumar- blíóu. Ég kvaö hafa verið tíu ára gamall þegar ég lá þar vafinn rúmteppi og leit spurnaraugum furður gróandi jaröar. Ég hafói verió sárlasinn af kighósta allt vorið, en nú var mér farið aö batna. Sól skein í heiói. Túnið var alskrýtt fíflum og sóleyjum og um mig lék ylvolg gola og ísæt ángan af nýslegnu heyi þvi pabbi haföi þegar borió niður. Tindóttur fjallahríngur reis bratt í vestri, noröri og austri og lukti hamra- girðíngu um Flóann sem er ekki bara sveit eins og ókunnugir ímynda sér, heldur rennisléttur viöfeömur landshluti. Einstök at- vik man ég enn eins og þetta heföi gerst i gær. Mamma kom út og færöi mér svaladrykk. Ég tók viö spilkomunni, bar hana aó vörum mér og þambaði blöndusopann. Svo brá mamma hrifu sinni og fór að raka. Ljáin bylgjaðist eins og reykjarstrókur þegar hún hreyfói við henni enda var þetta síbreiða. Kötturinn dormaði viö fætur mér i góða veðrinu og setti upp gesta- spjót. Ég skreiddist á fætur næstu daga og brátt var ég staddur uppá háamel. Ég hafði þá lagt túniö að baki og var kominn lángleiðina fram að sjó. Af Háamel var mun viðsýnna en úr lágum hlaðvarpan- um. Ég sá útyfir lónin og skerin. Niður í fjöru áræddi ég hinsvegar ekki. Þángað máttum við börnin aðeins fara í fylgd með einhverj- um fullorðnum. En Háamel kannaði ég af nærfærinni gaum- gæfni. Hallinn ofanaf brekku- brúninni niður í túnfótinn virtist mér óravegur enda renndu krakk- arnir sér þar oft á sleðum frost- kalda vetrarhrið og hlutu margan skellinn. Nú var hann grænaborg viðkomu og álitum, og skoðun mín bar indælan árángur. Ég las tvær jurtir sem voru þarna fegurstu börn moldarinnar. Seinna nam ég að þær hétu bald- ursbrá og gleym-mér-ei. Mér hefur alltaf síðan þótt innilega vænt um þær ljúfu og fínu blóm- systur. Úti hafinu í landsuðri hillti upp eyjarnar bláu eins og fjarlægar álfaborgir. Þángað fóru eldri bræður ntinir á vertíð eftir nýár. Kannski ætli líka einhverntima fyrir mér að liggjá að komast þángað ef ég yrði maður með mönnum? Nær austurfrá lágu færeyskar skútur rétl við brim- garðinn. Guö gæfi að þær ræki ekki á land upp! Mamma kom út á hlað og kallaði á mig. Ég hlýddi henni á augabragði og lagði af stað. Smá- vaxinn og stuttstigur þokaöist ég niður HáameFog heim túnið. Ég rakti stuttstígur þojcaðist ég nióur Háamel og heirn túnið. Ég rakti götuslóöina frá bandhliðinu og t,ók sprettinn við hornið á blómsturgaróinum. Ég óttaðist að einhver kæmi i humátt á eftir mér. Raunar sá ég eingan eða heyrði en flýtti mér samt þó hjart- að berðist í brjósti mér eins og hræddur fuglsúngi sem blakar i ofboði smáum vængjum og tekur á eins og hann getur. Ég hvarf i sumar heim á æsku- stöðvarnar austanfjalls á l'ögrum og kyrrum degi. Mér dvaldist góða stund á Háamel. Hann er nú allt annar en forðum. Brekkan er svo lág að maður tekur naumast eftir henni. Akbraut fletur mel- inn endilángan og hefur stórspillt yfirbragði hans og áferð. En suml var eins og áður. Fiflar og sóleyjar spruttu í breiðum í óslegnu túninu, og í silkimjúkri laut við brekkuræturnar endur- speglaðist allt í einu dagghreinn og silfurtær bernskuheimur. Eg fann þar baldursbrá og gleymérei en hvergi gömul spor eftir lítinn fót. Þau hafa týnst ofan i jörðina af því að ég fór burt og skildi þau umkomulaus eftir. Þegar uppgötvast hafa ný e.t.v. óvænt sannindi skortir stunduni orð til að tjá þau. Þetta á ekki sist við þegar um manninn er að ræða. Fag- orð húmanistiskra fræða eru að vísu geipileg að fjölda til en sum þeirra svifa merkingarlega i lausu lofti og er erfitt að henda reiður á þeim. Þegar L. Ron Hubbard höfundur þeirra vísinda sem grein þessi fjallar um gaf út niðurstöður rannsókna sinna á manninum hafnaði hann al- gerlega orðaforða sálfræðinnar og annarra svipaðra visindagreina. Nafn þessara vísinda sem nefnast Dianetics sækir Ron í grisku frá stofnunum dia (i gegnum) og nous (sinni, hugsun, sál). Og önnur heiti eru ýmist komin frá latinu eða grisku. Dianetics er fyrsta raunverulega visindagreinin á þessu sviði sem fram hefur komið og eins og nafnið bendir til er það leiðin gegnum sinn- ið, hugann, sem menn fara til að ná ákveðnum árangri. Sinninu skiptir Hubbard i þrennt en hér verður aðeins fjallað um afturverkandi sinn- ið (reactive mind) og sundurgrein- andi sinnið (analytical mind). En fyrst ætia ég að drepa á önnur atriði. L Ron Hubbard er fæddur i Banda- rikjunum 1911. Hann er kjarneðlis- fræðingur að mennt og þessutan doktor i heimspeki. Rannsóknir hans og aðferðir hafa ætið verið strang- visindalegar, og niðurstöður þeirra studdar með fjölda prófana. í leit sinni að minnsta samnefnara lifsins fann hann tilverunnar dynamiska (krafta) prinsip, sem er Survival (það að lifa af, komast af). Þannig er pllt lif öll orka háð þessu prinsipi „einsog að i upphafi hafi einhver ýtt þessu úr vör og sagt „lifðu nú!" ". En hvernig fara menn þá að þvi að komast af, lifa? Eftir rannsóknir á ótal kenningum sem ýmist gera ráð fyrir að maðurinn lifi aðeins sem einstaklingur eða fyrir kynlíf eða fyrir mannkynið eða að hópurinn sé allt fann Hubbard að engin þeirra stóðst útaf fyrir sig en væru þær settar saman virkuðu þær. Hver þessara leiða nefnist DYNAMIK. Maðurinn lifir því ýmist á 1. dyna- mik (sem einstaklingur). annarri (gegnum kynlff og uppeldi barna), þriðju (með því að lifa f hóp) eða fjórðu (fyrir mannkynið) eða öllum eða hverri annarri samstæðu af þeim. En vikjum nú að sinninu. Sundur- greinandi sinnið er sá hluti hugans sem vinnur að lausn vandamála sem varða afkomu á öllum dynamikum. Hubbard skilgreinir gáfur sem hæfi- leika til að skynja, setja upp og leysa vandamál. Og þá er komið að skálkinum: AFTURVERKANDI SINN- INU. Hafi djöfull nokkru sinni verið til var það hann sem skapaði það, segir Hubbard. Þarna er að finna orsakir höfuðverkjar sem þjáir fólk timum saman, hræðslu, langvarandi þreytu og hvers kyns óþægilegra tilfinninga. Það er ekki ný tilgáta, að timabil af meðvitundarleysi geti haft áhrif á einstaklinginn eftirá. Þetta hefur m.a. verið sýnt framá með ‘dáleiðslu. Hins vegar hefur ekki áður verið sannað að timabil af með- vitundarleysi og sársauka (innspilun einstaklingsins i þessu ástandi kall- ást ENGRAM) leiði af sér þá kvilla sem ekki eru af lifrænum toga spunnir. ENGRAM ER'FRUMORSÖK ALLRA PSYKO-SOMATISKRA (SÁLRÆNNA) SJÚKDÓMA. Og það er lauslega áætlað um 70% af þeim sjúkdómum sem hrjá þegna vel- ferðarþjóðfélags nútímans. v Hér gefst ekki rúm til að rekja ofan i kjölinn þau ferli sem leitt hafa til þess að mannskepnan þjáist af migreni, astma og kvefi, en til að kynnast sinninu ofurlitið betur væri ekki úr vegi að skoða eitt hugtak, hugtakið timarás (time-track). Tima- rásin er samfelld innspilun allra skynjana sem maðurinn hefur orðið fyrir, augnablik eftir augnablik. Sér- hver maður getur sannprófað að hann hefur slika timarás með þvi að rifja upp atburð i formi mynda, til- finninga, heyrnar o.s.frv. Einnig hefur hver maður aðgang að öllu þvi sem komið hefur fyrir hann og geymt er i sinninu ef frá eru skilin þau timabil þegar hann var rrteð- vitundarlaus. Og einmitt vegna þess að engrömin eru hulin einstaklingn- um geta þau haft neikvæð áhrif á hann. Afturverkandi sinnið sem hugsar i samsvörunum (A = A = A = A) er þannig byggt upp af skynjunum sem einstaklingurinn tekur upp án fullrar meðvitundar og sem hann er þvi ekki fær um að vinna úr á venju- legan hátt. Ég ætla ekki að láta hér hjá liða að taka hið sigilda dæmi Dianetics, bil- slysið, ef það mætti varpa einhverju Ijósi á það sem um er að ræða. Kona verður fyrir bfl, fær höfuðhögg, miss- ir meðvitund og fellur i götuna. Hin snögga atburðarás festist i vitund hennar. Billinn er grænn, sól skin skært og það heyrist ískur í hemium. Tveim dögum siðar gengur stúlkan eftir þessari sömu götu. Sól skín i heiði. Umhverfið hefur óþægileg áhrif á hana og þegar grænn bill kemur á móti henni og hemlar snögglega verður stúlkan hrædd og fær höfuðverk. Þetta er hættuleg aðstaða. Grunnhugsun afturverkandi sinnisins er nefnilega allt, er sama sem allt. Þannig er grænn bill = höfuðverkur = sólskin ískur = höfuðverkur = grænn bill. Þegar umhverfi er nægilega likt einhverju i afturverkandi sinninu til að áreita það kallast slikt RESTIMULERING. Við restimuleringu fær viðkomandi sama sársauka, sömu óþægilegu til- finningu og geymist í sinninu, eink- um i formi mynda. Við þetta mynd- ast sérstakar atburðakeðjur. Ef tek- ið er dæmi um mann sem oft hefur orðið hræddur hefur sá langa keðju atburða með þessari tilfinningu. Slik keðja helst föst af einhverjum grunnatburði; engrami. Dianetics hefur yfir að ráða tækni sem gerir hverjum og einum kleift að rekja þessar keðjur niðrá botn. Þegar við- komandi hefur uppgötvað grunnat- burð keðjunnar, sem oft liggur i lifi hans i móðurkviði eða i timabili löngu gleymdu honum, hverfur þessi óþægilega tilfinning að fullu og öllu. „Saga mannsins hefur verið kapp- hlaup milli Dianetics og ógæfunnar" segir New York Times 6. ágúst 1 950 i ritdómi um bók Hubbards, sem hann hafði þá nýlega gefið út og kallaði DIANETICS The Modern Science Of Mental Health (nútima visindi um sálrænt heilbirgði). Enn- fremur segir blaðið að þvi aðeins muni Dianetics sigra að nógu márgir fáist til að skilja þessi visindi. Heil- brigð og i hæsta máta skynsamleg mannvera hefur að mestu verið óþekkt stærð fram til þessa a.m.k. hafa ekki allir átt þess kost að verða það. Þess vegna eru Dianetics merk visindi og e.t.v. þau mikilvægustu sem maðurinn á. Grein þessi ber yfirskriftina „ný visindi — ný orð". Það er ekki tilviljun að Hubbard skuli velja sér eigin orðaforða þegar inntak málsins er viða á reiki eða glatað. Ekki aðeins eru fagorð Dianetics vand- lega skilgreind heldur fá gamalkunn orð og hugtök á sig nýjan blæ og inntak, orð sem hafa legið of lengi á tungu og lamast. Og að lokum: ný vísindi vekja ávallt nýjar spurningar. LRon Hubbard hefur svarað þessum spurningum að sinu leyti i heim- spekikerfi sem hann nefnir Scientologi (lærdómsfræði). Hafi spurningar vaknað hjá einhverjum við lestur þessarar greinar er það gott. Og það er lika gott til þess að vita að það finnast svör við þeim öllum. Friðrik Gíslason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.