Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Page 2
HVAÐ VARÐ
UM PABBA ?
Hjá síðustu kynslóð er hinn amríski faðir byrjaður að
fölna. Hann er smátt og smátt að þokast til hliðar bæði
frá sjónarmiði þjóðfélagsins sem heildar og í fjölskyldu-
lffinu. Að vísu er hann þarna ennþá við hlið konunnar og
rétt aðeins skörinni hærra en börnin.
Hvert er eðli þessarar breytingar og hvað hefur valdið
henni? Á hvern hátt er hægt að rekja þetta til annarra
þjóðfélagsbreytinga? Það er erfitt að finna víðhlítandi
svar við þessu, fyrst og fremst vegna þess að staða
föðurins er breytileg eftir stéttum. Heimilislíf hinna
lægri stétta, felur í sér önnur vandamál og aðrar lausnir
en heimilislíf millistéttanna. Þetta á ekki eingöngu rót
sína að rekja til stéttarmenningar, þetta er líka efnahags-
spursmál. Hvað svo sem við teldum ákjósanlegast, þá
skapast ein tegund af föður, ef hann hefur ekki neina von
um fasta vinnu. Annað verður svo upp á teningnum hjá
þeim, sem er með hugann allan við að halda starfi sínu.
Svo er það hinn, sem þarf ekki að hugsa um annað en það,
hvernig hann eigi að eyða frístundunum.
Engu að síður sjást þess glögg merki, að hlutverk
föðurins er að breytast mjög mikið og i svo ríkum mæli,
að það snertir allar stéttir á einn eða annan hátt. Margur
heimilisfaðirinn er sjálfsagt þeirrar skoðunar, að þessi
breyting hafi orðið allt f einu. Mín skoðun er hins vegar
sú, að feður séu nú eingöngu að leika hlutverk sitt í
sfðasta þætti leikrits, sem hefur átt sér langan, sögulegan
aðdraganda. Þeir ættu því að reyna að skilja þetta
hlutverk sitt og lifa sig innf það, frekar en að vera með
þetta sífellda andóf.
Við erum búin að vera að kveója hinn gamaldags föður
í langan tíma. Ein skilmerkilegasta kveðjustundin átti
sér stað árið 1939, þegar leikritið „Líf með pabba,“ var
frumsýnt áBroadway. Þaðvarleikið stanzlaustíáttaárog
orðaði á kátbroslegan hátt, það sem fyrirstríðskynslóðin
mundi svo vel eftir. Ég ætla hér að nota föðurinn úr því
leikriti sem eins konar viðmiðun, til þess að sýna í hvaða
átt við höfum þróast síðan um aldamót. Það var í þann
tíð, eftir því sem okkur er tjáð, að feður voru feður. Eða
þá var goðsögnin að minnsta kosti ekki mjög fjarri
sannleikanum.
Leikritið gerist árið 1890 og faðirinn rekur stór fyrir-
tæki í Wall street. Hann býr í glæstu einbýlishúsi við
Madison Avenue, ásamt konu sinni, fjórum sonum,
eldabusku og þjónustustúlku. Þjónustustúlkan (sem
venjulega er ný og ný i biku hverri, þær endast illa I
vistinni vegna duttlunga föðursins) er ráðin af konunni.
Eldabuskurnar höfðu líka komið og farið, en fyrir nokkr
um árum tók faðirinn málið í sínar eigin hendur og réð
þessa sem er núna. Hann hafði komið auga á hana á
ráðningarskrifstofu. öll þessi ár hefur hún eldað mat
nákvæmlega eftir hans uppskrift. Annað slagið eru þær
þó, hún og frúin, með smá leynimakk sín í milli. í hvert
skipti sem konan þarf að hafa eitthvað út úr manni
sínum, útbúa þær I sameiningu sérstaklega góðan
morgunverð. Þær vita að þegar hann biður eldabuskuna
um að finna sig og segir: „Margrét, mikið einstaklega er
þetta gott kex,“ þá er hann í góðu skapi og liggur vel við
höggi.
En það er erfitt að tala hann til, ef um er að ræða
grundvallaratriði. Hann fylgist t.d. vel með því, að konan
hans eyði ekki of miklum peningum í húshaldið. Og
þegar ættingjar konunnar ætla að koma í heimsókn, þá
beitir hann neitunarvaldi.
„Ég keypti ekki þetta hús, til þess að lenda í einhverri
örtröð,“ segir hann, „ég keypti það handa sjálfum mér.“
Nú og hvað snertir barnauppeldi, þá kveður hann líka
konu sína i kútinn. Whitney (þriðji elzti sonurinn);
Veiztu pabbi, það er leikur á vellinum í dag og ég þarf að
fara snemma til þess að ná í miða, en mamma segir að ég
verði fyrst að lesa spurningakverið.
Faðirinn: Af hverju er verið að fárast út af því?
Móðirin: Vegna þess að ef hann kann ekki spurninga-
kverið, þá er ekki hægt að ferma hann.
Faðirinn: Vinnie, það er I dag sem Whitney þarf að
komast á völlinn. Hvenær hann verður fermdur skiptir
minna máli.
Móðirin: Stundum finnst mér eins og þér standi ná-
kvæmlega á sama um, hvort börnin þín komast inn i
himnaríki eða ekki.
Faöirinn: Hvað, Whitney kemst örugglega inn í himna-
ríki. Ég verð sjálfur kominn þangað á undan honum og sé
um að greiða götu hans.
Og hvað snertir fjáröflunina, þá ráðfærir hann sig ekki
við neinn. Þaðerhansdeild. „Vinnie.þetta málfjallarum
krónur og aura, og þú hefur ekkert vit á slíku.“ Hann er
líka algjör einræðisherra yfir sinni eigin persónu. Þegar
það kemur á daginn, að hann hefur aldrei verið skírður,
þá neitar hann að ræða svoleiðis smámuni. Hann gerir
bara gys að konu sinni, þegar hún er með áhyggjur út af
því, að nú geti hann ekki sameinast fjölskyldunni í
himnaríki. Engu að siður fær konan oftast sinu fram-
gengt. Á meðan áhorfendurnir glæja, kaupir hún það
sem hana langar í, börnin læra spurningakverið og
ættingjarnir frá Ohio koma í heimsókn. í siðasta þætti er
faðirinn svo blekktur svo um munar. Honum er talið trú
um, að konan sé að deyja og fæst þá loksins til þess að
láta skira sig.
Feðurnir sem hlógu á fjórða tug þessarar aldar, vissu
þó að þeir myndu aldrei komast upp með annan eins
skellihlátur og þetta. Þeim leið ekki allt of vel að þurfa að
horfa uppá þær breytingar, sem höfðu orðið á hlutverka-
skiptingu manns og konu, foreldra og barna. Þeir héldu
hins vegar, að þessi breyting væri nýtilkomin, að heimur-
inn hefði snögglega umturnast svona eitthvað i kringum
1920. Breytingin átti sér hins vegar miklu lengri aðdrag-
anda. Það sem hafði gerzt, var ekki eingöngu að kvenrétt-
indahreyfingin hafði haldið innreið sina og æskan snúizt
gegn fullorðna fólkinu. Nei, hér var á ferðinni miklu
víðtækari þróun og þessi bylting var aðeins enda-
hnykkurinn. Orsakanna var að leita í allri efnahagsþró-
uninni og breytingu lifnaðarhátta.
Max Weber, sem hefur rannsakað skriffinnskumenn-
ingu nútfmans, komst að þeirri niðurstöðu að skrifstofu-
veldið hefði komizt á kostnað fjölskyldunnar sem stofn-
unar. 1 því sambandi skirskotaði hann til þeirra fjöl-
skyldna, sem við þekkjum elztar. Hann segir: „Ættar-
höfðingjar fyrri tima, fyrirrennarar konunga, voru
annars vegar höfuð fjölskyldunnar og hins vegar sjálf-
kjörnir leiðtogar hvað snerti veiðar, stríð, það að galdra
fram regn og þeir voru æðstu dómarar allra mála."
Sjálfkjörinn merkir hér, að ættarhöfðinginn öðlaðist vald
sitt, vegna þess að hann var góður leiðtogi og ávann sér
þannig hylli ogtryggð ættbálksins.
En svo kemur konungdæmið til sögunnar og þjóðfélag-
ið verður stærra í sniðum og flóknara, völdin fara að
dreifast. Konungurinn ræður til sfn umboðsmenn og
ráðgjafa, sem eru duglegir að skipuleggja og hann treyst-
ir. Hann er ekki eins valdamikill og ættarhöfðinginn var
áður. Þessa breytingu kallar Weber „hagræðingu". Hér
var um að ræða breytingu frá valdboði yfir í stjórnsýslu,
úr hugljómun f áætlunargerð, galdri f visindi, frá augna-
bliks hugkvæmni i ákveðið kerfi. Þessa breytingu er
okkur hér á vesturlöndum svo tamt að nefna þróun.
Ahrif þessarar þróunar á fjölskylduna eru geysi mikil
Nú er hún ekki lengur þungamiðjan. Þessu til skýringar
mætti benda á fjölskyldur þeirra Rómeó og Júlíu og bera
þær saman við f jölskyldur eins og þær gerast og ganga i
dag. Valdið í fyrra tilfellinu liggur einvörðungu hjá
fjölskydunni, en í því seinna hafa ópersónulegar stofnan
ir tekið við hlutverki hennar. Barnfóstra Júlfu heitir nú
skólakerfi. Þjónaliðið sem var sífellt í útistöðum heitir
nú lögreglulið. Auðæfi föðurins og heimanmundur Júliu
eru nú orðin að bankareikningi. En það sem þó ræður
úrslitum er sú staðreynd að nútfma Rómeó og Júlía gætu
farið rakleitt út og gift sig án þess að spyrja kóng eða
prest. í dag yrðu hinir reiðu feður lempaðir annað hvort
af skólasálfræðingi eða félagsráðgjafa.
Fjölskyldan var áður undirstaða fjárhagslegrar af-
komu. Fjölskyldufaðirinn réð yfir landrýminu, þjónustu-
liðinu og vinnufólkinu. Hann réð yfir bóndabýlinu og
húsdýrunum. Nú er búið að skera fjölskylduna niður f
©