Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Qupperneq 3
fjórar persónur og allt sem hún þafnast er aöfengið. Og hver eru svo áhrif „hagræðingarinnar“ á þetta fólk? Til þess að fá svar við þeirri spurningu verðum við aftur að snúa okkur til þjóðfélagsvisindanna. I þetta sinn er líklegast bezt að leita á náðir mannfræðinga. í lok nitjándu aldar, sjáum við hinn amríska karlmann á lokaskeiði hnignunarinnar. Þó var þá enn verið skiptast á verðmætum innan fjölskyldunnar. „Hagræðingin" hafði ekki náð hámarki sinu. Eins og við sáum á dæminu hér á undan í leikritinu um hr. Day, þá eimdi enn dálítið eftir af gamla harðstjóranum. Látum okkur lita ögn nánar á þær skyldur, bæði fjárhagslegar og aðrar, sem enn hvíldu á fjölskylduföðurnum í þá daga. Þannig sjáum við bezt þær breytingar, sem á hafa orðið. Það var í hans verkahring að afla peninga, til þess að framfleyta fjölskyldunni. Tekjurnar urðu stöðugt að fara vaxandi, svo hann gæti staðið straum af menntun barn- anna. I Amriku erfðu börnin ekki hluta af jörðinni, en í þess stað fluttu þau eitthvað í burtu og stofnuðu eigið heimili. Ef heppnin var með, hrökk pabbinn þó hæfilega snemma upp af og börnin erfðu svolítið af peningum. Og auðvitað erfði ekkjan líka sitt. Um slikan föður var sagt: „Já, mikið var hann alltaf duglegur að skaffa." Eitt af þvi sem lagði stein í götu hins amríska föður var, að hann einn var ábyrgur fyrir fjárhagslegri afkomu fjölskyldunnar. Hann var eins og skipstjóri á litlum bát úti á rúmsjó í ótryggðu veðri og hann ætlaðist til þess á áhöfnin hegðaði sér skikkanlega. Mannfræðingurinn Conrad Arensberg bendir á, að þessu hafi verið öðruvísi farið í flestum löndum Evrópu. Þar var viðast hvar meiri samvinna innan ættarinnar. Á hinn bóginn var amríski faðirinn hvorki studdur né heftur af gagnkvæmum skyld- um innan ættarinn'ar. Hann varð að komast af upp á eigin spýtur. Þetta var að sumu leyti einmana stríð, en í staðinn naut hann þjónustu og stuðnings konunnar og virðingar barnanna. Sonum sinum innrætti hann karl- mennskulund og hagnýta þekkingu. En umfram allt krafðist hann hlýðni. Væru börnin ódæl eða sýndu virð- ingarleysi, þá hlutu þau hirtingu og stundum var þeim refsað likamlega, jafnvel þótt báðum aðiljum væri það óljúft. „Þau láta sér þetta þá að kenningu að verða,“ var sagt. Það fyrsta sem vert er að athuga i sambandi við föðurinn á þessu timabili er, að þó hann .virðist sitja í hægu sessi, þá er hann þegar búinn að gefa höggstað á sér hvað varðar „hagræðingu". Hann er búinn að brjóta allar brýr að baki sér gagnvart ætt sinni. Hann trúir á auð- valds hagkerfið og lýðræði. En fyrst og fremst trúir hann á það hagnýta, vélvæðinguna og vísindin. Fyrstu kven- réttindakonurnar eru þegar farnar að ráðast til atlögu. Þær heimta kosningarétt og beita fyrir sig sömu rök- semdarfærslunni og notuð var f Þrælastriðinu. Annað sem vert er að gefa gaum, er breytingin innan fjölskyldunnar. Um þetta fjallar einmitt gamanleikurinn „Lif með pabba". Á einum stað er faðirinn að skýra fyrir syni sínum ýmislegt varðandi baráttú kynjana. Faðirinn: (við son sinn Clarence) Ef maður heldur að eitthvað sé rangt, þá á hann ekki að framkvæma það. Haldi hann á hinn bóginn að eitthvað sé rétt, þá á hann að láta til skarar skríða. Þetta á ekkert skylt við það, hvort hann elskar konuna sína eða ekki. Sonurinn: Hver hefur sagt það? Faðirinn: Þær. Sonurinn: Þær hverjar? Faðirinn: Konur... Þær komast i uppnám og svo reyna þær að koma þér í uppnám líka. Ef hægt er að beita sannfærandi rökum, þá heldur maður sínu. En nái þær smá tangarhaldi á þér, þá snúast samræðurnar strax yfir í það, hvort þú elskir þær eða ekki. Ég segi það satt, að ekki veit ég hvernig þær fara að því... Ekki láta þær komast upp með það, Clarence, alls ekki. Þetta efni er auðvitaó eldra en jafnvel Shakespeare, en það vakti sérstaka kátínu árið 1939. Þá sat í leikhúsinu kynslóð, sem vissi upp á hár það sem hr. Day var rétt farinn að renna grun í. Samningurinn milli manns og konu hafði breytt um innihald. í stað þess að skiptast á peningum og þjónustu, var farið að skiptast á ást og skilningi. Þessi breyting hafði átt sér langan aðdraganda. Jane Austen hafði t.d. skrifað um hana einni öld fyrr. En menn fóru ekki að veita henni verulega athygli, fyrr en á öðrum tug þessarar aldar. Það var þá sem félagsfræðing- urinn Ernest Burgess hélt því fram, að amrísk hjónabönd væru æ meir farin að byggjast á þörf fyrir félagsskap. Þegar þannig er komið, getur hæfileikinn til þess að umgangast hvert annað, orðið þýðingarmeiri en það að afla peninga eða annast um heimilið. Nú, en úr þvi að fjölskyldur hafa breytzt svo, að ekki er lengur um það að ræða að hafa býtti á skyldum, hvorki milli kynja né kynslóða, þá er heimilið i raun og veru ekki lengur annað en staður, þar sem fólk kýs að lifa saman í von um að geta látið sér líða vel og ef til vill þroskast svolítið. Faðirnn uppá gamla móðinn er þvi orðinn úreltur. Barnauppeldið og það að koma á tilfinn- ingalegu jafnvægi- innan heimilisins hafði móðirin að mestu haft á sinni könnu. Seinna mun vikið að því, hvernig hennar hlutverk hefur breytzt. Og þá er það stóra spurningin: Hvað er eiginlega orðið af pabba? Hvernig hefur honum tekizt að klóra sig framúr hinu þrískipta hlutverki sinu sem yfirboðari, friðarstillir og fyrirmynd? Drættirnir i mynd föðurins eru vægast sagt orðnir óskýrir. Kynslóðin, sem hló að úrræðaleysi hr. Day í lok leikritsins, hló líka að teiknimyndafígúrunni Dagwood Bumstead og eilifum vandræóurn hans. Hr. Day naut þó alla vega virðingar þó ekki væri nema á yfirborðinu. Þegar hann í byrjun leikritsins kemur nióur til morgun- verðar, þá hafa þær í sameiningu, eiginkonan og þjón- ustirstúlkan, séð til þess, að rjómakannan og sykurkarið er fyrir framan diskinn hans og kaffió er rjúkandi heitt. Það væri gaman í framhaldi af þessu að hlera samtal, sem á sér stað við morgunverðarborðið hjá nútíma föður. Hann er, skulum við segja, sæmilega fær lögfræðingur, en konan hans kennir stærðfræði við menntaskóla. Það er allt komið í hnút hjá þeim og nú sitja þau á skrifstofu hjá f jölskylduráðgjafa. Hann: Það sem ergir mig mest, er að þú fæst aldrei tii þess að framkvæma hlutina eftir mínu höfði. Hún: Samanber hvað? Hann: Nú t.d. morgunverðurinn. Við borðum aldrei morgunverð saman. Ég man eftir því sem strákur, hvað var gaman við morgunverðarborðið. Þar komu allir saman og sögðu frá því, hvað þeir ætluðu að taka sér fyrir hendur yfir daginn. Það var yndislegt að byrja daginn á þennan hátt. Hún: Þú átt við að þú ætlast til, að ég fari snemma á fætur og búi til morgunmat handa þér? Hann: Ja, mér finnst við ekki sjá hvort annað nóg. Þegar ég kem heim á kvöldin, þá er George búinn að borða og kominn á kaf í eitt og annað. Þú kennir tvö kvöld í viku og morgunverðurinn er eini tíminn, sem við getum verið saman, fyrir utan helgar og þá er George oftast einhvers staðar í burtu. Hún: Ef þig langar til þess að sjá meira af George, þá verðurðu að panta tima fyrirfram. Hann er oftast full- bókaður þessa dagana. Hann: Ég er einfaldiega að tala um, að við komum saman einu sinni á dag. Það er ekki eðlilegt, að við sjáumst svona lítið. Hún: Þú þarft að fara snemma á fætur, svo þú náir i lestina. George og ég... æ, sleppum þvi. Ef þér líður eitthvað betur, þá getum við svo sem borðað morgunverð saman, en viltu þá láta af þessum stöðugu athugasemdum um óhreinu diskana í vaskinum. Það er eiginlega út af því, sem morgunverðurinn fór að fara svona í taugarnar á mér. Hann: Þú veizt að ég hata að koma inní eldhúsið, ef allt er þar á rúi og stúi. Afhverju þværðu ekki upp á kvöldin? Hún: Vegna þess að ég hef nógan tíma á morgnana og auk þess vinn ég á kvöldin. Langar þig kannski til þess að þvo upp á kvöldin? Hann: Nei, fjandinn hafi það. Hvað ertu eiginlega að fara? Þú vinnur aðeins tvö kvöld í viku. Hún: Já, en ég þarf líka að fara yfir ýmis verkefni. Auk þess er þetta mitt eldhús.. . Á ég kannski að hætta að vinna, viltu þaó? Hann: Nei, nei, alls ekki. Ég vil að þú vinnir úti, það veiztu. Þessu skýtur bara öllu svo skökku vió. (Við fjölskylduráðgjafann) Hvað finnst þér um þetta? Fjölskylduráðgjafinn: Eg held að þið séuð að nálgast lausn á málinu. Það er vert að veita því athygli, að í þessu dæmi fær faðirinn það sem hann vill. Hann virðist aðeins bíða lægri hlut og kannski finnst honum sjálfum hann gera það. Hann hefur lært að smá forskot, felur ekki alltaf í sér vinninginn. En hvaðan kemur þessum manni valdið? Er Hvernig er með föðurhlutverkið, hefur það eitthvað þynnst út á síðari árum? Er blessaður húsbóndinn ekki lengur hið óumdeilanlega yfirvald? Grein úr New York Times Mágazine, eftir G. Christian Beels, sálfræðing við Bronx Psychiatric Center það afleiðing af starfi hans og þeim peningum, sem hann aflar? Nei, starfið gerir ekki annað en þreyta hann. Þaó gleypir allan tíma hans og er eins og fleygur, sem er rekinn milli hans og fjölskyldunnar. Hann vinnur mikið og orkar ekki að framkvæma hluti, sem myndu gera honum lífið bærilegra. Frekar reynir hann að strá um sig fyrirskipunum, vegna þess að hann er þrátt fyrir allt aöal fyrirvinnan. Eins og David Schneider og Raymond Smith hafa bent á, þá er ákvörðunarvaldið hjá nútíma millistéttarfjöl- skyldu ekki einskorðað við föðurinn. Það fer oftast eftir hæfni hvers og eins, hver hefur það á sinni hendi. Eiginmaðurinn eða eiginkonan getur gert tilkall til þess allt eftir því hvar hæfileikarnir liggja. Eiginmaðurinn er kannski meira inni í bílum, en á hinn bóginn veit konan meira um heimilistæki og hvernig á að bera sig að í kjörbúóunum. Enn eimir þó dálítið eftir af þessum gamla úti-inni hugsunarhætti. Hann annast um bílinn, slær blettinn og litur eftir hríslunum. Aðvífandi fólk s.s. sölumenn og þviumlikt, er Iíka hans deild. Hún eldar hins vegar matinn og tekur til, en hann fer út með ruslið. Hún er með dálítinn blómagarð og kannski radísur og salat. Eigi aó setja upp útigrillið, þá er komið að honum að láta hendur standa fram úr ermum o.s.frv. o.s.frv. En þetta er ekki alltaf svona einfalt. Stundum víxlast þetta innbyrðis, alveg eins og hitt hver á að vera með ávísana- heftið og heimilisbókhaldið. Konan sér um það, ef hún er hæfari til þess. Meiri háttar ákvarðanir s.s. kaup á nýju húsi eða bíl, eru teknar á sameiginlegum fjölskyldufundi, jafnvel þótt eiginmaðurinn sé kannski hæfari til að fara með tölur. Ef þarf að taka ákvarðanir varðandi hegðun barnanna í skólanum t.d., þá lendir það á móðurinni. Hún fer á foreldrafundi og hefur meira samband við jafnaldra barnanna. Ef faðirinn á þar að hafa eitthvað til málanna að leggja þá verður hann að gefa sér tima til þess að setja sig inni hlutina, því að auðvitað er ekki hægt að taka skynsamlegar ákvaðanir, nema þær séu byggðar á stað- reyndum. Það verður að ræða við hlutaðeigandi aðilja. En lífið byggist ekki alltaf á skynsemi og hvernig á að taka ákvarðanir ef virkilega skerst í odda? Eins og þið munið, þá fór viðtalið hér að framan fram hjá fjölskyldu- ráðgjafa. Þetta er kannski dálftið ýkt dæmi og þó. Hversu margir sækja ekki ráð í bækur ýmist um barnauppeldi, kynlíf eða fjölskyldulíf almennt. Það fellur því æ meir i hlut hátternisvísinda að leysa vandamál millistéttanna. Og hverjar eru tillögurnar? Svo vitnaö sé I Virginiu Satir eins frægasta sérfræðings fjölskyldusálarfræðinnar. Hún segir: „Hver og einn verð- ur að reyna að þroska einstaklingseðlið hjá sjálfum sér og virða það hjá öðrum. Allan ágreining þarf að leysa á grundvelli þess sem stenzt, en ekki sifellt vera að karpa um það, hver kunni að hafa á réttu að standa. Það ætti að lita á allan ágreining, sem tækifæri til þess að þroskast.“ Hér er bent á aðferð, sem hvorki byggist á aldri né kynferði. Það var svipuð niðurstaða, sem nýjasta kven- réttindahreyfingin, „rauðsokkurnar," komst að fyrir nokkrum árum. Röksemdarfærslurnar voru margvislegar en niðurstaðan var sú, að það væri í raun og veru hagnýtt að fella niður kynhlutverkin Aðal áhrif þessarar hreyf- ingar á millistéttarföðurinn var að læða inn hjá honum samvizkubiti. Hann sat ef til vill heima á meðan konan var á fundi útí bæ, en samt nagaði hann sjálfan sig í Framhald á bls. 15 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.