Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Side 8
„EG HELD ÉG DEYI ÚROF MIKILLI ÁNÆGJU” Ekki alls fyrir löngu kom banda- rískt skáld til Parísar. Hann hitti Salvador Dali að máli og spurði hann meðai annars, hvað honum þætti um dansmennt unglinga nú á dögum. „Mér finnst hún stór- kostleg,“ svaraði Dali, „krakkarn- ir dansa með rykkjum og skrykkj- um vegna þess, að þeir eru að reyna að hrista af sér kynfærin, svo að þeir verði að englum." Þessu lík eru flest þau tilsvör Dalis, sem heimurinn þekkir hann af. Dali fæddist hinn 11. maí árið 1904 i Figueras á Spáni. Hann innritaðist í listaskólann í Madrid árið 1921 og gekk á ýmsu, því Dali var dálítið „á undan" kennurum sínum, hafði snemma áhuga á kúbisma, en í skólanum réð im- pressjónisminn enn ríkjum. Skólavistinni lauk með þvi, að Dali var rekinn. Um 1927 fékk hann áhuga á súrrealisma og reyndi þá tækni, að horfa á auðan strigann og leyfa imyndunaraflinu að ráða ferð- inni. Hann kom við og við til Parísar og kynntist þar t.a.m. Picasso, Miro og Magritte. En lengstum bjó hann þó í þorpinu Cadaques við frönsku landamær- in. Þangað heimsóttu hann franska súrrealistaskáldið Paul Eluard og kona hans Gala, með þeim afleiðingum, að Dali heillaði konuna frá Eluard, kvæntist henni og stendur það hjónaband enn. Hann hefur ennþá fyrir sið að klappa saman höndunum og hrópa „Bravó!“, þegar hún kemur inn. Málverk Dali hafa selzt mjög vel allt frá fyrstu tíð, og hefur hann því getað fengizt við ýmis- legt annað. Hann hefur átt við kvikmyndagerð og teiknað föt, svo eitthvað sé nefnt og mun það allt ekki síður sérkennilegt en málverk hans og framkoma. Dali stendur nú á sjötugu og er í senn listamaður og stofnun. Eft- ir hann liggur bæði mikið verk og næsta sundurleitt. Hann hefur ritað tvær sjálfsævisögur eins og hæfir geðklofnum manni, sem hann segist vera; enn hefur hann samið matreiðslubók og skáld- sögu og nýkomnar eru út endur- minningar, er bera heitið „Þannig á að verða Salvador Dali“. Pierre Desgraupes, blaðamaður, átti við- tal við Dali í París ekki alls fyrir löngu og fara kaflar úr því hér á eftir, en það er nokkuð stytt. Fjöl- margir vinir og kunningjar Dalis voru víðstaddir og meðal þeirra var hárgreiðslumeistari, sem skipti í sífellu um hárkollur á höfði Dalis meðan viðtalið fór fram. X — X — X Desgraupes: „Má ég spyrja yð- ur alvarlegra spurninga, Salvador Dali?“ Dali: „Mjög alvarlegra? Útilok- að.“ „Má ég reyna?“ „Allt í lagi, reynið bara og sjáið tii.“ „Byrjum þá á byrjuninni. Hve gamlir eruð þér?“ „Það er ógerningur að vita, hve gamall ég er.“ „Af endurminningum yðar, „Þannig á að verða Salvador Dali“, má ráða, að þér séuð sjötug- ur.“ „Þér ættuð að vita, að ég segi aldrei sannleikann. Og yður verð ég að segja eitthvað allt annað, en ég hef sagt öðrum blaðamönn- um.“ „Jafnvel um aldur yðar?“ „Ég hef aldrei vitað hann sjálf- ur. Að því, er segir Sigmund Freud, sem er sérfróður um þau mál, þá bar fæðingu mína að tveimur mánuðum áður en ég fæddist í líkamanum. Freud seg- ir, að öll þau spældu egg — og jafnvel hin líka —, sem ég hef málað um ævina, eigi rætur sínar að rekja aftur í tímann tveim mánuðum fyrir fæðingu mina, er ég var enn í móðurkviði. Þau eru þannig til komin, að úlnliðir mín- ir þrýstu að augunum." „Þér ætlið sem sagt ekki að segja mér, hve gamlir þér eruð?“ „Ég hef áhuga á þvi einu að flækja málin.“ „Hví þá það?“ „Það er til orðtak á katalónsku, „Embullic que fa fort“, sem þýðir „hrærðu hlutunum saman og þeir munu haldast betur saman." „Jæja, nú ætla ég að segja yður sögu úr bók yðar.“ „Ég las hana ekki.“ „Það skiptir engu. Ég las hana. 1 sögunni, segið þér, að persónan Dali hafi fæðzt dag nokkurn í skóla í Figueras, þegar þér stukk- uð niður af stigapalli til þess eins að koma skólafélögum yðar á óvart.“ „Já, ég mun hafa sagt þetta. Ég stökk út í loftið og á eftir smurði ég mig allan blóði, svona rétt til þess að hnykkja á sýninguna.“ „Er sagan sönn?“. „Segi ég sögu, þá er hún sönn. Ég ætlaði reyndar ekki að stökkva í fyrsta skiptið. Þetta vildi bara svona til. En menn hnöppuðust að til þess að líta á. Þetta varð heil- mikill mannsöfnuður. Ég fór því að stökkva oftar, bara að gamni mínu. 1 frimínútum kom ég fram á stigapallinn og þá sló þögn á mannskapinn. Allir hugsuðu sem svo: „Skyldi Dali stökkva?““ „Hve hátt var þetta?“ „Að minnsta kosti 6—7 metrar. Ég stökk, kom niður í stigann og kútveltist og hentist það, sem eft- ir var. Allir prestarnir í skólanum fylgdust með. „Jæja, svo Dali er byrjaður rétt einu sinni," sögu þeir. „Hann drepur sig einhvern daginn“.“ „Var þetta mjög sársauka- fullt?" „Já, það var það. En ég fékk talsverða sárabót. Ég vissi að allir bjuggust við því, að ég stykki, jafnvel þótt ég hætti við. Þá gekk ég hægt og rólega niður stigann. Allir biðu, en ekkert gerðist. Ég plataði þá alla.“ „Voruð þér þegar orðnir sér- vitringur ellefu ára?“ O O Pierre Désgraupes Yæðir við hinn óviðjafnanlega súrrealista SALVADOR DALI „Það hófst nú löngu áður. Ég hef verið sérvitringur frá því í móðurkviði." „Fæstir muna svo langt aftur i tirnann." „Já, en ég held þessu nú fram. Itölsk greifynja ól barn, sem var alveg sérstaklega ófrýnilegt, bæði svart og loðið. Þannig kom það úr móðurkviði. Þetta var nokkurs konar umskiptingur. Á rúminu voru dásamlega mjúk satínlök og barnið tekur á rás fram og aftur um þessi fínu lök, og hleypur allt hvað af tekur. Þá varð greifynjan hrædd og hún barði barnið i höf- uðið með bursta, svo það dó.“ „Ilvað kemur þetta yður eigin- lega við?“ „Jú, sjáið þér til. Ég var svo illur viðskiptis, að hefðu vanda- menn mínir, haft nokkurn kjark til að bera, hefðu þeir lamið mig i hausinn með bursta. Það er áreið- anlegt." X — X — X „... ég fyrr mitt leyti geri mér mikiö far um að hafa endaskipti á fólki. Og svo komið þér með yðar algengu, þrælundirbúnu spurn- ingar; þér viljið fá fólk til að ímynda sér, að það skilji eitthvað þrátt fyrir allt. Spyrjið mig nú einhverra alminlegra spurninga. Lítið i kringum yður. Þarna er ljósmyndari á fjórum fótum og sjálfur er ég að máta hárkollur. Spyrjið mig hvers vegna ég sé að máta hárkollur." „Til hvers?“ „Vegna þess, að enginn hefur áður spurt mig þeirrar spurning- ar. Hún er óvenjuleg Lesendum yðar mun koma betur að vita hvers vegna ég geri eitthvað, sem þér fylgizt meó í raun og veru, en að lesa svör min við spurningum, sem ég hef svarað hundrað sinn- um áður — og aldrei á sömu leið.“ „Þá það. Hvers vegna eruð þér að máta hárkollur?" „Á, loksins! Nú, einfaldlega vegna þess, að ég er að verða sköllóttur. Þessu bjugguzt þér ekki við, eða hvað?““ „Nei, satt að segja ekki. Svo virðist sem þér segið sannleikann endrum og eins.“ „Já, já, þegar hann kemur á óvart geri ég það.“ „Mig langar að spyrja yður um eina af endurminningum yðar. 1 bók yðar segið þér svo frá, að þér hélduð fyrirleslur í Figueras dag nokkurn og yður sýndust áheyr- endur vera farnir að draga ýsur. Þér byrjuðuð að æpa, ef það mætti verða til að vekja þá. Þegar fyrirlestrinum lauk kom i ljós, að borgarstjórinn, sem hafði sótt hann, var dauður i sæti sínu.“ „Rétt er það.“ „Hvað varð honum að bana?" „Andarteppa.“ „Stóð hún i einhverju sambandi við fyrirlesturinn?" „Alls ekki, hann hefði, held ég dáið, hvert eð var. ... Ég drap hann ekki ... En ég get ekki neitað því að ég hafi orðið var einhverra slysrænna hneigða hjá honum og vera má, að ég hafi komið honum í eitthvert hugar- ástand hagstætt dauðanum. Ég skrifaði einhvern tíma á þá leið, að í hvert sinn, sem maður dæi leitaði sú hugsun fyrst á mig, að ég hefði drepið hann. Þegar ég kemst siðan að því, að ég kom þar hvergi nærri léttir mér stórkost- lega og ég geng harðánægður til hvílu. Mér þykir gott til þess að vita, að sektarkennd min var ástæðulaus." „Þér talið eins og engill." „Fyrir langa löngu ól ég með mér talsveróa morðhneigð. Eitt sinn langaði mig ákaflega að myrða stúlku, ég ætlaði að henda henni niður í gjá. En svo er kon- unni minni fyrir að þakka, að mér batnar óðum.“ „Langaði yður í raun og veru til að myrða stúlkuna?" „Ég man ekki, hvert þetta stóð í upplognu æskuminningunum minum eða þeim sönnu. Hafi það verið i þeim sönnu skuluð þér segja, að það sé lygi, en hafi það staðið í hinum, skuluð þér segja, að það sé dagsatt." „Þér segist einnig hafa yndi af stórslysum. Er þetta rétt?“ „Mér þykir ávallt gaman, þegar stórstyrjaldir, jarðskjálftar eða flóð geisa. Ég haga mér ævinlega óaðfinnanlega. Ég sendi fórnar- lömbunum fé. En mér finnst skít- ur til þess koma, ef flóðin réna eða jarðskjálftunum linnir. Ég vildi, að þau héldu áfram og fórn- arlömbunum fjölgaði. Mér hund- leiðist, þegar ekki eru einu sinni smáskærur neins staðar.“ „En þegar borgarastyrjöldin hófst í heimalandi yðar, Spáni, fóruð þér til ltalíu.“ „Já, ég forða mér ævinlega und- ir eins. Mér þykir gaman að því, ef aðrir lenda i hörmungum, en sjálfur reyni ég alltaf strax að komast undan á öruggan stað. Minna get ég ekki gert fyrir sjálf- an mig. Ég er svo sjálfselskur! En frétti ég af atburðum eins og í Hiroshima, til dæmis, þegar ég sit sjálfur i Meurice-hótelinu og gæði mér á ostrum, þá bragðast ostr- urnar langtum betur fyrir vikið.“ „Þetta hljómar eins og hver annar þvættingur." „Svo yður finnst það! Ég er hingað kominn til þess að flækja málin, þér til að greiða úr þeim. Hver veit nema ég sé aðeins að áreita yður, og reyna að fá yður til að segja sem svo: „Dali ér nú afskaplega tilfinninganæmur. 1 hvert sinn, sem hann fer út úr Meurice-hötelinu stráir hann um sig ölrnusu." „Þvi trúi ég nú ekki heldur.“ „Þér um það.“ „Þér hafið skrifað: „Mannkyns- sagan veldur mér æ meiri við- bjóði." Hvað merkir þetta?“ „Þetta sagði ég ekki. Ég sagði „stjórnmálin". Ég hef ástríóu til mannkynssögu; stjórnmálin eru bara athugasemdir neðanmáls við mannkynssöguna." „En hvað er þá mannkyns- saga?“ „Það er summa þeirra miklu fyrirbæra, sem ég nefni sögulegt farflug eða — sund. Ilið sama, sem knýr laxinn yfir þver og endi- löng heimshöf, knúði einnig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.