Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Qupperneq 11
Um leið og konan fór að taka þátt í atvinnulífinu, sýndi hún fyrst fætur sina og stóð þar með á eigin fótum. E.t.v. er það tilviljun, en er konur fengu kosningarétt (hérlendis 1915, með takmörkun- um þó, og t.d. 1918 í Þýzkalandi), styttust pils þeirra um leið og þær létu fætur sina koma í ljós. Síð- ustu ár eru konur almennt farnar að ganga í síðbuxum, verða um leið framtakssamari, móttæki- legri og láta meira að sér kveða. Þær ganga til flestra verka við hlið karlmannsins. En það ber samt að athuga, að eftir að síða pilsið eða gólfsíði kóllinn var ekki lengur einkennandi flík konunnar, var hún oftast í þröngum sokkum eða þröngum buxum. Báðar þessar flíkur leggja áherzlu á fótlag og fót- leggja form hennar og eru um leið — eins og áður hjá karlmönn- um — sterkt tjáningarform þeirr- ar sem þær ber. Og um leið og buxur eða sokkar ákvarða nánar fætur konunnar og snertipunkt hennar við jörðina, hefst hún lika upp i þjóðfélaginu. Þrátt fyrir það var enn munur á milli kvenna og karla í þessu tilliti. Karlmaður- inn gengur á breiðum sólum og hælum, stöðugum skóm, en konan oftast á veikburða skóm. Hæl- arnir á skóm hennar eru háir, skórnir litlir og fingerðir. Öfgar hafa birzt í alltof þykkum sólum og háum hælum og ekki sizt í „pinna" hælum áranna kringum 1960. I slíkum fóta- búnaðar kemst konan mjög oft í þá aðstöðu, að geta ekki komist leiðar sinnar án beinnar eða óbeinnar hjálpar karlmannsins. Hér er því ekki aðeins um hina háðu og ósjáifstæðu stöðu kon- unnar að ræða, heldur hér kemur líka framtak karlmannsins, sem sér þessa aðstöðu konunnar með augum herrans eða bjargræðis- mannsins. Hann getur leikið „kavaler" og stutt hana, en hanrí er heldur ekki skyldugur til þess. Þeim sem ekki stendur stöðugur með báða fætur á jörðinni, er auðvelt að bregða eða koma í ógöngur. Konan berst því I fyrstu gegn veikleika sínum með skóm og silkisokkum, veikleika sem karl- maðurinn hefur dáð, og átti að verða úr sögunni með þvi að láta skína í fætur og stytta pilsin, svo sjá megi, að konur standi á eigin fótum. En hvernig er það nú með hina kvenlegu fætur, sem að mestu leyti a.m.k. meðal yngri kyn- slöðarinnar, geysa um klæddar síðbuxum og sterklegum skóm? Af því ætti maður að geta leitt, að konan hefði náð jafnrétti gagnvart karlmanninum og stæði nú jafnt sem hann föstum fótum. Þetta liggur i augum uppi og er án efa rétt. — En er kventískan líkist svo mjög karlmannatisk- unni, þá skýtur sú spurning upp kollinum, hvort karlmaðurinn standi yfirleitt á föstum fótum og hvort þessi aðlögun sé ekki orðin til einmitt vegna óöruggrar stöðu beggja kynja. Salvador Dali Framhald af bls. 9 segja, að mér finnast þeir kaflar bóka yðar beztir, þar sem maður gleymir þeirri persónu sem þér viljið vera, þvi gervi, sem þér hafið komið yður upp. Stundum held ég jafnvel, að þér hafið gleymt þessu sjálfir blaðsíðum saman.“ „Þá er ég ánægður og þakka yður kærlega fyrir.“ „Mér er full alvara." „Þetta er yðar álit, og þar sem þér eruð sjálfir í bransanum, er talsvert á þvi byggjandi." „Mér þykir liklegt, að þér hefð- uð getað orðið Dali án þess að skaprauna fólki.“ „En allri skapraun fylgir sköp- um. Og engin sköpun er til, sem ekki er jafnframt skapraun. Of- raunsæið nú á tímum er einnig skapraun, áreitni; þegar menn á vissu sviði óhlutlægrar listar mála og likja eftir ljósmyndum. Sköp- un og skapraun fara þannig sam- an.“ (Skyndilega ris Dali á fætur og réttir blaðamanni höndina. Viðtalinu er greinilega lokió). „Þakka yður „Þakka yður fyrir. Það segi ég vegna þess, að mér fannst þér skána mikió undir lokin.“ „Þakka yður sjálfum. Þér skán- uðuð sömuleiðis." „Ég var góður allt frá byrjun.“ Endurminningar Aino Kuusinen Framhald af bls.7 losna við hinn erlenda hreim, og þvi var það óhjákvæmilegt, að þeir sem hlustuðu á hann, þekktu útlendinginn i hverju orói. En var ekki skýringin á hinni frábæru frammistöðu hans ein- mitt fólgin í þessu? í nær hálfa öld var Otto Kuusinen ekki aðeins i miðdepli rússneska kommún- istaflokksins, heldur einnig í stjórn Sovétrikjanna. Að útlend- ingi skyldi takast að ná einni af æðstu stöðum ríkisins var út af fyrir sig furðulegt fyrirbæri og afrek, en hitt var nær óskiljan- legt, hvernig hann gat haldið henni allt til æviloka þrátt fyrir allar umbyltingar. Hann lifði Stalín og Lenin og var náinn samstarfsmaóur beggja, en fyrir Stalin var hann nær ómissandi. Hann hafði mjög litla þekkingu á erlendum mál- efnum og stjórnarerindrekstri, en Kuusinen var aftur á móti vel menntaður og fær i þeirn efnum. Hann stóð að vissu leyti á bak við Stalin, en það hlutverk átti einkar vel við hann, þvi að honum var ekki um það gefið að tiunda afrek sin eða þekkingu á opinberum vettvangi. 1 þessu sambandi er eðlilegt, að menn spyrji, hvort Kuusinen hafi þá verið maður sérlega hógvær og lítillátur. En þvi verður að svara afdráttarlaust neitandi. Stað- reyndin var hið gagnstæða. Hann var haldinn óslökkvandi metnaðargirnd, og honum var það fyrir öllu, að óskir hans, skoðanir Ojg áætlanir næðu fram að ganga. Og það tókst honum nær alltaf! En jafnskjótt og hann hafði fengið vilja sínum framgengt, stóð honum alveg á sama, hvort aðrir framkvæmdu hans áætlanir og hlytu viðurkenningu fyrir. Hann hafði lag og vit á því að leggja tillögur sínar þannig fyrir Stalín, að hann yrði sannfærður um, að hinar snjöllu hugmyndir hefðu orðið til i hans eigin höfði. Hann vildi umfram allt vera álitinn útlendingur, sem stæði ut- an við allar deilur innan Kreml- hringsins og væri ekki hættu- legur keppinautur neins. Hann tók eins sjaldan þátt í opinberum móttökum og hátíðahöldum og hann gat, óg hann bar aldrei hin sovézku tignarmerki, sem honum voru veitt, fyrr en þann dag, sem hann lá á líkbörunum. Eftir langa íhugun hef ég kom- izt að þeirri niðurstöðu, að lykil- inn að persónuleika hans hafi fyrst og fremst verið að finna í hatri hans. Hann var hræðilega bitur út i föðurland sitt, Finnland. Hin misheppnaða bylt- ing kommúnista þar 1918 fylgdi honum alla ævi eins og sár, sem aldrei geta gróið. Allt bendir til þess, að draumur lífs hans og takmark hafi verið undirokun Finnlands. Enginn vafi er á því, að það hafði verið fyrir áhrif Otto Kuusinens, aö Sovétrikin gerðu innrás i Finn- land 30. nóvember 1939. Undir fánum rauða hersins vildi hann snúa aftur til Finnlands og ná sér þannig niðri á föðurlandi sinu, sem hafði afneitað honum. Hann ber mikinn hluta ábyrgðarinnar á þrenginum þeim og þjáningum, sem þessi árás olli finnsku þjóð- inni. Enginn maður, sem fæðzt hefur á finnskri grund, ber aðra eins sök og hann. Það tók mig marga mánuði að afla mér vegabréfs og annarra nauðsynlegra gagna. Meðal annars notfærði ég mér það, að ég væri fædd í Finnlandi, og að beiðni minni sendi Hertta Kuusinen mér staðfestingu á því á bréfsefni finnska kommúnista- flokksins. Síðla hausts 1964 lagði ég inn umsókn mina, sem hlaut vinsamlega afgreiðslu sovézkra yfirvalda, og að þrem mánuðum liðnum fékk ég vegabréf og ferða- leyfi, sem átti að gilda i eitt ár. Að kvöldi sama dags tók ég lestina til Leningrad, og 28. febrúar 1965 fór ég yfir landamærin til Finn- lands. Útgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavfk Framkv.stj.: Ilaraldur Sveinsson Ritstjórar: Matthfas Johannessen Styrmir Gunnarsson Ritstj.fltr.: Gísli Sigurðsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aóalstræti 6. Sími 10100 VERÐLAUNA- KROSSGÁTA OG MYNDAGÁTA LESBÓKAR — Lausnir iOT'T J ftfU- SvR f«UM £FN| 6ff‘! [X/JH X W la ÚT- LIM SSIÚTj LTéT 10 IiaJí H u 5 D Ý R E L 5 AJ x A S X 5 A R JC X ÞISSI KUt T ó L A K x o s S T Á T A 1 |iisQ»sÆör_.../ F A u s K U R ÍALLI x Á M »»-■ •• x x fL R 3 4, L U N N A i«fK Ww V N 0 J? u ? 1 L T x x K A wm ItKUW Þtlfl AR ui' R UL- f-rrfl D H»C- tl*C- H A x A R A reú-' f«y»p Á T R ú 7T A £> ClAf. IP i TM UK [rJF ... Hul- H A ¥ Ni /É JV y. R i N X t«.r- 4»»» l' A x 1 j ¥ ö K U F e R £> ÍIATI R P p T Fv5í :.s '1 S V 7 x T NfTr T? 5K«- Aj s K R A' £> A gF E x T L A' JR S2 K N Á W E R L A x S* K Á Ki L ó K A L L U.MB 1*4, ¥ 7 N L T 4 1 EH N o T P.B- r A*- A F x fcl 1 s K- u ? U M EtP- STAH 0' x ss A F A N ¥ "iV r 0' 5 r,g. AW Lk A N B □ N TOB U □ 51 H T T R T ú ? H 3E J> u N A R Ttr- ILL &. R m. líOl K i> A K.M- P gs T x N x x / I A U* E L D áB F R o' n U A S ¥ A T JL * ,’K N U ra R R 1 H D 1 L Lk nuwi N R U ¥ K X L l' B M A M X r«w \m 1 © T A N UOUR L ÍBs T Á ■J E J> E N H K N Á A e r — H m O' R A A A ¥ R T P BS8 4 A T A' S5 R g Q* //r>v .nöF 4 \ H fANÍA F tí iB. E T 5 N u A 8§ Á T X M A m rrj ' 1L U H A fn?T SKEL N A T K i R Kitt rrrsA A R 2L Á x U X T Á x | t M) R 4 sH kW» ¥ K fllÁLM UR r 1 N Húo INHI A ÚE Mtr A KER K 1 R N H N A -i l •r ‘•'tillA A u £> JJ na hidh R R i T K Á N B B þýR U x s A f> x L as »»*A» íflL- M- £2 Á 1§ R A N ¥ A k'i »*» iflt o K x R frfD Ja x KoM - E x rA‘R Á F ¥ 1 T ú R X Á J4 ¥ 4 x -* I’ r'ff'1 T u ¥ D B o T Uiflr flP«! É* Á R ¥ R 1 ¥■ A R JA á EIJM X Á i> 1 N tL« Uli gf* x R A Nl o' T San MIT. R / juL Á i> 1 ) r tz: ..... R A U j> A. iN, Í5F A £> A N u R U 7] A D M A jN A X r ífi' x .... ,N J N N U A D :v.'; K R A T> □ R R - R u N N A ö N w H D R £ K x ¥ 4 x A I y ssa L L m N A Li r T £> u X 1 BS9 x X N o x A Smr tlll £> A F L A 4 A JT A © A N H 1 gj* ö L N »«f f IST T 1 F A R m £ £ 1 K A RwTT KWH x, U. £ £ v r £ A N £ x A x 1 Lausnir á verðlaunagátum Jóla-Lesbókar skiptu þúsundum. Þegar dregið var um verðlaun fyrir krossgátuna, komu upp eftirfarandi nöfn: 1. verðlaun, kr. 5.000,00: Kristján Kristjánsson, Aðalstræti 74, Patreksfirði. 2. Verðlaun, kr. 3.000,00: Helga Björk, Víðimel 49, Reykjavik. 3. Verðlaun, kr. 2.000,00: Sigurjón Guðmundsson, Nýja Garði, Reykjavik. I PRECtNN a land VI? í i h elþu r l j t 5 L Á ÚRIMD vikinóa(r) D H- I H N VIN N ANbl MábllR. SKÁPAR V ER © MlílO?) Ne/L TIN E MAL L SEKKI(R) M 'ASANDI ANCyU) LtR, &ArA R Lausnin er: Ef enginn fiskur væri dreginn á land (eða úr sjó) yrði heldur lítil menningarneysla Grindvíkinga. Hinn vinnandi maður skapar verðmætin en alls ekki masandi angurgapar. Þegar dregið var um verðlaunin, komu upp eftirfarandi nöfn. 1. verðlaun, kr. 5.000,00: Vilborg Ólafsdóttir. Blómvallagötu 13 Reykjavík. 2. verðlaun, kr. 3.000,00: Björn G. Þorkelsson, Strandgötu 89 Eskifirði. 3. verðlaun, kr. 2.000.00: Álfhildur Pálsdóttir, Löngumýri 32, Akureyri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.