Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Blaðsíða 13
mörgum hljóma undarlega," bæt-
ir skólastjórinn við, „þeim sem
aldrei hafa starfað við slíka stofn-
un.“ —
En þeir, sem íhuga málið munu
fljótt komast á aðra skoðun. Það
hlýtur hver og einn að geta sagt
sér sjálfur hve mikið starf, hug-
kvæmni og alúð þarf til þess að
geta fyllt tómstundir slíkra barna
á ýmsum aldri, sem koma frá ólik-
um heimilum og eiga að fullnægja
þeim öllum, vikum saman á hverj-
um vetri, ár eftir ár.
I þessu efni var Frimann á
Strönd eflaust betur settur en
margur starfsbróðir hans nú á
dögum. Kom þar margt til: Börn-
in voru fá og ekki yngri en 10 ára.
Hann hafði við hlið sér ágæta
húsfreyju, sem einnig var kenn-
aramenntuð. Og siðast en ekki sist
(fyrir utan meðfædda mannkosti
og upplag til að umgangast börn
og unglinga) þá hafði hann ágæta
hæfileika, æfingu og menntun til
að kenna börnunum handavinnu
og góða aðstöðu i bjartri stofu við
hlið aðalkennslustofunnar. Þar
kenndi Frimann smíðar, bókband
o.fl. eins og efni og aðstaða leyfði.
Við þetta undu margir drengirnir
sér svo vel, að erfitt reyndist þeim
að slíta sig frá því. Þeir þurftu þvi
ekki að vera í vandræðum með
tómstundirnar, drengirnir hans
Frímanns á Strönd. Hann fyllti
þær bæði með gagnlegri iðju og
heilbrigðri gleði eins og góðum
fræðara sæmir.
En við stofnun eins og heima-
vistarskóla þarf að umgangast
fleiri en börnin — lika þá full-
orðnu, fólkið í hreppnum, skóla-
hverfinu.
Strönd var meira en skóli. Þar
var þingstaður sveitarinnar og al-
mennur samkomustaður i miðju,
viðlendu héraði. Þessvegna var
þilið milli skóla- og borðstofu haft
færanlegt eins og fyrr segir, svo
að hægt væri að gera úr þeim einn
sal. Hreppsfundir og samkomur í
Skólastjórinn á Strönd.
Bergur bóndi á Strönd.
félögum innan hans voru ánægju-
legar og gagnlegar til góðra
kynna og upplífgunar. Á Strönd
síarfaði goodtemplarastúkan Gró-
andi. Var Frimann lengi æðsti
templar hennar. Og fleiri voru
þar áhugamenn um bindindi eins
og t.d. Guðmundur á Stóra-Hofi
og sr. Erlendur, sem ásamt öðrum
hélt uppi barnastúku á Stórólfs-
hvoli.
En þegar út fyrir hreppinn kom
og fólk sótti samkomur á Strönd
víðsvegar að — varð annar bragur
á mannfundunum. Óreglan tók
við af Reglunni og setti sinn svip
á stað og stund.
1 fyrrnefndri grein skólastjór-
ans á Laugalandi, segist hann
telja það æskilegt, að skólarnir
verði fyrir sem minnstri truflun,
s.s. frá almennum kvikmyndasýn-
ingum og öðru samkomuhaldi,
sjoppum og allri óþarfa umferð
ökuglaðra manna. „Starfslið
heimavistarskólanna hefur nógu
öðru að sinna, þótt ekki komi til
vandamál vegna einhvers þess,
sem utan að komandi er.“
A fyrstu árum heimavistar
skólanna var víða reynt að sam-
eina kennslu og samkomur
um sama húsnæðið. Óvíða, ef
nokkurs staðar, mun sú samvinna
hafa verið jafn náin og á Strönd
þar sem allt húsnæðið var eitt og
hið sama og ibúð skólastjórahjón-
anna yfir danssalnum. — Þær
nætur hefur verið litið um svefn-
frið á skólaheimilinu og ömurleg
hefur aðkoma skólafólksins
stundum verið eftir slíkar nætur.
Loks fékkst á þessu breyting
nokkru áður en þau Málfriður og
Frímana fluttust frá Strönd. —
Stríðinu var lokið og braggar her-
liðsins teknir til friðsamlegra
nota. Einn slikan keyptu Rang-
vellingar og reistu að nýju á vall-
lendisgrund fyrir framan þjóð-
veginn sunnan við Strönd. Eftir
það barst aðeins ómur af skemmt-
anahaldinu heim á hinn rólega
skólastað.
Auk skólastarfsins hafði Frí-
mann afgreiðslu á pósti og sima.
Ennfremur nokkurn búskap, þvi
að þá var ekki til siðs að menn
væru i tómthúsi uppi í sveit.
Hann hafði „blandað bú“, sem nú
er kallað. Það var bæði til að auka
ánægjuna, drýgja tekjurnar og
hægt var að láta börnin fá mjólk i
skólanum. Annars lögðu bændur
fram mjólk og aðrar afurðir til
heimavistarinnar, ráku fé heim á
staðinn á haustin og slátruðu þvi
þar. Var um allt slikt gott sam-
komulag skóla og hreppsbúa.
Skólaárið 1948—49 fékk Fri-
mann orlof frá störfum. Eftir það
hvarf hann ekki aftur að Strönd,
en gerðist skólastjóri í Kópavogi.
Er þvi í rauninni úr þessari sögu.
Skal þætti hans lokið með nokkr-
um orðum, er hann mælti til barn-
anna á Strönd eitt vorið við skóla-
uppsögn:
„En gleymum samt ekki því, að
það sem mestu varðar i fari ykk-
ar, kemur ekki á prófskírteinió.
Það er engin einkunn gefin fyrir
sannsögli, prúðmennsku, skyldu-
rækni, góðgirni, drengskap. —
Samt er því nú svo farið, að þið
hafið gengið undir próf í þessum
greinum öllum í vetur, m.a.s.
mörgum sinnum daglega. Eink-
unnir í þessum greinum eru
skráðar í hug og hjarta hvers og
eins, sem þið hafið umgengist og
kynnst bæði hér i skólanum og
annarsstaðar. — Og trúið mér!
Það veltur meira á þessu en bóka-
fróðleiknum, þótt góður sé og
ómissandi."
Þessi holla áminning á enn i
dag erindi til skólaæskunnar.
Þegar ,,þéttbýliskjarnanum“ á
Rangárbökkum hafði vaxið svo
fiskur um hrygg, að hann var
orðinn fær um að veita einnig
börnunum úr dreifbýli hreppsins
,,fræðsluaðstöðu“ eins og þetta
myndi orðað á nútímamáli, og
Hellubíó hinsvegar tekið við öllu
samkomuhaldinu, þá var skóla-
húsið á Strönd i rauninni orðið
óþarft til síns upphaflega brúks.
Og hvað lá þá beinna við heldur
en að selja það.
Og nú ber að nefna þann mann
til þessarar sögu, sem Bergur
heitir og er Óskarsson, og vinnur
að því vandasama verki, ásamt
mörgum öðrum að visu, að hafa
reiður á tekjum — en þó ekki
siður útgjöldum — ríkisins. Og til
þess nú að rjúfa daglegt umsátur
talnafylkinganna í ríkisbókhald-
inu varð hann sér úti um land-
skika austur í sveit til ræktunar
og hvildar reikningsþreyttum
huga við mjúk brjóst móðurmold-
arinnar. — Þetta land er i nánd
við skólasetrið gamla á Strönd og
þegar það var falt festi Bergur
kaup á þvi, hefur aukið þar rækt-
un, fjölgað skepnum og er að búa
í haginn fyrir framtióarbúskap.
Við óskum, að I þeim búskap
verði sama gróskan og skólastarf-
inu á Strönd á sínum tíma.
G.Br.
Innhverf
íhugun
Framhald af bls. 5
mönnum fært að leysa vanda-
málin, þegar þau ber að.
Maharishi segir að fólk, sem
venjulega er talið „normalt", sé
það ekki heldur verði það fyrst
þegar þaó lærir að nýta alla mögu-
leika sina, andlega og líkamlega. 1
þjóðfélagi, sem mundað er af
slikum einstaklingum, hljóta hin-
ir einstöku þættir, likt og ein-
staklingarnir sjálfir, að vera i
ákjósanlegu samræmi hver við
annan.
Maharishi hefur hlotnast ýmis
viðurkenning. M.a. var honum
boðið að skoða geimvísindastöð
Bandarikjamanna á Kennedy-
höfða, þar sem honum var sýnd
ein af geimferjum þeirra. Þegar
hann sté inn í ferjuna, sagðist
honum eitthvað á þessa leið: Hér
stend ég á ystu mörkum glæsi-
legra raunvisinda. Nú er tíma-
bært að beina athyglinni inn á
við.“
P.S. Frá því samtalið fór fram
hefur það gerst, að hingað til
lands er kominn kennari
menntaður af Maharishi og mun
hann á næstunni halda fyrirlestra
um þetta efni og gefa áhugamönn-
um tækifæri til að læra iðkun
íhugunarinnar. Einnig hefur
verið stofnað félag áhugamanna
um þessi fræði, sem er í tengslum
við alþjóðleg ihugunarsamtök
(International Meditational Soci-
ety IMS).
H.
Brattlendi
Framhald af bls. 14
þanið sig útyfir móa og mýrar-
sund, náðu orðið nærri því
saman. Hörður átti auk heldur
stórt hafraflag rétt utanvið
hæðina og var byrjaður að setja
kýrnar þangað á kvöldin eftir
mjaltir. Þar sem kýrnar höfðu
bitið var komin ljós rönd fast
að rafgirðingunni og skar vel af
við dökkgrænan hafraakurinn,
sem var eins og brjóstnæla í
landslaginu.
Krœkiber
Framhald af bls.7
um þarna, kver.félags-
hetjurnar, og störðum hver
á aðra i forundran og öllum
regnbogas litum: Rose
Capri, Honey beige, Aqua
Marin, Silvery Frost o.s.
frv. Svei mér, ef við vorum
ekki allar orðnar miklu lag-
legri. Er ekki líka til máls-
háttur, sem segir: „Lengi
geturgott batnað?"
Það er af minni heim-
komu að segja, að mót-
tökurnar fólust í: „Ha —,
Hva. . . ? Ha- ha- ha- ha!."
í einu er ég ákveðin. Ég
ætla ekki að láta reikning-
inn sjást, þegar pöntunin
kemur.
Anna Maria Þórisdóttir.
Við námum staðar á hæðinni,
og ég sá að Hörður horfði yfir
hafraakurinn og kýrnar, sem
röðuðu sér meðfram rafgirðing-
unni og úðuðu í sig. Mér sýnd-
ist koma einhver hlýr bjarmi í
augun á honum, sem minnti á
góðviðrismorgun á útmánuð-
um.
Skjalda gamla var hætt að
bfta og stóð næst veginum. Hún
vingsaði halanum lftið eitt,
lygndi augum og jórtraði af
þeirri hógværð og ró, sem kúm
er eiginlega og gefur fyrirheit
um að erfa landið samkvæmt
orðum meistarans í Fjall-
ræðunni. i
Þegar við birtumst á
hæðinni, hætti hún rétt
snöggvast að jórtra, lyfti þung-
um hausnum ofurhægt, nusaði
f átt til okkar, blakaði eyrum og
brá tungu f nasirnar á vfxl. Svo
kom gúll út f aðra kinnina, og
hún fór aftur að jórtra. Mér var
vel kunnugt, að þetta var af-
burða mjólkurkýr og nú nýlega
borin. Ég vissi lfka, að granni
minn, Hörður, var dálftið
stoltur af þessum grip. Skjalda
hafði fengið verðlaun á
sýningu, og það hafði birst
mynd af henni f Frey. Hörður
hafði klippt myndina úr, og
hékk hún nú innrömmuð upp á
vegg f stofunni f Brekku.
„Það er sjálfsagt dropi f
þeirri skjöldóttu eins og vant
er,“ sagði ég og horfði ýmist á
Hörð eða kúna.
Hörður hafði lagt upp
tauminn og var f þann mund að
stfga f fstaðið. „Þurr er hún
ekki hún Skjalda gamla," sagði
Hörður og var ekki laust við að
gætti nokkurra drýginda f
röddinni. „Þetta væri ekki svo
bölvað ef ekki væru fóðurbætis-
kaupin allt árið um kring.“
Hann hinkraði en bætti sfðan
við á nýrri nótu: „Ég er að
hugsa um að láta kálfinn undan
henni lifa. Það er rauðbröndótt
kvfga, gullfalleg og þrflit. Ég
skfrði hana Lfnu.“ Þá vatt hann
sér á bak.
„Það verður nú verðlauna-
gripur. Það væri synd að drepa
kálf með kvenmannsnafni,“
sagði ég brosandi og sté einnig
á bak.
Við riðum fetið það sem eftir
var leiðar, enda örskamnit. Við
rauluðum saman eitt eða tvö
lög, og þegar við komum að
vegamótunum lukum við úr
glasinu og kvöddumst svo.
Hörður sneri heim að Brekku,
en ég hélt áfram að næsta af-
leggjara, sem lá heim að
mfnum bæ.
Spóinn var loks hættur að
vella, og vegna þess að komið
var fast að sólsetri stóðu gilin f
hlfðinni hálffull að léttum
skuggum, og kvfslar árinnar
voru tilsýndar eins og opnar
æðar fullar af gulli og blóði.
Folinn minn, fimm vetra,
tiplaði vökull við hliðina á
Grána mfnum, sem tölti mjúkt.
Gegnum rfsl hesthófanna við
möl vegarins heyrði ég Hörð
syngja uppáhaldslag sitt: „Þú
bláfjalla geimur ... “. Hann
endurtók sfðustu hendinguna
úr miðerindinu.
Nýr bíll birtist á hæðinni f
þann mund er Hörður sté af
baki og opnaði túnhliðið. Ég sá,
að hann slengdi hliðgrindinni
harkalega. Síðan rölti hann f
hægðum sfnum heim tröðina og
teymdi.