Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Page 14
Smösaga eftir Guömund L. Friöfinnsson BRATÍLENDI ÞAÐ var hljóðbært f kvöld- kyrrðinni, og við höfum heyrt dyn bflsins bakvið hæðina drjúglanga stund, áður en við beygðum útaf. Hestarnir ösluðu grasið, og þúfurnar voru ávalar með mjúkfelldum línum, alls ólfkar því, sem þær voru í vor, þegar þær minntu helst á hálfnakin höfuð örvasa gamalmenna, og þessir örsmáu grænu oddar, sem gerðust svo djarfir að gæjast upp úr gráum skalla þúfnanna, urðu jafn- harðan fátækir og bláir í gegn af frostnæðingnum eins og kirtlaveik börn. En af eðlis- lægri bjartsýni og furðulegri seiglu voru þessi umkomulausu strá orðin að þéttu grasi, svo ríku af safa, að það iitaði lófann, ef maður kreisti þá f hendi sér. Við stigum af baki undir hallinu, þar sem mýrarrósin vex, og litlu ofar f móa- barðinu, Iokasjóðurinn góði með öllum sfnum peningum, sem einu sinni gerðu mig að rfkasta manni heims Hestarnir frýsuðu og úðuðu þegar f sig grængresinu, allir nema folinn minn, fimm vetra, sem bruddi mélin óþolin- móður, smárykkti hausnum og hvimaði í ýmsar áttir. „Viðkvæm lund en verður líklega gæðingur", sagði Hörður og seildist f bakvasann eftir glasinu. Hann horfði á folann. ,JEf einhvern tfma væri tfmi til að temja“ svaraði ég, „og eitthvað með hest að gera. Það er ekkert lengur með hesta að gera í sveit, annað en horfa á þá.“ Við sáum rykið bakvið hæðina, og f sama mund birtist bfllinn eins og dökkur oddur í stfgandi mekkinum, rétt snöggvast glampi á vélarhlíf- inni — hliðarrúan opin, og hvítar hendur veifuðu til okkar og hestanna. Stúlkan f framsæt- inu hló við okkur og kallaði „halló“. Hár hennar var bjart og mikið og fauk til f gustinum af ferð bílsins. Við veifuðum á móti og fylgdum för bflsins eftir með augunum, hvernig hann hægði á sér við þröngu brúna á læknum og ók siðan sem leið liggur yfir sundið, þar sem gömlu mógrafirnar eru vinstra megin vegarins fullar af drifhvítri fffu, sem starir hljóð út f sumarið. Við héldum áfram að stara og veifa, jafnvel löngu eftir að grönn hönd stúlkunnar var horfin og hár hennar hætt að svffa. Hörður veifaði glasinu, og vínið sté dans bakvið glerið. Síðan færðum við okkur ör- lítið fjær vegna ryksins og höfðum ilm hálfdeigjunnar aftur í vitunum. „Þrjár skvfsur og aðeins einn karlmaður," sagði Hörður og þurrkaði tóbaksdropann af nefinu. „Það hefur einhver minna.“ „Það segirðu satt,“ sagði ég hlægjandi og skilaði glasinu, sem Hörður hafði rétt mér. „Nær væri að við hefðum sfna hvor.“ Hörður saup vel á og gretti sig iftið eitt á eftir. Ég sá hvernig barkakýlið gekk til um leið og hann kyngdi. ,4*elvfti ef það er verandi orðið í sveit, ekkert annað en þrældómur og ekkert upp úr krafsinu að hafa — ekki einu sinni skvfsa til að sofa hjá á nóttunni. Það er þó helvfti hart. Hana, súptu á,“ bætti hann við og rétti mér glasið. „Það segirðu satt,“ svaraði ég og tók við glasinu. „Þú verður að fara að taka á þig rögg — bráðum fertugur maðurinn. Þá má svei mér ekki seinna vera.“ „Huh, þú skyldir þá taka á þig rögg sjálfur," sagði hann og hvimaði augum til hlíðarinnar. „lOkki lifir nú móðir þfn enda- laust fremur en annað gamalt fólk.“ „Onei, en það er nú svona,“ svaraði ég aðeins um leið og ég þreifaði svo sem ósjálfrátt upp f skeggjaðan vangann og mundi jafnframt, að ég hafði ekki rakað mig f viku, enda höfðum við skroppið þennan spöl aðeins til þess að liðka hestana. Nú var það Hörður sem hló. „Já, það er svona. Það er bara svona,“ sagði hann og gerði smávegis ölhnykk á langan skrokkinn um leið og hann fékk sér einn. „Það er annað að aka dráttarvél en taka utanum kvcnmann." „Já, kynfræðslan var ekki komin, þegar við vorum að alast upp. Maður fékk litla verklega tilsögn,“ sagði ég og hló lítilsháttar. Hörður kyngdi brennivininu með nýjum hnykk. „Þarna kemurðu með það, alveg nákvæmlega eins og það er. Það er, sko, einskonar bratti — sú tegund bratta, sem maður er óvanur við og þekkir alls ekki. Manni finnst það blátt áfram hættulegt," hélt hann áfram með vaxandi ákafa. „Ef allt mistekst, hlær hún bara að manni. Sfðan situr maður eftir í skftnum og erfiðinu, kven- mannslaus með hóstandi vélar og hirðir bara rollur og mjólkar kýr, hálfu meira skft- seiði en nokkurn tfma áður.“ „Og mokar flórinn,“ skaut ég hæglátlega inn f. „Auðvitað, ekki má gleyma því. Maður mokar, maður mokar enn meiri mykju og enn lengri flóra, sem lengjast og lengjast endalaust og ná seinast til helvftis. Það er ég viss um.“ Hann skyrpti. ,4á þeir styttast ekki flór- arnir, víst er um það,“ sagði ég og krimti. „Nei fari það í helvfti," sagði Hörður. „Svo kaupir maður enn nýjar vélar og mjólkar enn fleiri kýr, eins og þeir segja manni, þessir herrar." „Þessir hverjir?" spurði ég. „Nú en þessir, sem alltaf eru að auglýsa og þykjast vera að fræða mann og kenna manni, en gera mann bara að fjar- stýrðum vélum og vélþrælum eins og þú veist. Hana, súptu nú almennilega á glasinu. Finnst þér þetta vont?“ „Það er eins og hvannarót gerist, en lfkjörinn bætir það nú heldur," svaraði ég. „Það er náttúrlega sterkt, en mér finnst lfkjörinn bæta það mikið," sagði Hörður og stakk glasinu í vasann. Sfðan þögðum við báðir um stund og fengum okkur f nefið. Bíllinn var horfinn. Dynur hans var auk heldur ekki lengur — aðeins rykið, sem þynntist og þvarr f fjarskanum. Hrossagaukur hneggjaði uppi yfir okkur, og hvassbrýnd fjöllin bar við bláan himin, sem var tekinn að roðna í norð- vestrinu. Hestarnir ösluðu grasið, og það hringlaði f beislunum, þegar þeir færðu sig til. „Veistu hvað ég er stundum að hugsa?“ spurði Hörður allt f einu alvarlegur og nærri þvf f trúnaði. Hann horfði heim að Brekku, þar sem hann bjó. Hann þagnaði andartak, hálf- vandræðalegur, eins og hann ætti í erfiðleikum að koma þvf út. Svo hélt hann áfram: „Stundum langar mig mest til að axla mín skinn og láta allt fara sina leið — allt heila, hel- vítis klúðrið. Trúirðu þessu?“ bætti hann við og danglaði með svipuólinni f þúfu. „Ég trúi því,“ svaraði ég ró- lega. Ég- var lítið ölvaður eða ekki. „Menn eru oftast óánægðir með það sem er, og kannski á það Iíka svo að vera — að vissu marki,“ bætti ég við. „Að vissu marki. Tekurðu rétt einu sinni til?“ sagði Hörður og æsti sig aftur upp. „Þú ert ævinlega með þennan bölvaða punkt. En hvar á þessi punktur að vera? Mér er spurn. Geturðu sagt mér það, ha?“ „Ætli það vefjist nú ekki fyrir fleirum en mér, þótt hitt sé lfklega víst, að hann á ein- hvers staðar að vera. En ertu í alvöru að hugsa um einhverja breytingu?“ bætti ég við, fremur til að koma mér úr klípu. „Hugsa og hugsa ekki.“ Hann klóraði sér f höfðinu, svo að derhúfan hans með brotna skyggninu færðist aftur á hnakka og sat þar skökk. Hestarnir höfðu fjarlægst okkur dálftið og bitu ekki lengur af jafnmikilli græðgi. Grána mínum var auðsjáanlega mál, hann setti sig í stellingar, teygði úr sér, pissaði og leysti mikinn vind, hristi sig á eftir og frýsaði. Svo rásaði hann lítið eitt lengra, teygði annan fram- fótinn fram og nuddaði sig bak- við eyrað. „Klárarnir eru sjálfsagt búnir að pústa," sagði Hörður fremur tómlátlega og rölti af stað eftir hestunum. Hann hafði hendur á baki og fór fremur hægt. Það var blanka- logn og spóinn vall í ákafa uppi f höllum. Folinn minn stóð í sömu sporum. Hann hafði enn ekki fullkomlega sætt sig við taum- beislið, en var þó loks hættur að japla mélin. Ég gekk til hans með hægð og seildist f langan tauminn. Þegar ég beygði mig kom ferskur ilmur mýararinnar í vit mér jafn- framt hrossalyktinni. Ég nálgaðist folann hálfboginn og með mikilli gát. Hann horfði á mig með spurn í vökulum aug- unum sperrt eyrun á örlitlu kviki, nasirnar flenntar, og hann saup svolftið hregg. Ég fann að í viðkvæmri skapgerð folans var eitthvað, sem vó salt á egghvassri þynnu. Þetta flaug gegnum hug minn, nær þvf „ ósjálfrátt, eins og vængblak smáfugls, sem kemur og fer og gleymist. Mætti nota í laus- rfmað ljóð, hugsaði ég og brosti örlftið inn f sjálfan mig um leið og ég tók að gæla við folann. Þegar ég hafði gælt við folann um stund strokið honum mjúklega um hausinn, séð óttann smádvfna í augum hans og loks fundið fsnarpan flipann, hvikandi f lófa mér, kom Hörður með hestana. Við teymdum þeigjandi upp á veginn og út á hæðina. Spóinn hélt áfram að vella. Það lá svo vel á honum, að það var eins og hann gæti ekki hætt. Af hæðinni blöstu bújarðir okkar enn betur við. Sólblossar á gluggum fbúðarhúsanna, og túnin, sem smám saman höfðu Framhald ð bls. 13.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.