Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1975, Blaðsíða 2
— Já eða nei? — Nei. — Bibi. — Nei. Grannvaxni maðurinn hreiðraði um sig [ lága sófanum. — Sýndu mér einkunnabókina þína. — Hvers vegna? — Hefurðu þá ekki skilið mig? Stúlkan renndi sér hægt niður af hringstólnum við flygilinn og stóð kyrr á gólfinu. — Jæja, ætlarðu að gera það? Já. Hún hreyfði sig hvergi. — Hvað meinarðu með því að segja já? Ég vil fá að sjá einkunnabókina þína. Stúlkan sneri sér frá flyglinum, dálílið utan við sig. Hún hvarflaði augunum að nótnabókinni og hann sá að hálsæðarnar þrútnuðu eilítið. Maðurinn sparkaði af sér inniskónum og lét fara betur um sig. Hann spennti greipar og hallaði hiifði upp að veggnum, beint undir keramikveggdisknum. Hann stakk fingrum ofan í slgarettupakkann og smeygði sígarettu milli varanna. — Leystu frá skjóðunni! Hann blés frá sér reyknum. 1 stað þess að svara, teygði stúlkan aðra höndina aftur fyrir bak og klóradi sér undir herðablaðinu. Gleraugun mín runnu fram á nefbroddinn. Hvers vegna hefurðu ekki sýnt mér bókina? Maðurinn sló öskuna af sígarettunni. — Bibi! Stúlkan gekk hægt að flyglinum. — Hvers vegna? Hún ýtfi ofurlaust með olnboganum ofan á nokkrar nótur. Hvað mætti ekki kcnnslukonan þín hugsa, þegar hún sendir manni miða — og fær svo ekkert svar? Stúlkan var hreyfingarlaus. Maðurinn einblfndi á hana. — Þú hefur auðvitað ekki hugsað út í það? Ilann brosti. — Sannlcikurinn kemur alltaf upp á yfirborðið. Rétt eins og vatn. Eins og olfa á vatni. Meðan maðurinn taiaði breytti bann um stellingu, stakk hendinni niður í rassvasann og dró upp aflangt, gult umslag. Stúlkan hélt niðrf sér andanum. Svo dró hann með tveimur fingrum þunna pappfrsörk upp úr umslaginu. „Ég hvet enn einu sinni að minnsta kosti annað foreldri barnsins til að koma til f'indar. Með félagskveðju. Kotelna." Maðurinn braut örkina saman og selti hana aftur í umslagið. — Ilvað segirðu við þessu? Stúlkan horfði fram fyrir sig. — Hver er þessi Kotelna? — Þaö er söngkennarinn. — Þú ætlar þó ekki að segja aö þú getir ekki sungið? — Ég veit það ekki, — jú, ég get það kannski... — Hv.-'ð vill maðurinn mér þá? Stúlkan steinþagði. — Sýndu mér bókina. Nei, pabbi. — Vertu feginn ég skuli ekki hafa misst þolinmæðina með þér. Maðurinn rak hnakkann nokkrum sinnum í vegginn. — Það er ekki víst hvað það stendur lengi. Stúlkan hagræddi gleraugunum aftur, fýluleg á svip og leit til mannsins. — Já, en fyrst ég nú... — Ég vil engan fyrirslátt. Komdu með einkunnabókina þfna, og þá geturðu sagt hvað sem þú vilt. Ég hef gefið þér tækifærið. Rödd mannsins varð hranalegri. — Jæja, þá. Stúlkan gekk út úr stofunni og spegilfægðar vængja- dyrnar lokuðust hljóðlega á eftir henni. Maðurinn sat f sömu stellingum, umkringdur púðum. Hann reykti, hafði öskubakkann á hnjánum, hann blés reyknum seinlega frá sér. Og var í djúpum þönkum. Svo lyfti hann hendinni og færði til hekluð gluggatjöldin. (Jti var tekið að húma. Hann horfði út yfir þökin og hlustaði á niðinn frá ánni, sem lét hljóðar í eyrum þegar glugg- arnir voru lokaðir. — Á ég að koma inn og sækja þig? Dyrnar opnuðust í hálfa gátt. Stúlkan læddist hljóð- lega inn. I hendinni hélt hún á skólatösku, sem hékk f rauðri reim. Hún lagði töskuna á hægindastólinn með græna áklæðinu og hún var lengi að puða við spennuna. — A ég að hjálpa þér? Stúlkan kom hikandi nær. Maðurinn tók cinkunnabókina, leit rannsakandi á barnið og bjó síðan um sig aftur f sófanum. Hann blaðaði steinþegjandi í bókinni. Svo hrökk hann við. — Komdu hingað. Hann starði á blálitaða undirskrift f einum dálkinum. — Hvað er þetta?... og drap í skyndi í sfgarettustúfnum. %vo greip liann með báðum höndum um bókina og einblíndi á blöðin. — Kveiktu ljósið rétt sem snöggvast. Hægum skrefum gekk stúlkan yfir vínrautt gólfteppið og kveikti ljósið. Maðurinn hélt blaðinu alveg upp að nefinu á sér. — Á þetta að vera mín undirskrift? Hann rétti úr hendinni og virti skriftina betur fyrir sér í ögn meiri fjarlægð. Stúlkan stóð við ofninn og fitlaði við beltið á sfðbuxun- um. — Þetta á sem sagt að vera nn'n undirskrift, ha? Maðurinn pírði augun. — Svaraðu. —Ég veit það ekki, heyrðist ofurlágt. —Þú veist það ekki. Ilún veit það ekki blessuð fraukan. Hún veit það ekki — veit það ekki. Maðurinn kreppti hnefann. Varaðu þig nú! Ég veit ekki, ég veit ekki. Og mætti ég spyrja hver ætti þá að vita það? Hver? Hann barði einkunnablaðið með krepptum hnefanum. — Þetta vissi ég ekki — að ég ætti slfka dóttur! Að ég ætti dóttur sem væri svikahrappur! Lygari og svikari! Dóttir sem falsar undirskriftir — falsari... Stúlkan hnipraði sig saman. — Og svo kem ég tii þín sem vinur og félagi. Ég segi við sjálfan mig, að það sé sennilega ekki eins slæmt og ég hef haldið — að þú sért bara ögn meira utan við þig og órólegri en aðrir unglingar, en þcssu megi kippa f lag með nokkrum skynsamlegum kinnhestum! Einmitt það sagði ég við sjálfan mig! Og það væri kannski ekki nauðsynlegt að fara í skólann, hcldur myndi kannski duga að hringja til þeirra. Hvernig gat mér dottið annað eins í hug! Að þú falsaöir undirskrift mína. Svikahrapp urinn þinn! Maðurinn lagði aftur bókina. — Niður með brækurnar. Stúlkan skalf. — Nei, pabbi... — Haltu þér saman! Ég þarf ekki fleiri vffillengjur. Maðufinn smeygði sér f skóna. Og stóð upp. — Hvers vegna hefurðu gert þetta? Stúlkan hljóp út að glugganum. — Nei, nei, pabbi — þú mátt ekki. — Seztu þarna. Heyrirðu það. Strax! Seztu! Stúlkan stökk snarlega upp á stólinn. Maðurinn settist á móti henni. — Og svo ertu meira að segja svo ósvffin, að þú narrar mig með í sundhöllana á sunnudag og færð mig til að kaupa handa þér tvo rjómafsa. Hann hækkaði röddina. — Ósvífnari en andskotinn, það má nú segja. Ifvað skykli verða um þig í framtíðinni, fyrst þú er svona ung tekin til við jafn óþokkalega iðju og að falsa undir- skriftir. Og svona Ifka vel heppnaðar! Ekki liægt að greina þær frá ósviknum! Þú hefur svei mér hæfileikana í lagi það verður ekki af þér skafið. Hún móðir þín hefði átt að vita þetta! Þaö er kominn tími til að hún sjáist hér aftur! Ja, hérna og þú ekki nema átta ára gömul! Hann kipraði augun. — Það veitir ekki af öðrum mér til hjálpar við að ala þig upp, það er augljóst mál. Stúlkan sat sem nelgd niður og horfði niður fyrir sig. — Falsar undirskriftina mfna. Svo það er ástæðan fyrir þvf að ég á að koma f skólann. Til þess eins að hlusta á braðókunnuga manneskju, sem ég hef aldrei augum Iitið. Hlusta á hana segja mér að dóttir mín sé svikari. Einhver græningi, sem liefur veriö á bleyjubuxnaaldrinu, þegar ég var í hernum. Ila? Af slíkri manneskju á ég sem sé að BYLGJANBLÍÐ Smásaga eftir Alena Vostrá ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.