Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1975, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1975, Page 2
/ Saga í þremur pörtum eftir Gísla J. Astþórsson 1. hluti Af hverju finnst ungum manni sem lieldur f fyrsta skipti að heiman alit f einu sem það hafi einatt verið sólskin 1 heiminum heima, sólskin f Sunnu- skarði, sólskin á Sundunum, sólskin á kaskeytinu hans Jóns Ebeneser Jóna- tanssonar sýslumanns þegar hann strunsaði á kontórinn á morgnana. Skeljabrotin í fjörukambinum glitra eins og perlur og bernskudagarnir allir eru laugaðir sóiskini, og heimurinn er lófastórt þorp sem kúrir sig við djúp- bláan fjörð, ein gata sem byrjar hvergi og endar f engu, fáeinir málaðir báru- járnshjallar sem hýsa fólkið og fáeinir ryðbrunnir bárujárnshjallar sem geyma fiskinn, Stórabryggja og Litla- bryggja og bátarnir, snúrustaurar og hænsni og Góðtemplarahús, heimur nokkur hundruð sálna ofan í bikar, búinn hcilagur. Þó var rigning og hávaðarok þegar strandferðaskipið blés kveðjublástur- inn útyfir fjörðinn, og Rósi var þegar farinn að efast um að hamingjan biði hans bakvið stýrið á gömlum vörubfl, eins og hann var samt búinn að vera að reyna að telja sér trú um. Hann hafði heldur aldrei órað fyrir þvf að það gæti kostað þvflfka fyrir- höfn að hffa sig upp um eina rim f þjóðfélagsstiganum. Þetta var vetur- inn eftir að Stcina Marteinsdóttir varð ólétt f sfldinni, sem vakti að vonum töluvert umtal á Vrufirði. Hún kom yfrum til þcirra og bað þau fyrir kött- inn og pelagónfuna áður en hún fór norður, og þá var Sólveig fóstra Rósa (sem hann kallaði raunar alltaf mömmu) einmitt nýbyrjuð að juða f honum að hann reyndi nú að taka sér tak og að hann ásetti sér að reyna að verða eitthvað eins og hún orðaði það. Hún hélt áfram að nudda sumarið út og þangað til Rósi gafst upp, sem var seint f september eða snemma f októ- ber þá um haustið, eða allavcga um það leyti sem Steina Marteinsdóttir skilaði sér loksins heim og kom yfrum til þeirra um kvöldið að sækja köttinn og pelagónfuna. Sólveig vildi ekki að Rósi yrði innlyksa f fiskinum sagði hún, þó að það væri auðvitað vegurinn þeirra flestra sem bjuggu á Vrufirði. Henni gekk að sjálfsögðu ekki nema gott eitt til eins og ævinlega, þó að Rósa gengi ekki alltaf vel að skilja það. Hana dr“*'*ndi um að hann yrði bakari eða smíður eða eitthvað f þá áttina og að hann yrði ekki upp á neinn mann kom- inn nema sjálfan sig. Rósi vissi að hann var Iftill smiður, og um bakara- iðnina var það að segja að honum fannst það eiginlega að fara úr öskunni f eldinn að fara úr slorinu f hveitið, svo að þar lét hann engan bilbug á sér HVAÐABAT ERT finna hvað sem hver sagði. En Þórarinn bróðir bakarans var að reyna aó selja vörubflinn sinn, og það varð úr að Broddi læknir bauðst til að skrifa upp á vfxil fyrir Rósa, þó að fóstra hans yrði að vfsu að vera samþykkjandinn, af þvf hann var ekki enn orðinn fjár- ráða. Jón Ebeneser Jónatansson sýslumað- ur gerði það bæði af góðmennsku sinni og fyrir milligöngu Brodda að gerast ábyrgðarmaður á vfxlinum, svo að það var allra þokkalegasta plagg miðað við kringumstæður Rósa sem hann var með upp á vasann þegar hann hélt með strandferðaskipinu til Botnsfjarðar að ganga þar fyrir bankastjórann. Broddi hélt að maðurinn hlyti að kaupa blaðið og Sólveig var svo ánægð fyrir Rósa hönd að hún fór f sparigallann þegar hún fylgdi honum niður á bryggju: og hann var meira að segja sjálfur farinn að Ifta á sig sem assgoti mikinn kall þegar hann klöngraðist ofan f upp- skipunarbátinn f beljandi rigningunni sem flutti hann út í strandferðaskipið þar sem það lá úti við Hólma. En heimurinn verður allt öðruvfsi á litinn f augum ungs manns þegar skip byrja að gaula f myrkrinu: ungur mað- ur sem er að hleypa heimdraganum verður allt f einu svo Iftill og einmana. Rósi laumaði upp f sig beiskri töflu og gaut augunum til konunnar sem sat andspænis honum við borðið niðri f reyksalnum. Strandferðaskipið var komið útfyrir bauju og þau horfðu á öskubakkann taka skeiðið út á endann á borðinu og minnast þar við borðbrfk- ina og koma sfðan rambandi sömu lcið til baka. Þau horfðust snöggvast f augu og konan reyndi að brosa, og Rósi bauð hcnni af vcikum mætti beiska töflu og reyndi að brosa henni til samiætis. Aldan lá beint inn fjörðinn og skipið var byrjað að höggva, og þcgar skrúfan gekk uppúr löðrinu og pfskaði loft, þá skalf stálskrokkurinn stafnanna á rnilli eins og hann hefði steytt á skcri: og hristingurinn og skruðningurinn urðu samferða f bróðerni upp hrygginn á Rósa og hringuðu sig f makindum f kviðnum á honum. Hann rfghélt sér f stólbríkurnar og bcið eftir næsta löðrungi og var stein- hættur aö sjá sjálfan sig scm assgoti mikinn kall, athafnamann og sjálfs- eignarbflstjóra. Raunvcruleikinn var mikið hversdagslegri. Hann var kom- inn með peningaáhyggjur meira að segja áður cn hann eignaðist skrjóð- inn, hann var að fara f sláttuferð f ókunnugt pláss eins og hver annar flakkari, hann yrði búinn að sökkva sér ofan f botnlausar skuldir áður en hann vissi af: og það yrði allur árangurinn af öllu þessu stússi og rennirfi. ÞU ? Hann herti takið á stólbrfkunum og svclgdi munnvatn. Skröltormurinn f kviðnum á honum var byrjaður að éta sig inn f þindina. Öskubakkinn valsaði aftur út á endann á borðinu og sneri við og skautaði hróðugur til baka, og Rósi og konan sem sat gegnt honum við borðið horfðust aftur f augu. Það óð kuldagusa upp bakið á honum og hann flýtti sér að lfta undan. Konuveslingur- inn var ennþá að reyna að brosa, en hún var orðin sægræn f framan. Rósi staulaðist upp þegar strandferða- skipið seigað bryggjunnií Botnsfirði. Hann var Icrkaður og það var hroða- legt óbragð f munninum á honum, eins og hann hefði verið að éta ösku og fengið sér þerripappfr f ábæti. Hann leitaði árangurslaust f vösum sfnum að beiskri töflu og horfði sljóum augum niður á rennblauta bryggjuna. Það var myrkur ennþá og það logaði ennþá á Ijósastaurunum sem voru á bryggj- unni. Það var heil fylking af stálbláum olfutunnum fremst á bakkanum og spölkorn fyrir ofan þær var heilmikill stafli af nýrri bátaeik, og það var greinilegt á öllu að hann var nýbúinn að gera úrhellisdembu. Holurnar f malbikinu sem sáust f bjarmanum frá ljósastaurunum voru sléttfullar af blý- gráu vatni sem var ekki ennþá búið að sjúga sig niður f uppfyllinguna. Bryggjan skagaði ekki út f sjóinn eins og Rósi átti að venjast á Ýrufirði, heldur fylgdi hún landinu eins og skfð- garður. Það var enginn á bryggjunni þegar þeir lögðust að utan náunginn sem tók við spottanum frá þeim og svo ung kona sem Rósi sá að hafði blíðan og fallegan svip og sem stóð undir eikar- staflanum, eins og hún væri að standa af sér biðstund fremur en að hún ætti erindi niður á bryggjuna. Skugginn undir hlaðanum lá eins og svartur möttull yfrum bakið á henni, en hann sá samt f skfmunni sem féll framan á hana að hún var f vinnugalla og þvældri og æði fátæklegri regnkápu og með gamla alpahúfu niður undir eyru ef honum skjátlaðist ekki, og það hýrnaði aðeins yfir honum þegar hann sá hvernig hún var klædd og honum fannst hann ekki vera alveg eins ein- mana fyrir bragðið. Hún hafði rétt eins getað verið kvenmaður heima á Vru- firði sem átti óvenjusnemma f fiskinn. Þriðji stýrimaður var allt f einu kom- inn upp f brú með kaffifant f lúkunni og sá konuna lfka og vatt sér út að borðstokknum og lagðist fram á hann. „Ósköp erum við snemma á fótum, gæskan," kallaði hann hlæjandi. „Ojæja,“ ansaði konan út úr skugganum, en hló samt ekki eins og stýrimaðurinn og gerði sig ekki lfklega til þess að koma undan staflanum. „Ertu Ijósfælin, ástin?“ „Af hverju heldurðu það?“ „Þú hefur litið eitthvað vitlaust á klukkuna, hróið mitt.“ „Ekki er það nú víst.“ „Viltu kaffi, ljúfan?" „Ænei.“ „A að fara að vinna eða hvað?“ „Jú, það gæti verið.“ „Er þá eitthvað að gera hjá ykkur segirðu?“ „Svona stundum." “En kreppan?“ „Jú, það er lfka kreppa.“ „Þú ætlar kannski að koma til okkar f lestina, heillin?" „Ekki segi ég það nú.“ „Hvað ertu þá að Ióna?“ „Bfða.“ „Eftir mér kannski?" „Nei, það held ég nú varla.“ „Er ball hjá ykkur f kvöld?“ „Það er aldrei að vita.“ „Viltu koma með mér?“ „llrædd um ekki.“ „Leyf mér að sjá þig, kona.“ „Þú sérð mig.“ „Fjandann ertu annars að skælast?" „Vinna." „Hvar, ljúfan mín?“ „Héran uppfrá." „Hjá hverjum ertu?“ „Hann heitir Ingimundur.“ „Þó aldrei þessi mcð gærurnar!" „Jú, það gæti Ifka verið.“ „Er hann f öllu, sá djöfull?" ..Já. ansi mörgu.“ „Búin að vera lengí hjá djöfsa?“ „Þónokkuð lengi.“ ,,Hann er mikið með sama fólkið segja þeir.“ „Já, hann er mikið með sama fólkið." „Voruð þið ekki að stræka í fyrra? Einhver sagði mér það.“ „Það varð nú heldur Iftið úr þvf.“ „Við eigum að taka einhvern dauða- dóm af þessu drasli hans núna. Það verður nóg að snúast hjá þér í dag, ástin mfn.“ ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.