Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1975, Blaðsíða 6
„íslendingar allt frð Snorra - ðtu sauö og þorsk" Bolli Gústafsson rœöir við KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK i tilefni utkomu nýrrar Ijððabökar HAUST A Akureyri. Því verður ekki Iýst með orðum. Þú verður að koma þangað og nema þessa sérstæðu, djúpu kyrrð með öllum skilningarvitum. Þá er gott að hugsa um það, sem er að baki, og hefja nýtt líf. Fegurð fjalla- hringsins, bryddum nýsnævi á hæstu eggjum, f miidri birtu haustsðlar og glampandi „Pollur- inn“, sem speglar Súlurnar í fleti sínum. Sýn, er kyrrir hugann, sllpar af öllu hvöss horn og ójöfn- ur, unz hann verður sem fágaður og tær eðalsteinn eða eins og ðskrifuð örk, er bfður eftir nýju ljöði, Kristján skáld frá Djúpa- læk segir, að á Akureyri við Eyja- fjörð sé himnarfki f seilingar- hæð. Sjálfur hefur hann einmitt öðlast þá hátignarlegu rðsemi, er hæfir þeirri nánd, án þess að á honum sjáist nokkur haustsvipur fölnaðra bjarka, sem um þessar mundir fella litrfk lauf f görðum Akureyrar. Skáldið býr utan við á, eins og það var nefnt f ungdæmi mfnu á Oddeyri. Þá var þar Glerárþorp, ðskipuleg þyrping gamalla, lágreistra báru- járnshúsa, Iftil torfkot inn á milli klappanna og nokkurt búhokur. Þar ytra sá Davíð Stefánsson barnið í þorpinu, sem hafði „alla auðn og sorg í augunum á sér“ og skáldið frá Fagraskógi orti minni- legt Ijðð, þrungíð samúð ósvik- inna tilfinninga, um þetta tauga- veiklaða olnbogabarn, sem að sjálfsögðu hefði verið sett á hæli nú. Hriktandi göngubrúin yfir Glerá er horfin og ég ek bflnum yfir breiða steinbrú eftir einni af fjórum akreinum f áttina að húsi Kristjáns skálds við Skarðshlfð. Beinar, hárréttar lfnur. Breið, malbikuð gata, glæsileg, vel máluð steinhús f snyrtilegum görðum. Auðvaldsbragur eða hvað? Glæsileg hurð úr dökkum kjörviði, sandblásið gler, ómþýð dyrabjalla flytur boð um heim- sókn inni f húsinu. Við deyjandi tóna, a la Liberace, er hurðinni svipt upp'á gátt og skáidið stend- ur þar f allri sinni hæð, kiprar dökk augun, sem lýsa óræðri kfmni þessa stundina og grá- sprengt yfirskeggið iðar og lyft- íst, því saga er á vör. Lffið yfir- skyggir steininn og vangaveltur um auðvaldssælu eru gleymdar á augabragði. Sagan kemur strax á leiðinni inn ganginn, þvf hún þol- ir enga bið. Hún er austan af Langanesi og ilmar af móreyk, sem er horfinn út f buskann fyrir löngu, en tveir þingeyingar fá sér sæti hvor gegnt öðrum. Við Kristján höfum átt sameiginlegt áhugamál um nokkurt skeið og nú sjáum við hylla undir þá stund, að myndskreytt ljóðabók Ifti dagsins Ijós. Hún heitir „Sól- in og ég“, og einhverntfma snemma morguns fyrir ári sfðan datt Kristjáni f hug að bjóða mér að glfma lftillega við nokkur Ijóð og gera við þau litlar myndir. Nú, þegar við sjáum fyrir endann á þessari samvinnu, þá erum við allt f einu gestir inn f stofu skáldsins og tökum tal saman. Kristján hefur verið að lesa bók Sigurðar Nordals um Snorra Sturluson og lýsir hrifningu sinni á skarpskyggni höfundarins, djörfu mati hans á kostum Snorra og ekki sfður löstum og jafnframt undrun sinni á þvf, hve Iftill skammtur af vfðsýni Nordals hefur gengið f arf til lærisveina hans. Margir eru þeir einna lfk- astir rétttrúarmönnum, sem þora ekki að horfa út fyrir þær kenn- ingar, sem þeir tóku við af meist- aranum, rétt eins og þeir búist við, að allt, sem þeir byggja rann- sóknir sýnar á, muni þá hrynja til grunna. En það er ekki þessi bók, sem er til umræðu, heldur Ijóða- bókin nýja. — Hvar f röðinni er þessi bók þfn, Kristján? Þetta mun vera tíunda frum- samda ljóðabókin. Auk þeirra hefur komið út kvæðasafnið „I vingarðinum, en það er einskonar úrtak úr fyrri bókum, fremur sýnishorn af þróun minni á ljóða- braut, en úrval“, gefin út f tilefni af fimmtugsafmæli mínu 1966. Þá hafa komið út þýdd ljóð og óbundið mál. Annars hef ég frem- ur lítið samið af óbundnu máli, nema helzt blaðagreinar. I fyrra kom þó út alllangur texti í bók- inni. Akureyri og norðrið fagra," sögulegt yfirlit og leiðsögn. — Er nýja Ijóðabókin verulega frá- brugðin fyrri bókum? Þessi bók er byggð upp á annan hátt, að þvi leyti að i henni eru nokkrir ljóðaflokkar auk stakra ljóða, Þar má nefna flokkana Björk, Hafið, Huldur landsins og Síðasta bréfið til Guðmundar Böðvarssonar. — Hvers vegna sfðasta bréfið? Við Guðmundur höfðum skrif- ast á frá árin 1940. I handraðan- um á ég -a.m.k. sextiu til sjötíu bréf frá Guðmundi vini mínum og hann átti þá annað eins af bréfum frá mér. Þessi bréf eru vandlega geymd undir lás og slá. Þau verða alls ekki birt fyrr en við erum báðir komnir svo hátt upp í himin- inn, að við heyrum ekki óm af kvikindishlátrum væntanlegra lesenda. — Og skáldið sveiflar löngum armi og bendir fingri upp í loftið eins og prédikari. Annars eru þessi bréf okkar vinanna ekki skrifuð með það fyrir augum, að þau verði látin á þrykk út ganga. Við höfum oft sagt meira svona undir fjögur augu, en hægt er að standa við á prenti. Þá má næst geta þess, að síðari hluti bökar- innar er harla gráglettinn. Það hefur oft staðið býsna nærri mér að falla fyrir þeirri löngun að skjóta á menn og málefni, þegar mér sýnist þess þörf. — Nú langar mig til þess að taka af þér orðið um stund, Kristján, og rifja upp dálftinn kafla úr úr bók Kristins E. Andréssonar um Islenzkar nútfmabókmenntir 1918—1948. Þar stendur á bls. 192: „Eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk hafa komið út þrjár ljóðabækur, og í hinni síðustu, I þagnarskóg (1948), athyglisverð framför. Hún sýnir manndóm, skáldlega ástrfðu og djarfan hug. Kristján er f uppreisn gegn umhverfi sfnu og Iffskjörum, neit- ar að láta þau smækka sig og kallar á allar vættir því til hjálp- ar, að hann geti orðið skáld.“ Og sfðar segir: „Lffsþrá hans hefur sterka vængi, sem vel geta reynzt þess megnugir að bera hann f skálda hæð.“ — Það væri lftil kurteisi að spyrja þig, hvort þér hafi nokkuð fatast flug það, sem Kristinn sér fyrir og talar um fyrir meira en aldarfjórðungi. Um hitt vil ég fremur spyrja: Ef við vfkjum að viðfangsefni nýju ljóðanna, er þá um einhverja stefnubreytingu að ræða? Varla er hægt að segja það. Þö munu þessi ljóð innhverfari en áður var. Þau eru meiri náttúru- lyrik. Þannig hefur farið, að því ljósari, sem sú staðreynd hefur orðið mér, hversu þessi gáfaða þjóð getur verið heimsk á stund- um, þá hefi ég horfið meira á vit landsins. Horfið til náttúrunnar íslenzku, sem ég þykist alltaf sjá f fegurra ljósi eftir þvf sem ár- unum fjölgar. Hún verður mér sffellt gjöfulli uppspretta unaðar. Þessa mun gæta meira I ljóðunum en fyrr, og svo eigum við allir „sumar innra fyrir andann.“ Þangað er ákaflega gott að hverfa. Ég veit ekki hvort þess er að vænta, að fullorðinn maður breyti algjörlega um lífsskoðanir. Hitt þykir mér meira um vert, að hann tjái þessar skoðanir betur og betur og í hnökralausari bún- ingi. Satt er það, að áður var ég róttækur og þá varð mér á að yrkja allskonar baráttu- og hvatningarljóð, jafnvel að æsa „öreigana" til stríðs eins og fleiri fyrrverandi flokksbræður. Nú er ég að verða hræddur um, að nem- endurnir hafi verið alltof nám- fúsir. Mér sýnist þjóðfélagið vera eins og brennandi borg, þar sem hver einstaklingur og hagsmuna- hópur reyna að hrifsa til sín sem mest úr rústunum, já, eins og menn lifi nú sinn siðasta dag. Við erum hættir að hugsa fyrir morgundeginum og lifum hverja stund eins og hún sé sú síðasta. Það er óneitanlega sárt að þurfa að viðurkenna, að jafnvel fiski- menn og bændur virðast gripnir þessum ömurlega sjúkdómi. Það sker mann dálítið í brjóstkass- ann, að einmitt á þessum tímum skuli íslenzkir fiskimenn teknir fyrir veiðiþjófnað, að íslenzkir fiskimenn skuli sjálfir drepa þann smáfisk, sem þeir bölva sjó- mönnum annarra þjóða fyrir að tortíma. Það er eins og þeir búist alls ekki við því, að það verði róið á morgun. Sá er munurinn á lax- veiðimönnunum, að þó þeir taki 100 laxa, þá láta þeir 1000 seyði í staðinn. Mér sýnast það vera orðnir fleiri en kapltalistarnir, sem þarf að stugga við. Ég er smeykur um, að við skynjum okkur ekki lengur sem þjóð og þaðan af síður sem ábyrga þegna samfélags. Hann er ekki lengur við lýði hugsunarháttur Páls veg- fræðings, sem sendi Eysteini árs kaupið sitt rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina, til þess að rétta við þjóðarhaginn. Ellegar hugsaðu þér hinar kúguðu þjóðir. Portúgal undir harðstjórn, ný- lendur þess undir enn þyngra hæli. Hvað gerist svo, þegar þessar þjóðir fá langþráð frelsi? Harðstjórinn hefur ekki fyrr lagt frá sér svipuna en þessir leys- ingjar byrja að drepa hver annan í erg og gríð. Og þetta gerist I nafni hugsjóna. Guð minn góður! Og ég sqm trúði I hjartans einlægni á hugsjónir! Eru þær ekki undirrót þess illa? Má ég þá heldur biðja um taó. Er ekki von að maður flýi þennan stríðsvett-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.