Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1975, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1975, Page 7
Kristján frá Djúpalæk. SYNIR Ég sé stundum lltinn, dapran dreng. — Er dimmir hann reikar um engi sölnað og leitar að blómi, sem eitt sinn þar óx, en er nú fölnað. Hann vill ekki sannleikann viðurkenna, og gáir vestar, hann gáir austar. En það er til lítils að leita að lífsins fegursta blómi, er haustar. Og stundum hinn fölleita ferðalang mér finnst sem ég þekki: Drengur, ég kalla hikandi, komdu nær. Það er eitthvað, sem minnir á æsku mína f augum þér. Fram hann gengur. Ég lít í hans andlit. Mitt Ifkist því ekki lengur. vang? Já, að maður sé dálítið dapur um þessar mundir? Og ekki bætti Skálholtsandinn úr skák. — Þarna verð ég að stöðva þig, Kristján minn. Um trúmál ræð- um við helzt ekki nema undir fjögur augu. Ef við ætlum okkur að skylmast út af Skálholtsandan- um, sem þú nefnir svo, er ég hræddur um að Lesbðkin hrökkvi skammt. Annars ertu óvenju dapur f dag. — Er það ekki von, þegar maður hugsar um pólitfkina okkar. Hvernig ætli standi á þvf, að fullgáfaðir menn, jafnvel „séní“, verða að flónum, ef þeir komast á alþing. Satt að segja hefi ég heitið þvf, að kjósa aldrei framar mann til slfkra starfa. En hins vegar sé ég fullvel broslegu hliðarnar á lífinu eins og ég hefi reyndar alltaf gert. Lfttu á sjón- varpsauglýsingarnar. Það gleður mig t.d. mjög, að þeir skuli ætla að fara að efla iðnað í Iðnaðar- bankanum, því sú framleiðsla hlýtur að verða peningar og ekkert annað. — Er þetta álíka mikil alvara og kemur fram f ljóðinu Einkunn, þar sem segir: Sé það rétt, er sannað telja synir Batú-lands, að sá, er étur annan, eignist eiginleika hans, maður skilur samtfð sfna sýna skái'j f nauð. Islendingar, allt frá Snorra, átu þorsk og sauð.“ Jú, það er sennilega ámóta alvarlegt. Hins vegar þykir mér gaman, þegar vísindin eru að finna nýjan og nýjan sannleik, sem er þá hin eina lffsvizka þann dag, sem hún stendur. Þeir hafa t.d. fundið það út, að gefi maður rottu heilann úr annarri rottu, sem hefur verið kennt að tala, þá verður sú, sem étur gáfuðu rott- una það menntuð, að hún verður fær um að segja: Þakka ykkur kærlega fyrir matinn. Er það þá ekki von, að ég óttist um þá þjóð, sem hefur lifað á heimskustu dýr- um jarðarinnar frá uþphafi. Og svo er auðvitað ákaflega margt fleira, sem ég fagna. T.d'. hlakka ég til jólabókamarkaðarins. Heldurðu að það sé nú bráðónýtt að fá ljóðabók eftir Helga Sæmundsson. þann mann, sem veit betur en nokkur annar hvernig ljóð eiga ekki að vera og hlýtur því að komast fram hjá öllum vandamálum, sem við hinir eigum við að strfða. — Hvað segirðu um framtfð Ijóðsins, Kristján? Ég er mjög bjartsýnn. Að vísu fáum við ekki aftur öldutoppa, sem þá, er við höfum átt að venj- ast undanfarna áratugi. Snilling- unum fækkar. En það eru uppi efni og Hannes Pétursson er mjög góður fulltrúi hinna „yngri“. Mér er sárt um gamla ljóðmálið, eink- um stuðlasetninguna. Ég óttaðist að dagur þess máls væri liðinn. Nú vill svo til, að sá langhug- kvæmasti meðal ungra manna, Þórarinn Eldjárn, stuðlar af snilld og á auk þess hinn rétta, „húmor“. Þessi piltur er þannig f sveit settur, að hann hlýtur ósjálf- rátt að örva aðra til dáða. Stuðl- arnir eru „fundament" íslenzk- unnar. Hún fýkur af grunninum án þeirra eins og það hús, sem byggt er á sandi. — Eiga þá ljóð hljómgrunn f huga almennings? Samkvæmt persónulegri reynslu virðist svo vera og ég held raunar, að almenningur sé miklu ljóðelskari nú á tfmum en nokkurt ljóðskáld þorir að vona. Á meðan ég mæti þó ekki sé nema tveim eða þrem mönnum á ári, sem þykjast eiga ljóðum mfnum eitthvað gott upp að inna, þá yrki ég öhræddur. Þó samkeppni okk- ar, sem við ritmennsku fáumst og bókagerð, sé hörð við fjölmiðlana, þá bjargar það miklu, hvað efnið, sem þeir flytja er átakanlega vit- laust. A.m.k. hefi ég fjarskalega lftið gaman að framhjátölum á skermi. — Attu von á þvf, að þú verðir skammaður fyrir þá bók sem verið hefur kveikjan að þessu spjalli? Það vona ég fastlega, þvf taki þeir, sem nú skrifa um bækur á Islandi, upp á þvf að hæla mér, þá myndi ég skoða hug minn ræki- lega, hvar mér hefði orðið á í messunnni. — Tveir þingeyingar rísa á fætur, því kaffiilmur berst úr rfki Unnar, konu skáldsins, og úr eld- hússglugganum sjáum við yfir f Vaðlaheiði. Þar blasir við fæðingarstaður Bólu-Hjálmars. Halland og þar er Þingeyjarsýsla. EINN í HEIMINUM Ég vaknaði f rúminu mínu á björtum og hlýjum vormorgni. Sól skeim glatt í heiSi, og kvikir geislar léku sér hvarvetna í bað- stofunni eins og dansandi fiðrildi. Þeir kitluðu mig I framan og lásu sig um gólfið, þilin og loftið. Ég hlakkaði innilega til að hlaupa út f grænt vorið og skfnandi birtuna. En allt f einu brá mér illa f brún. Ég var einn f baðstofunni. Fyrst greip mig undrun en svo kvfði sem varð að lamandi ótta. Hvar voru foreldrar mfnir og bræður? Fólkið mitt var á brott, en hvert hafði það farið? Ég reyndi að fhuga málið, en sú viðleitni fór út um þúf- ur. Ég var algerlega á valdi óttans. Gat eitthvað voða- legt verið á seyði? Hafði fólkið mitt flúið bæinn f ofboði en skilið mig eftir af vangá? Eg ætlaði framúr en mig brast kjark þegar á reyndi. Ég þorði ekki held- ur að bæla mig niður í rúmið. Ég stóð við höfða- lagið eins og negldur væri og öskraði. Ég var einn f heiminum. Guð minn góður! Ég var barn og aleinn þarna í bað stofunni. Óttinn læstist um mig allan Ifkt og ískald- ur straumur. Ég var eins og fluga i kóngulóarvef. Og mér hlaut að Ifða miklu verr en skynlausu kvikindi vegna tilfinninga minna. ímyndunaraflið leiddi mig f gönur. Það var ógæfa mfn að láta hugann reika. Þannig kallaði ég yfir mig ógnina og skelffnguna. Höfðu tröll numið fólkið mitt brott meðan ég svaf? Var kominn heimsendir og ég kannski dáinn þó ég gerði mér ekki umskiptin Ijós ennþá? Ég hélt áfram að magna hræðsluna, og sál mfn formyrkvaðist. Eina úrræðið var að gráta og kalla. Ég þorði ekki nið- ur á gólf hvað þá út á hlað en rfghélt mér í næsta rúmstólpa og hljóðaði af öllum kröftum. Ég var einn f heiminum — ateinn og yfirgefinn. Foreldrar mfnir höfðu vaknað fyrir allar aldir um morguninn og ákveðið að breiða nývaskaðan salt- fiskinn i góða veðrinu. Heimilisfólkið fór allt til þeirrar iðju niður að Lón- klettum en skildi mig ein- an eftir f baðstofunni steinsofandi. Mamma hefur annaðhvort ekki tímt að vekja mig svona snemma eða talið að Iftið munaði um vesalfng minn að handfjatla blautan þorsk. Slfkir vormorgnar eru dýrlega kyrrir og fagrir á Suðurlandi. Fólkið mitt átti sér einskis ills von. En brátt heyrðist því eins og verið væri að kalla ein- hversstaðar f fjarska. Fisk- breiðslunni var lángt kom- ið og eldri bróðir minn gerður út af örkinni að grennslast eftir þessu. Hann fór sér hægt upp sandinn, en köllin virtust sffellt færast f aukana. Þegar að bandhliðinu kom duldist einganveginn að hljóðin komu heiman frá Baldurshaga. Hann greikkaði þá sporið, reif upp útidyrahurðina og ruddist inn f baðstofu. Ég stóð organdi f rúminu og ansaði honum ekki. Hann reyndi að hugga mig, en ég virti hann naumast viðlits og herti á hljóðunum. Svo birtist mamma í baðstofudyrunum. Hún gekk til mfn og klappaði mér á vángann. Þá loksins áræddi ég að þagna. Mamma spurði gæti- lega: Kom eitthvað fyrir þig? Ég hristi kollinn þegjandi og skömmustu- legur. Og mamma hélt áfram: Varstu hræddur? Þá leit ég ásakandi á hana og sagði með grátstaf I kverkunum: Þið fóruð frá mér! ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.