Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1975, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1975, Side 9
fslenzkur ferSamannahópur ðsamt öðrum vegfarendum ð Portage Avenue, stærstu götu Winnipegborgar. Myndina tók Ólafur K. Magnússon i sumar. til 20 ára. Þetta sýnist hlægilega auðvelt, þegar þess er gætt, að enginn þarf að auðmýkja sjálfan sig með því að standa i vfxlabið- röð úti á götu, hvernig sem viðrar, löngu áður en opnað er. í>ess í stað auglýsa bankarnir i Winni- peg úti í gluggum, að maður geti fengið litasjónvarp og eitthvað fleira dót, vilji maður vera svo góður að labba inn og taka 2500 dali að láni. Þess ber þó að gæta, að vöndun og frágangur á húsum er greini- lega miðað við allt aðrar kröfur en tiðkast á ísa köldu landi. Þar er næstum sama hvar á er litið; hurðir gluggar, skápar og hvað- eina er býsna óvandað og þætti líklega fyrir neðan allar hellur, ef einhver biði uppá slik hús hér. En það er líka óneitanlega athyglis- vert í þessu landi, þar sem tiltölu- lega lítið rignir, að flöt þök sjást ekki. Þann munð eiga þeir eftir að uppgötva. Winnipegbúar hita yfirleitt hús sín upp með gasi, sem kostar eitt- Úthverfi Winnipeg eru I senn viSáttumikil og öll áþekk. Þar er naumast um annað a8 ræða en einbýlishús, sem eru eins og myndin sýnir, byggð á frekar ódýran máta úr timbri. Og allsstaðar gnæfa trén yfir. hvað um þriðjung af olíuverðinu hjá okkur. Og þeir þurfa á góðri upphitun að halda; sá snjór, sem nú er fallinn þar, hverfur ekki fyrr en í apríl eða maí og frostið fer oft yfir 30 stig. V. Þá sögu heyrði ég og sel hana ekki dýrar en ég keypti, að framá- menn í Indfánalandi hefðu ekki alls fyrir Iöngu farið að hafa áhyggur af ummælum túrista, sem töldu, að þar í landi væri fátt að sjá utan hveiti og kornhlöður. Nú er það alkunna, að þrátt fyrir blessað hveitið, lifir maðurinn ekki á hveitibrauði einu saman. Þessvegna fóru þeir að gera skurk í menningunni og byggðu óperuhús, menningarmiðstöð og listasafn. Um óperuna veit ég nánastekki neitt annað en það, að nú hafa forráðamenn þess húss boðið Sigurði okkar Björnssyni að syngja í þeirri niundu eftir Beeth- oven og verður sú uppfærsla í næstu fardögum. Menningarmiðstöðina kalla þeir Winnipeg Convention Cent- er; hún er glæsilegt hús og von- andi gagnleg til að vega upp á móti hveitinu. Um þær mundir sem Karlakór Reykjavíkur heill- aði Vesturheimsbúa með þrótt- miklum söng, var haldin í húsinu þvf arna ein af þessum endemis ráðstefnum um menninguna. Þar var fjallað um íslenzku arfleifð- ina í fjölþjóðlegu samfélagi nú- timans og gífurlega gáfaðir og fjölfróðir menn kvaddir til að láta ljós sitt skina. Að sjálfsögðu var þetta allt saman í tilefni þess að senn voru hundrað ár liðin frá því er hópi íslenzkra öreiga var vísað á land á óbyggðri strönd Winni- pegvatns undir vetur, eða 21. október 1875. Satt að segja man ég næsta fátt af því sem fram fór í menningar- musterinu; samt man ég að ræðu- menn voru mjög gáfaðir og lærð- ir. Meðal þeirra voru Haraldur Bessason, prófessor i fslenzku og íslenzkum bókmenntum við Mani- tobaháskóla og Guðbjartur Gunn- arsson, sem samið hefur kennslu- bók i íslenzku fyrir enskumæl- andi fólk og nú starfar við Land- búnaðarráðuneytið í Winnipeg. Richard Beck var þarna, ungur i anda eins og ævinlega og eftir- maður hans við háskólann i Grand Forks, Arne Brekke, sem á sínum tíma skrifaði doktorsrit- gerð um fslenzka bæjarnafnið Holt, messaði þarna lika. Hann er frá Sogni i Noregi, mikill fjör- gammur og skemmtilegur. Venju- lega geyspar maður af leiðindum undir svona ráðstefnuhaldi, en ávinningurinn er fólginn i að hitta og ræða við menn eftir, — menn eins og Pétur Fót, sem raunar heitir Peter Foot og er prófessor í norrænum bókmennt- um í London. Það er eins og að hitta Helga á Hrafnkelsstöðum eða Sigurð í Hvitárholíi að ræða við Pétur um Njálu. Hann þekkir hana eins og margir nútíma Is- lendingar þekkja búðirnar i Ox- ford Street. Listasafn Winnipegborgar er að sama skapi vel teiknað og menn- ingarmusterið og veitingahúsið á efstu hæðinni virðist geysilega vinsælt í hádeginu; þá streymir þangað skrifstofufólk úr nágrenn- inu og snæðir i fallegu umhverfi og kíkir kannski á kúnstina á eft- ir. Sjálfir virðast Kanadamenn ekki hafa af miklum stórvirkjun að státa á sviði myndlistar eftir því sem séð verður í safninu. Þar hanga slétt og felld verk kana- diskra natúralista frá því um aldamót, nostursamlega unnin i anda raunsæisstefnunnar, en höf- undarnir eru að minnsta kosti ókunnir austan Atlantshafsins. Nokkur verk yngri manna eru þar einnig; popplist og abstrakt, sem að engu leyti sker sig úr hlið- stærði framleiðslu annarsstaðar og virðist litið eða ekki neitt túlka kanadískan veruleika og mannlíf. Aftur á móti kemur skemmti- lega á óvart að sjá þarna sýningu á myndafiokki Salvador Dali um stofnun Israelsrikis. Engum er Dali likur og sú tækni er varla til í myndlist, að Dali ráði ekki við hana. Þeim mun dapurlegra var að sjá myndir vestur-islenzks málara á gamals aldri, sem mér skilst að hafi verið upp hengdar í tilefni aldarafmælis Islendingabyggðar i Indíánalandi. Hann hefur farið í pflagrímsför til lands forfeðr- anna, en svo sem titt er um er- lenda málara, sem spreyta sig á íslenzku landslagi, vill árangur- inn verða á þá lund, að við þekkj- um ekki þetta land, sem þeir reyna að festa á dúkinn. Það verð- ur okkur gersamlega framandi. Listræn tilþrif voru á þá lund, að málarinn hefði ugglaust ekki fengið inni á Kjarvalsstöðum áð- ur en deilan hófst. Mér kom f hug, það sem íslendingur einn i Winni- peg sagði um landa sína; „Vestur- tslendingar eru miklir fram- kvæmdamenn og dugnaðarforkar, en þeir eru ósköp litlir iista- menn.“ VI Enginn veit með vissu, hversu fjölmennt islenzka þjóðarbrotið í Kanada er. Sumir segja fimmtiu þúsund; aðrir segja nær hundrað, en allt eru það ágizkanir. Þeir eru dreifðir um landið allt, en kjarni Islendingabyggðar er enn sem fyrr Nýja Island og bæirnir þar, Gimli, Arborg, Lundar og River- ton. Ennþá virðist ótrúlega margt fólk tala og skilja islenzku og mörgum landanum, sem vanur er að bjarga sér á skandinavísku eða ensku utan landsteinanna, finnst það alveg stórkostlegt ævintýri að vera kominn á svo framandi slóð og hitta þar fólk, sem talar ást- kæra ilhýra málið. Menn spyrja: Hve lcngi getur annað eins átt sér stað í ensku- mælandi landi — heyrir sá tími ekki brátt sögunni til að maður geti heyrt íslenzku af vörum fólks, sem fætt er vestra og hefur ef til vill aldrei til Islands komið? Sú spurning er i hæsta máta eðlileg; það er i rauninni einhverskonar furðuverk, að heyra liðlega fertugt fólk, sem aldrei hefur Island augum barið, tala islenzku — að minnsta kosti svo að vel skilst. Að vísu er það ekki alllaf góð islenzka og alls ekki nútima mál. Þetta fólk á sfnar rætur i nftjándu öldinni á Islandi og tal þess gefur hugmynd um það mál, sem talað var á íslandi um og fyrir aldamót. Þeir fluttu til dæmis með sér flámælskuna, sem við höfum nú að kalla útrýmt. Við höfum orð yfir allskonar hluti og jafnvel hugtök, sem ekki voru til þá, og um það hafa þeir að sjálfsögðu varla hugmynd. Vestur Islending- ar krossa strítuna á karinu og spyrja: Hafðirðu góðan tima í Winnipeg? Þeir heilsa manni að islenzkum sið og bæta siðan við: „Glaður að mæta þér“. Einn af eldri kynslóðinni sagði við mig: „Ég tala alveg íslenzku, but ég verð að hugsa mig um.“ Og þeir eru alveg steinhissa á öllum þess- um nýyrðum okkar; að djettið skuli heita þota og vakúmkliner- inn skuli heita reksöga. Ég hitti aðeins einn mann, sem nokkurnveginn er óhætt að segja að hafi talað íslenzku án hreirns: Gunnar Sæmundsson bónda í Ar- borg, sem ugglaust er betur að sér um íslenzkar bókmenntir en margir hérlendir menn; harður i ættfræði og fylgist vel með öllu hér meðal annars með því að kaupa og lesa Morgunblaðið. Ted Árnason athafnamaður og for- stjóri á Gimli er býzna vel mæltur á íslenzku af manni að vera, sem fæddur er vestra. Fyrsta kynslóðin, frum- byggjarnir, hafa að öllu leyti haldið málinu og sumir munu hafa lært takmarkað i énsku. Ég talaði við að minnsta kosti tvo ntenn af annarri kynslóð, sem kváðust þá fyrst hafa lært orð i ensku, þegar þeir komu i barna- skóla. Á heimilum þeirra hefur Framhald á bls. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.