Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1975, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1975, Side 14
Sagt hefur verið, aS glöggt sé gests augað. Með það i huga hef ég ævinlega á ýmsum lengri og skemmri ferðum erlendis, kappkostað að veita eftirtekt megineinkennum umferðar. Á síðustu missirum hefur mér gefizt kostur á að vera í — og virða fyrir mér umferð í þremur borgum; einni F Sviþjóð einni i Kanada og einni í Bandaríkjum. Niðurstaðan verður jafnan á sömu lund: Þrátt fyrir mun meiri umferðar- þunga, gengur umferð i þessum borgum mun hraðar og greiðar en við eigum að venjast, ökumenn eru tillitssamari, vinstri akreinar eru notaðar til framúraksturs og gangandi fólk slangrar ekki hvar sem er yfir umferðargötur. Margir íslendingar, sem búsettir hafa verið erlendis og ekið þar, hafa vitnað um það — meðal annars hér S Lesbók — að eftir heim- komuna hafi þeir verið með lifið í lúkunum að aka bil i Reykjavík og að aldrei hafi þeir kynnzt öðru eins. Ég verð að viðurkenna, að fyrst eftir ferðir út fyrir pollinn er ég ævinlega jafn undrandi að sjá aðfarirnar i umferðinni, en maður hættir að taka eftir þvi smám saman og verður samdauna. Þetta er sannarlega ekkert gerfivandamál eins og bezt má sjá á gjörgæzludeildum, sjúkra- húsum og endurhæfingarstöðvum, þar sem limlest og stórkostlega bækluð fórnarlömb um- ferðarinnar liggja í gibsumbúðum eða sitja i hjólastólum. Uppá síðkastið hefur þetta verið styrjaldarástandi likast; við höfum orðið að sjá á eftir 26 manns í gröfina og 608 manns hafa slasazt af völdum umferðarslysa á þessu ári. Blöð og umferðaryfirvöld hrópa hvert í kapp við annað, að þetta verði að stöðva, en ekkert gerist annað en það, að hverjum drottinsdegi fylgja fréttir um nýja harmleiki, mannslát og meiðingar. Þessar hryggilegu blóðsúthellingar eru þó aðeins eðlileg afleiðing af ómenningunni, sem hér rikir í umferð. Eins og málin standa er vart hægt að búast við öðru. Og ástæðurnar eru án efa margslungnari en oft er talið, þegar um þetta er fjallað. Skuldinni er alltof oft skellt einhliða á bilstjórana og alltof oft er þvi slegið föstu, að hraðakstur sé eina meinið. Glannaleg- um akstri mælir enginn bót, en sé á heildina litið gengur umferð hér hægar en viðast hvar, þar sem ég þekki til. Það vantar gersamlega alla ákveðni i umferð hér og það er einmitt alltof mikið um lúsargang, sem gerir það að verkum, að menn eru endalaust að freistast til þess að stela rétti og svína sér inná götur og vegi. Stundum er eins og svefngenglar einir séu á ferðinni; ökumenn virðast með hugann við allt annað en aksturinn og þegar silakeppa- gangurinn er allsráðandi, ráfar fótgangandi fólk skáhallt yfir hvar sem er og án þess að lita til hægri né vinstri. Eldri kynslóðin virðist hafa mjög takmarkaða hugmynd um gangbrautir og umferðarreglur yfirleitt og algengt er að sjá þetta blessað fólk á svefngöngu sinni yfrum götur, fáeina metra frá gangbrautum. Hinir sem yngri eru og betur vita, eru þó aungvu betri. Svo iitla umhyggju bera margir gangandi vegfarendur fyrir lífi og limum, að þeir nenna ekki að hafa fyrir því að Hta um öxl, þegar þeir ana út í umferðina; það verður að vera mál ökumanna að bjarga þeim, en tekst því miður ekki alltaf. Morgunn einn í myrkri og rigningu átti ég leið framhjá einum barnaskólanna í úthverfi Reykjavíkur. Á örstuttri stund mætti ég ekki færri en fimm börnum á Ijóslausum reiðhjólum — og öll hjóluðu þau á öfugum kanti. Eitt af þeim hryggilegu dauðaslysum sem nýlega hafa átt sér stað, varð með þeim hætti, að telpa á hemlalausu reiðhjóli, þverbeygði fyrir bíl. Það segir sig sjálft, að sé þannig að farið, þarf bíllinn aðeins að vera á örlitilli ferð til þess að valda limlestingu á barni, — og jafnvel dauða. f ritstjórnargrein í Tímanum var nýlega vikið að því að slysin væru „vondur vitnisburður um íslenzkt ökulag". Þar var ekki minnst einu orði á. að neinir ættu hlut að slysum aðrir en ökumenn. Allir aðrir eru víst „stikk frí". En þessi skoðun er ekkert sérstæð; þvert á móti virðist það viðhorf býsna útbreitt, að ökumönn- um einum beri að fara eftir settum reglum og að sjálfsögðu afskaplega hægt og gætilega, enda beri þeir einir ábyrgðina, — ekki aðeins á ökutækinu, heldur einnig á hverjum þeim, sem ekki nennir að hafa fyrir því að gá, hvort hætta sé á ferðum, þegar hann anar annars hugar yfir götu. Mér finnst varla líða svo dagur, að maður þurfi ekki að leggja sig í framkróka til þess að bjarga fólki, sem sýnilega hefur engar áhyggjur af þvi, hvort það sliti klæðum sínum gerr, og ég geri fastlega ráð fyrir að aðrir ökumenn hafi sömu sögu að segja. Gisli Sigurðsson Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 5K- ýrA- 8 WEFaZ í tuuift nr- 1 K'/éw ÍUMP HltR (|W* WB íflM- n«-r. £.e«.T & í.Æ ceip þc.i-p IWW- fSSw Urne 'A 5 tt l' L D A R M ý' R 1 Húí- l£> 5 K A’ L i N N iiSJdtL JHÍ/1/1H Æ R Á Af 'W* ÍH« \,Ð T A £> A N «áS N A’ R A N N FUÍ.L A R A t>> * A P A R JOo< UR TVtfl*. 1 l l NMXIK irn**t gðftrf ÍKAur io ál. CUoPu, l-AWHAl LANO £ K K 1 —> Vff h R r f> U R —* V f £> > (42- gVÍI 4 R £ M 1 0 IKfíir/j R \ T A 0 T A L Tlf. u R <k ’o L N T A 5 7 <uH0» þoUM Á L A toefí £ ‘íi « RlHM J A T A N DH<,öl £ N r 1 S r TiVji IÍ Ikn. L £ S pr- fH-L A R A 1?. A T SJfí' EFTiK ím N E r T 1' R r FKHM W 1 L6£.wi e^o- '0 S A N N 1 Romju Rób k <4 N u TvlEl* ElMl R R MftA T A L A T?<- M Z. A Wf 4 R ío Á.1& A R H/TÍ0 IH r 'o L 1 N iivr.f K R u K K U N A ÍHO- 1 <&*' ’o 5 A •R S N A r A T*1-' M A r A M a(L T A K iir#- s P A K A K FULL /NN A R A M N 4 MUMO A R /MDI fílGlA fl' S£FA? HlfA ggt-n KlfoPP^ 9/ ftrn jic, í'FWw MWtM K NÝl Áf f?AM iT 0- & NllsTAR- \IERAM pftACf) Af> s VhMS- MFN LÁT' uifO l R FTÆR B(t ■A spt- 't> r' n u 'i ne»n S'JPiLL (kfiLU.- T'opH fíSK L£fJd- Jfí b 0®:. ulvcK UL Lftd- HNOftR. AR Blfifr- [R. fUÍL FARA SfeR HfíCJ 4 flfrl- L'rKAMI KwrW eiMKE- oiHlí- ^rar-iS. K(?oPP( j> ý'/e L'rKr AMÍ-, tíj-ZZl FftfíCfí- £VRofU' ^f>\9 APi© a trk Lf STÆ& /JD Q r ZÍLCJK RftF- eiMDA T£CL- OtMJ) DUMDA sé P- V iÐ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.