Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1977, Blaðsíða 10
„Sá er
mœlskari
en nokkur
kvöm”
Það hafði dregið úr frosti. Er á
daginn leið var kominn sunnan-
blær, og þegar lak af grýlukertum
þótti mér ráðlegt að ganga út i
gamla bæinn til þess að opna dyr
og glugga, svo golan gæti hrært
hið innibyrgða loft og síður yrði
hætta á raka og myglu.
Fyrst opnaði ég skemmudyrnar,
þar sem ég taldi séra Björn hafa
gengið fram á karlinn, heyrt
höggin grimm, þegar hann hjó
kjöt með bílu, sem er annað heiti
á öxi. Næsta hús norðan skemm-
unnar er svonefnt dúnhús, þar
sem æðardúnninn var fyrrum
hreinsaður.
Hús þetta er auðkennt með
æðarblika útskornum í tré. Situr
hann á burstinni. Er það listaverk
eftir Guðmund bíld. Æðardúnn-
inn var hitaður á hlóðum, sem
standa í horni fjærst útidyrum
hægra megin, en siðan var hann
hreinsaður á þar til gerðum
grindum og ennþá hangir ein lifil-
fjörleg dúngrind yfir hlóðunum.
Hefði hún dugað skammt sira
Gunnari forvera sira Björns Hall-
dórssonar, þegar hann heimti dún
úr u.þ.b. 2500 hreiðrum i Laufáss-
hólmum eða svo höfð séu orð sr.
Björns sjálfs um alúð sr. Gunnars
við æðarvarpið: „Við þetta fyrir-
tæki lagði hann hina mestu rækt
og það blessaðist iika svo vel, að
við fráfall hans voru hreiðrin orð-
in full hálf þriðja þúsund, þar
sem við komu hans naumast voru
10 alls á sundrungu.“ — Ymsar
ástæður gátu legið til þess, að
varpið var svo illa á sig komið og
ekki alltaf vanrækslu um að
kenna. Má geta þess, að sú hætta
er fyrir hendi, að áin getur flætt
yfir varphólmana, svo fuglinn
flæmist burt. Tekur þá nokkurn
tíma að koma því í samt lag aftur.
— Á hlóðarsteini á dúnhúsi ligg-
ur rykfallinn hræll, er forðum var
notaður til að hrista dúninn i
grind eða hræla hans eins og sagt
var. — Ég geng úr dúnhúsi norð-
ur á skála. Líklega hefur hefil-
bekkur Tryggva Gunnarssonar
staðið þar, en við hann var
Tryggvi að starfa á átjánda af-
mælisdegi sínum, þegar séra
Björn bar þar að og talaði upp úr
sér sautján visur, afmælisbrag,
sem hófst á þessa leið:
Átjánda október
inn kom i veröld hér
buxnalaus, berlæraður
bobbi, sem var þó maður.
Upp undir veskið var
vægðarlaust skoðað þar,
eins og oftast til gengur,
og þetta var þá drengur.
Látinn I laugartrog,
lagður á þunga-vog.
Reyndist hann stór og sterkur
stífgildar átján merkur.
Barnfóstran, sem það sá,
sagði brosandi þá:
Sannast mun, þó ég þagni,
þetta er mannsefni að gagni.
Á skála eru ekki útidyr, heldur
er gengið úr honum norður i
bæjardyr og jafnframt eru dyr á
austurvegg inn í hlóðareldhús.
Þar súrnar engum lengur i augum
af taðreyk. En það eru tvær litlar
snjókeilur beint niður undan við-
um strompunum og minna þær á
sykurtoppa. Hver um sig kemst á
rekublað, svo ekki er mikið verk
að fjarlægja fönnina.
Þegar síra Gunnar Gunnarsson
lézt árið 1853, tók sira Björn Hall-
dórsson aðstoðarprestur hans við
brauðinu. Ekkja séra Gunnars,
Jóhanna Kristjana Gunnlaugs-
dóttir Briems frá Grund í Eyja-
firði, varð þá um kyrrt í Laufási
með börnum sínum fimm til vors-
ins 1854. Þá flutti hún f Háls i
Fnjóskadal til séra Þorsteins
Pálssonar, sem var orðinn ekkju-
maður, en um haustið giftust þau.
Frú Jóhanna var miklu yngri en
séra Gunnar fyrri maður hennar,
en sr. Björn segir í æviágripi sr.
Gunnars, að þrátt fyrir miseldri
þeirra hjóna hafi samt allt þeirra
hjónabandslíf verið svo ástúðlegt
og ánægjulegt, að leitun hafi ver-
ið að öðru eins. Er þvi sennilegt
að tregi ekkjunnar felist í lýsingu
þeirri, er birtist í fyrsta erindi af
átta, sem sira Björn orti um heim-
Á dunhússburstinni er æðarbliki og konumynd, skorin í
tréaf Guðmundi Pálssyni „bild".
Gömul mynd af Laufási við
Eyjafjörð.
lýsingu á sjálfum sér, því það er
samdóma allra, að hann hafi verið
frábær mælskumaður og eru af
þvi nokkrar sögur. Kemur mér til
hugar lýsing af aðalhátið Eyfirð-
inga og Þingeyinga á Oddeyri við
Eyjafjörð 2. júli árið 1874. Er
talið að sú hátið hafi verið fjöl-
mennasta þjóðhátíð I landinu ut-
an Reykjavíkur og líklega hin
veglegasta næst þjóðhátiðinni á
Þingvöllum. Er til ýtarleg lýsing á
öllum viðbúnaði og þeim glæsi-
brag, sem á hátiðinni var. Sýnir
það álit manna á hæfileikum séra
Björns, að hann skyldi fenginn til
að flytja þar hátíðarræðu.
Segir, að hljóðfæraleikarar af
herskipinu Fyllu — er höfðu leik-
ið í skrúðgöngunni á hátiðarsvæð-
inu — hafi byrjað á hjartnæmum
sálmi eftir séra Björn Halldórs-
son í Laufási, og söng allur mann-
fjöldinn með. Að sálminum
sungnum steig sr. Björn í ræðu-
stólinn og flutti þar af brjósti
fagra og hjartnæma ræðu. Var
sfðan enn sungið vers eftir séra
Björn og bar næst fyrsta og síð-
asta versið af þjóðsöngnum Eld-
gamla tsafold. — Síra Kristinn
Danielsson, siðast prestur á Ut-
skálum, sonur sr. Daníels Hall-
dórssonar á Hrafnagili, greinir
frá þvi I bernskuminningum sin-
um (sr. Kristinn andaðist árið
1953, þá 92 ára að aldri), að vel
hafi verið tekið eftir ræðu sr.
Björns I Laufási „og man ég“,
segir hann, „að þegar hann kom
ofan úr ræðustólnum lafmóður,
kom hann beint til föður mins (sr.
Daníels á Hrafnagili) og sagði:
„Ég hefði getað talað miklu leng-
ur, ef ég væri ekki svona móður.“
Segir sr. Kristinn, að honum hafi
verið létt um mál, en tækifærið
hafi haft mikil áhrif á hann og
honum því verið mikið niðri fyrir,
svo að hann hefir þvi borið ört á
og orðið þvi móður, en ekki var
hann þá nema fimmtugur. —
Annar öldungur, sr. Sigtryggur
Guðlaugsson á Núpi (D. 1959, þá
97 ára), sem á þjóðhátíðarári var
lítill hnokki á Þremi I Garðsárdal,
minnist sömu stunda. Hafði hann
og systir hans tvimennt á láns-
hrossi niður á Oddeyri. Er hann
hafði lýst þvi helzta, sem fyrir
augu bar, segir hann, „að ræða sr.
Björns í Laufási hafi fallið til
prýði í ljóðstafi og hendingar.
Fjóra liti þeirra fána, en hann
sagðist sjá fyrir framan sig tók
hann til táknanna manngildis-
ilisfólkið I Laufási, sennilega
skömmu eftir dauða sira Gunnars,
veturinn 1953—54. Erindi þessi
hafa varðveizt í minni fólks hér i
sveit og heyrði ég þau fyrst hjá
Óskari Jónssyni fyrrum bónda I
Kolgerði, en hann hafði lært þau
af móður sinni. Bar honum að
mestu saman við Sigrúnu
Guðmundsdóttur fyrrum hús-
freyju á Skarði i Dalsmynni, sem
man þau vel. Hefst bragurinn á
þessu erindi:
1.
Jóhanna heitir húsfreyjan,
hæversk en jafnan dauf á mann;
svo vil ég nefna séra Björn,
sá er mælskari en nokkur kvörn.
Sigríður kona heitir hans
hreppstjóradóttir norðanlands.
Sr. Björn nefnir frú Jóhönnu
húsfreyju í Laufási, enda mun
hann hafa gætt þess vel, að hún
nyti þar fyllstu virðingar, einnig
átti prestekkja rétt til þess að
nafa not prestsseturins og tekna
af prestakallinu um eitt ár frá
næstu fardögum eftir lát manns
sfns, en halda þá aðstoðarprest. —
Frú Sigriður kona síra Björns
kom i Laufás árið 1852, er hann
gerðist þar aðstoðarprestur. Hún
var dóttir Einars Jónassonar
hreppstjóra og bónda i Saltvík í
Reykjahreppi, en hann mun hafa
átt stóran barnahóp, a.m.k. 13
börn. Frú Jóhanna varð, sem fyrr
getur, orðlögð búkona og sköruleg
húsfreyja. — Það er skemmtilegt,
að séra Björn skuli hafa þessa