Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Blaðsíða 6
,yið skópum nútí ðina — látum börnin mnfimntíðina” Leikritaskáldið JOHN OSBORNE lítur um öxl — reiðilaust — og rifjar upp 25 ár í leikhúsinu John Osborne var maSur bráðþroska og þótt ótrúlegt megi virSast, var hann aðeins 18 ára þegar þessi mynd var tekin. © Það var á degi heilags Daviðs, 1. marz, fyrir 25 árum, að ég tók mig upp frá Lundúhaborg, þar sem ég hafði búið alla ævi. Förinni var heitið til Sunderland, nánar til- tekið Tunstall Vale 21. Þar var gistihús, fjölsótt af leikflokkum. Þetta var í fyrsta sinn, að ég kom í slíkan stað, en ég átti eftir að gista þá marga. Fram að þessu hafði ég aldrei nokkurn tima far- ið norðar en til Watford. En nú átti ég framundan 48 vikna leik- ferð um England. England var mér þá framandi og íbúarnir með. Ég varð ekki svikinn; annar hver maður þar kom mér fyrir augu og eyru eins og grinkall úr gamalli reviu. Ég var rétt að byrja að kanna föðurland mitt. Furður þess reyndust margar. Sjálfur var ég 18 ára gamall, rjóður í vöngum, andlitið alsett fílapenslum, og fjögur pund voru aleiga mín. Aðr- ir ungir menn leituðu til London. Ég vildi hins vegar út á land. Ég var þá þegar orðinn leiður á London. Ég var brott rekinn frá því skitabæli heimavistar- skólanum mínum i Devon, með prófskírteinið eitt upp á vasann og átti fátt víst nema tveggja ára þrældóm í hernum. Mér til undr- unar stóðst ég ekki læknisskoðun. Og var þá ekki annað að gera en leita sér að vinnu. Ég afréð að reyna mig við blaða- mennsku. En menn virtust ekki ginnkeyptir, nema hvað marga vantaði góðan hraðritara. Þegar frá leið fékk ég þó vinnu. Það var hjá Bennbræðrum. Þeir gáfu út torlesin tímarit um kaupsýslu. I þrjá mánuði vann ég við Gas World. Það hét svo, að ég læsi prófarkir. Annars drap ég timann með þvi að kikja upp undir pilsið hennar Primrose, einkaritara rit- stjórans. Ég las Daily Worker, blað kommúnistaflokksins, í vinnunni. Það var ritstjóranum til mikillar gremju. Hann var lítill maður vexti, alvörugefinn, og hreykinn af því að vera blaða- maður. Á framrúðunni i bílnum sínum hafði hann flennistórt spjald og var letrað á það BLAÐAMAÐUR. Og nú var ég sem sé orðinn blaðamaður. Ég hlaut skjótan frama. Það var, þegar ég leigði mér bát, og reri niður Windsor High Street með bjór og brauðsneiðar handa mönnum, sem höfðu lent þar á flæðiskeri í koksofnunum. Varð ég fyrstur með fréttina. Fyrir það framtak voru laun mín hækkuð i fjögur pund og ég fékk sérstakan dálk i Observer þar, sem ég mátti þenja mig. „Ur sýningarsölunum“ hét hann. Ekkert gekk mér þó við Primrose eftir frekar en áður. Og brátt var ég settur við annað blað The Miller. Þar var ekki mann- margt, aðeins ritstjórinn. Það var ungur Kanadamaður, kump- ánlegur og orðljótur og hét Arn- old. Ekki var meira að gera við Malarann en Gastíðindi, og þó heldur minna. Við Arnold stytt- um okkur stundir með því að þvarga um bókmenntir, stjórnmál og kynferðismál. Arnold kom því jafnvel til leiðar, að einkaritarinn hans lagðist með mér á skrifstofu- gólfinu. Þess utan hafði ég það mér til dundurs að dikta upp kostnað, sem fylgdi starfinu og ég átti að fá greiddan, og löngum stundum sat ég lika 'a áheyrenda- pöllum í réttarsalnum, Old Bailey, eða horfði á fréttamyndir i bió. Á þessum árum komst maður hvergi i tæri við stelpur nema á böllum. Það er að segja: ekki þótti sæmandi að leita á þær annars staðar. Ég hafði uppi á dansskóla, Gaylordskóli hét hann og þar var kenndur dans, leikur og fram- sögn. Ég skráði mig á dans- námskeið. Hver tími kostaði fimm shillinga. Lærði ég þar frumatriði í Quickstep, Foxtrot, Samba og Paso Doble. Kennslukonan min gerði sér titt um mig. Hún þrýsti sér fast að mér, þétt og breið, og sagði mér af kynlífssiðum manns- ins síns. Þeir voru með ólik- indum. Hún hélt því fram, að ég væri nauðalíkur Leslie Howard og vildi, að ég legði fyrir mig kvikmyndaleik. Jafnvel reyndi hún að útvega mér aðalhlutverk í mynd með Jean Simmons. Sú mynd hét The Blue tagoon, Lónið bláa. Seinna fékk hún mig til þess að fara i prófmyndatöku fyrir Pétur Pan, ef það mætti verða til þess, að ég fengi hlutverk eins sjóræningjans. Loks var mér boð- ið starf aðstoðarsviðsstjóra í leik- ferð um landið. Það var önnur leikferðin með No Room at the Inn, Allt fullt á kránni. Nú var ég á báðum áttum. Ég hafði litið á blaðamennskuna sem leið til bókmenntalifs, en bók- menntalíf hugsaði ég mér þannig, að maður byggi úti i sveit, skrifaði sín 2000 orð fyrir matinn á hverjum degi, reikaði út i móa upp úr hádeginu með byssu um öxl og hunda í för, en sæti við arineldinn á síðkvöldum ásamt eiginkonu sinni og barnahópi. Ég var þó orðinn hálfvondaufur á Malaranum, þegar hér var komið sögu. Auk þess var Renée, kæra- astan min, komin 10 daga fram yfir og orðin örvæntingarfull rett enn einu sinni. Við höfðum sleppt fram af okkur beizlunum i skemmtigarðinum eins og stund- um áður, og var hún nú mjög áfram um það, að við giftumst „áður en það yrði um seinan". Ég spurði Arnold ráða. „Drullaðu þér burt, helvitis fíflið þitt“, sagði hann. Ég tók það ráð. Ég fór burt — burt frá Renée, sem var komin fram yfir, burt frá mommu, burt frá London. Mér leizt ekki á blikuna, þegar ég kom til Tunstall Vale 21 í Sunderland. Þar var ömurlegt. Þar kostaði 35 sþillinga á viku. Fyrir það fékk maður herbergi og morgunmat. Ég fékk forstofuher- bergi. Þar inni stóð uppstoppaður rottuhundur í glerbúri og ein- blíndi á mann. Húsmóðirin heimt- aði, að maður borgaði fyrirfram. Hún hafði sidrukkinn sjóara úr kaupskipaflotanum frammi í eld- húsi hjá sér. Ég borgaði þvi möglunarlaust. Á þessum árum háttaði svo til úti á landsbyggð- inni í Englandi, að hvergi var mat að fá á sunnudögum, nema ef menn létu sér lynda fisk, kart- öflur og te, sem selt var í söng- leikahúsum. Og þannig var i Sunderland. Um hálfáttaleytið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.