Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Síða 12
Kortspilin frá 181 7. Spaðakóngur og
tígulkóngur.
Guðbrandur Magnússon
Siglufirði
ÚR SÖGU
SPILANNA
BÓKARKAFLI
SÍÐARI HLUTI
UM
SPIL
/
A
ÍSLANDI
w._______________________________Jk
Muggsspilin. SpaBakóngur og tlgul-
kóngur.
Hvenær voru spil fyrst notuð hér
á landi?
„Til hef ég tafl með spilum
tölur sem leggi og völur.
Skák með sköfnum hrókum
skjótt og kotru hornótta“
Jón Arason.
í grein þessari mun ég reyna að
sýna fram á hvenær spil voru
fyrst flutt til íslands. Hefi ég
einkum stuðst við það, sem Jón
Árnason skrifar um þetta í ÍS-
LENSKAR GÁTUR,
SKEMMTANIR, VÍKIVAKAR
OG ÞULUR. Önnur aðalheimild
min er úr KULTURMINDER
1942. i greininni er annars vitnað
í heimildir jafnóðum og þær
koma fyrir. Ekki er vitað með
neinni vissu hvar eða hvenær
spilin voru fyrst fundin upp. Til
Evrópu komu þau fyrst til Ítaliu í
kringum 1375. Þau mun fljótlega
hafa borist norður yfir Alpafjöll
til Þýskalands og í Danmörku
munu þau hafa verið orðin allal-
geng um 1480.
1 II. bindi ísl. gátur..., bls. 321
— 342 er grein um spil eða þó öllu
heldur um spilamennsku. En þar
er einnig minnst á hvenær spil
hafi fyrst verið notuð hér á landi
og bendir margt til þess að það
hafi verið nokkuð snemma. í
greininni segir Jón Árnason:
„Það er sannast að segja, að spil
og öll spilamennska eru langt frá
því aö vera íslenzk aö uppruna, en
þó þykir mér réttara að ganga
ekki þegjandi fram hjá þeim, því
þau eru skemmtan sú, sem er
höfð mest um hönd á íslandi á
vorum dögum (ca. 1890), þótt
skömm sé frá að segja. Sum spil
hafa líka tiðkast svo lengi á Ís-
landi, að það er kominn alveg
þjóðlegur blær á þau og auk þess
kvað einstaka spil vera innlent.
Hvergi hef ég séð þess getið,
hvenær spil voru fyrst flutt til
íslands. Ég veit ekki til, að fyrr sé
getið um þau í prentuðum bókum,
en riti Andersons um Island
(Nachrichten von Island, Grön-
land o.s.fv., II. útg., bls. 153) en
hann drepur aðeins á þau. í ferða-
bók Eggerts og Bjarna (Rejse
igjennem Island, bls. 50), er getið
svolítið greinilegar um þau (ca
1750) og er ekki annað að sjá á
þvi sem þar segir en að þau hafi
þá verið alþekkt.
Uno v. Troil (Brev rörande en
.Resa til Island, bls. 71) og Eggers
(Philos, Schild. der Verfassung
von Islnad bls. 74 — 76) geta líka
um spil í ritum sínum um ísland,
en þeir hafa tekið það beinlínis
eftir Eggerti Ólafssyni svo á því
er ekkert að græða. Annars er
mjög óvíða getið um spil í íslenzk-
um ritum og þá ekki nema rétt af
hendingu."
Síðan nefnir Jón Árnason
neðanmáls nokkur rit, þar sem
aðeins er nefnt, hvað var spilað
en að öðru leyti aldrei neitt
minnst á tilkomu spilanna sjálfra
eða hvaðan þau voru fengin. Jón
segir einnig að í Sóknarlýsingun-
um sé drepið á spil á einstaka stað
en þar sé aðeins nefnt, hvað mest
er spilað í sókninni. Og stundum
er látið nægja að segja að fólk
skemmti sér við spil.
Um Sóknarlýsingarnar er það
annars að segja, að á þeim er
ekkert að græða um tilkomu spila
hér á landi, því að þær nefna
ekkert þar um og eru auk þess svo
seint fram komnar eða um 1840,
að þá hafa spil löngu verið orðin
algeng um allt land. En Jón Árna-
son heldur áfram og segir:
„Prentaðar bækur gefa enga
bendingu um það, hvenær spil
hafi farið að tíðkast á Islandi.
Reyndar segir Jón biskup Arason
í taflvísu sinni,
„Til hef ég tafl með spilum,“
og vill Jón Sigurðsson láta það
vera regluleg spil (Hrs. J. Sig. 95,
4to, bls. 102 en 131 bl.), en mér
þykir nokkuð snemmt, að spil
skuli vera farin að tiðkast á is-
landi snemma á 16. öld.
Jón Árnason segir þetta þó allt
vafasamt, en heldur svo áfram:
„Um spil er líka getið i reikn-
ingsbók verzlunarfélags þess í
Hamborg, sem verzlaði við isiand
1521. C. Walther hefur gefið út
svolítinn pistil um reikningsbók
þessa í Jahrbuch des Vereins fúr
Niederdeutsche Sprach-
forschung, IX. 1884 bls. 143 —
145 og kemst hann að þeirri
niðurstöðu, að kaupmenn hafi
keypt spil þau sem um er að ræða,
handa sjálfum sér, en ekki haft
þau á boðstólum. Þetta ætti held-
ur að styrkja skoðun mina á tafl-
visu Jóns biskups Arasonar, en á
hinn bóginn er ómögulegt að taka
af því að spil hafi verið seld á
islandi á 16. öld, fyrst þau fluttust
á annað borð til landsins. Aftur
má ráða það af handritum, að spil
hafi verið komin þar í gang á 17.
öld.
Þótt ekki sé um auðugan garð
að gresja að þvi er snertir bend-
ingar um spilamennsku í gamla
daga, þá má þó fullyrða, að minna
hafi verið spilað þá en nú. í verzl-
unarskýrslunum í Skýrslum um
landshagi er fyrst getið um spil
1864 og voru þá flutt til islands
863 spil, 1866 voru flutt 436 spil
til landsins, 1867 1128, 1868 828,
1869 ekki nema 80, 1870 1980,
1871 1040, og 1872 936. Aftur er
ekki getið um spil í Stjórnartíð-
indunum".
Er þá upptalið það sem Jón
Árnason segir um tilkomu spila
og innflutning á þeim til islands
og rakið er í íslenzkar gátur. ..
í KULTURMINDER, Kaup-
mannahöfn 1842—43, er grein um
gömul dönsk spil (Gamla danske
spillekort) eftir J.V.V. Herman-
sen. Í byrjun þessarar greinar
segir (í lauslegri þýðingu): „Árið
1430 voru dýrustu og fallegustu
spil allra tima máluð i Mílanó...
Rúmlega 50 árum seinna var verö
á dýrustu spilum á Norðurlöndum
kr. 1.20, sem jafngildir d. kr. 4,80
1942. Menn gátu þó einnig fengið
miklu ódýrari spil eða eitt dúsin
fyrir eina krónu. Spil og spila-
mennska var þá orðin dagleg
skemmtan, jafnvel i Finnlandi, og
spil voru send í tugatali (dusin-
vis) til hinna fjarlægu Vest-
mannaeyja við ísland". Á grein-
inni er því helzt að skilja, að þetta
hafi verió i kring um 1480. Her-
mansen vitnar i Troels-Lund,
Dagligt Liv í Norden, 3. útg. VI,
bls. 147 þar sem hann segir, að
spil séu mjög útbreidd í Dan-
mörku. Og þar er vitnað i reikn-
ingabók dönsku konungshjón-
anna árið 1487.
Spil voru löngu fyrr orðin mjög
útbreidd i Þýskalandi og t.d. um
1400 voru spilageröarmenn þar
mjög margir og þá þegar voru þau
flutt í stórum stíl i tunnum frá
Þýskalandi til ítaliu og eyja i Mið-
jarðarhafi. Það er þvi I fyllsta
máta eðlilegt að íslenzkir kaup-
menn hafi keypt þau i Hamborg
1521 og jafnvel að þau hafi fyrir
þann tima eitthvað verið seld hér
á landi. Jón biskup Arason er
talinn hafa gert visuna: „Til hef
ég tafl með spilum“ árið 1530,
sem minnst er á hér að framan.
Þá hef ég rakið það sem áætla
má að vitað sé um tilkomu spil-
anna hér á landi. Virðist tæplega
hægt að draga í efa að þau hafi
komið hingað snemma á 16. öld
eða jafnvel fyrr.
Eins og að likum lætur hefur
ekkert varðveist af þeim gömlu
spilagerðum, sem hingað hafa
flutst á liðnum öldum. Er að því
mikil eftirsjá. í Þjóðminjasafninu
er til einn danskur spilapakki,
sem vitað er, að var notaður hér á
landi um 1830. Og þess má raunar
geta að öll spil sem þar eru nú,
eru þangað komin frá einum
manni, hinum vökula þjóðminja-
safnara, Andrési Johnson I Hafn-
arfirði.
II.
Íslenskar gerðir
KORT-SPILIN
Elstu spil sem ég hef séð og
gerð eru hér á landi eru heima-
gerð eða handmáluð og eru frá
árinu 1817. Ekki hefur mér tekist
að fá vitneskju um, hver hefur
teiknað þau, en þau eru talin vera
af Austurlandi. Ekkert veit ég
annað um sögu þeirra annað en
það, að þau eru til min komin frá
Magnúsi Kjaran, Reykjavík.
Mannsspilin eru einhenda (sjá
myndir) og eru nöfn á þremur
spilum: CEZAR (Tigulkóngur)
DAVID (spaðakóngur) og JUDIC
(hjartadrottning). Þetta eru
sömu nöfn og oft eru á frönskum
spilum, og gæti það bent til, að
teiknarinn hafi haft frönsk spil til
fyrirmyndar. Á upphaflegu bréfi,
sem var utan um þau, stendur:
Kort-Spil 1817.
GUÐMUNDUR TIIORSTEINS-
SON (MUGGUR) fæddist 5. sept-
ember 1891 á Bíldudal. Foreldrar
hans voru Pétur J. Thorsteinsson
og Ásthildur Guðmundsdóttir frá
Kvennabrekku. Pétur var um eitt
skeið landskunnur athafnamaður
og mjög vel stæður. Annað veifið
dvaldi fjölskyldan í Kaupmanna-
höfri. Vorið 1908 lauk Guðmund-
ur gagnfræðaprófi og var þá
myndlistaráhugi hans vaknaður.
Haústið 1911 innritaðist hann á
Kunstakademíið í Kaupmanna-
höfn þar sem hann var af og til
næstu árin. Haustið 1915 dvaldi
hann um tíma i New York, fór til
Noregs 1916 ítalfu 1921 og í Suð-
ur-Frakklandi dvaldi hann 1924.
Guðmundur var fjölhæfur i list
sinni. Hann virðist hafa verið
jafnvigur að teikna og mála bæði
með olíulitum og vatnslitum og
auk þess saumaði hann út. Hann