Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1977, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1977, Síða 5
og breyta kennslufyrirkomulagi,- Ég tel aó stefna beri að eins mikilli samskipan og hægt er, en slikt þarf sinn aðlögunar- tíma.“ „Hvar telur þú að staðið sé bezt að málefnum þroskaheftra?“ • „Ég held að Sviar standi nú einna fremstir af Nörðurlöndunum i þessum málum. Danir voru fyrri til um endurbæt- ur og voru lengi til fyrirmyndar. Árið 1958 var t.d. sett sérstök löggjöf fyrir vangefna í Danmörku sem markaði að mörgu leyti tímamót. Þar voru markmiðin samfélagsleg aðlögun (normalisering), sjálfstæð lítil heimili fyrir vangefna með aðstoð og eftirliti og verndaðir vinnustað- ir. Eftir að ný lög voru sett i Svíþjóð varðandi málefni þroskaheftra árið 1968 hefur þróunin orðið ótrúlega hröð þar enda hafa Sviar veitt til þeirra miklu fé. En segja má að hvarvetna í heiminum sé stefnt að samfélagslegri aðlögun þroska- heftra enda þykir hún tvímælalaust mannúðlegust og happadrýgst." „Hvað líður þeirri hlið málsins hér?“ „Hér hefur fram til þessa þótt eðlilegast að koma vangefnum fyrir á lokuðum stofnunum og þá lausn verður að taka til endurskoðunar. T.d. ættum við að spyrja okkur sem svo: Hvers vegna höfum við — þessir heilbrigðu — tekið þá ákvörðun? Er það til þess að við þurfum ekki að horfa upp á þá? Eða til að forða þeim frá okkur — ja — miskunnarleysi? Hvers vegna var þetta álitið bezta lausnin? Við eigum að leggja niður þessar stóru stofnanir vegna þess að líf á stórri stofnun er óeðlilegt og þar er miklu meiri hætta á geðrænum truflunum, lakari þjónustu og yfirborðslegri samskiptum heldur en í smærri einingum. Hitt er svo annað mál að foreldrar hafa margir hverjir ekki aðstæður til að hafa þroskahefta heima nema stóraukin þjón- usta við þá geri þeirn það mögulegt. Fólk sem hefur ekki kynnst slíkri þjönustu gerir sér tæpast grein fyrir hve miklu hún breytir. Þar mætti t.d. nefna ráðgjafar- og greiningarstofnun eða stofnanir, þar sem foreldrar ættu kost á ráðleggingum og fyrirgreiðslu. Álagið er oft meira á for- eldra en ókunnir gera sér grein fyrir. Þess vegna þyrftu að vera fyrir hendi skammtímafósturheimili til að létta undir með þeim. Dagheimili og leikskólar eru vitaskuld jafn-sjálfsögð fyrir þroskaheft börn og heilbrigð og viða erlendis eru gerðar athyglisverðar tilraunir með sam- eiginlegar dagvistarstofnanir fyrir öll börn og hafa þær gefið góðan árangur. „Þroskaheftir eru frábrugðnir heil- brigðum að þvi leyti að þeir skynja ekki aðra og umhverfið á sama hátt og allur fjöldinn," sagði Margrét ennfremur, „vegna þess að ákveðin líffæri þeirra hafa skaddast á fósturstigi eða sið- ar. Þess vegna erum vió, þeir heilbrigðu, að refsa þeim með því að loka þá inni á stofnunum og dæma þá til að búa við óeðlilega lífshætti. 1 stað þess að þeim sé hjálpað til að lifa í okkar samfélagi er þeirn ýtt út úr þvi. Samfélagið hefur ákveðið að taka þá ekki til greina eða í mesta lagi sem sjúkl inga. En það er röng afstaða. I því felst sú hætta að þeir verði ofverndaðir og van- ræktir og hvorttveggja standi þeim bein- línis fyrir þrifum." „Hver heldurðu að afstaða almennings sé gagnvart þessum málum?" „Hún hefur að visu breytzt til batnaðar að vissu marki en fordómarnir eru rót- grónir og þeim verður ekki breytt að gagni fyrr en þetta fólk fer að vera mitt á meðal okkar — fær að búa við þau skilyrði sem henta þvi bezt, þannig að það fái þá tilsögn sem það þarf, þá þjálfun og mennt- un sem það getur meðtekið og geti unnið á vinnustað. Þurfi það verndaðan vinnustað þá verðúr hann að vera fyrir hendi. Hvort sem það er f járhagslega arðbært eða ekki. Þau sjónarmið eiga ekki að liggja til grundvallar heldur það sjónarmið að þetta fólk á sama rétt á þvi að fá að vinna, eins og geta þess leyfir, rétt eins og aðrir. Aliir einstaklingar, þroskaheftir jafnt sem aðrir geta tekið við einhverri þjálfun og þessi þjálfun eða kennsla getur verið i mörgu fólgin. Sumum þarf að kenna að ganga, þótt aðrir læri það hjálparlaust. Öðrum þarf að kenna að halda sér hrein- um og snyrta sig. Þetta eru mikilvæg atriði fyrir þann sem á þarf að halda. Þjálfunina þarf að miða við þroskastig hvers og eins. Og hægt er að örfa og „stimulera" á ótal sviðum. Þjálfun fyrir alvarlega þroskahefta er oft kennd við kerfi sem kallað er ADL og er skammstöfun á „atferli daglegs lifs“. Það sem er oft mesta hindrunin hjá þroskaheftum er hve erfitt þeir eiga með að gera sig skiljanlegan i tali, þótt þeir hins vegar, skilji oft hvað við þá er sagt. Þetta hamlar mjög samskiptum þroska- heftra við aðra þvi að málið er þýðingar- mesta tækið til eðlilegra samskipta. Þess vegna hættir mörgum til að tala við þroskahefta eins og smábörn sem er mjög litillækkandi fyrir þessa einstaklinga. Félagssálfræðin kennir okkur að persónuleikinn mótist mjög mikið af upp- eldi okkar og umhverfi. Menn fá sína sjálfsmynd af viðbrögðum annarra sem i kring um þá eru og haga sér samkvæmt því. Þetta gildir lika um þroskahefta. Ef komið er alla tið fram við þá eins og börn þá verða þeir lika ailtaf eins og börn. Á barnsárum þurfa þroskaheftir auðvitað vernd éins og önnur börn en það þarf einnig að kenna þeim á umhverfið og þau verða að læra að umgangast aðra. Þegar þroskaheftir komast á gelgjuskeió er lík- amlegur þroski oft eðlilegur, en ekki sá andlegi svo þeir geti spjarað sig af eigin rammleik. Þeir þurfa þvi aðstoð og leið- beiningar. En aðstoðin á ekki að vera í þvi fóigin að fá þeim leikfangabila og brúður að leika sér að. í samskiptum við þroskahefta er mikið atriði að komið sé fram við þá á eðlilegan hátt. Þeir eru oft einlægir og opnir í eðli sínu og búa yfir þörf á samskiptum við aðra eins og allir. Þeir eru auðvitað mis- munandi skapi farnir eins og venjulegt fólk og því mismunandi auðvelt að um- gangast þá. Ef til vill finnst okkur framkoma þeirra og fas stundum ankannalegt — öðru- vísi en tíðkast — en skyldum við ekki hafa gott af því að kynnast mannlífinu í sem fjölbreyttastri mynd. Og við skulum heldur ekki gleyma þvi að margt af þessu fólki hefur aldrei í skóla komið né feng- ið kennslu eða þjálf- un sem hentar því. Það er hollt fyrir okkur að lita fyrst í eigin barm áður en við dæmum þá. Hjá hverjum liggur van- rækslan? Hjá okkur sem guð gaf vitið? Þetta fólk hefur ánægjuaf þvisamaog við, þvi finnst gaman að hlusta á tónlist, dansa, fara i ferðalög en það er bara svo sjaldan sem þvi gefst kostur á að njóta þessara gæða. Eg tel líka að vandamálum foreldra þroskaheftra hafi ekki verið nándar nærri nógur gaumur gefinn hér. Það þarf t.d. enginn að segja mér að foreldrum finnist mál sins vangefna barns afgreitt, þegar þaó hefur verið vistað á stofnun. Vistun getur verkað á foreldra eins og refsing Framhald ábls. 16. Margrét Margeirsdóttir, félagsráSgjafi ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.