Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1978, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1978, Blaðsíða 9
I IÐUR TANNI INIMADEIRA er komiö á eyjuna er landslagiö hrjóstrugra og meira aö segja snjóar á hæstu tindum og vegir veröa því ófærir. Þaö er erfitt aö gera sér slíkt í hugarlund en uppi á Arieiro var ónotalegt þó svo aö niöri í Funchal væri blíðviöri. En þá vorum viö líka stödd í 1810 m hæö yfir sjávarmáli. Eitt kvöldið er fariö á A Seta — Örina. Þar matreiöa þeir einna bezt einn af mörgum sérréttum Madeira espedada, sem er steikt kjöt á teini. Teinninn er síöan festur á krók yfir boröinu og svo tosar maöur meö fingrunum bitana niöur hvern fyrir sig. Með er boriö salat og kartöflur. Þetta var lítill staöur fyrir fáum árum en orösporið fréttist og nú sækjast ferðamenn eftir aö koma þangaö enda er þetta gómsætur matur. Viö Cristina Teixeira sitjum í litlum sal ásamt nokkrum fleirum sem flestir eru Portúgalar. Úr aöalsalnum heyrist havær söngur, þar skyldu þó ekki vera komnir íslendingar aö syngja ættjarðarlög. Þaö hljómar ekki ósvipað þegar við komum aö. Þetta reyndist vera svona jákvæöir Þjóöverjar og þeir eru enn að syngja síðla kvölds þegar heim er fariö. Ágætur Portúgali Jose Manuel Pereira Teles sem stýrir skrifstofu Útflutnings- ráösins í Funchal tók mig undir sinn verndarvæng einn daginn bauö mér í herlega matarveizlu og geröist síðan leiösögumaöur minn í eina af mörgum verksmiðjum, þar sem unnið er viö hinar frægu Madeira hannyröir. Þar eru gerö mynstur í dúka og serviettur og síöar er efniö sent mörg hundruö konum víðs vegar um eyjuna sem sauma heima hjá sér. Þegar þær hafa lokið því er handverkiö sent aftur til fyrirtækisins, Patricio & Coubeia, Surrs. LDA og þar er unnin lokafrágangur, dúkar stroknir og þvegnir, lagaöar misfellur ef einhverjar eru og þá loks er þetta tilbúið. Madeira- hannyröir er meö því fegurra sem séö verður en hætt er viö aö saumakonurnar fái ekki fyrir vinnu sína sem vert væri. Þó eru Madeirahannyrðir rándýrar ef litið er á krónutölu, þar hleypur fljótt á tugum þúsunda. En sé höfö í huga vinnan sem aö baki liggur og aö hver smádúkur er sjálfstætt og einstakt listaverk er það ekki of mikiö. Þjóöverjar og Bretar sækja mest Madeira heim Ég fer aö heimsækja aöalskrifstofu feröamála í Funchal og forstöðumaður hennar Ribeiro Andrade tekur mér meö hinum mesta fögnuði, úöar í mig bækling- um og bókum um Madeira, lætur sýna mér ágætis kvikmynd um Madeira og gefur mér aöskiljanlegar upplýsingar. Hann segir mér aö á sl. ári hafi komið rösklega 250 þús. feröamenn til Madeira og var aukning um 24%. Gistinætur væru töluvert á 3ju milljón. Flestir eru gestir Portúgalar, en síöan Þjóðverjar og Bretar. Bandaríkjamenn sækja á, svo og Noður- landaþjóöir. Á blaði voru allar Noröur- landaþjóöir nema íslendingar. Þó hafa íslendingar nokkrir fariö til Madeira síöustu ár, en eru væntanlega ekki fleiri en svo aö þeir eru í liðnum „outros“ í skýrslum feröamálaskrifstofunnar. Ribeiro Andrade er ekki aðeins Ijúfur maöur og vinsamlegur í framkomu. Hann vill og allt fyrir mig gera til aö ég fái á þessum stutta tíma aöstööu til aö sjá sem mest. Hann tekur ekki annaö í mál en Ferðamálaskrifstofan láti mig fá bíl og bílstjóra meö til umráöa til aö fara meö mig á hina ýmsu staöi í nágrenni Funchal. Þaö einnig þótt ég hafi til umráöa lítinn Minibíl. Andrade lætur ekki þar viö sitja, meöan ég þeytist um eyjuna þvera og endilanga á bíl ferðamálaráös er auövitaö keyrt á kyrrstæöan Minibílinn minn og Andrade tekur máliö að sér í snatri og fjallar um máliö viö viökomandi bílaleigu eins og ekkert sé sjálfsagðara. Andrade reyndist mér hinn hjálpsamasti maöur sem og fleiri sem ég hitti á Madeira 1 og skyldi þá sízt gleyma aö geta Cristinu Teixeira sem ég veik aö hér áöan. Cristina er dönsk og er aöstoöarhótelstjóri á sérdeilis notalegu gistihúsi Hotel Girassol, skammt frá Sheraton, þar sem mér var gisting búin. Cristina er gift Portúgala, hann er einhvers konar landbúnaðarráðu- nautur. Þau eiga tvö lítil börn og hún hefur nú búiö á Madeira í átta ár og unir vel sínum hag. Hún er eina danska stúlkan sem búsett er á Madeira og er varakonsúll Dana þar og hinn mesti dugnaðarforkur og skörungur, þrátt fyrir hógvært og prútt fas. Þegar Gaddafi sneri sér að Portúgal Gestur á Madeira þykir meö ólíkindum hversu undirlendi á eynni af af skornum skammti, stærsta svæöiö er þar sem Funchal stendur og er hún þó ekki nema aö litlu leyti byggð á sléttlendi heldur aö langmestu leyti í halla og þar eru brekkur brattar og krappar þegar ofar dregur. í bænum sem hefur snyrtilegt og glað- lyndislegt yfirbragö er auövitaö sægur veitingahúsa, diskóteka, fadóhúsa og allt sem nöfnum tjóir aö nefna. Á Madeira er og aöstaöa til aö iöka allar mögulegar tegundir íþrótta, siglingar og sjóstangar- veiöi og ég veit ekki hvaö. í Funchal búa um eitt hundraö þúsund manns en á Madeira eyjunum fimm alls um þrjú hundruö þúsund. Allt þetta fólk telur sig aö sjálfsögöu Portúgala og þaö er ekki á því nema í sérstaklega takmörkuðum mæli og varla ástæöa til aö nefna það, aö þeir hafi áhuga á ööru. Það þykir meira en litlum tíöindum sæta ef einhver órói kemur þar upp. Þaö þykja forkostulegar raddir ef þær heyrast aö Madeira eigi aö slíta tengslin viö Portúgal. „Vegna þess viö 'erum öll Portúgalar," eins og þeir sögöu á Madeira. En Gaddafi dreif í því einmitt þá dagana sem ég var stödd þarna aö snúa sér að Madeira. Hann gaf út margorða yfirlýsingu og krafðist þess aö Portúgal veitti Madeira samstundis sjálf- stæöi, þar sem nýlendustefna samrýmdist ekki nútímanum. Þessi yfirlýsing var aö sönnu fráleit en þó varö ekki hjá því komist að svara henni og þaö geröi utanríkisráðherra Portúgals, Victor Sa Machado á þann hátt aö Gaddafi hefur ekki fjallaö um máliö síöan. Kjarni málsins er skoöun þeirra sjálfra um þjóðerni sitt, þaö hið portúgalska. Að renna sér á sleðum og fara í uxaferöir Eins og komiö hefur fram eiga feröa- menn ýmissa kosta völ á Madeira. Fyrir utan aö njóta veöurblíöu og hvíldar eru svo skoöunaferöir um alla eyjuna og hefur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.