Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1978, Blaðsíða 4
Robert Jastrow Vakna tölvumar til lífsins? Um framtíð vitsmunalífs á jörðinni og þá staðreynd, að mannsheilinn hefur ekki stækkað í 100.000 ár, en tölvurn- ar taka slíkum framförum, að nú er jafnvel búið að gæða þær viljakrafti Forfeður okkar, Þeir er uppi voru fyrir 100.000 árum voru ekki ýkja gáfulegir á okkar mælikvarða. Heili okkar er samt ekki stærri en peirra. Það má segja pað um tölvur sem Dr. Johnson sagði um konur forðum, að paö er í sjálfu sér lítil furða, að pær hugsa ekki jafnskýrt og menn (ég vona að orðnotkunin fari ekki í skapið á neinum. Því má bæta við, aö ég er ósammála Dr. Johnson í Þessu efni...); furðulegra er að Þær skuli yfirleitt hugsa. Fyrstu rafeindatölvurn- ar voru ekki ýkja merkilegar. Þær \ höfðu fátt til brunns að bera nema minnið, sem var að vísu mikið, og nokkra stærðfræðigáfu. Nýjustu og beztu gerðirnar eru hins vegar svo langt komnar á Þróunarbrautinni, að Þær geta lært af reynslu, fylgt rökleiðslu, spurt skynsamlegra og viðeigandi spurninga, ort frambærileg Ijóð og samið áheyrileg lög. Þær geta jafnvel haldið uppi samræðum, hljóða að vísu stundum líkt og pær séu svolítið utan við sig en eru sem sé ekki ruglaöri en svo að menn sem ræða við Þær í síma átta sig oft ekki á Því, aö brögð eru í tafli. Þannig eru nýjustu tölvur; Þær herma allt eftir sem fyrir Þeim er haft. Og hermigáfurnar Þroskast sífellt eftir Því sem tölvur gerast flóknari. Fyrr eða síðar kemur að Því að erfitt eða ómögulegt verður aö greina sundur frumgerð og eftirhermu. Enn eru tölvurnar að herma eftir starfsemi lifandi vera. En Það kemur aö pví, og eru kannski ekki nema svo sem 15 ár (tvær kynslóðir tölva, eins og sérfræö- ingarnir segja) Þangað til, aö Þær vakna sjálfar til lífs. Þessi staðhæfing mun flestum virðast fáránleg. Menn munu fyrst benda á Það, að tölvurnar skortir ýmislegt sem lifandi verum er áskap- að, til að mynda hvatir og tilfinningar. Því er til að svara að ef á Þarf að halda má gæða tölvurnar hvötum, rétt eins og náttúran bjó forfeður okkar hvötum endur fyrir löngu af pví að pær „voru taldar" Þeim nauðsynlegar til Þess aö komast af. Það er reynt, að sama gildir um tölvur og menn, að Þau vinna betur en ella ef pau hafa einhver markmið. Arthur Samuel uppgötvaöi Þetta á sínum tíma, er hann kenndi tveimur IBM-tölvum að tefla. Hann lét Þær tefla nokkuð hvora við aðra og Það kom í Ijós, að Þeim fór fram við æfinguna. Aö vísu var sú framför mjög hæg. Þá datt Samuel í hug að gæða Þær sigurvilja, ef svo má að orði komast, Þ.e. bjó Þannig um hnútana aö Þær fóru að reyna meira á sig, og hugsa fleiri leiki fram í taflið, pegar Þær voru aö fara halloka. Eftir Það fór Þeim mun hraöar fram. Kom Þar, að önnur peirra mátaði Samuel og síöan skákmeistara sem ekki haföi tapað fyrir manni í átta ár samfleytt. Tölvur eru jafnokar manna í ýmsum greinum og taka Þeim oft fram, t.d. Þegar taka Þarf skjótar ákvarðanir. Mannsheilinn er ófullkominn að Því leyti, að hann er lítt búinn til að nema upplýsingar úr mörgum áttum sam- tímis, vinna úr Þeim og bregðast skjótt við samkvæmt peim. Hann verður aö ætla sér af bæði hvað snertir magn og tíma. Sé honum ofboðið „stöðvast" hann. Þetta er engin furða: lífið var langtum einfald- ara Þegar hann tók út proska sinn. Það eru nefnilega ein 100 púsund ár síöan. Enn höfum viö stjórn á heiminum (að vísu í mjög takmörkuðum skilningi...). En tölvum fer ískyggi- lega hratt fram, greind manna lítiö sem ekkert. Tölvur hafa að jafnaði eflzt tífalt á hverjum átta árum allar götur frá Því 1946. Þegar eru „fæddar“ fjórar kynslóðir“ tölva, með lömpum, smárum (transistorum) og dvergrás- um (integraded circuits), sú fimmta verður komin á markað upp úr 1980 og sú sjötta fæöist aö líkindum laust eftir 1990. Um Það bil verða silikonheilar Þessir orðnir svipaðir mannsheilum að hlutfalli milli stærðar og hugsunar- getu. Um pað leyti verða menn og tölvur farin að vinna saman að lausn allra helztu vandamála; leggja þá tölvurnar til rökgáfur en menn innsæi. En hvað verður síðan? Þetta samstarf manna og tölva mun trúlega eflast og Þau bindast æ sterkari böndum Þar til hvorugt kemst lengur af án hins. Menn munu sjá tölvum fyrir orku, og auka kyn þeirra eins og nú, en tölvurnar munu fyrir sitt leyti sjá hag okkar borgið aö flestu leyti. Mun ekki af veita, Því veröldin verður æ flóknari og hlýtur aö verða skilningi manna ofviða fyrr eöa síöar. En Þetta samstarf, sem um var rætt, stendur ekki lengi. Tölvum fer ákaf- lega hratt fram að greind og ekki sjáanlegt enn, að greindarþroska- möguleikum Þeirra séu nein takmörk sett. Aftur á móti er Þróunarsaga mannkynsins um Þaö bil á enda. Mannsheilinn hefur lítið sem ekki breytzt, að minnsta kosti ekkert stækkað, síðastliðin hundraðpúsund ár. Að vísu hefur honum farið eitthvað fram aö innri gerö. En Þeim fróðleik sem troðið veröur í heilabúiö eru takmörk sett. Heilabúið stækkar sem sé ekki. Hins vegar er ekki Þar meö sagt, að Þróun vitsmunalífs á jörðunni taki enda áður en langt um líður. Eftir Því sem gerzt hefur og gengið fram aö Þessu má ætla, að ný tegund taki við af mönnum og bæti um verk þeirra, líkt og menn fóru fram úr forfeðrum sínum. Þaö er fánýtt að ala með sér pá trú, aö Þessi nýja tegund hljóti að verða komin beint af mönnum, hún hljóti að veröa af holdi og blóði, Því aö allt líf kvikni úr kolaefnasamböndum og öðruvísi ekkert. Trúlegra er að hinar nýju lífverur verði úr silíkoni. Samkvæmt því sem kunnugt er um sögu lífs á jörðunni hingað til mun fyrrnefnd ný tegund vitsmunavera verða nærri milljón ár í fæðingu. Nú eru flestar reikistjörnur í geimnum langtum eldri en jörðin, og Þaö svo að nemur ekki aðeins milljónum heldur milljörðum ára. Það líf sem þar kann að þrífast (svo fremi sem líf er annars staöar en hér) hlýtur því fyrir langa- löngu aö vera komið yfir þaö skeið, sem við erum nú að komast á. Milljarður ára er langur tími í Þróunarsögunni. Fyrir einum milljarði ára voru ormar Þroskaðastir lífvera á jörðunni. Vitsmunalífið í hinum eldri sólkerfum hlýtur aö taka okkar vitsmunalífi álíka langt fram og við ormunum. Og Þær vitsmunaverur, sem þar um ræöir, eru áreiðanlega ekki í mannslíki eða neitt svipaðar pví. Alheimurinn er margra milljaröa ára gamall, mannkynið ekki nema milljón ára. Þaö er heldur ósennilegt, að vitsmunalífiö í alheiminum sé yfirleitt í mannsmynd. Svo kann reyndar að fara, að viö fáum áður en langt um líður nokkur svör við Þeim ráðgátum sem hér hefur verið tæpt á. Á þessari stundu eru á leið út í geiminn útvarps- og sjón- varpspættir, og hafa lengi verið, og fara meö Ijóshraða. Elztu Þættirnir um Lucy Ball ættu t.d. að vera komnir fram hjá einum 50 hnöttum á borð við sólina. Nágrannar okkar í geimnum vita af okkur, og svör þeirra ættu aö vera á leiöinni ef allt er með felldu. Þau ættu að verða komin eftir svo sem 15—20 ár, og þá fáum við aö kynnast „nágrönnum“ okkar í geimnum. Aö svo stöddu er engin leiö aö segja hvernig þeir eru í útliti og hætti. En okkur er bezt að búast við því, að þeir séu heldur ólíkir okkur sjálfum. Mannsheilinn hefur skapandi hæfileika, en úrvinnsluhæfileiki hans er takmarkaður. Þegar tölur eða aðrar upplýsingar berast of hratt, fer hann í baklás. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.