Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Blaðsíða 8
Bústaður Lívíu í keisarahöllinni á Palatínhæö var meö miklum glæsibrag og böktu freskó- myndir veggina. RÓMVERJAR sögunnar og sjónvarpsþáttanna Um þetta leyti var Jesú Kristur aö byrja aö láta til sín taka — hann fór aö kenna á valdatíma Tíberíusar. En þaö var fjarrl hlnum glæstu sölum Rómar og valdabaráttunni þar. alla þessa vegalengd. Og þaö var kventízkan um 100 f.Kr., sem hér átti mestan hlut aö máli og tengdi saman meö silkiþráöum kínverska og grísk-róm- verska menningu. Á þessum friðartímum gafst Ágústusi næöi til aö sinna fegrun Rómaborgar á margvíslegan hátt. Glæsilegar byggingar voru reistar, hof, leikhús, bókasöfn, vatnsleiöslur og sorpræsi og ekki má gleyma hinum frægu baöhúsum, en Agrippa, fornvinur og tengdasonur Ágústusar, var hinn fyrsti til aö byggja skrauthýsi fyrir heit böð. Ágústus gat meö sanni sagt, aö hann heföi „tekið við borg úr tígulsteinum, en látið eftir sig borg úr marmara." Hjónabandstryggö var fágætt fyrirbæri í Róm En velmeguninni og velsældinni í Róm fylgdi mikil lausung og siöferöileg upp- lausn, sem Ágústus haföi miklar áhyggjur af og reyndi aö hamla á móti á margan hátt. í fjörutíu ár leitaöist hann viö aö endurvekja hinn gamla anda Rómverja, en haföi ekki árangur sem erfiði. Rómverskir sagnaritarar frá þessum tíma eru fullir hneykslunar á hinu Ijúfa lífi Rómverja og ekki hvaö sízt á hegðun kvenfólksins, sem vanrækti heimilin og uppeldi barnanna. Hjónabandstryggö var fágætt fyrirbæri, en meöal undantekn- inga, hvað þaö snerti, var þó Livia, kona Ágústusar, Octavía, systir hans, og Porcia, kona Brútusar. Sagnariturum þótti ástæöa til aö geta þeirra sérstak- lega. Hjónaböndum var slitiö af sömu léttúö og til þeirra var stofnaö. Sagt var frá konu, sem heföi gifzt átta sinnum á fimm árum og um aöra, aö hún heföi náö því aö giftast 23 sinnum og veriö 21. kona síðasta manns síns. Ágústus reyndi aö ráöa bót á þessu upplausnarástandi með tilskipunum gegn munaöi og óhófi og nýrri hjónabandslög- gjöf. En engu að síður hélt hin óheillavæn- lega þróun áfram. Það, sem vantaöi og var miklu mikilvægara en öll lög, var hið góöa fordæmi aö ofan. Því fór fjarri, aö Ágústus sjálfur væri fyrirmyndar eigin- maöur. Margar sögur voru skráöar af hliöarsporum hans í ástamálum. Alla ævi var Ágústus heilsuveill. Margt þykir benda til þess, aö blóörásinni hafi veriö áfátt, en lifrarsjúkdómur hafði nær riöiö honum aö fullu áriö 23 fyrir Krist. Líflæknir hans haföi áöur látið hann fá heita bakstra, en nú dugöi sú aðferö ekki lengur. Og þá var þaö, sem læknirinn Antoníus Musa ráölagði honum aö reyna gagnstæöa aðferð, og í örvæntingu sinni lét hann meðhöndla sig meö köldu vatni. Og viti menn, honum tók brátt aö batna, og eftir þaö leit Ágústus á Musa, lækni, sem bjargvætt sinn. Af þessari lækningu leiddi þaö svo, aö kaldavatnskúrar komust í tízku í Róm, eins og ráða má af söngvum Hórasar. Sjálft var skáldiö einn af þeim, sem „lét hella yfir sig ísköldu vatni um hávetur“. En Ágústus var þrautseigur, og annars heföi hann heldur ekki lifaö af alla þá fjölskylduharma, sem á hann hlóðust. Hann var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Clodia, stjúpdóttir Antoníusar, sem áöur er getiö og menn muna lengst í sambandi viö Kleópötru. Hann skildi viö hana og kvæntist Scriboníu nokkurri, sem hann skildi svo líka viö til aö ganga aö eiga Liviu, sem íslendingar eru farnir að kynnast allnokkuö í sjónvarpinu. Livía lokaði augunum fyrir hliðarsporum eiginmannsins — en hefndi sín í valdataflinu Livia segja sagnaritarar aö hafi veriö fyrirmyndar eiginkona og húsmóöir á siöspilltum tíma og þrátt fyrir allt, sem hún frétti um ótryggö eiginmanns síns. En hún hefndi sín í stjórnmálum og fjöl- skyldumálum fyrir það, sem hún lokaöi augunum fyrir, hvaö snerti einkalíf eiginmannsins. í þeim efnum dirfðist Ágústus á efri árum sínum nær aldrei að mæla henni í gegn, aö minnsta kosti ekki beint. Hroðalegur orörómur lagðist á um, aö „hann hýsti á heimili sínu og í hjarta sér undirheimaanda í mynd konu, sem hann taldi vera ímynd kvenlegra dyggöa," segir sænski sagnfræöingurinn Rydberg. Margir hans nánustu, sem hann unni, dóu snögglega og voveiflega eöa hlutu örlög, sem voru dauðanum verri. Sagt var, að takmark Livíu hafi verið að ryðja sonum sínum brautina aö hásætinu. Enginn veit, hvaö hæft kann aö vera í þessum óhugnanlegu sögusögnum, en vitaö er, aö Livía varö æ drottnunargjarn- ari og vélráöari meö árunum. Sonur hennar, Tíberíus, varö hræddur við hana og sonarsonur hennar, Caligula, keisari, kallaði hana Ódysseif í konuklæðum. í þeirra tíma skilningi var Ódysseifur tákn þess, sem aldrei væri hægt aö treysta og til alls vís. Ágústus haföi útnefnt systurson sinn, hinn glæsilega og gáfaöa Marcellus, sem eftirmann sinn og hafði einnig þrátt fyrir mótmæli Livíu gefiö honum einkadóttur sína, Júlíu, þá fjórtán ára. En tvítugur aö aldri dó Marcellus snögglega og varö Rómverjum harmdauði. Livía var almennt grunuö um aö eiga sök á dauða hans. Móöir Marcellusar lagöi óslökkvandi hatur á Livíu. Aörir álíta þrátt fyrir allt sennilegra, aö ríkiserfinginn hafi orðið fórnarlamb kaldavatnskúra Musa, læknis, sem menn stunduöu oft óvarlega í Róm um þær mundir eftir hinn undraveröa bata Ágústusar. Agrippa erfir ríkiö og fær í kvonfang hina skemmtanasjúku Júlíu Næsti ríkiserfingi Ágústusar var æsku- vinur hans, Agrippa. Keisarinn veitti honum æöstu embætti og gaf honum Júlíu, dóttur sína, jafnskjótt og sorgarár hennar var útrunniö. Þannig var hin fagra og skemmtanasjúka keisaradóttir bundin alvörugefnum og brúnaþungum manni, sem var jafnaldri fööur hennar, þegar hún var á sautjánda ári. Eiginmaöurinn varö brátt aö gera sér þaö aö góöu, aö hún vildi ekki láta skeröa frelsi sitt, og hugga sig viö þaö, aö mikið barnalán fylgdi hjónabandinu. En Ágústus varö einnig aö sjá á bak þessum tengdasyni sínum, sem þó lét eftir sig þrjá syni, og keisarinn vænti þess, aö einn þeirra yröi arftaki sinn. En skyndilega dó sá í miðið, og sá kvittur gaus þegar upp, aö Livía heföi byrlaö honum eitur. Ennþá sannfæröari uröu menn um sök hennar, þegar eldri bróöir Agrippa — pessi brúna- pungi og alvörugefni maöur átti míkinn pátt í aö Ágúst- us sigraði í úrslitaorrust- unni viö Actium og keisar- inn launaði honum stuðn- ingínn með pví að útnefna hann ríkiserfingja og gefa honum Júlíu dóttur sína, sem var bjarnargreiði. Til hægri: Lívía sjónvarps- Þáttanna Þykir mjög kald- rifjuð og sannfærandi, Þótt ekki sé hún lík myndum af Lívíu keisaradrottningu. í Þáttunum er henni kennt um að hafa drepið með eitri suma, sem sagnfræðingar telja að sé vafamál. Þar er hún t.d. látin drepa eigin- mann sinn Ágústus með eitri, en bæði í Veraldar- sögu Grimbergs og Róma- veldi Will Durants, er pess getið aö Ágústus hafi dáiö náttúrlegum dauðdaga á sjúkrabeði. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.