Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Qupperneq 14
Það sem einkenndi Gretu Garbo öðru fremur, var einhverskonar dularhjúp- ur, sem vírtist umleika persónu henn- ar og geröi hana í senn spennandi og eftirsóknarveröa. Hún var ímynd draumsins, sem aldrei er hægt aö festa hendur á. Veröld Gretu Garbo Greta Garbo er nú 74 ára og býr í New York. Hún einangrar sig sem mest hún má og setur upp dökk sólgler- augu, þegar hún hættir sér út úr íbúö sinni. gleymt boöunum og geröi sér ekki far um aö róa hana. Hann mældi hana þegjandi út smástund og sagði svo: „Þér eruö of feitar, frk. Gústafsson. Þér veröið aö léttast um 10 kíló minnst." Stiller blíökaö- ist ögn, þegar hann sá angistarsvipinn á Grétu og bætti viö: „Ég sendi eftir yöur í reynslumynd eftir nokkra daga. Vlö skulum sjá til.“ Ekki var Gréta fyrr farin, en Stiller sagöi viö aöstoöarmann sinn, leikarann Axel Nilsson: „Þetta er óvenjuleg stúlka. Ég verö aö komast aö því, hvaö er óvanalegt viö hana.“ Um kvöldiö skrifaöi hann í dagbók sína: „Ég sá strax, hvaö auövelt er aö stjórna henni meö því aö líta í augun á henni." Nokkrum dögum seinna var Gréta boöuð til reynslumyndatöku. Aftur beiö hún í tvær klukkustundir, en þá var hún send í föröun. Taugaóstyrk var hún fyrir, en ekki batnaði það viö biðina. Myndatökumaöurinn róaöi hana. „Hann er ekki jafnslæmur og hann vill vera láta. Þér eruð sú fegursta stúlka, sem ég hef nokkru sinni myndað." Gréta stóö sig vel og hún fékk hlutverk í mynd Stillers „Gösta Berlings saga“, sem er um embættislausan prest, sem gerist kennari á óöalssetri og veröur ástfanginn af greifadótturinni. Gréta lék hlutverk Elizabeth Dohna greifynju. Þegar Stiller kynnti Grétu fyrir forráöa- mönnum Svensk Filmindustri, sagöi hann: „Slíkt andlit finnst aöeins einu sinni á hverri öld.“ Samningurinn var dagsettur 23. júlí 1923 og móðir hennar varö aö undirrita hann, því aö Gréta var ekki orðin lögráöa. Þar var gert ráö fyrir, aö myndatakan tæki hálft ár og Gréta fékk 3 þúsund sænskar krónur í kaup — eöa um 2 og V4 milljón nú. Eitt amaöi þó aö Mauritz Stiller. Hann vildi, aö stjarnan skipti um nafn. Hún varö að heita alþjóðlegra nafni en Gústafsson. Þeir eru ófáir, sem telja sig eiga heiöurinn af eftirnafni Grétu. Frk. Hell- berg segir, aö hún hafi minnt hana á ættingja hennar sem bjuggu á búgaröi í Lindingo. Búgarðurinn hét „Garboda". „Kannski hún hafi fundið eftirnafn sitt þar.“ Mini Poilak, einkavinkona Garbós, segist hafa hjálpaö henni. „Garbó var mjög hrifin af nafninu," segir hún. „Ég þarf ekki einu sinni aö breyta merkisstöfunum á handklæöun- um,“ sagöi hún. 4. desember 1923 skipti Gréta um nafn og þrem mánuðum síöar birtist nafniö Gréta Garbó á tjaldinu, þegar Gösta Berlings saga var frumsýnd í marz 1924 í Stokkhólmi. Garbó fer undan í flæmingi, þegar hún er spurö um uppruna eftirnafnsins. „Allt er hugsanlegt," segir hún. Annað hefur hún ekki að segja um fæöingu Grétu Garbó. X Andlit Grétu Garbó var svo fagurt, aö enginn þurfti aö beita töfrabrögöum til aö fegra þaö. Hún skein sem Ijós og varpaöi birtu á lélegustu hlutverk. Hún vissi, aö hún haföi eitthvað til brunns aö bera, þó aö enginn gæti hent reiður á, hvaö þaö væri. Stundum skelfdist hún þaö, því aö hún vissi, aö hún var ekki sú gyðja, sem fólk taldi hana. En leyndardómurinn var vitaskuld sá, aö hún var ekki gyðja, heldur mannleg vera - manneskja, sem Dálítiö ólíkt Gretu, en þetta er nú samt hún, — hér sem tízkusýn- ingarstúlka í Stokkhólmi á yngri árum hennar. 09

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.