Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1982, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1982, Side 15
Sigurður Skúlason Nokkur aðskota- orð í íslensku MÓSAÍK, mynd (skreyting) sett saman úr ýmislega litum flísum (úr steini, gleri, brenndum leir) (OM). Rætur þessa orös liggja til grísku og latínu. Eiginlega er þaö komið af: opus musaicum í latínu sem merkir: verk unniö í sambandi við mennta- gyðjurnar í grískri goðafræði. it. mosaico, fr. mosaique, þ. Mosaik, d. mosaik, e. mosaic. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1885 (OH). . . MOSKITOFLUGA, bitmýstegundir í hita- beltinu (OM). Fyrri hluti þessa orðs er kom- inn af orðinu mosquitó í spænsku, en það er smækkunarmynd af orðinu mosca sem merkir: fluga og komið er af musca í latínu. Þ. Moskito, d. moskito, e. mosquito. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1885 (OH). MOSKÓVÍTI, maður i eða frá Moskvu (OM). Oröið heitir Moskvitsj á rússnesku. Þ. Moskwiter, d. moskovit, e. Muscovite. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1584 í merking- unni Rússi (OH). MOSKUS, efni sem myndast í poka á kvið moskusdýra, notað í lyf og ilmefni (OM). Þetta orð mun vera ættað úr persnesku. Það varð moschos í grísku og muschus í latínu. Þ. Moschus, d. moskus, e. musk. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1878 (OH). MÓTEL, gistihús af sérstakri tegund, eink- um ætlað fjölskyldum (svipað sumarbú- stað) (OM). Orðið er af amerískum uppruna og er til orðið úr tveim fyrstu stöfunum í motorist’s og þrem síðustu stöfunum í hotel, en þau orð merkja: bílstjóra gistihús. Þess eru allmörg dæmi aö orð hafi verið mynduö úr þvílíkum skammstöfunum, sbr. orðið loran sem ég hef áður getið um. D. motel. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1962 (OH). Nokkrum árum áður heyrði ég það i ísl. talmáli. MÓTÍF, efnisatriði, minni, sú fyrirmynd sem vakir fyrir listamanni í verki hans (OM). Orðið er komið af motivus í miðaldalatínu og merkir þar: hvetjandi, örvandi. Það varð í frönsku aö motif, e. motif, þ. Motiv, d. motiv. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1899 stafsett mótív (OH). MÓTOR, vél, hreyfill (OM). Orðið er komiö af motus í latínu sem er Ih. þt. af so. mo- vere er merkir: hreyfa. Þ. Motor, d. og e. motor. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1899 (OH). . MOTTÓ, einkunnarorð. Orðið er ítalskt, en komið af so. motire í miðaldalatínu sem merkir: muna. Það orð er komið af so. mut(t)ire í lat. sem merkir: tala hægt. Þ. Motto, d. og e. motto. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1881 (OH). MÚFFA, hólkur (venjulega úr loðskinni) til aö stinga höndunum inn í og halda þannig á þeim hita; pípubútur utan um tvær pípur til að tengja þær saman (OM). Þ. Muff og Muffe, d. muffe, e. muff. Finnst í (sl. ritmáli frá árinu 1738 (OH). MÚFTI, múhameöskur prestur og höfðingi (OM). Oröiö er komiö af mufti í arabísku. E. Mufti, d. mufti. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1827 (OH). MÚLATTI, kynblendingur af hvítu og svörtu foreldri. Orðiö er komið af spænska og portúgalska orðinu mulato sem merkir: múlasni. Þ. Mulatte, d. mulat, e. mulatto. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1795 (OH). MÚLKT, sekt (OM). Orðiö er komið úr lat- ínu og heitir þar bæöi multa og mulcta. E. mulct, d. mulkt. Finnst í ísl. ritmáli frá byrj- un 18. aldar. Um sama leyti finnst þar einn- ig so. múlktera sem merkir: sekta (OH). MÚMÍA, smyrðlingur, smurlingur, lík (manns, dýrs) varið skemmdum meö smurningu (einkum í Egiftalandi að fornu) (OM). Oröið er komið af mumija í arabísku, en mum merkir þar: vax sem notað var við smurningu líksins. í miðaldalatínu varð fyrr nefnda arabíska orðið að mumia. Þ. Mumie, d. mumie, e. mummy. Finnst í ísl. ritmáli frá 18. öld (OH). MÚNDERING, búnaður, búningur. Orðið er að venju hingað komið úr dönsku. Þar heit- ir það mundering og merkir oft: einkenn- isbúningur hermanna. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1836 (OH). MÚSELMAðUR, múhameðstrúarmaður (OM). Orðiö er ættaö úr persnesku og heit- ir þar musliman, en það er fleirtala af ara- bíska orðinu muslim sem merkir: sanntrú- aður. Fr. musulman, e. Mussulman, þ. Muselman og Musselmann, d. muselmand, en þar er -mand hljóögervingur og -maður í íslensku er aðeins þýðing á -mand í dönskunni. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1756 (OH). MÚSKAT, sérstök kryddtegund, malað aldin múskattrés (OM). Orðið er komið af muscatum í miðaldalatínu, en það varð muscat í miðlágþýsku. Þ. Muskat, d. musk- at. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). MÚSKETTA, gömul byssutegund með víðu hlaupi og tinnulás (OM). It. moschetto, fr. mousquet, þ. Muskete, d. og e. musket. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1899 (OH). MÚSSULÍN (músselín), sérstök dúktegund, ofin úr fíngeröum þræði (OM). ít. musso- lina, fr. og e. mousseline og merkir upphaf-. lega: efni frá borginni Mosul við Tígrisfljót. Þ. Musselin, d. musselin. Orðmyndin músselín finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1827 (OH). MYRRA, mirra, ilmefni (OM). Orðið er kom- ið af myrrha í grísku, en það orð er myndað af murr í arabísku sem merkir: beiskur. Þ. Myrrhe, d. myrra, e. myrrh. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1540 (OH). MUBLA (oftast í ft.), húsgagn (OM). Oröiö er komið af meuble í frönsku, en það orð er komið af mobile í latínu og merkir þar: hreyfanlegt (af so. movere, hreyfa). Þ. Möbel, d. mobel. Finnst í isl. ritmáli frá árinu 1924 (OH), en heyrðist hér aö vanda fyrr í talmáli. MYNT, (málm)peningur (OM). Lat. moneta, fornensku mynet, miðlágþýsku munte, þ. Múnze, d. mont. Finnst í norrænu fornmáli frá því um 1300 og í ísl. ritmáli frá árinu 1540 (OH). Orðið myntari, myntmótari finnst í ísl. fornmáli (Fr.). NAFTA, jarðolía (OM). Orðið er komið af nafta í grísku, en það er komið af naptu í assyrísku og merkir þar: steinolía. E. og þ. Naphta, d. nafta. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1783 (OH). NAFTALÍN, hvítt kristallað efni (kolvetni), notað t.d. gegn mölflugum (OM). Þetta orð er til orðið úr fjórum fyrstu stöfunum í nafta + tveim fyrstu stöfunum í orðinu alkohol + in. E. naphtaline, þ. Naphtalin, d. naftalin. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1900, en í sam- setta orðinu naftalínbaö frá árinu 1887 (OH). NANKIN, sérstakt baðmullarefni, einkum notað í vinnuföt (OM). Þetta efni er heitið eftir kínversku borginni Nanking. Þ. Nank- ing, d. nanking, e. nankeen. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1883 (OH). NATRÍUM, frumefni (Na), hvítur málmur, léttur í sér, finnst í náttúrunni aðeins í sam- böndum (OM). Orðið er komiö af natrium i latínu. Þ. Natrium, d. og e. natrium. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1913 (OH). NATRÓN, samband natríums og annars efnis. Orðið er komið af natrun í arabisku. E. natron, þ. Natron, d. natron. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1851 (OH). NATÚRALISMI, stefna í listum og bók- menntum sem stefnir að eftirmyndun á fyrirbærum náttúrunnar (smásmugulegum lýsingum á raunveruleikanum) (OM). Oröið er komið af naturalisme í frönsku. E. natur- alism, þ. Naturalismus, d. naturalisme. Finnst í ísi. ritmáli frá árinu 1930 (OH). NASISMI, fasisk stjórnmálastefna, einkum eins og hún birtist í Þýskalandi á valdatim- um Hitlers (1933—45) (OM). Orðið er skammstöfun á þýska oröinu Nationalsozi- alismus, notaö af andstæðingum þeirrar stefnu. Nasisti, maður sem fylgir nasisma (OM). D. nazisme. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1937 (OH), en heyrðist hér aö venju nokkru fyrr í talmáli. NATO, Atlantshafsbandalagiö. Þetta er ensk skammstöfun úr fyrstu bókstöfum orðanna: North Atlantic Treaty Organizat- ion sem merkja á íslensku: Norður- Atlantshafsbandalag. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1957 (OH). NEGATÍFUR, neikvæður (OM). Orðið er komið af lo. negativus í latínu sem merkir: neikvæður og komið er af so. negare, neita. Þ.e. og d. negative. Finnst í isl. rit- máli frá árinu 1868, stafsett negatívur (OH). NEGRI, svertingi, blökkumaður (OM). Orð- ið er komið af lo. niger, svartur, í latínu. Þ. Neger, d. neger, e. negro. Finnst í ísl. rit- máli frá árinu 1827 (OH). NELLÍKA, drottningarblóm (OM). Þetta orð heitir negelken i miðlágþýsku. Það er smækkurnarmynd af þýska orðinu Nagel, nagli, og stafar af því að blóm þetta líkist nokkuð handsmíðuðum nagla. Þ. Nelke, d. nellike. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1886 (OH). Óvænt endalok Það er sjaldgæft að sterkir skákmenn meti biðstöðu algjörlega rangt, eða sjáist yfir vinningsleið andstæðingsins stuttu eftir bið. í skákinni í dag lumaði hinn 18 ára gamli stórmeistari frá Baku, Garry Kasparov, hins vegar á svo óvæntri fléttu að and- stæðingur hans varð aö gefast upp aðeins sex leikjum eftir bið. Brasilíski alþjóðameistarinn Sunye hafði talið sig standa betur í biðstöðunni þannig aö flétta Kasparovs hlýtur aö hafa veriö sem köld vatnsgusa fyrir hann. Skákin var tefld á heimsmeistaramóti unglingasveita í Graz í Austurríki í ágúst, en þar sigruöu Sovétmenn eftir haröa keppni við Englendinga. Hvítt: Sunye (Brazilíu) Svart: Kasparov (USSR) Tarrasch-vörn 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. Rc3 — e6, 4. e3 — Rc6, 5. d4 — d5 Þessi samloka (symmetríska) staöa býö- ur upp á marga möguleika. Auk þeirrar leiöar sem Sunye velur heldur hvítur hér oft spennunni á miðboröinu og leikur 6. a3, sem svartur svarar líklega best með 6. — a6. — SKAK ______________✓ eftir MARGEIR PÉTURSSON 6. cxd5 — exd5 Nú fær svartur stakt peö á miðborðinu en í staðinn nokkur sóknarfæri. Slíkt hent- ar hvössum stíl Kasparovs betur en fram- haldið 6. — Rxd5, 7. Bd3 — cxd4, 8. exd4, en þá situr hvítur uppi með staka peðiö. 7. Bb5 Nú er komin upp með skiptum litum staöa úr Nimzo-indverskri vörn, sem þýðir í raun aö hvítur teflir þá vörn með leikvinn- ingi. í mörgum byrjunum myndi einn slíkur aukaleikur vega þungt á metunum, en hér má svartur þokkalega við una því baráttan er með rólegra móti. — Bd6, 8. dxc5 — Bxc5, 9. 0-0 — 0-0, 10. b3 — Bg4, 11. Bb2 — Hc8 Þess má geta að Sunye hefur slæma reynslu af þessu afbrigöi. Á heimsmeist- aramóti unglingasveita árið áður í Mexíkó lék Christiansen hér 11. — a6 gegn honum og fékk unnið tafl eftir 12. Bxc6 — bxc6, 13. Hc1 — Bd6, 14. Ra4 — Hc8, 15. Dd3!? — Bxf3, 16. gxf3 — Dd7, 17. Kg2 — Re4! 18. Hh1? — Dxh3+! 12. Hc1 — Bd6 I aukakeppni um sæti á áskorendamót- inu 1979 lék Adorjan hér 12. — Dd6 gegn Ribli, en leikur Kasparovs virðist eölilegri. 13. Be2 — Bb8, 14. Rb5 — Re4, 15. Rbd4 — He8,16. h3! I fljótu bragði virðist þessi leikur bjóöa hættunni heim á svörtu reitunum kringum hvíta kónginn, en mun lakara var 16. a3 — Dd6, 17. g3? — Bh3, 18. He1 — Dh6 með hótuninni 19. — Rxf2! — Bxf3, 17. Rxf3 — Dd6, 18. Dd3 — Rg5, 19. Hfd1! Það er engin ástæða til að óttast fram- haldið 19. — Rxf3+? 20. Bxf3 — Dh2+, 21. Kf 1 — Hed8, 20. Kf1 — Re4, 21. a3 — a6, 22. Dc2 Sunye hefur tekist að hrinda fyrstu at- lögu svarts, en tekst ekki aö finna nægi- lega virka leið til að fylgja þeim sigri eftir. 22. — Ba7, 23. Bd3 — Dc7, 24. He1 — Hd6, 25. b4 — He6, 26. b5? Rangur leikur sem tekur broddinn úr hvítu stöðunni. Mun betra var 26. a4! með mótspili á drottningarvæng. — axb5, 27. Bxb5 — h6, 28. Hcd1 — Hd8, 29. Db3 — Dd6, 30. a4 — Bc5! 31. He2 — b6, 32. Kg1? Hvitur sér ekki hvert stefnir. Best hér var að létta á stööunni og leika 32. Bxc6 — Dxc6, þó 33. Rd4 — Dd6, 34. Rxe6 gangi ekki vegna 34. — Dh2! — Re7, 33. Rd4 — Hg6, 34. Bd3 — Dd7, 35. Kh1 — Rf5, 36. Bxe4 — dxe4, 37. Hed2 — Rh4, 38. Re6 Á þennan leik hafði hvítur sett allt traust sitt, enda lítur hann í fljótu bragði mjög vel út. — Dxd2, 39. Hxd2 — Hxd2, 40. Rf4 — Hg5, 41. Kg1 Hér fór skákin í bið og að sögn taldi Sunye sig standa heldur betur. En Kasp- arov hafði geymt einn ás uppi í erminni og í raun er staða hvíts vonlaus. — Rf3+, 42. Kf1 — Bxe3!! 43. fxe3 — Hdxg2, 44. Dc3 Auðvitað ekki 44. Rxg2 — Rd2+ — Hh2, 45. Re2 — Kh7! En ekki strax 45. — Hgg2?, 46. Dc8+ — Kh7, 47. Df5+ 46. Dc8 — Hh1+, 47. Kf2 — Rd2 og hvítur gafst upp. 15m

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.