Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Blaðsíða 14
Iteethovd
^yjTiphönyNcxð
Beethoven
The Nine Symphonies
The .
Philharmoni;
Orchestra
CoiuliK teíl b>
Knrt SanckMÍini^
Sinfóníur og
forleikir Beethovens
Nýlefía kom á markaðinn ný
útfíáfa á sinfóníum og forleikj-
um Beethovens. Hún er að því
leyti merkileg að hún er gerð
með digital-taekni og er hún sú
fyrsta þeirrar gerðar og af
þeirri ástæðu einni er hún allr-
ar athygli verð. Hitt er ekki
síður merkilegt að hér kveður
sér hljóðs stjórnandi sem til
skamms tíma hefir starfað í
Rússlandi og Austur-Þýska-
landi nálega alla ævi. Hann
stendur nú á sjötugu, fæddur í
Austur-Prússlandi. Um tvítugt
var hann orðinn aðstoðar-
hljómsveitarstjóri við Statist-
ische Oper í Berlín, en varð að
flýja land 1935 og fluttist til
Rússlands. Þar varð hann
stjórnandi útvarpshljómsveit-
arinnar í Moskvu, en iengst
starfaði hann .sem annar aðal-
stjórnandi Leningradsinfóní-
unnar eða nær tvo áratugi. Ar-
ið 1960 var honum boðið að
flytjast aftur til Austur-
Þýskalands og stjórna Berlin
Sinfonie Orchester. Hún varð
brátt með bestu hljómsveitum
álfunnar og skipuð ungum
hljóðfæraleikurum svo að um
eitt skeið var meðalaldur
hljóðfæraleikaranna 32 ár.
Einnig var Sanderling um
skeið aðalstjórnandi Dresdner
Staatskapelle og með henni lék
hann allar sinfóníur Brahms
inn á hljómplötur fyrir RCA —
nr. 1 SB 6873, nr. 2 SB 6875, nr.
3 SB 6877 og nr. 4 SB 6879.
í febrúar 1972 bar svo til að
Otto Skemperer forfallaðist
skyndilega og Sanderling var
fenginn til að hlaupa í skarðið
og stjórna New Philharmonia
Orchestra í Lundúnum í hans
stað. Þessir tónleikar þóttu
með þvílíkum glæsibrag að nú
rigndi tilboðum um tónleika-
hald yfir hann frá Fíl-
harmóníuhljómsveitinni og í
slóð hennar komu aðrar bresk-
ar hljómsveitir.
Ári áður en ráðist var í að
gea þessa hljóðritun af for-
leikjum og sinfóníum Beet-
hovens hafði Sanderling flutt
allar sinfóníurnar á 6 tónleik-
um í Lundúnum og þeir þóttu
um margt takast mjög vel, og
þar var Fílharmóníuhljóm-
sveitin í Lundúnum sem hann
stjórnaði þar. Hún hefir áður
leikið inn á 2 heildarútgáfur á
sinfóníum Beethovens undir
s'tjórn Ottos Klemperers sem
gerði garðinn frægan með
þenni. Þeir sem glöggt þekkja
til telja að hljóðritun Sand-
erlings minni um margt á út-
gáfur Klemperers, einkum þá
fyrri sem var talin betri að
mörgu leyti, en hún var ein-
ungis í mono, enda hljóðrituð á
árunum eftir 1950.
Enda þótt hljóðritunum
beggja svipi nokkuð saman á
það ekki við um manngerðirn-
ar. Klemperer var orðknappur
og meinlegur þá sjaldan hann
sagði eitthvað. Sanderling set-
ur á lengri ræður og beitir
samlíkingum við að útskýra
hvað hann vill fá fram. Stund-
um þykir hann jafnvel barna-
legur í skírskotunum sínum til
annarra listgreina, en allt um
það hafa þær sín áhrif. Engu
að síður voru þessar hljóðrit-
anir gerðar á mjög stuttum
tíma og má það þakka því hve
allir sem hlut áttu að máli ein-
beittu sér að viðfangsefninu.
Svo er talið að 3. og 9. sin-
fónían hafi tekist best hjá
Sanderling. Einsöngvararnir í
lokaþætti 9. sinfóníunnar eru
Sheila Armstrong, Linda
Finnie, Robert Tear og John
Tomlinson og það er Fílharm-
óníukórinn sem syngur, en
hann þykir um of líkt og
baksviðs í upptökunni. Fíl-
harmóníuhljómsveitin leikur
nú eins og hún gerði best á
frægðardögum sínum undir
stjórn Klemperers og digital-
tæknin skapar skíran og tæran
hljóm sem greinir hljóðfærin
hæfilega að, en engu að síður
hljóma verkin líkar því sem í
hljómleikasal væri en í upp-
tökusal, og þykir sá raunveru-
leikablær mjög til bóta.
Það er varlegt að slá engu
föstu um hvaða upptaka af öll-
um sinfóníum Beethovens hafi
tekist best. Á markaðinum eru
margar heildarútgáfur og hafa
allar til síns ágætis nokkuð.
Yngsta útgáfan er með sin-
fóníuhljómsveit Lundúna og
stjórnandinn er enginn annar
en Eugen Jochum og það er
EMI sem gefur út SLS 5178.
Önnur fræg upptaka er með
Berlínarfílharmóníunni undir
stjórn Herberts von Karajans.
Sinfóníurnar eru dálítið mis-
góðar, en sá sem vill fá góða
upptöku af 9. sinfóníunni er
ekki svikinn af henni DG 2740
172, þá má nefna útgáfu með
Solti og Chicagosinfóníu-
hljómsveitinni og það var
Decca sem sá um útgáfuna
11BB188. Áður hafa upptökur
þær sem Klemperer gerði ver-
ið nefndar og sú yngri SLS 788
er orðin tveggja áratuga göm-
ul og tóngæðin því ekki sam-
bærileg við það sem nú gerist.
Ef menn vilja hljóðritanir með
hljómsveitum austantjalds má
benda á hljóðritun frá Leipzig,
stjórnandinn er Kurt Masur og
Gewandhaus-hljómsveitin
leikur, en nýjasta og best
gerða upptakan tæknilega er
frá Sanderling og Fíl-
harmóníuhljómsveitinni SLS
5239.
Kertaljós eru samofin tilfinn-
inganæmum stundum í lífi fólks;
svo sjálfsögð eru þau við hátíð-
leg tækifæri að hin táknræna
merking er oft ekki lengur með-
vituð. Þessi mildu hógværu Ijós
tákna hverskonar hlýjar mann-
legar tilfinningar, þau eru tákn
barnslegrar gleði, mikillar ham-
ingju, hátíðleika, sorgar og
söknuðar auk allra annarra blæ-
brigða, sem þau hafa borið og
bera inn í tilveru fólks. Hjá nú-
tímafólki eru kertaljós hluti af
daglegu heimilislífi meira en áö-
ur gerðist, sumpart vegna þess
að fjárráð almennt eru rýmri og
hins vegar hefur kertagerð orðið
fjölbreyttari, umgerð ljóssins,
kcrtið sjálft, er orðin heimilis-
prýði. Og fáir eru svo ónæmir
fyrir þeim hugblæ, sem falleg
kerti með sínum mildu, hlýju
Ijósum veita, að þau veki ekki
hjá þeim kennd yndis og heimil-
isunaðar.
Saga kertanna
Ætla mætti að auðvelt væri
að finna ritaðar heimildir um
upphaf þess að kertaljós, fremur
en aðrir ljósgjafar, tóku að
gegna þessu táknræna hlut-
verki, sem haldist hefur kynslóö
fram af kynslóð og merking-
arsviðið víkkað eftir því sem
lengra leið. En ekki reynist svo
vera. í tiltækum alfræðiritum er
uppruni kertagerðar talinn
óljós. Margt bendir þó til að sið-
ur um notkun kerta sé mjög forn
og vitað er að hann var snemma
til staðar við trúarathafnir
kristinna manna. Þó er talið að
Forn-Rómverjar hafi fyrir þann
tíma haft frumstæð ljós af
þessu tagi, þ.e. kaðal eða vöndul
vættan í tjöru og mundi það í
okkar hygmynd líkjast blysi eða
kyndli. Þegar ég leitaði til dr.
Jakobs Jónssonar um upplýs-
ingar, tjáði hann mér í stuttu
símtali, að kerti hafi verið notuð
í heiðnum hofum og einnig með-
al Gyðinga en hefðu síðan flust
yfir í helgihald kristinna safn-
aða, enda hefðu kertaljósin þar
hina raunverulegu táknrænu
merkingu í orðum Krists er
hann segir í Fjallræðunni: Eg er
ljós heimsins.
Aðra handbæra heimild leyfi
ég mér að nefna: I bók sinni
Sögu daganna segir Árni
Björnsson, þjóðháttafræðingur,
um helgihald á kyndilmessu, að
árið 690 hafi Sergíus páfi í Róm
skipað að vígja skyldi öll kerti,
sem ætluð væru til kirkjunnar á
árinu. Á þessum degi hafi á mið-
öldum einnig verið farin mikil
skrúðganga innan kirkju og
utan og um kirkjugarð. „Bar þá
hver maður logandi kerti, bæði
klerkalið og söfnuður." Af þessu
hafi hátíðin féngið nafnið
„missa eandelarum, sem þýðir
kertamessa". Hafi þessi siður
verið iðkaður hér á landi en
nafnið breyst í kyndilmessu (bls.
23-24).
Þessi skírskotun til heimilda
um langa hefð á hlutverki kerta-
ljósa, sem ótvírætt bendir á
upprunalegan tilgang þeirra við
kirkjulegt helgihald, verður að
nægja hér, enda ekki aðalefni
þessa þáttar.
Handskorin kerti
Um efni þau sem notuð eru til
kertagerðar og vinnsluaðferðir
má geta þess að sterin og paraf-
ín eru nú aðallega notuð í kerti
en áður var notuð tólg til kerta-
gerðar. Minnist undirrituð þess
að hafa í bernsku hlustað af
mikilli andagt á föður sinn lýsa
þeim starfa, er hann tók þátt í á
heimili foreldra sinna á fyrstu
áratugum aldarinnar, að steypa
tólgarkerti til notkunar á
mannmörgu heimili og einnig
fyrir kirkjuna á staðnum. Man
ég ekki betur en að kveiknum
hafi verið dýft í bráðna tólg þar
til kertið var hæfilega svert, en
einnig hafi þau verið steypt í
mót og þá oft notuð til þess
lampaglös. En þetta heyrir lið-
inni tíð til.
Nú á dögum framleiða stór-
virkar verksmiðjur kerti af
hverskonar stærðum og gerðum
og veitir ekki af fyrir óþrjótandi
eftirspurn. Langoftast eru kert-
in steypt í mótum en einnig eru
dýfð kerti unnin í vélum.
Skrautflúr er einnig vélunnið í
flestum tilfellum.
Þá erum við komin að þeirri
gerð kerta, sem kalla má handiðn
má þar nefna handmáluð kerti
og einnig það sem hér er ætlun-
in að kynna en það eru „hand-
skorin kerti“.
Fyrir svo sem hálfum mánuði
hafði ég ekki heyrt „handskorin
kerti" nefnd á nafn. En þegar ég
á dögunum átti leið um verslun-
arhverfi í Breiðholti ásamt dótt-
ur minni, benti hún mér á nýja
og sérstæða verslun, þar sem vel
væri ómaksins vert að líta inn
þótt engin kaup yrðu gerð. Þetta
var eitt af þessum skemmtilegu
atvikum, sem leiða viðkomandi
óvænt inn í nýtt og óþekkt um-
hverfi. Á ég þar ekki aðeins við
það sem efnislegt má kalla, en
einnig persónulegt og huglægt
andrúmsloft, sem vart verður
innan dyra á hverjum stað.
Þarna í versluninni, sem heitir
„Blóm og kerti“ og er til húsa að
Eddufelli 2, hitti ég fyrir ung
hjón, sem reka þessa verslun og
vinna handiðn sína á staðnum í
augsýn viðskiptavina og hvers,
er inn kemur og áhuga hefur á
því sem fram fer.
Þar sém þessi framleiðsla
hlýtur að teljast til nýjunga að
minnsta kosti hérlendis, sam-
þykktu þau hjónin, Hlöðver Sig-
urðsson og Kolfinna Guð-
mundsdóttir, að seðja forvitni
mína um tildrög þess að þau
lögðu fyrir sig svo nýstárlega
handiðn og settu á stofn þessa
sérstæðu verslun. Umsaminn
tími var kl. 1 e.h. sunnudag en
þá töldu þau von fæstra við-
skiptavina. Furðu margir reynd-
ust þó eiga erindi til þeirra þá
stund sem undirrituð hafði þar
viðdvöl og varð samtalið því all-
slitrótt en þeim mun meiri fróð-
leik að hafa um viðskiptin.
Handskorin kerti eftir
Kollu og Hlölla
Til hliðar við afgreiðslu- og
vinnuborð innst í versluninni
standa ámur og strokkar með
bráðnu vaxi, sem notað er í kert-
in, meðfram veggjum hillur og
rekkar á gólfi hlaðin skrautkert-
um, sem líkjast mun meira vax-
líkneskjum en venjulegum kert-
14