Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1984, Page 3
LESBOK
1® ® ÍSi ® ®. ISÍIB B® S1 íil [D 131*1
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo-
hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar-
fulltr.: Glsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin
Jónsson. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Slmi 10100.
Axlarklapp
af síðustu sort, að ég sé
alltaf létt og indæl, segir
Steinunn Sigurðardóttir í
viðtali við Illuga Jökulsson.
Sjónvarpið
hefur brugðist hrapallega
sem miðill til kynningar á
myndlist, en í fjölmiðlum er
yfirleitt fálmkennd stefna í
kynningu og umfjöllun á
myndlistarviðburðum.
Forsíöan
á Morgunblaðinu 17. júní
1959 er ekki bara ein feg-
ursta síða í sögu blaðsins,
heldur er af því skemmtileg
saga, hvernig það atvikað-
ist að Jóhannes Kjarval tók
að sér að myndskreyta ljóð
Tómasar, en frá því öllu
segir Matthías Johannes-
sen.
Dauðasekur
er talsmaður friðarins á
þeim skákreitum, þar sem
stórveldin tefla sitt tafl.
Egyptaland hefur verið eitt
slíkra átakasvæða, en frá
Egyptalandi nútímans, þar
sem asninn er enn þarfasti
þjónninn, segir Guðmundur
Daníelsson.
Forslöomynd: Skammdegi I Reykjavlk. Ljósm.: Ólafur K. Magnússon.
STEPHANE MALLARMÉ
— 1842—1898 —
Annar blævængur
ungfrú Mallarmé
Reynt að færa eim af Mallarmé til
íslenzkrar tungu —
Ó draumúðga mær að megi ég sökkva
mjúkt í tæran unað án vega
virstu þá með varkárri lygi
vænginn minn fela í hendi þér dökkva.
Berst þér þá rökkurs svifrandi svali
sem sveipur frá hverju vængsins blaki
fangins slætti sem fínlega taki
fjær þér skorður auglits um sali.
Ó svimandi sæla sem heiminn vorn hristi
hart sem væri af óráðnum kossi
sem ær af að fæðast öngum að hnossi
eigi fékk gosið svölunar missti.
Finnurðu sælu hrannirnar háar
hrökkva drjúpa sem bannfærða kæti
frá munnvikum hálum síga úr sæti
sökkva í djúpin einmuna gjáar.
Flýjandi glæður á gullnu kveldi
gandur sem logar of ströndum bleikum
og hvítabálsflæður að liðnum leikum
lenda í trafi hjá handarbaugs eldi.
Thor Vilhjálmsson sneri úr frönsku
R
Mér er í minni,
hversu vel
Kristján skáld
frá Djúpalæk
lýsti þeim at-
burði, er hann,
ungur maður,
kom í fyrsta sinn til Akureyrar aust-
an af Langanesströnd. Hann kvaðst
hafa verið fullkominn sveitamaður
ennþá, enda heimabyggð hans einhver
afskekktasti staður landsins. Kristján
var ör í lund og hugsaði hátt, þegar
hann stikaði upp Torfunefsbryggju í
stormtreyju með glansskyggnishúfu
og ætlaði sér að sigla hraðbyri til
frama í þessari stórborg, sem við hon-
um blasti. Lifandi lýsing skáldsins
birti mér raunar viðbrögð þjóðar
okkar í hnotskurn, þegar landið færð-
ist nær þjóðbraut á þessari öld. Hún
hefur nú um alllangt skeið minnt á
ungling nýsloppinn undan ströngum
foreldraaga.
Raunar rifjaðist fyrrgreind lýsing
Kristjáns upp við lestur erindis, sem
Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur
flutti á ráðstefnu Lífs og lands á liðnu
ári og fjallaði um þjóð í kreppu. Af
næmum skilningi lýsir hann því,
hvernig þessi nýfrjálsa þjóð stefnir að
A
því í barnalegu bráðræði að rjúfa
tengsl við þjóðlega menningu fortíð-
ar. Hann telur það nokkurt áhyggju-
efni, „hvað fólk í þessu landi er upp-
tekið af öllu öðru en íslandi sjálfu,
sérkennum þjóðfélagsins og þörfum
okkar til að viðhalda íslenskum við-
horfum“. Síðan bætir Indriði við: „Við
tökum öll samskipti okkar við aðrar
þjóðir ákaflega geyst, og hér er meira
rætt um þing og ráðstefnur og álykt-
anir þeirra, ef þær hafa á sér alþjóð-
legt snið og við erum þátttakendur, en
bestu mjólkurkúna á Rangárvöllum,
eða stærstu
lúðuna, sem
komið hef-
ur á land við Breiðfjörð. Við erum öll
fyrir þátttöku okkar á erlendum vett-
vangi og göpum upp í hvern vindgust,
sem hingað berst, af því viljum vera
með.“ Þessi opinskáa og snjalla gagn-
rýni Indriða á áberandi öfga í fari
íslenskrar þjóðar leiðir hugann m.a.
að kynningu á þýskum grillufangara í
áramótablaði Morgunblaðsins þann
31. desember sl.
Þar er fyrirsögn með stærsta letri
blaðsins: „Spádómur þýzks stjörnu-
spekings: 1984 Örlagaár fyrir ísland.“
Greinin er löng og þess vandlega
B
gætt, að hún beri ekki svip gaman-
mála. Öðru nær. Ætla má, að þarna
sé um niðurstöðu gagnmerks vísinda-
manns að ræða. Undir ljósmynd af
spekingnum stendur: „Stjörnu-
spekingurinn Hartmut Radel við út-
skýringar á stjörnuspá. Radel er 43
ára gamall Þjóðverji og hefur sálf-
ræðilega stjörnuspeki og stjörnuspár
að aðalstarfi. Hann heldur fyrirlestra
í Vestur-Þýzkalandi, Austurríki og
Sviss í grein sinni og gerir ráð fyrir
að kenna hana við háskóla í framtíð
inni.“ Her er heldur betur hnykkt á
þeim atrið-
um, sem ís-
lendingar
hafa löngum verið viðkvæmir fyrir.
Maðurinn fer landa á milli í fyrir-
lestraferðir og ætlar þar að auki
bráðlega að hefja kennslu við háskóla!
Það gleymdist að vísu, að greina nán-
ar frá þeim skóla. Síðan er birt lang-
loka, sem miðar mestöll að því að
hrelía taugabilað fólk hér við nyrsta
haf. Veðurhamfarir, flóð, eldgos og
jarðskjálftar ásamt öðrum hrelling-
um bíða landslýðs á næsta leiti. Þá
segir m.a. á einum stað í þessu inn-
flutta þrugli: „Gera má ráð fyrir
miklum flóðbylgjum á íslandi, ill
I veðratímabil verða lengri og sam-
B
felldari en á undanförnum árum. Af-
leiðing þessa verður, að geðheilsu
fólks verður ofboðið. Sálrænir sjúk-
dómar eiga eftir að aukast í kjölfar
þessa því miður og tími sjálfsmorða
eykst.“
Það er alvarlegt, þegar virt blað og
víðlesið hleypir svona „hundalógik“
inn fyrir vallargarð sinn. Ég minnist
þess, þegar ég var kúarektor í Þing-
eyjarsýslu á sokkabandsárum, að
fyrir kom að hundar fóru á flakk ýms-
um til ama. Þá var gjarnan gripið til
þess ráðs að binda dósadrasl í skottið
á flökkurökkum og þeir hundskuðust
heim á leið. Það sama þarf að gera við
grillufangara sem þennan Radel.
Forðum daga, þegar íslendingar
gerðu sér grein fyrir því seint og um
síðar, að sænski svínabóndinn Snodd-
as var ekki sú söngstjarna, sem aug-
lýsingamönnum hafði tekist að sann-
færa fólk um, þá var hlegið að gríninu
og stundum rifja menn upp sönginn:
Haddería, haddera! Söngur þýska
grillufangarans, Radels, er hins vegar
eitri blandinn, tvíeggjuð gamanmál
og engin vísindi. Hann er fúll gustur
hjátrúar og hindurvitna og þýskri
menningu til lítils sóma.
BOLU GÚSTAVSSON í LAUFÁSI.
Tvieggjuð gamanmál
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 28. JANÚAR 1984 3