Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Blaðsíða 5
að rækilega um í þessari grein. Fjórum árum síðar var Madame Butterfly frumflutt í La Scala í Mflanó sautjánda febrúar 1904. Hún var byggð á sögu eftir John Luther Long og í þriðjja sinn í rqð var handritið eftir Illica og Giacoso. Hún fékk hroðalegar móttökur í fyrstu og eru til margar skýringar til að varpa ljósi á þær. Ein er sú að hin uppruna- lega útgáfa hafi verið of löng, en hún var síðar endurskoðuð. En líklegasta skýringin er sú að nú galt Puccini þess, hve La Bo- héme og Tosca höfðu slegið rækilega'í gegn. Áhorfendur voru staðráðanir í því að láta ekki hinar töfrandi lagiínur blinda þá og því varð Puccini fyrir barðinu á ásökunum sem hann átti ekki skiiið. En þegar Puccini hafði endurskoðað hana og hún var flutt þannig í maí sama ár í Brescia, snérust dómamir við og Madame Butterfly hóf sína sigurgöngu sem hinar tvær fyrri. Þær tvær næstu í röðinni, La fanciulla del West, sem frumsýnd var í Metropolitan- ópemnni í New York tíunda desember 1910 og La Rondine sem frumflutt var í Monte Carlo tuttugasta og sjöunda mars 1917 hlutu ekki vinsældir þó að fyrstu móttökur væru jákvæðar. Á eftir þeim komu Trittico, sem samanstóð af þremur eins þáttar óper- um, II tabarro, Suor Angelica, Gianni Scicchi, hún var frumflutt í Metropolitan- óperunni í New York fjórtánda desember 1918. Síðasta verk Puccinis var óperan Turand- ot sem hann hafði næstum lokið þegar hann varð veikur af þeim sjúkdómi sem dró hann tii dauða. Hann fór til Bríissel til að ganga undir uppskurð við krabbameini í hálsi, og var hann með í farangrinum lokanótumar að síðasta dúettinum í óperunni. Uppskurð- urinn heppnaðist en hjartað þoldi ekki álagið og hann dó tuttugasta og níunda nóvember 1924. FYanco Alfano sló smiðshöggið á óper- una og hún var síðan frumflutt í La Scala í Mflanó undir stjóm Toscaninis tuttugasta og fimmta apríl 1926. Þegar Puccini dó var þeirri skoðun lýst að með honum hefði hin ítalska ópera liðið undir lok. Þó að erfitt sé að spá í framtíð- ina, þá er ljóst að enn hefur enginn komið til að taka sæti hans. List Puccinis er ítölsk og tilfinning hans fyrir leikhúsinu sterk. En samt er sá tilfinningaskali sem persónur hans spanna stuttur. Kvenhetjur hans em svipaðar í tilfinningum sínum, ástin hrífur þær með sér í dauðann, hvort sem þær heita Manon, Mimi, Butterfly, Tosca eða Láú. En þrátt fyrir tilfínningasemi sem óneit- anlega gerir vart við sig hjá Puccini, þá er oft léttleiki samfara henni eins og La Bo- héme er gott dæmi um. Hann var sjálfur maður sem lifði óbrotnu lífi, náttúromaður eins og áður hefur verið nefnt. Hann spilltist ekki af velgengninni og hann er fyrsta tónskáldið sem naut nútímavelgengni sem getur gefið mikið af sér á stuttum tíma. Honum kom þetta næst- um á óvart: „Hugsið ykkur," sagði hann, „ef ég hefði ekki farið út í að semja tónlist þá hefði ég orðið gjörsamlega ónýtur í heim- inum.“ Með vinum sínum var hann allra manna skemmtilegastur og skrafhreifinn, en hann vildi aldrei tala opinberlega, sem er í senn í samræmi við hversu einrænn hann var og við þá einlægni sem einkenndi verk Guðrún Á. Símonar í hlutverki Floriu Toacu í Þjóðleikhúainu 1957. Stefán íalandi í hlutverki Cavaradoaaia í uppfæralu Þjóðleik- húaaina 1957. Hlutverkin: Floria Tosca,........ Gudrún Á. Simonar Mario Ca varadossi, .... Stefán íslandi Scarpia, ........... Guðmundur Jónsson Cesare Angelotti, ........ Ævar Kvaran Djákni, .............. Kristinn Hallson Spoletta, ........ Þorsteinn Hannesson Sciarrone, .......... Einar Eggertsson Fangavörður, .... Hjálmar Kjartansson Rodd hjarðsveins Sigurveig Hjaltested Persónur og leikendur í aðalhlutverkum: Tosca .......... Elísabet Eiríksdóttir Elin Ósk Óskarsdóttir Cavaradossi ... Kristján Jóhannsson Scarpia ............. Halcolm Arnold Robert Becker Angelotti ......... Viðar Gunnarsson Sacristan ......... Guðjón Óskarsson Spoletta ......... Sigurður Björasson Sciarrone ........ Sigurður Bragason hans og heldur þeim lifandi enn þann dag í dag. Leikritið Og Óperan Tosca á sér skemmtilega forsögu eins og vikið var að í upphafi og var alls ekki víst um tíma, að Puccini næði að krækja sér í réttinn að leikriti Sardous. Victorien Sardou (1831—1908) var eitt vinsælasta leikrita- skáld Frakka á þessum tíma. Hann samdi mörg leikrit sem hlutu miklar og góðar við- tökur. Árið 1887 var frumflutt eftir hann í París leikritið Tosca, sem fjallaði um örlög söngkonu sem verið hafði uppi rúmum átta- tíu og fimm árom áður. Leikritið varð strax geysivinsælt og varð fljótt vel þekkt utan heimalands síns. Sama ár fór leikhópur í ferð til Ítalíu og sýndi þetta nýja leikrit. Sarah Bemhardt fór með aðalhlutverkið og hafði Sardou skrifað það sérstaklega fyrir hana. Puccini sá leikritið i Mflanó og varð mjög hrifinn, þó að hann skildi ekki orð í frönsku á þeim tíma. En þar sem hann var á kafi í öðrom verkefnum, þá leiddi hann ekki nánari huga að leikritinu. En átta árom síðar sá hann það aftur í Flórens. Þá frétti hann að sjálfur Verdi, sem þá var orðinn gamall maður, hefði áhuga á verkinu sem efnivið í ópero. Þessi frétt var nóg til að kveikja áhuga Puccinis, enda Verdi þekktur fyrir mjög öroggt og næmt auga fyrir því sem gengi vel á óperosviðinu. Nú gat ekkert stoppað Puccini. Hann bið- ur útgefanda sinn, Ricordi, að útvega sér réttinn að leikriti Sardou, en þá vildi svo óheppilega til að annað tónskáld var orðið á undan Puccini, Alberto Franchetti, sem einnig var skjólstæðingur Ricordis. Ricordi ákveður samt að draga frekar taum Puccin- is og fær í lið með sér Illica, sem hafði hafíst handa við að semja óperuhandritið fyrir Franchetti. Þeim tekst að sannfæra Franchetti um að leikritið sé alltof flókið og henti alls ekki fyrir óperusvið. Svo fóru leikar að Franchetti sá sæng sína útbreidda og afsalaði sér réttinum. Hann hafði ekki Renata Tebaldi, ein af stórstjömum i óperusöng á þessari öld og ein þeirra, sem minnst er sérstaklega fyrir stórkostlega túlkun & hlutverki Floriu Toscu. Þjóðleikhúsið 1957: Tosca Þjóðleikhúsið 1986: Tosca Enrico Caruso, hér til hægri, í hlutverki listmálarans Cavaradossi. María Jeritza, hér í Covent Garden 1925, var sú sem Puccini hafði mestar mætur á í hlutverki Floriu Toscu. Maria Callas, ítalska óperustjaman, er ein þeirra, sem þykir hafa sungið hlutverk Floriu Toscu með sérlegum glæsibrag. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. OKTÓBER 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.