Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1989, Blaðsíða 2
Skáldið Lars Ahlin og Din livsfrugt Hápunktur ævistarfs að er óhætt að fullyrða að árið 1988 hafi verið mikilvægt fyrir Lars Ahlin. Sú bók, sem hann sjálfur kallar „bókmenntalega erfðaskrá sína“, kom út rétt fyrir jólin 1987 og fékk mjög mikla og einstaklega góða umfjöllum langt fram á vor. í ágúst fékk hann síðan bókmenntaverðlaun Selmu Lagerlöf-stofn- unarinnar og þá um vorið hafði Gunnar D. Hansson lagt fram djúpsæja doktorsritgerð um hið mikla verk Lars Ahlins „Fromma mord“. Það hafa reyndar verið skrifaðar tvær doktorsritgerðir um Lars Ahlin áður, en enginn sem hefur fjallað um Ahlin hefur skilið hann eins vel og átt jafn gott sam- Lars Ahlin - nýleg mynd af skáldinu. Margir Svíar telja þetta skáld fremra eða jafnfætis og þekkt nóbelsverðlaunaskáld þeirra, en til þessa hefur Lars Ahlin verið fremur lítið þekktur á íslandi. Þýðandi: Guðrún Þórarinsdóttir Eftir HÁKAN JANSSON starf við hann og Gunnar D. Hansson sem íslendingar þekkja af til vill betur vegna sænskrar þýðingar hans á „Sólarljóðum". Þetta hefur þannig verið mikið merkisár fyrir Lars Ahlin. En hvers vegna hafið þið íslendingar þá ekki heyrt meira um hann fram að þessu? Ju, ástæðan gæti verið sú að hann hefur verið þögull lengi eða frá árinu 1961 til 1982, einmitt á þeim árum sem þekking á bókmenntum grannþjóðanna hefur aukist m.a. vegna Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Þungamiðja skáld- skapar Lars Ahlins er á fimmta og sjötta tug aldarinnar, á sama tíma og Halldór Laxness hlýtur sína miklu viðurkenningu og hefur það e.t.v átt þátt í að Ahlin hefur ekki hlotið verðskuldaða athygli hérlendis. En hver er hann þá þessi maður sem margir Svíar myndu setja framar eða jafn- fætis nóbelsverðlaunahöfundum eins og Pár Lagerkvist, Eyvind Johnson og Harry Mart- insson? Hann fæddist 1915 í Sundsvall og var yngsti sonur farandsala, sem átti við sívax- andi drykkjuvandamál að stríða. Hann fékk að kynnast því hvaða áhrif áfengið hefur á hjónaband og fjölskyldulíf. Hann fékk oft að fara með föður sínun í viðskiptaferðir og stundum að hjálpa honum þegar hann missti fótfestuna og oft að sjá hann sem snjallan sölumann. Þessi fjölskylda, í fyrstu smáborgaraleg, hrapar síðan æ neðar og neðar í þjóðfélagsstigann. Lars „flýr“ frá Sundsvall 1933 og betlar með ljóð um atvinnuleysi að yfirskini og tekst að komast til Stokkhólms. Þar leigir hann sér ritvél staðráðinn í að verða rithöf- undur, en enginn ritstjóri hefur áhuga á því sem hann hefur að bjóða. NÚ hefst tímabil synjana og ótryggra aðstæðna. Það líða tíu ár þar til fyrsta bókin kemur út, — „Tább med manifestet" (Tobbi með kommúnista- ávarpið) 1943, en þessi frumraun hans ber vott um mikinn þroska. Strax í fyrstu skáldsögu hans má greina tvær megin hugmyndir sem eiga eftir að þróast enn meira á rithöfundarferli hans og gera hann einstakan í Svíþjóð. Önnur er fagurfræðileg en hin siðfræðileg, en þær tengjast hvor annarri. Fagurfræðilega er Ahlin gagnrýnin bæði hvað snertir hina nýju „módemistisku" skáidsögu og hina hefðbundnu raunsæju skáldsögu. Hann gagnrýnir raunsæið fyrir það að laumast að lesandanum og neyða upp á hann mynd af veruleikanum sem hann kannski getur ekki almennilega sætt sig við. „Módernism- ann“ gagnrýnir hann vegna huglægni hans, hann telur rithöfunda útlista of mikið eigin persónuleika og gleyma lesandanum. Ahlin leitar að nýju formi sem gefur honum mögu- leika á að ná sambandi við lesandann, án þess að dáleiða hann eða að yfirbuga hann með snilld sinni. Þetta form sem hann er að leita að er eiginlega rökrétt framhald á siðfræðilegri hugmynd hans um bókmennt- ir. Hann vill vera „samnefnari" og „fyrir- bænamaður". Hann er húmanisti sem vill beita sér fyrir því jafnrétti sem ekki er bara pólitískt heldur byggist á fullvissunni um það, að í því eina tilviki sem skiptir ein- hveiju máli erum við öll eins, syndugir og réttlátir, farísear og tollheimtumenn sem og spámenn. Hann vill hjálpa okkur til að gera okkur Ijóst hvað sé líkt með öllum mönnum og að fá okkur til að skilja og finna til samúðar með þeim sem útskúfaðir eru úr samfélaginu. Smám saman verður æ ljós- ara að þessi samúð á upptök sín í kristinni trú, í lútherskri útgáfu. Strax í fyrstu skáldsögu sinni „Tább med manifestet" setur Ahlin fram lúth- erska/kristna þróun sem valkost á móti marxískri viðleitni til að bæta ytri kjör mannsins. Marxsisma sem Ahlin fínnst bæði kaldur og miskunnarlaus þegar í hans nafni er kveðinn upp óvæginn dómur yfír tötralýðnum sem af neyð (eða jafnvel „illu innræti“) tekur ekki þátt í baráttuaðgerðum verkamannanna. Tább heldur að hann hafi brugðist og kemst ekki yfir hugarstríð sitt, fyrr en hann skilur að tilgangurinn með lífi hans er ekki að vera pólitískt meðvitaður verkamaður, heldur einfaldlega venjulegur maður eins og við hin — hvorki meira eða minna. Þó „Tább med manifestet" sé nú talin ein af mikilvægustu bókum Ahlins, og að henni væri strax vel tekið af nokkrum gagn- rýnendum, varð hún enginn stórsigur fyrir Ahlin. Sigurinn kom 'í staðinn með smá- sagnasafninu „Inga ögon vántar mig“ (Eng- in augu bíða mín) en í því safni er sígilt listaverk, sagan - „Kommer hem och ár snáll", (Kemur heim og er góður), þar sem alkóhólisti eins og svo oft áður kemur heim mörgum klukkustundum seinna en um var talað og reynir að múta eiginkonunni með ávöxtum. Sú ást sem þau þrátt fyrir allt bera hvort til annars, hefur lokast inni í völundarhúsi svika, lyga og glataðrar sjálfs- virðingar og fjallar sagan um viðleitni þeirra til að fínna aftur leiðina út til kærleikans. Tveimur árum seinna, 1946, kemur skáld- sagan „Om“ (Ef), sem ásamt „Bark och löv“ (Börkur og lauf) frá 1961 eru talin bestu dæmin um tilraunir Ahlins til að þróa eigin fagurfræði og þannig endurnýja skáld- söguformið. Hvað frásagnartæknina varðar, þá verður hún að teljast mjög frumleg, jafn- vel á alþjóðlegan mælikvarða. Hann af- hjúpar iðulega sjónhverfíngu skáldskaparins í þeim tilgangi að koma af stað samræðum við lesandann og leggur jafnframt áherslu á skyldleikann milli aðalpersónu, rithöfund- ar og lesanda: „Bengt sem ár du som ár jag som ár vem som helst" (Bengt sem er þú sem er ég sem er hver sem er). í bókinni „Bark och löv“ leiðir glíma hans við lista- mannsvandamálið til þeirrar niðurstöðu að allt innihaldslaust fagurfræðilegt tal um list sé forkastanlegt og að listin fái fyrst sitt rétta inntak í þjóðfélagslegu samhengi. Og þar með var hann búinn í þili. Hann hafði sagt það sem hann vildi segja og við það var engu að bæta. Þögn Ahlins varir í rúm tuttugu ár og henni lýkur á þann veg að mér dettur jafn- an í hug Þorgerður og „Sonatorrek". Endur- koma Ahlins til skáldsögunnar verður nefni- lega með „Hannibal segraren" (Sigurvegar- inn Hannibal), sem kom út árið 1982 og hann skrifaði ásamt eiginkonu sinni Gunn- el, sem framhald af bók hennar „Hannibal sonen“ (Sonurinn Hannibal). Hafði hún kannski platað hann til að byija að skrifa aftur? Árið 1985 kemur síðan bókin „Sjátte munnen" (Sjötti munnurinn) þar sem hann tekur aftur upp minni sem oft kemur fyrir í bókum hans og sem hér ber greinilega meiri keim af sjálfsævisögu en áður. Bókin fjallar um samband föður og sonar, þar sem sonurinn verður að axla ábyrgðina á sífellt drykkfelldari föður, nákvæmlega eins og Bengt þarf að gera í „Om“ og Zacharias verður að gera í „Stora glömskan“ (Gleymskan mikla), einnig má sjá þetta minni með nokkrum tilbrigðum (móðir - dóttir) í „Kanelbiten" (Kanelbitinn). Þegar hér er komið sögu er Ahlin löngu byijaður á því verki sem á eftir að verða „Din livsfrukt“. Þetta er stór bók í fleiri en einni merkingu. Þessar 611 blaðsíður inni- halda frásögn af uppvexti og þroska eins manns, frásagnir af mikilli ást, segir frá þróun sænsks þjóðfélags frá framfarabjart- sýni eftirstríðsáranna til þjóðfélags sem hefur staðnað í spákaupmennsku og nærri sjúklegum skattaflótta, fjallar um þróunina í samfélaginu þar sem umönnun sjúkra og veikburða hefur í vaxandi mæli flust inn á stofnanir. í frásögninni af eina nána vini aðalpersónunnar Johannesar, listamannin- um Ósten, kemur bókin einnig inn á listina, hlutverk hennar og skilyrði, þýðingu hennar fyrir listamanninn sjálfan og fyrir aðra. Johannes á með öðrum orðum fáa vini en í þeirra stað hefur hann tækifæri til að kynna þá rithöfunda sem hafa haft mesta þýðingu fyrir hann sjálfan (og fyrir heims- bókmenntimar). Um tíma í lok 6. og byijun 7. áratugarins, þegar Jóhannes nam lög við Uppsala-háskóla, lifir hann að mestu inni- lokaður í heimi bókanna, stúdentalífið er honum ógeðfellt, án tengsla við venjulegt líf samfélagsins og óábyrgt í áhugaleysi sínu á afganginum af heiminum. Þá kýs hann frekar að umgangast Sofokles, Shake- speare, Dostojevski og Ibsen en aðra stúd- enta. Stundum þróast hugleiðingar Johann- esar um það sem hann les í smá-ritgerðir, sú lengsta verður 15 blaðsíður og fjallar um Nietzche. í samræmi við mannúðarlífsýn Johannesar og jafnréttishugsjón fær Nietzche herfilega útreið — kannski vom það persónuleg viðbrögð Lars Ahlins gegn hinni „ný-módernu“ Nietzche-aðdáun sem geisaði meðal sænskra menntamanna á sama tíma og Ahlin var að skrifa bókina. Þessar athugasemdir í sambandi við bóka- lestur Jóhannesar hafa þannig fleiri hlut- verkum að gegna, bæði að hjálpa til við gerð persónuleika Johannesar — maðurinn er það sem hann les, og eins til að tjá álit Ahlins á mismunandi bókmenntalegum og heimspekilegum spurningum. Þar að auki geta þessi atriði verið smá fróðleiksmolar fyrir lesandann. Daninn Erik A. Nielssen mun hafa sagt í ritgerð um skáldsögur Ahlins að þó hann hafí aðeins lýðháskóla- menntun sé hann nógu menntaður til þess að vera prófessor í að minnsta kosti þremur fræðigreinum (guðfræði, fagurfræði og bók- menntafræði). Hver er hann þá þessi Jóhannes? „Din livsfrukt" er sjálfsævisaga hans. Hann fæð- ist auðugur, er eina barnið í velefnaðri fjöl- skyldu. Þegar hann er mjög ungur deyr faðirinn og móðirin fær taugaáfall sem ger- ir hana ófæra um að sýna Johannesi ástúð. Þetta mótar að miklu leyti líf hans. Ástleys- ið gerir hann mjög berskjaldaðan og ein- mana. Snemma á unglingsárunum eignast hann þó að lokum vin, Osten, og vinátta þeirra hefur afgerandi þýðingu fyrir Johann- es, það er mest Östen að þakka að hann tileinkar sér sósíalíska lífsskoðun, þrátt fyr- ir auðævi sín. Östen kemur þannig til með að hafa mikla þýðingu fyrir innri mann Johannesar. En á ytra borðinu verður líf hans að mestu óbreytt. Það heldur áfram „eins og mannlaus járnbrautarkerra sem rennur ákveðna leið“. Samkvæmt ráðlegg- ingu lögráðamanns síns og forstöðumanns fjölskylduauðæfanna les hann lög við Upp- sala-háskóla, kemur síðan aftur til heima- bæjar síns og verður þar smám saman sér- fræðingur í skattamálum. Á meðan hefur auður hans vaxið úr 22 í 220 milljónir ísl. króna. Hann fyrirlítur samt sem áður pen- ingana eins mikið og starf sitt, en lítur á hvort tveggja sem tæki til að leiðrétta van- rækslu sænsku (sósíaldemókratísku) ríkis- stjómarinnar að því er varðar aðstoð við þróunarlöndin. Hann ráðgerir að gefa allan auð sinn á kerfisbundinn hátt til hjálpar- starfsemi í Afríku. í heimabæ sínum hittir hann einnig Lisbet og fær að lokum eftir hikandi byijun að kynnast ástinni. Innilegri og munaðarfullri ást sem lýst er á þann hátt sem Ahlin einum er lagið. Ást sem í fyrsta sinni í lífi Jóhannesar veitir honum öryggi og allt bendir á áhyggjulausa framtíð. Þessi bjarti heimur hrynur þegar þau eignast vangefið bam. Þegar Lísbet síðan verður geðveik og deyr skömmu seinna og heilsu Jóhannesar, sem aldrei var góð, fer alvarlega að hraka, tekur frásögnin nýja stefnu sem minnir á grískan harmleik. Á síðustu 50 blaðsíðunum er siðgæðiskennd lesandans haldið í jámgreipum. í sambandi við ást þeirra beggja, lætur Ahlin Jóhannes á nokkuð dularfullan hátt fjalla um „rithöfundinn frá borginni okkar“, sem er Ahlin sjálfur, og bókin sem vísað er til er „Fromma mord“ (1952), en í þeirri bók lætur Ahlin í fyrsta skipti skýrt og greinilega í ljós kristna lífsskoðun sína. Hið kristna sjónarmið hvað kærleikann varðar er mikilvægara hér enn nokkm sinni áður hjá Lars Ahlin. Kannski má útskýra hinn sorglega endi út frá þeirri staðreynd að Jóhannes er trúleysingi gagnstætt Östen, sem einnig túlkar skoðanir Ahlins, en hann frelsast og snýst til kristinnar trúar fyrr í bókinni. Margir gagnrýnendur hafa viljað túlka bókina þannig að Johannes túlki alltaf persónulegar skoðanir Ahlins í þeim spum- ingum sem upp koma. Að lesa bókina á þann hátt er varasamt, en það er trúlega rétt hvað snertir pólitík, samfélagsmál og bókmenntir og jafnvel oft heimspeki. En við megum ekki gleyma því að einnig Östen talar fyrir munn Ahlins, einkum um list og að sjálfsögðu þegar um stöðu listarinnar er að ræða, en ekki síst hvað varðar trúmál. Þó Jóhannes sé hugsjónamaður með góð- an ásetning og ágæta hæfileika getur hann ekki komist hjá því að bíða hörmulega sið- ferðislegan ósigur í lok bókarinnar. Ef til vill getur þrettándi kafli í bréfi Páls til Korintumanna varpað nokkm ljósi á þetta: „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla." Höfundur er sænskur sendikennari. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.