Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1989, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1989, Síða 4
- Biblían er heimur út af fyrir sig og óþrjótandi náma fyrir skald ■A AÐ er líklega á þremur stöðum sem ég hef persónulega kynnst leikritum eða sjónleikjum um trúarleg efni sérstaklega. Raunar álít ég nú að í öllu mannlegu lífi sé trúarlegur þátt- ur, en hér á ég sérstaklega við sjónleiki með Rætt við séra Jakob Jónsson, höfund þriggja einþáttunga er byggja á trúarlegum efnum og sýndir á Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju eftir HRAFN JÖKULSSON áherslu á trúarlíf og trúarsiði og þær spurn- ingar sem snerta trúarbrögðin“, segir séra Jakob þegar ég spyr hann hvenær hann hafi fyrst fengið áhuga á leiklist sem tengd- ist trúarlegum efnum. „Fyrstu kynnin af slíkum leikjum voru þegar ég var prestur vestur i Ameríku á fjórða áratugnum, í Kanada. Þar höfðu á góðæristímum verið teknir upp helgileikir um jólin, alltaf á fjórða sunnudag í jólaföstu. í stórborgunum voru settir upp leikir sem kostuðu mikla peninga og var mikið viðhaft. En þarna hjá okkur höfðu nú verið ýmsir erfiðleikar, uppskeru- brestur og annað slíkt, svo okkur var þröng- ur stakkur sniðinn. Við höfðum úr litlu að spila, en við áttum fallegan bláan himin og töluvert af englavængjum. Mér datt í hug að semja sjálfur helgileiki fyrir þessar sam- komur, og þá voru það börnin og ungling- amir úr sunnudagaskólanum sem stóðu að þeim. Auðvitað þurfti allt að vera á hinn einfaldasta máta og ekki hægt að gera kröf- ur til mikillar leiklistar. En þessar jólaguðs- þjónustur voru áreiðanlega þær mest sóttu í allri byggðinni og það var eina guðsþjón- ustan á árinu þar sem bókstaflega allir kristnir trúflokkar sameinuðust. Það var aðeins lítill hluti guðsþjónustunnar sem fór fram á íslensku, og helgileikina samdi ég á ensku. Ég kynntist helgileikjum einnig í Frakk- landi á þingi sem fyallaði um trúarlega leiki, ekki einungis þá sem féllu inn í helgisiði guðsþjónustunnar, heldur trúarlega leiki yfirleitt. Það var reglulega gaman að sjá öll þau afbrigði sem þar gátu komið fram. Svo í þriðja lagi kynntist ég þessu í Sviþjóð, en Svíar hafa dálítið félag sem heldur uppi slíkum leikjum. Og það var fyr- ir áhrif þaðan að ég skrifaði helgileik sem hét Bartimeus blindi. Það eru orðin mörg ár síðan hann var sýndur, en frumsýningin fór fram á Bessastöðum að tilhlutan As- geirs Ásgeirssonar forseta. Leikurinn var sýndur nokkrum sinnum hér á landi. Megin- reglan hjá mér var sú að ég bað sóknarprest- inn á hveijum stað að taka þátt í sýning- unni; munurinn á helgileikjum og leikhús- verkum felst í því sem krakkamir myndu kalla að í helgileikjum þarf að vera „alvöru" prestur. Við lítum þá á leikarana sem þátt- takendur í guðsþjónustunni rétt eins og organistann eða söngflokkinn. Helgileikurinn er athöfn sem allur söfnuð- urinn ekki aðeins horfir á heldur einnig tek- ur þátt í. Þarna skilur á milli helgileikja, sem eru beinlínis athafnir í kirkju, og hins vegar leikhúsverka um trúarleg efni. Og þessir þrír einþáttungar sem nú á að fara Séra Jakob Jónsson Morgunblaðið/Bjami að sýna em ekki helgileikir í þessum skiln- ingi sem ég hef verið að tala um, heldur em þeir leikhúsverk um efni sem er tengt biblíunni. Biblian er heimur út af fyrir sig; þar er óþijótancfi náma fyrir skáld, eins og dæmin hafa sannað í gegnum aldimar. Þess vegna álít ég að það væri gleðilegt ef fleiri íslenskir höfundar tækju sér fyrir hendur að vinna efni úr biblíunni. Og þá væri það ósköp æskilegt að áhorfendumir sjálfir vissu meira um biblíuna. — Finnst þér aó fólk sé almennt ekki nógu vel heima í biblíunni? „Við emm aldrei nógu vel heima í henni! Jafnvel þó við höfum verið að lesa hana alla ævi. Það er ein tegund af bókmenntum sem mér finnst okkur vanta hér, en til dæmis Danir eiga í ríkum mæli, en það em rit um biblíuna sjálfa frá bókmehntalegu sjónarmiði.“ — Byggiróu þaettina aó miklu leyti á sógulegum heimildum? „Það má ekki líta á þá sem sögulega þætti í þeim skilningi að ég sé að segja sögu sem ég veit að hafi gerst. Það sem ég veit er kveikjan að því sem ég bý til. Fyrsti þátturinn er um Heródes Antipas, fjórðungsstjóra í Galíleu, sem var sonur Heródesar mikla. Heródes ætlar að yfir- heyra Jesú, en fær ekkert svar frá honum. Þessi einþáttungur er eintal; það er Heródes einn sem talar. I öðmm einþáttungnum em tvær persónur; María móðir Jesú og Júdith, sem ég nefni svo, móðir Júdasar ískaríot. Ég vil ekki segja neitt nánar um efnið í þessum leik, enda er mönnum ætlað að fá vitneskju um það með því að sjá sýninguna. Þriðji þátturinn er um Pontíus Pílatus, sem dæmdi Jesú til dauða. Pílatus var síðar handtekinn og í leikritinu er hann á flótta frá fangavörðum og lendir hann inni hjá Maríu Magdalenu, sem var fyrsti upprisu- votturinn. Ég legg áherslu á að menntaðir leikarar halda uppi þessum leikjum. Það em náttúmlega til ýmsir helgileikir sem em skrifaðir hreint og beint fyrir unglinga eða sunnudagaskólaböm og em þá miðaðir við þeirra getu. En þessir leikir sem ég er að tala um kreíjast miklu meira og em öðmv- ísi verk. Og ég vil gjarnan koma því að, að ég hef óblandna unun af því að vinna með leikurum; að horfa upp á vinnubrögð þeirra til dæmis. Ég efast um að það séu nokkrir menn í þjóðfélaginu sem em jafn nákvæmir í vinnubrögðum sínurn." — Hefur þú unnió meö aðstandendum sýningarinnar? „Ég hef farið yfir textann með þeim og verið viðstaddur æfingar. Ég hygg að það sé nauðsynlegt, þegar því verður komið við, að samvinna sé á milli höfundar annars vegar og leikstjóra og leikara hins vegar.“ — Hvaðgeturóu sagt mér um tiluró verk- anna? „Þau em eiginlega alveg ný. Á síðustu ámm hefur högum mínum verið þannig Viljum fá fólk til fundar við kirkjuna ið viljum að kirkjan sé lifandi vettvangur fólks og við viljum auka vægi kirkjulegra lista í menningarlífinu. Á miðöldum er hægt að segja að kirkjan hafi verið móðir myndlistar og tónlistar; þetta forystuhlutverk hefur nú tap- Rætt við Hörð Áskelsson ast og jafnvel skapast það viðhorf að kirkju- list sé annars flokks. Við sem að hátíðinni stöndum höfum hins vegar lagt mikinn metnað í þessa dagskrá, þar sem á íjórða hundrað manns koma við sögu. Við viljum skapa stemmningu um kirkjuna, vekja um- ræður og athygli á henni,“ sagði Hörður Áskelsson um Kirkjulistahátíð, sem haldin er nú á vordögum, 5.—15. maí. Það er Listvinafélag Hallgrímskirkju sem að hátíðinni stendur, en hún er nú haldin í annað sinn. Að sögn Harðar er stefnt að því að efna til slíkrar hátíðar annað hvert ár, það árið sem Listahátíð í Reykjavík er ekki haldin. „Það er yfirlýst markmið okkar að kalla fleiri til samstarfs næst,“ sagði Hörður. „Við munum þá væntanlega leita eftir samstarfi við fleiri kirkjur í Reykjavík- urprófastsdæmi, og dreifa atriðum hátíðar- innar." Dagskrá Kirkjulistarhátíðarinnar er afar fjölbreytt og spannar leiklist, myndlist og tónlist. Tónlistin og veigamest og þar ber hæst flutning óratoríunnar Elía eftir Felix Mendelssohn með fjórum einsöngvurum, Sinfóníuhljómsveit íslands og Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskels- sonar. Mendelssohn samdi óratoríuna Elía árið 1846; hún var frumflutt í Birmingham und- ir stjórn höfundarins og sló þegar í gegn. Verkið segir sögu spámannsins Elía með orðum Gamla testamentisins, en inn í frá- sögnina fléttast Davíðssálmar og aðrir lof- gjörðar- og bænatextar ritningarinnar. Einsöngvararnir fjórir koma frá megin- landi Evrópu. Þeir eru allir ungir að árum 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.