Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1989, Blaðsíða 4
Verkamenn í Gdansk settu fram fjölmagar kröfur, m.a. um frjáls verkalýðsfélög, verkfallsrétt, málfrelsi, prentfrelsi og útgáfufrelsi, en þótt kröfurnar hafi að mörgu leyti snúist um aukin mannréttindi þá fólu þær alls ekki í sér tilraun til að kollvarpa stjórnvöldum. Miklu heldur stefndu menn að því að uppræta spillingu í kerfínu, munaðarlíf valdhafa og að bæta löggæsluna. Eftir GUÐMUND ÞORSTEINSSON að er alkunna meðal samtímamanna að í ríkjum A-Evrópu viðra menn ýmsar hugmynd- ir sem eru í átt til aukins sjálfstæðis eða frjáls- lyndis; m.a. tala Ungverjar um breytingar á flokkakerfi lands síns, Eistlendingar vilja full- veldi þjóðar sinnar og Pólveijar vilja sjálf- stæð og viðurkennd verkalýðssamtök ásamt fleiri umbótum. Reynar er það athyglisvert hvernig pólskum verkamönnum tókst að skipuleggja samtök sín þrátt fyrir alræðis- valdið sem ekki einungis Pólland byr við, heldur og öll A-Evrópa. Áratuga reynsla af slæmum lífskjörum og óstjóm stjórnvalda hefur kennt hinum pólska verkalýð að krefj- ast réttar síns og auk þess em aðgerðir pólskra stjómvalda undir smásjá annarra ríkja þessa heims. Þessi grein fjallar um hin bönnuðu verka- lýðssamtök Samstöðu í Póllandi og þegar fjallað er um einhvern sögulegan atburð, samkvæmt sögulegri heimild, þá er það best gert með því að hafa heildarsýn yfir allt tíma- bilið sem fjallað er um, atburði þess, orsakir og afleiðingar. En öðru máli gegnir um samtímaatburði, því þeir atburðir eru enn að gerast og eru enn í fullri mótun. Undir Stjórn Kommúnista Það er óhætt að fullyrða að lífskjör pólsku þjóðarinnar hafi farið versnandi eftir að Sov- étmenn komu á kommúnistastjórn í landinu árið 1948. Versnandi lífskjör og hóflaust arðrán Sovétstjómarinnar leiddu til verkfalla og óeirða árið 1956. Verkamenn höfðu upp- haflega takmarkað sig við efnahagslegar kröfur en tóku brátt þá stefnu að krefjast stjómmálalegra breytinga. Yfir 50 verka- menn voru felldir af hermönnum og nokkur hundruð manns særðust og pólsk og sovésk stjórnvöld túlkuðu atburðina þannig að vest- ræn öfl hefðu kynt undir lýðræðisþróun til að grafa undan sósíalisma í landinu. Til að afstýra frekari uppreisnum var Wladyslaw Gomulka settur við völd með það markmið að koma á ströngum og skipulögðum umbót- um. í fyrstu tókst að framkvæma umbætur í verðlagsmálum og verði á landbúnaðaraf- urðum var haldið óbreyttu með niðurgreiðsl- um sem síðar gerðu ríkissjóðinn stórskuidug- an. Stjóm Gomulka var því aðeins óstjórn í stað annarrar þrátt fyrir góðu loforðin. í desember 1970 gerðu Pólveijar uppreisn þgar ríkisstjórnin hækkaði verð á brýnustu lífsþurftum og helsta bæli hinnar félagslegu ólgu var Lenin-skipasmíðastöðin í Gdansk og Parísarkommúnu-skipasmíðastöðin í Gdynia. Verkamenn stofnuðu verkfallsnefnd- ir til að geta samið við ráðamenn og mikil- vægustu kröfur þeirra voru að fá samnings- rétt, að verðhækkanir yrðu afturkallaðar, laun hækkuðu og að ýmsum ráðamönnum yrði vikið úr embætti. Stjórnvöld brugðust hart við og beittu hermönnum á verkamenn og um 500 manns létust milli 14. og 19. desember 1970 og við lá að borgarastyijöld brytist út því að verk- föllin náðu um allt Pólland veturinn 1970-’71. Gomulka vék úr sæti fyrir Edward Gierek sem lofaði betri tíð eins og forveri hans hafði gert, og hagsældin einkenndi fyrstu 5 stjórn- arár hans. Pólska ríkisstjórnin tók lán frá Vesturlöndum, safnaði upp 20 milljarða doll- ara skuldum og í júní 1976 komu fram fyrstu merki um óróa þegar stjórnin lagði fram til- lögur um miklar hækkanir á matvöruverði. Víða um landið fóru verkamenn í verkfall og óeirðir brutust út, en „Vandamálið ’76“ var leyst eins og svo oft áður. Hækkanirnar afturkallaðar að hluta; leiðtogar almennings, ekki síst verkafólks, leiddir fyrir dómstóla og dæmdir fyrir að „æsa til uppþota."2 barátta Verkamanna Hefst En þeir sem stóðu saman að verkföllunum voru bæði verkamenn og menntamenn og þeir mynduðu með sér bandalag í september 1976, Komitet Obrony Robotników eða KOR (Félagslega sjálfsvarnarnefndin), því þeir áttu samleið; stjómin réðst á lýðræðisleg réttindi verkalýðsins og menntamenn voru sífellt að gagnrýna stjórnina. Hinir síðar- nefndu voru oft handteknir fyrir gagnrýni sína, en þessi hreyfing barðist fyrir almenn- um réttindum ekki aðeins fyrir félagsmenn, heldur alla sem þurftu á þeim að halda.3 „En eins og gjaman vill verða þar sem félaga- frelsi er takmarkað breyttust þessi samtök síðar í allsheijarsamtök þeirra sem voru á móti ríkjandi kerfi, að einhveiju eða öll leyti.“4 Efnahagur Póllands var á hraðri niðurleið á síðari hluta áttunda áratugarins, öll fram- leiðsla var nánast lömuð, skortur á eldsneyti gerði verksmiðjur óstarfhæfar og tap þjóðar- innar jafnaðist á við það sem glatast í nátt- úmhamfömm: „En auðvitað gat enginn ... búist við öðm en verkföllum eins og þau vom í fortíðinni, eingöngu stjórnað innan kerfis- ins: verkamenn myndu yfirgefa verksmiðj- umar, jafnvel eyðileggja staðbundnar höfuð- Andlit Samstöðu útá við:Lech Walesa. stöðvar flokksins, en á endanum myndu þeir treysta þessum sama flokki fyrir því verk- efni að bæta ástandið."5 En það vom engar venjulegar aðgerðir í vændum hjá pólskum verkamönnum, því síðla árs 1977 tóku fyrst að myndast óopinberar verkalýðseiningar í borgum landsins og þann 29. apríl 1978 var stofnað Fijálsa, sjálfstæða Eystrasaltsverkalýðsfélagið með það að markmiði að vernda mannréttindi, efnahags- leg og lagaleg réttindi allra launþega. Meðal stofnenda þess var Lech Walesa. Vegna linnulausra árása lögreglunnar var starfsemi hinna rúmlega 100 smáu verkalýð- seininga mjög takmörkuð, KOR hóf ólöglega útgáfu á málgagni verkamanna, Robotnik (Verkamaðurinn) og Lech Walesa og Ándrezej Gwiazda tókst að skipuleggja mót- mælafundi við Lenin-skipasmíðastöðina í Gdansk, þar sem verkamönnum var beinlínis slátrað af hermönnum árið 1970. Fjöldi manna var handtekinn, aðalmarkmið þeirra var að koma á sjálfstæðum verkalýðshreyf- ingum, hvetja verkamenn til að leggja barát- tunni lið og hætta að sætta sig við óbreytt ástand. I kröfum verkamanna fólst launa- hækkun, 40 stunda vinnuvika, aukið atvinnu- öryggi, afnám forréttinda og verkfallsréttur.6 PÓLSKA STJÓRNKERFIÐ Eins og fyrr greinir var efnahagur Pól- lands mjög slæmur og virtist stefna í þjóðar- gjaldþrot, alls staðar ríkti skortur á nauð- synjavörum, öll stjórnun var léleg, gífurlegar skuldir söfnuðust upp og slæm veðrátta olli uppskerubresti. Kolavinnsla og önnur fram- leiðsla hafði nær stöðvast í landinu og ófar- irnar má að ýmsu leyti rekja til sjálfrar ríkis- stjórnarinnar. Hið opinbera nafn pólska kommúnistaflokksins er Hinn pólski samein- aði verkamannaflokkur (PZPR) og er eins og hinn sovéski kommúnistaflokkur leiðandi afl í öllu samfélaginu með miðstýringu að leiðarljósi. Kerfið er marghæða, allt frá hinni smáu flokksdeild í héraði til framkvæmda- stjórnar flokksins (Politburo) ög ráðherr- anna. 11 manns eru í hvorum söfnuði og af þeim eru 5-6 manns sem sitja í báðum. Þess- ir fáu einstaklingar sitja einir að æðstu völd- um í landinu. Pólska ríkisstjómin er leidd af forsætisráðherra og varaforsætisráðherr- um og forsætisráðherrann gengur aðalritara kommúnistaflokksins næstur að völdum. Og það hefur komið fyrir að einn maður gegni báðum embættum. Það er Jaruzelski hers- höfðingi.7 Sannarlega tíðkast ekki vestrænt lýðræði í Póllandi, ekki einu sinni í pólska þinginu, Sejm, en þar hafa fram til þessa ekki verið frjálsar kosningar. Fram að myndun Sam- stöðu um haustið 1980 áttu verkamenn ekki annarra kosta völ en að vera meðlimir í verka- lýðsfélögum sem voru undir stjórn kommúni- staflokksins og það líkaði þeim illa. Fysta krafa verkfallsmanna; að fá frjáls verkalýðs- félög, er til marks um það. Árið 1979 jók pólska ríkisstjórnin fjár- framlög til hervæðingar (að skipun Sovét- manna) en yfir 5% af allri þjóðarframleiðslu fer í að efla herinn. í júlí 1980 hækkaði verð á kjöti um 40-60% og í kjölfar þess brutust út verkföll í Varsjá og fleiri borgum og þús- undir verkamanna kröfuðust tafarlausra launahækkana. Stjórnvöld kusu að bregðast við þessari verkfallsöldu með því að senda fulltrúa sína til Úrsus- og Zeran-verksmiðj- anna í Varsjá og ræða við fulltrúa verka- manna og þar var þeim lofað að laun yrðu hækkuð og að ýmsum verðhækkunum yrði frestað. En þótt öll samskipti milli verk- smiðja hafi verið bönnuð í Póllandi, þá spurð- ust tíðindin út milli fyrirtækja í landinu (m.a. fyrir tilstilli KOR) og allir kröfðust sömu umbóta. Þann 14. ágúst 1980 fóru verka- menn í Lenin-skipasmíðastöðinni í verkfall til að fá endurráðna tvo fyrrum verkfallsleið- toga: Onnu Walentynowicz og Lech Walesa, 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.