Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Blaðsíða 2
Nöfn Árnesinga 1703-1845 - 4. hluti AÐEINS EINN AF HUNDRAÐI TVÍNEFNDUR1845 Arið 1703 bar 81 íslensk kona nafn- ið Bergljót, og þá var það algeng- ara norðan lands og vestan en á Suðurlandi, og var t.d. engin í Árnessýslsu. 1801 var nafnið komið til Ár- nesinga, en var þar lengi sjaldgæft. Á 19. öld fækkaði íslenskum konum sem báru Bergljótar-nsLÍn, líklega vegna mis- skilnings, en nú hefur nafnið verið á upp- leið um sinn, eins og það á skilið. Kannski hafa einhveijir íslendingar tekið eftir því, að hið virta Ög vinsæla skáld Norðmanna, Bjömstjerne Björnson, skírði dóttur sína þessu nafni, og svo var texti Guðmundar skólaskálds úr Njálusyrpunni sunginn undir þekkilegu lagi (Eg Veit að metorð og völdin há). Nú kemur erfitt nafn, Drysíana (Drisjana). Mér er ekki ljóst hvaðan þetta nafn hefur borist, finn það t.d. ekki í hópi dýrlinga né rímnapersóna. Nafnið er hingað komið í síðasta lagi á 17. öld, en var ein- skorðað við landið sunnanvert. Sjö voru alls 1703, en fímm 1801, ein þeirra í Árnes- sýslu. Um miðja 19. öld sýnist mér nafnið deyja út hérlendis. Eiðbjörg. Um mannsnafnið Eiður og for- liðinn Eið- í mannanöfnum er flest í óvissu, en þó má reyna að hafa það fyrir satt, að þama sé fólgin merkingin „sannur" eða „traustur". Eiðbjörg kemur fyrir í Noregi á 14. öld, en á íslandi sést það ekki fyrr en í manntal- inu 1703. Þá hétu þijár konur þessu nafni og vom vestanlands. Árið 1801 vom aðeins tvær, önnur í Ámessýslu, hin í Barðastrand- arsýslu. Nafnið lifði vestanlands fram undir miðja öldina, en hverfur svo og sýnist ekki hafa verið endurvakið. Eyleifur er gömul samsetning = „auðnu- leifur". Ekki er þetta dónaleg merking, því leifurer sá sem lifir, sbr. líf (1. hljóðskipta- röð). Sjö menn hétu Eyleifur 1703, en fjórir 1801, þar af einn Ámesingur. Nafnið hefur rétt aðeins lifað af til okkar daga. Ekki er frítt við að þessu nafni sé stundum ruglað saman við Eilífur, en í því nafni felst óskin um langt og ríkt líf. Freysteinn er forn norræn samsetning. Freyr var guð árgæsku, friðar og fijósemi, en sjálft orðið merkir „herra, sá sem ræð- ur“, gotnesku frauja = drottinn almáttugur. Eftir GÍSLA JÓNSSON Nafnið Freysteinn var á öldum áður nær einskorðað við Skaftafells- og Árnessýslur, og árið 1845 t.d. var það einungis að fínna í hinni síðamefndu. Menn, sem þessu nafni hétu, vom alltaf fáir, 4-6 í öllum aðalmann- tölum frá 1703-1910. Á 19. öld hefur nokkuð fjölgað, svo nafn- ið er vel lifandi. Árið 1982 vom tveir svein- ar skírðir Freysteinn. Friðsemd er dæmi um þess konar kven- heiti íslensk, er hugtök, góðrar merkingar, em nafngerð. Um uppmna þessa nafns skortir mig heimildir, en þegar árið 1703 var ein kona hérlendis svo nefnd: Friðsemd Einarsdóttir, 35 ára húsfreyja í 4. hjáleigu frá Gufunesi í Kjósarsýslu. Nú langar mig að gera ofurlítinn. útúrd- úr. Snemma á öldum vom latnesku hugtök- in fídes (=trú), spes (=von) og Caritas(= kærleikur) persónugerð. í íslensku helgi- kvæði frá því um 1400, Heilagra meyja drápu, em helgar meyjar, dætur Sofíu nokk- urrar, nefndar þessum nöfnum. Og nöfnin, ásamt hinu gríska heiti móðurinnar, bárust út um heiminn. Öll komust þau inn í íslensku. Sof(f)íá (=viska) var tekið upp á 15. öld. Meiri óvissa er um hin, en í síðasta þætti Grettis sögu heitir ein helsta persónan Spes. Hún er að vísu látin eiga heima í Miklagarði og hefur átt fáar nöfnur á landi hér, en Fídes („þjóðskýring" Fídís) nokkrar og Karítas (Caritas) margar. Tvö síðast töldu nöfnin vom líka notuð í Þýskalandi, en á Englandi þýddu menn nöfn dætranna, og eftir siðaskipti tóku menn þar í landi að skíra meyböm Faith, Hope og Charity. Ekki hefur okkur hugkvæmst að skíra meyj- ar nöfnunum *Trú, *Von og *Kærleikur, þegar af þeirri ástæðu, að síðasta orðið er karlkyns. Þetta var útúrdúr um hugtök, góðrar merkingar, sem hafa verið nafngerð, og em miklu fleiri dæmi um slíkt með öðmm þjóð- um en íslendingum. En víkjum aftur að friðsemdinni sem var orðin kvenmannsnafn á 17. öld. , - Á 18. öld barst nafnið til Ámesinga, og 1801 vom tvær á landinu, í Ámessýslu og Kjósarsýslu. Við þessar slóðir var nafnið bundið fram eftir 19. öld og var enn 1910 hvorki til norðan lands né austan. Hafði þó Friðsemdum fjölgað í 19, og af þeim vom níu fæddar í Ámessýslu. Nú hefur aftur fækkað og nafnið er alls ekki í náðinni síðustu áratugi. Guðni er talið vera fornt tökuheiti úr ensku, Godwine = vinur guðs. Nafnið er talið hingað komið í gerðinni Guðini þegar á 11. öld, en styttist brátt í Guðni og hefur orðið algengt. Enginn var þó í Sturlungu, en árið 1703 em 32, flestir þá í Rangár- vallasýslu. Síðan fjölgar mönnum með þessu nafni jafnt og þétt, ekki síst í Ámessýslu, urðu þar til dæmis 27 árið 1855. Árið 1910 voru á öllu landinu 280, þar af 46 fæddir Árnesingar. Enn fjölgar Guðnum. í þjóðskrá 1982 era þeir 771 (45. sæti karla), og í síðustu ár- göngum em oftast 15-20 í hveijum, svo segja má að nafnið sé í tísku. Hilaríus er latneskt nafn, af lýsingarorðinu hi7arís=glaður. Hilarius nefndist franskur biskup, dó 368. Var tekinn í tölu dýrlinga, messudagur 13. eða 14. janúar. Nafn þetta var tekið upp á íslandi á 18. öld. Fyrsta þekkt dæmi er Hilaríus Illugason (1735-1802). Hann var prestssonur frá Hmna í Ámessýslu og varð sjálfur prestur að Mosfelli í Grímsnesi. Árið 1801 var einn annar Hilaríus, ársgamall, í Flatey á Breiða- fírði. Nafnið lifði svo sunnan lands og vest- an og var um hríð nær einskorðað við ísa- fjarðarsýslu. Árið 1910 hétu fímm íslend- ingar Hilaríus, allir fæddir þar vestra. Nú sýnist mér nafnið dautt hérlendis. Húnbjörg er gömul norræn samsetning, en mjög hefur nú farið fækkandi nöfnum sem hefjast á forliðnum Hún-. Af tíðleika þessara nafna fyrr á öldum verður eðlilegt að álykta að ríún-samsvari frumgermanska orðstofninum hún sem getur táknað hæð eða styrkleika, sbr. þýsku hiine= risi. Vænt- anlega er þjóðarheitið Húnar með þessa styrkleikamerkingu. Við skulum því segja að Húnbjörg merki „sterk björg eða bjarg- vættur“. Tvær Húnbjargir voru á íslandi 1703, önnur í Barðastrandarsýslu, en hin í Gull- bringu- og Kjós. En árið 1801 hafði nafnið borist til Amesinga, voru þar í sýslu tvær, og svo hélst langt fram eftir öldinni. Húnbjargir virðast hafa orðið flestar á íslandi um miðja 19. öld, sjö alls bæði 1845 og 1855. Nú er nafnið í nokkurri útrýming- arhættu, enda er auðvelt að slíta í sundur kvenheiti með forlið og segja „hún Björg“ eða „hún Gerður". Þetta geta menn ekki í karlheitum, endalifír Húnbogi betur. Sumar erlendar þjóðir hafa týnt háinu framan af nöfnum sem þessum og „lagað“ þau meira til. ítalir hafa t.d. Umberto, en það er Hún- bjartur á tungu okkar. Inghildur er gömul samsetning, en kannski ekki forn. Hildur er valkyija, en forliðurinn táknar líklega samband við guði eða konung. Ingi er gamalt heiti konungs oglngvieða Yngvi er guðinn Freyr. Inghild- ur er þá „guðleg eða konungleg valkyija". Minna má gagn gera. Elsta dæmi þessa nafns, sem ég fínn hérlendis, er Inghildur Jónsdóttir í Gljúfur- holti í Ölfusi, fædd 1695. Hennar getur ekki í manntalinu 1703. Árið 1801 em svo tvær: Inghildur Boga- dóttir, þrítug, húsfreyja á Stað í Hrútafírði, og nafna hennar Þórðardóttir, sex ára, á Vötnum í Reykjasókn í Ámessýslu. Hin eldri hefur fallið niður í Nafnalykli séra Björns Magnússonar. Árið 1845 vegnaði Inghildar-naim best. Þá vom fjórar og allar í Árnessýslu. Tíu ámm seinna var dýrðin strax úti, aðeins ein þeirra eftir, og ég sé engin merki nafnsins 1910 eða síðar (nema í hagyrðingsheitinu Inghildur austan). Jason er nafn grískrar hetju, skylt sögn sem merkir að lækna. í biblíunni er getið Jasons sem tók vel á móti Páli postula og Silasi í Þessalóníku. íslendingar ortu rímur úm Jason. Einn var Jason á íslandi 1703 og sá í Rangárþingi. Tæpri öld síðar var enn einn, Jason Jónsson, 37 ára, á Bryggju í Hauka- dalssókn í Árnessýslu. Síðan fjölgaði lítið eitt, og 1845 em sex, helmingurinn Hún- vetningar, en einn í Ámessýslu, Jason Eiríksson, 7 ára, í Framnesi í Skálholts- sókn. Árið 1910 vom aðeins þrír á landinu öllu, einn þeirra fæddur í Ámessýslu. Nafn- ið lifir enn, en er fátítt. „Öndverðir skulu emir klóask“, segir gamalt orðatiltæki. Að klóast er víst að beita klónum, en til þess voru vargar likleg- ir. Sá sem sýnir klær eða beitir klóm, var nefndur klæingr, seinna klængur. Menn fengu þetta viðurnefni óg að fornu var það síðan gert að skímarnafni. Hrafninn heitir öðm nafni blængur, af blár= svartur. Það fór eitthvað svipaða leið og klængur, og stundum slær saman heitunum Blængur og Klængur. Bær í S^arfaðardal var ýmist nefndur Blængshóll eða Klængshóll. Mannsnafnið Klængur er fomt bæði í Noregi og á íslandi. Nafnið var hreint ekki fátítt, átta t.d. í Sturlungu og þar í miklum höfðingjaættum. En svo liðu langar aldir, að nafnið var ekki í náðinni, rétt hjarði, einn í öllum aðal- manntölum í röskar tvær aldir, 1703-1910. Langa hríð á 19. öld varðveittu Árnesingar þetta sögufræga nafn einir. Nafnið er enn ákaflega fátítt, en hefur þó aðeins lifnað. Klængur Stefánsson á Hlöðum er í hrepps- nefnd Glæsibæjarhrepps. María var lengi vel svo heilagt nafn í Norður-Evrópu að minnsta kosti, að menn skirrðust við að láta jarðneskar konur bera það. Engin María var á íslandi 1703. Hins vegar hétu fjórar konur Mario eða Marjo, og vita menn ekki fyrir víst, hversu skýra skuli. En á 18. öld 'fékk ekkert stöðvað tilkomu Maríu-nafns á íslandi, og 1801 voru þær orðnar 104 á landinu öllu. Miklu var nafnið framan af tíðara norðan lands en sunnan, en hafði þó borist til Árnesinga, þegar hér var komið sögu. Nafnið María er hebreskt og kemur fyrst fyrir í gerðinni Miriam. Um uppruna og merkingu era deildar meiningar. Eg fylgi skýringu Jóns Hilmars Magnússonar, rit- stjóra á Akureyri. Hann er lærður á klass- ískar fomtungur og kennir mér svo: „Orð- stofninn mar-, mer-, mir- í hebresku merkir kvöl, sársauki, en einnig kraftur og styrk- ur.“ Framgangur nafnsins María hefur orðið mikill á landi hér, ekki síst eftir að tvínefni komust í tísku. Árið 1910 hétu svo 911 íslen- skar konur (11. sæti; 2,1%). í þjóðskrá 1982 em Maríur 3028 (nr. 7). Árið 1960 vom 72 meyjar skírðar María, 97 árið 1982 og 87 árið 1985. Er nafnið í fyrsta sæti kvenna tvö síðasttöldu árin. Oddfríður er fom norræn samsetning. Nafnið var ekki algengt. Forliðurinn táknar annað tveggja; vopn eða forystu, sbr. odd- viti. Viðliðurinn táknar ást, vináttu, vernd og síðar gott útlit. Engin Oddfríður er nefnd í Sturlungu, en 1703 voru 13, flestar vestan- lands. Þessi tala hélst svipuð langt fram eftir öldinni, en í upphafí hennar hafði nafn- ið numið land í Árnessýslu. Undir lok aldarinnar fjölgaði talsvert, og voru Oddfríðar 26 árið 1910, en síðan tók að fækka. Þó heita 23 konur Oddfríður einu nafni eða aðalnafni í þjóðskrá 1982, en fæstar þeirra em í Ámessýslu. Petronella er grískrar ættar, einhvers konar afleiðsla karlheitisins Pétur eða Petronius. Grikkir þýddu arameska orðið Kefas og gerðu úr því Petros á sina tungu, það er klettur eða hella. Þess er getið í gömlum fræðum, að Pétur nokkur ætti prúða dóttur, þá er héti Petron- ella. Hún þjáðist af líkþrá og var píslarvott- ur. Menn greinir hins vegar á um hvort hún væri dóttir Sankti-Péturs eða einhvers nafna hans. Ýmsir vildu ekki trúa því að postulinn hefði getið barn. Nafnið Petronella (Petronilla) barst um heiminn og breyttist stundum í Pernille, t.d. með Dönum. Alla leið komst Petronella til íslands, og þótti sumum við hæfí að Péturs- dætur bæm þetta nafn, en fáar vom þær og em. Ein Petronella var á íslandi 1703 og sú í Skaftafellssýslu. Árið 1801 var aftur ein og nú í Ámessýslu, Petronella Jónsdóttir, 15 ára á Neistastöðum í Villingaholts- hreppi. Síðan fjölgaði aðeins og nafnið hélst í sýslunni, urðu fjórar þar 1855. Af níu Petronellum á íslandi 1910 var þriðjungur- inn fæddur í Árnessýslu. Nafn þetta hefur átt lítilli hylli að fagna hérlendis síðustu áratugi. Höfundur er fyrrv. menntaskólakennari á Akur- eyri. Jón og Gunna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.