Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1991, Blaðsíða 11
Nissan Sunny er fáanleg-ur í fjórum mismunandi gerðum farangursrými er allgott, sérstaklega í skut- bílnum og það er hátt til lofts og vítt til veggja ef svo má að orði komast þegar sest er inn í bílinn. Á það við um allar gerðir, höfuðrými er yfrið nóg. Sunny er fáanlegur bæði með 5 gíra bein- skiptingu eða sjálfskiptur og langbakurinn er fáanlegur með sítengdu aldrifi. Sunny hlaðbakur SLX, þrennra dyra og fimm gíra kostar í staðgreiðslu 869 þúsund krónur án ryðvarnar og skráningar. Með sjálfskiptingu kostar hann tæpum 40 þús- und krónum meira. Beinskiptur stallbakur kostar 949 þúsund krónur staðgreiddur og 988 sé hann tekinn með sjálfskiptingu. Skut- bíllinn með aldrifinu á að kosta 1135 þús- und krónur en hann er ekki væntanlegur fyrr en eftir nokkrar vikur. Nýr Sunny frá Nissan Sunny er fáanlegur í þremur aðalgerð- um eða sem hlaðbakur, stallbakur og langbakur eða skutbíll. Vélin er 1600 rúmsentimetra og 95 hestafla með 16 ventlum en í GTI gerðinni er fáanleg tveggja lítra 143 hestafla vél sem fyrst kom fram í Primera þegar hann var kynntur á liðn'u hausti. Sunny er vel útbúinn, með samlæsingu og rafdrifnum rúðum og aflstýri, hlutum sem eru í raun ekki lengur mögulegir auka- hlutir heldur sjálfsagður hluti af hveijum bíl. Ekki var tækifæri til að prófa bílinn í akstri en við skoðun vekur strax athygli að Nissan umboðið Ingvar Helgason er nú að kynna nýjan Nissan Sunny. Þessi gerð leysir af hólmi eldri Sunny og er hér um að ræða algjörlega nýjan bíl frá grunni. Sunny er fáanlegur í mörgum gerðum og ýmsum verðflokkum, frá um 900 þúsund krónur og upp í liðlega 1200 þúsund. Með þessum nýja Sunny keppir Nissan á hinum harða markaði bíla af meðalstærð og segjast forráðamenn fyr- irtækisins hafa skoðað vandlega bíla keppinautanna í þessum flokki þegar framleiðslan var undirbúin. Þeir leggja óhræddir í samkeppnina og fullyrða að kaupendur hins nýja Sunny verði sólar- megin í Iífinu Ford Explorer er nu kominn til Islands. Ford Explorer kominn til landsins Explorer heitir nýi jeppinn frá Ford sem tekið hefur við af Bronco en Ford umboðið Globus hefur síðustu dagana hafið kynningu á þessum nýja jeppa. Explorer telst til flokks lúxusjeppa, þetta er stór og rúmgóður bíll með fjög- urra lítra og sex strokka vél og kostar á bilinu 2,3 milljónir og upp í um 3 m. kr. E ' xplorer hefur verið vel tekið í Banda- ríkjunum og meðal annars fengið viðurkenninguna fjórhjóladrifs bíll ársins. Við munum kynna þennan bíl á næstunni en sem dæmi má nefna að fernra dyra bíll með sjálfskiptingu, sex strokka fjögurra lítra vél kostar staðgreiddur 2.750.000 án ryðvarnar og skráningar. Af búnaði má nefna toppgrind, rafdrifnar rúð- ur, samlæsingar, rafdrifnir útispeglar, há- baksstólar, veltistýri, hraðafesting, útvarp með segulbandi og fleira. Ljóst er að með núverandi stöðu banda- ríkjadals eru bílar frá Bandaríkjunum í góðri samkeppnisstöðu hérlendis. Enda hyggjast stjórnendur Globus tefla fram fleiri nýjung- um frá Ford á næstunni, m.a. Aerostar. jt Er hægt að spara bensín? Nokkur umræða um bensínsparnað hef- ur átt sér stað að undanförnu og er sjálf- sagt rétt að minna sjálfan sig og aðra á að það getur verið til vinnandi að draga úr bensínnotkun. Kaupi menn bensín fyrir 10 þúsund krónur á mánuði eða allt að 120 þúsund krónum á ári getur 10% minni bensínnotkun numið nokkur þúsund krónum. r' Abensínstöðvum Olíufélagsins liggur frammi blað með ábendingum um bensínsparnað. Nokkur ráðin eru einföld: Að gæta þess að hafa réttan loft- þrýsting í hjólbörðum; að forðast hraðakstur og segir að bensíneyðsla á 100 km hröðum akstri sé allt að 22% meiri en akstur á 70 km hraða; að á 30 sekúndna lausagangi eyði vélin meira bensíni en hún þarf til að ræsa hana á ný; að aka rólega af stað og að aka með jöfnum hraða og minnt er á að toppgrindur og aðrir aukahlutir á bílnum auka loftmótstöðu og þar með bensíneyðslu. Þá er minnt á þýðingu þess að vélin sé ávallt vel stillt og að loftsían sé ávallt hrein. Vitanlega er erfitt í borgarumferð að aka með jöfnum hraða og það getur tíka verið erfitt að aka rólega af stað þegar menn eru að flýta sér. Seinir eða streittir ökumenn eru kannski ekki að hugsa um sparnað þeg- ar þeir eru að sperra sig í umferðinni og reyna að komast fram fyrir náungann. Hins vegar eru svona ábendingar þarfar og auð- vitað ættum við að reyna að temja okkur sparnað á þessu sviði (alveg eins og við erum alltaf að spara á öðrum sviðum - eða hvað!). Það ætti að minnsta kosti að vera sjálfsagt mál að aka ekki á 100 km hraða (hvar má það hérlendis?) þegar maður veit að það er talsvert dýrara. Og ef menn af- saka sig með því að þykjast vera seinir er eina ráðið að leggja fyrr af stað. jt Saab og Opel undir sama þaki Saab og Opel eru nú framleiddir undir sama þaki í einni verksmiðju Saab í Finn- landi. Athuganir og tilraunasamsetning- ar hófust í fyrra og 3. janúar sl. hófst framleiðsla á Opel Calibra þar sem ein- göngu höfðu verið framleiddir Saab 900 bílar en þeir verða samt framleiddir þar áfram. Þ essi nýja samvinna er til að ná meiri nýtingu á verksmiðjunni í Nystad í Finnlandi. Ráðgert er að framleiða 21 þúsund Opel Calibra en yfirbyggingin kemur frá Þýskalandi. Jafnframt verður dregið úr framleiðslu á Saab 900 enda á hún að flytjast að mestu til Málmeyjar. Verður einkum framleitt fyrir finnska mark- aðinn. Til að ná þessari hagræðingu þurfti að fjárfesta talsvert áður en samsetning á Calibra gat hafist. Nam fjárfestingin sem svarar um 4 milljörðum íslenskra króna. Undirbúningur hófst á síðasta ári og voru starfsmenn þá þjálfaðir og tölvustjórnun framleiðslunnar skipulögð og skrifuð forrit. Þjálfun starfsmanna fólst meðal annars í því að þeir voru látnir taka sundur Calibra bíla og setja þá saman á ný. Um 80% vinn- unnar fer fram sjálfvirkt, með hugvélum eða tölvustýrðum vélum. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. FEBRÚAR 1991 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.