Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 4
SVIPMYND FRA 17.0LD Ari,,Vestfj arðakóngur'c og Spánveijavígm Efri myndin er af málverki Þjóðminja- safnsins af Ara og Kristínu. Sú neðri sýnir minningartöflu Magnúsar prúða, föður Ara Magnússonar. Hann og fjöl- skylda hans. Baskarnir voru hvalveiðimenn og engir ræningjar, en eftir að skip þeirra brotnuðu og enga hjálp að hafa, neyddust þeir til að ræna, þar á meðal skútu. Þeir voru sumir vel menntaðir og höfðu bækur með sér. Aðför Ara sýslumanns að þeim þótti lofsverð þá, en villimannleg í augum nútímafólks, enda kemur í ljós, að græðgi var sú hvöt sem að baki lá. Abjörtum sumardegi árið 1594 reið fríður flokk- ur heim að biskupssetrinu á Hólum í Hjalta- dal. Foringi hópsins var yngsti sýslumaður landsins, Ari Magnússon, og í fylgd með hon- um voru átján ungir sveinar, sem allir voru Eftir BRYNDÍSI SVERRISDÓTTUR átján ára. Ari hafði fengið augastað á Krist- ínu, dóttur Guðbrands biskups, og var nú kominn til þess að biðja hennar. Guðbrandur biskup gekk út þegar flokk- urinn þeysti í hlað. Hann bauð Ara að ganga til stofu, en hann afþakkaði og bar þess í stað upp erindi sitt. Guðbrandur tók heldur dræmt í það, enda virtist honum maðurinn hinn mesti spjátrungur. Hann þekkti þar að auki marga ættmenn Ara og hafði átt í útistöðum við nokkra þeirra, og var ekki áfjáður í að tengjast þeim. Á meðan þeir töluðust við stóð Kristín biskupsdóttir við glugga og fylgdist með öllu sem fram fór á hlaðinu. Henni leist mjög vel á þennan hávaxna og höfðinglega mann og hún hafði grun um hvert erindi hans við föður hennar væri. Kristín sá að faðir hennar tók erindi Ara heldur fálega og hún vissi, að höfðingjar þeirra tíma þáðu yfirleitt ekki boð um að ganga í bæinn fyrr en þeir voru vissir um að bónorði þeirra yrði vel tekið. Því óx nú kvíði hennar með hverri mínútu sem þeir ræddust við úti á hlaði. Skyndilega sá Kristín að Ari stökk á bak hesti sínum og þeysti úr hlaði. Hún flýtti sér fram bæjargöngin og mætti föður sínum í bæjardyrunum. Hún spurði hvað Ari hefði viljað. Faðir hennar sagði henni að Ari hefði komið til að biðja henn- ar og einnig að hann hefði neitað þeirri bón. Kristín brást þá hin versta við og spurði föður sinn hvar hann ætlaði að finna ann- an slíkan mann handa sér. Biskup háifreiddist þessari af- skiptasemi dóttur sinnar, enda venja að foreldrar réðu slíkum málum, en þeg- ar hann sá hvað henni var þetta mikið alvörumál braut hann odd af ofiæti sínu og sendi mann á eftir Ara með þau skila- boð, að erindi hans yrði vel tekið ef hann gerði svo vel að ríða aftur heim til Hóla hið bráðasta. Ari sneri þá við og var honum vel fagnað á biskupssetrinu. Var brúðkaup þeirra Kristínar haldið þetta sama ár. Sýslumaðurinn ungi, Ari Magnús- son, var fæddur árið 1571, sonur Magn- úsar Jónsson- ar „prúða“, sýslumanns í Ógri og síðar í Bæ á Rauð- asandi og konu hans Ragnheiðar Eggertsdótt- ur. Hann var sendur til náms í Ham- borg, en þar átti hann frændur í móðurætt, og er talið að hann hafi dvalið þar í níu ár. Ari varð sýslu- maður í Barða- strandarsýslu árið 1592, en fékk ísafjarðarsýslu árið 1598 og þar var hann sýslu- maður upp frá því, eða í 55 ár, og bjuggu þau Kristín lengst af í Ögri við Ísaíjarðardjúp. Þau voru miklir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.