Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1992, Blaðsíða 7
busier. Walter Gropius var sonur arkitekts í Berlín og sjálfur nam hann fag föður síns. Eftir útskrift frá skólanum í Múnchen hélt hann til Spánar, Ítalíu og Hollands áður en hann fór að vinna á teiknistofu Peter Behrens í Berlín. Árið 1910 ritaði hann bækling fyrir AEG um stöðlun fjölda- framleiddra húsa, fagurfræði þeirra og fjármögnun. Þar koma fyrst fram hug- myndir um að sameina góða hönnun og lágmarkskostnað. Það voru fyrst og fremst verkamannabústaðir, sem Gropius hafði í huga. Líkt og fleiri arkitektar á þessum tíma, vann hann á mjög víðfeðmu sviði, allt frá því að teikna veggfóður til járn- brautarlesta. Gropius stofnaði eigin teiknistofu árið 1911 ásamt öðrum úr Behrens-genginu, Adolf Meyer. Fyrsta bygging þeirra var Fagus-skóverksmiðjan í Alfeld-an-der- Leine, sem næstum ævinlega er sýnd í bókum um sögu og þróun byggingarlistar sem merkur áfangi. Þar má segja að mód- ernisminn sé kominn á fullt skrið: Hvergi er sveigð eða bogin lína, hvergi minnsta skreyting. Aðeins talar hlaðinn steinn, stál og gler sínu máli. Hér er engin vísun til klassískra fyrirmynda, svo sem súlurnar í fyrrnefndri AEG-verksmiðju Peters Be- hrens. Aftur á móti þykir ekki örgrannt um að þeir Gropoius og Meyer hafi haft hugmyndir um verksmiðjur í Ámeríku, sem þá voru nýrisnar og þóttu svipaðar. Annar sem oft er nefndur meðal risanna í arkitektúr aldarinnar, Mies van der Rohe, vann hjá Behrens frá 1908-1911 og ný- klassískur strangleiki meistarans setur síð- an svip sinn á margar byggingar hans. Mies van der Rohe var síðar frægastur fyrir skýjaklúfa sína í Ameríku - Seagr- ams-bygginguna til dæmis - og það sem kallað er „International Style - Hinn al- þjóðlegi stíll - er gjarnan rakinn til hans og Gropiusar. Fyrri heimsstyijöldin hafði mikil áhrif á framvinduna í Þýzkalandi og eftirleikur- inn einnig; hvernig reynt var með Versala- samningunum að sauma að Þjóðveijum til að koma í veg fyrir að sagan endurtæki sig. Allir vita hvernig það tókst. Fáum árum síðar var Hitler kominn til valda með ný gildi, svo bæði arkitektar og mynd- listarmenn flýðu land. í Rússlandi varð til stefna, sem kölluð hefur verið Konstrúktífismi og þróaðist þar á árunum 1913-1922, eða rétt framyf- ir byltinguna, þegar öll framúrstefna í list- um var barin niður. Frumheijar í rúss- neska konstrúktífismanum vildu samt nýta listina í þágu þjóðfélagslegra framfara með því að samsama hana byggingarlist og nytjalist. Stefnan byggðist á að nota frumform og frumliti á „konstrúktífan" hátt og hafði kannski meiri áhrif annars- staðar í Evrópu, einkum Hollendingana, sem stóðu að De Stijl-hreyfingunni. Stefn- an er kennd við tímarit með þessu nafni, sem út kom í Leiden í Hollandi 1917. Hugmyndasmiðir voru málararnir Theo van Doesburg og Piet Mondrian ásamt þremur arkitektum: frægastur þeirra er Gerrit Rietveld. Við hann er kenndur hol- lenskur myndlistarskóli, þar sem margir íslendingar hafa verið í framhaldsnámi. Hugmyndafræði Se Stijl var í beinu framhaldi af Deutscher Werkbund í Þýzka- landi, sem fyrr er minnst á. Abstraktið var komið til sögunnar í byggingarlist; hús áttu að hafa hreina fleti, sem stundum komu þó hver inní annan, en áherzlan var á harðar línur, annaðhvort láréttar eða lóðréttar. Þetta minnir sterklega á geó- metríuna í myndlist, svo og myndii' Mondr- ians. Rýmið innanhúss var einnig óhefð- bundið; horfið var frá venjulegri herbergja- skipan, allt skyldi flæða saman. Ákveðin litanotkun fylgdi formúlunni; hreinir fletir með hvítu, gráu eða svörtu og ívaf með hreinum frumlitum, gulu, rauðu og bláu. Þetta var samsuða úr ýmsu. Rússinn Lissitzky hafði komið til Hollendinganna með hugmyndir rússnesku konstrúktífist- anna árið 1921 og einn arkitektanna, sem stóðu að De Stijl, hafði verið vestanhafs og hrifízt mjög af nýjum húsum eftir Frank Lloyd Wright og áherzlum hans á hreinar láréttar línur. Frægasta húsið, sem byggt var strang- lega í þessum stíl, er Schröder-húsið í Utrecht i Hollandi. Höfundur þess er Ger- rit Rietveld og húsið var byggt 1924. Framhald síðar. Gísli Sigurðsson tók saman. Peter Behrens: AEG-túrbínuverksmiðjan í Berlín, 1909. Stíleinkenni úr smiðju Forn-Grikkja yfirfærð til vélaaldar. Smám saman varð augljóst, að bygging- arefni eins og járn og steinsteypa höfðu praktískt gildi framyfir hin hefðbundnu efni. Undir merki Art nouveau höfðu þessi efni verið notuð til að ná fram því útliti, sem áður hefur verið lýst. Sú tízka gufaði upp; boðorð dagsins varð einfaldleiki og hreinleiki á sama hátt og klassíkin hafði áður verið andsvar við baroki og rókókóst- íl. Hitt er svo annað mál, að mikilsverðar og virðulegar ríkisbyggingar hingað og þangað héldu menn áfram að byggja eftir fyrirmyndum frá löngu liðnum tíma. Enn komum við að Frank Lloyd Wright, sem var ekki einungis afburðamaður í sínu fagi sem arkitekt, heldur var hann einnig framsýnn hugsuður. Hann gaf út svokallað „manifesto“ eða yfirlýsingu árið 1901: „List og handíð á vélaöld“. Þar sér hann fyrir sér það sem síðan gerðist; tilkomu tækninnar og það hvernig járnbraútarlest- ir, gufuskip, bílar og fleira tæknilegs eðlis verður sífellt fyrirferðarmeira í lífí hvers manns. Því gerir Wright þá kröfu í bók sinni „In the cause of Architecture“ að litið sé á vélina sem drifkraft nútíma menn- ingar og þarmeð hvetur hann til notkunar á stáli og steinsteypu í samræmi við véla- öldina. Fútúristahreyfingin var reist á pred- ikunum Franks Lloyd Wright og í sam- ræmi við skoðanir hans álitu fylgismenn hreyfingarinnar, að nýtízku kappaksturs- bíll væri fegurri en hin vængjaða sigur- gyðja, Níka frá Samóþrakíu (nú í Louvre). Fútúristar komu við sögu í málaralist uppúr aldamótunum og tóku þá sitthvað að láni frá kúbismanum (ítalirnir Severini og Boccione til dæmis) . Þetta var nokkuð svo öfgafull hreyfíng, þar sem menn veg- sömuðu fegurð hins nýja „iðnaðarstíls" á móti „úreltri" klassík og öðru frá fyrri tím- um. Iðnaðarstíllinn var orðin staðreynd; „Maschinenstil“ hét hann á þýzku og síg- ilt dæmi um upphaf hans er AEG-túrbínu- verksmiðjan í Berlín, teiknuð eftir fyrr- nefndan Peter Behrens árið 1909. Þetta hús er í laginu eins og grískt hof, en súl- urnar úr stáli. Það er ennþá talin vera vel heppnuð bygging og í nýlegri skoðana- könnun meðal þýzkra listfræðinga og arki- tekta, fékk það tilnefningar til að vera á meðal bezt teiknuðu húsa heimsins á þess- ari öld. Þetta var afleiðing af samtökum, sem nefndu sig Deutscher Werkbund og voru reist á þjóðfélagshugmyndum sósíal- ista. Fúnksjónalismi eða notagildi átti að vera í fyrirrúmi. Hverskonar skreyting þótti til óþurftar. Leiðarljósið í því sem nefnt er í bókum „iðnaðarstíll" var nota- gildisstefna með ívafi af nýklassík. Be- hrens varð leiðandi arkitekt þessarar stefnu í Þýzkalandi og hafði geysileg áhrif, ekki sízt vegna þess að þrír meðal fræg- ustu arkitekta komandi áratuga, unnu all- ir á yngri árum sínum á teiknistofu hans: Grophius, Mies van der Rohe og Le Cor- Margra hæða íbúðarhús úr steinsteypu var fyrst byggt í París eftir teikningum arkitektsins Perret á árunum 1902-03. Eftir að Rómveijar byggðu Panþeon var það í margar aldir stærsta sjálfberandi hvolfþak í heiminum. Það var ekki fyrr en með tilkomu steinsteypunnar á nýjan leik, að snöggtum stærra sjálfberandi hvolfþak var reist, þegar arkitektinn Max Berg teiknaði og stóð fyrir byggingu á Jahrhunderthalle í Breslau í Póllandi (nú Wroclaw). Brúðkaupsturninn í Darmstadt í Þýzkalandi. Arkitekt: Josep Olbricht, 1907-08. Þetta hús er oft tekið sem dæmi um tímamót: Jugendstíllinn, sem þýzkir nefndu svo, er að víkja fyrir hugmyndum um lireinna form. Grophius og Meyer: Sýningarskáli Werkbund-verksmiðjunnar í Köln, 1914. Jahrlf underthalle í Bres- lau í PóIIandi. Arkitekt: Berg, 1910-13. Stærsta sjálfberandi hvolfþak eft- ir að Rómverjar byggðu Panþeon. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7.MARZ1992

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.