Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1992, Blaðsíða 2
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON Þurídur formaður Þuríður snarast þóftu á mar. Þýður svar: „Menn æri!" Stýrið hjarar. Ströndin bar strikað vara særi. Eiríkur Snorrason. Hafið hennar sálu seiddi. Svalkalt djúpið hófst og freyddi, ersigldi hún einbeitt djarft um dröfn. Henni ei Sundið ófært ægði. Ólgu hafsins þegar lægði, stýrði hún fieyi heilu í höfn. Fast hún sótti fiskimiðin; við færadráttinn næsta iðin, þótt væru ei ávallt veður blíð. Víst hún lenti í vanda þungum, varðist rógi og illum tungum, en barðist mest við brim og hríð. Þegar særinn sauð á keipum, söngur storms lét hátt í reipum, þá var henni ei sorg í sál. Baráttan við storma’ og strauma stælti henni kjark og drauma: Sigling helgast hugðarmál. Hafinu var björgin bundin, biðin löng við ófær sundin, er brimið lukti vík og vog. Beitti’ hún löngum snerpu og snilli, snögg að skjótast brota milli. Örugg voru áratog. Heldur þóttu harðleg svörin, helst í ætt við óblíð kjörin. Við hana sjaldan lífið lék. Þróttmikið og meitlað málið minnti á hart og biturt stálið. Kunn hún var fyrir kjark og þrek. Hennar skap var áþekkt öldu, sem ólgar, rís á hafi köldu, en niðar stundum létt við land. Fáa átti hún vildarvini, en virti mikils sterka hlyni, er skelfdust eigi geigvænt grand. Kom þar loks að konan trausta kvaddi ver og drengi hrausta. í naust var dregið fengsælt far. En ávallt hún til elli þráði útsæinn, þar glímu hún háði, og löngum hana á brjóstum bar. Þuríður Einarsdóttir, 1777-1863, er eina konan, sem vitaö er til að stundað hafi formennsku austanfjalls á vetrarvertíðum. Hún stundaði sjó í um 50 ár, þar af var hún formaður á Stokkseyri í 15 ár og í Þorlákshöfn í 10 ár. Sjómennskan hefur öðru fremur haldið nafni hennar á lofti, enda er hún nafnkenndust allra formanna í verstöðvum austanfjalls á 19. öld. Höfundur er fyrrverandi kennari. Var Shakespeare kaþólskur? ed Hughes vann að ritinu: Shákespeare and the Goddess of Complete Being í tíu ár. Ritið kom út hjá Faber and Faber í marz sl. Kveikjan að ritinu eru skoðanir Hughes á þeirri byltingu sem siðaskiptin urðu í enskri sögu á 16. öld. Englendingar voru kaþóiskir þar til fyrir nokkur hundruð árum, en þá „frysti þá inn í mótmælendatrú“. Ted Hughes er sem kunnugt er lárviðarskáld Englendinga frá 1984. Hann er talinn hafa haft mjög mikil áhrif á enska ljóðagerð og er frumleg- astur enskra nútímaskálda. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1957. Síðan hefur hver bókin rekið aðra. Seint á sjöunda áratuginum tók goðsögunnar, mýtunnar, að gæta í kvæðum hans. „From the Life and Songs of the Crow“ 1970 er magnaður kvæðabálkur þar sem krákan segir sköpunarsögurnar á sinn hátt. Dýrin, náttúran, fljót og eyðilegt landslagið eru svið Hughes. Þessu fylgir söguleg vitund hans, sem er dýpri og altæk- ari í verkum hans en með nokkru öðru ensku skáldi nú á dögum. Þetta samvefst goðsögunni, náttúrudýrkun og skynjun afla sem eru ekki af þessum heimi og heimi ævintýra og þjóðsagna. Hann gæti manna best skynjað mynd Gríms Thomsens af tím- um ævintýra og dularmagna: „Þá var líf og ijör í fjöllum,/ fögnuður í dvergabólum/ þá var kvikt í klettum öllum/ kátt og skemmtilegt í hólum/ þá var nægt af tryggðatröllum/ og töfrafróðum hringasól- um/ en jötnar sátu á tindum tignir/ trúðu menn og voru skyggnir. — Nú er komin önnur öldin/ ófreskir ei fínnast halir/ dáinn út er dvergafjöldinn/ Dofra standa auðir salir/ enginn sér um sumarkvöldin/ svífa huldufólk um dalinn/ mehn sjá illa og minna trúa/í maganum flestra sálir búa. (Búarímur.) í þessari bók Ted Hughes koma fram kenningar Roberts GraveS um fornan átrúnað og Hvítu gyðjuna (The White God- dess 1948). Dularöfl náttúrunnar og skáld- skapurinn eru innviðir þessarar meðvitund- ar. Þessi fomi heimur samlagaðist, að skoð- un Hughes, kaþólskri trúarvitund. Synda- fallið varð með siðskiptunum. Síðan hafa Englendingar þjáðst af vondri samvisku. Siðaskiptin á Englandi voru svartnætti mikils hluta þjóðarinnar, listavðrk og hand- rit voru brotin og brennd, kirkjur og klaust- ur rifín og fjöldi manna settur út á gadd- inn, — enn þann dag í dag má sjá aðferð- ir barbaranna í rústum og leifum kirkju- legra bygginga. Þessu fylgdu pyndingar og aftökur. Sá sem sleit öll tengsl við páfastólinn og hóf mótun ríkiskirkju á Englandi var Hinrik VIII. Hann verður, í þessari mýtu, ófreskjan sem veldur syndafallinu. Það er bæði styrkleiki og veikleiki þessa rits að Ted Hughes lítur á enska sögu sem stór- kostlega mýtu, á þann hátt magnar hann mynd sögunnar um allar aldir. Sagan er máluð sterkum litum og penslarnir eru breiðir og litameðferðin afgerandi og mögnuð. Ted Hughes er ekki einn á báti að gera sögu vissra tímaþila þjóðarsögunn- ar að mýtu, það er mjög algengt, þegar menn láta tilfinningamar ráða útlistun sögunnar, sem oft vill verða. Þjóðemis- stefnur 19. og 20. aldar hafa mótað sögu margra þjóða að mýtunni. Og sú saga er þeim sem gengur henni á vald jafnsönn og þurrar hlutfallstölur, ef ekki sannari og ólíkt skemmtilegri. En eins og kunnugt er, er auðvelt að taka tölur í þjónustu lyginnar. Shakespeare hefur alltaf verið mönnum ráðgáta. Ótal bækur hafa birst um hann og verk hans og þau krufin af mikilli íþrótt. Skoðanir manna eru skiptar um persón- una, hver hann var og hvað hann segir í verkum sínum. Um trúarafstöðu Shakespe- ares hefur verið deilt. Margir álíta hann vera trúlausan, þótt hann hafí haft við hefðbundnar iðkanir á sínum tíma. Flestum kemur saman um hver Shake- speare var og ættir hans eru raktar sam- kvæmt því. í riti Peters Milwards jesúítap- aters og fræðimanns: „Shakespeare’s Rel- igious Background“ em ættir Shakespears raktar og svo gerir Ted Hughes í sínu riti. Ardens ættin, sem var ættarnafn móður hans, var öll talin rammkaþólsk og Edward Arden af hliðargrein við móður Shakespe- ares var grunaður um að hafa tekið þátt í samsæri um að myrða Elisabetu I. Vegna þessa gmns var aftur hafin ofsókn á hend- ur hinum grunuðu. Edward Arden var dæmdur til dauða og tekinn (af lífi. Ted Hughes fjallar um föður Shakespeares, John, og að hann hafi neitað að taka þátt í guðsþjónustum ensku biskupakirkjunnar. Ted Hughes telur einnig að hin svonefnda „Andlega erfðaskrá“ Johns, sem fannst 185 árum eftir lát Johns (d. 1601) undirrit- uð af John Shakespeare, sé staðfesting og yfírlýsing um að hann sé trúaður kaþólikki. Það em þessi ótvíræðu tengsl ættmenna og skylduliðs Shakespeares, sem urðu kveikjan að útlistun hans á leikritum Shakespeares. Hughes telur að þegar Shakespeare yrkir um Venus hafí hann í huga Maríu mey. Hann telur að Shakespeare hafí „verið vitni að hinum hryllilegu ofsóknum á hend- ur kaþólikkum og að hann hafí verið svo kaþólskur, eins og hann telur sig sjá í verk- um hans, að það hafí nálgast fífldirfsku á þessum tímum.“ Hughes gerir Shakespeare að sjálfum sér í útlistun sinni á sögu Englands og að honum hafí verið ljóst það „syndafall“ sem varð í enskri þjóðarsál, með siðaskiptunum. Þar með hafí heildstæður menningarheim- ur kristinnar og heiðinnar magíu hrunið, tveir heimar miðalda og þar með hafi tap- ast „hin andlega spektin“ og Jarðligur skilningur“ mótað enskan mannheim með þeim afleiðingum, sem Ted Huges telur að hafi leitt þjóðina frá upphaflegu sam- spili við dulin öfl til eyðimerkur markaðs- torgsins. Meginþátturinn í riti Hughes eru tveir ljóðabálkar Shakespeares, „Rape of Lucrece“ og „Venus and Adonis“. Kveikju þessara kvæða beggja er að finna í Mynd- breytingum Ovidiusar og reyndar fleiri heimildum, sem Shakespeare mun hafa kynnst. Á menntaskólaárum hans í Strat- ford-skólanum var mikil áhersla lögð á Myndbreytingar Ovidiusar og þar hlaut hann þá grunnmenntun sem varð honum lykillinn að menningarheimum fornaldar og miðalda. „Venus and Adonis“ var fyrsta kvæðið sem var prentað eftir Shakespeare 1593. Hann mun hafa samið það árið áð- ur, en tvö árin áður hafði plágan geisað í London, svo að leikhúsin voru lokuð. Kvæð- ið er byggt á sögunni í Myndbreytingum, 10. bók í 75 ljóðlínum. „Rape of Lucrece“ var prentað árið 1594 og er byggt á Ovidiusi og Livíusi, sem Shakespeare hefur einnig lesið. Ted Hug- hes fjallar um þessi tvö kvæði og skýrir þau á sinn hátt í þeim magnaða stíl, sem honum er svo laginn. í „Rape of Lucrece“ lætur hann að því liggja að í því felist tákn, Lucrece sé tákn „um ofsótt trúarbrögð, sem samtíðarmenn Shakespeares hafi skilið mætavel og Tarquinius sé tákn þess sem eyðileggi helga staði og syívirði fornar hefðir.“ Hughes fer offari í þessari túlkun sinni, hann líkir Lucrece við Maríu mey og Tarquinius er ofsækjandinn í gervi mótmæ- landans. í kvæðinu segir: „Have battered down her consecrated wall,“ sem Hughes útleggur sem skilning Shakespeares á ráni og eyðileggingu klaustranna og réttar- morðum á munkum og ábótum. Þessar útlistanir Hughes virðast fráleit- ar, en honum tekst að draga úr fráleitn- inni með stílsnilld sinni og trú á það sem hann er að segja. Hann er „haldinn“ og maður sem er „haldinn“, getur skapað dýrlegustu lista- verk og magnað upp öfl, sem hann ræður ekki við. Bók Hughes er af þessum toga og þessvegna er hún smitandi. ímyndunar- afl hans leiðir hann í ógöngur en einnig til útsýnisstaða, þaðan sem má líta það sem áður var hulið sjónum manna. Hafi einhver sýnt augljóslega hrylling siðaskiptatím- anna á Englandi þá er það lárviðarskáldið. Hughes heldur því fram og ber fyrir sig arfsagnir, en getur ekki frekar heimilda, að Shakespeare hafí dáið sem „papisti“. Þetta er fullyrðing sem bíður frekari gagna. Shakespeare semur leikrit sín í skugga siðaskiptanna. Á slíkum byltingatímum birtast ýmsir jákvæðir og neikvæðir þættir mannlegs eðlis skýrar en ella og mannleg tilvera verður í huga skáldsins: Sljór farandskuggi er lífíð, leikari sem fremur klæki á fjölunum um stund og þegar uppfrá því, stutt lygasaga þulin af vitfirringi, haldlaus geip, óráð, sem merkir ekkert. (Þýðing Helga Hálfdánarsonar.) En hin kraftmikla og maníska kaþólska „deconstruction" Teds Hughes verður allt of Iangsótt varðandi textana eins og oft vill verða og getur tekið á sig kátlegar myndir þegar minni bógar en Ted Hughes taka að stunda ílestur texta með bók- menntalegum útlistunum, eins og átakan- leg dæmi má sjá um meðal íslenskra „fram- úrstefnu" bókmenntafræðinga. En sú „framúrstefna“ er nú að leggja upp laup- ana að minnsta kosti í móðurlandinu, Frakklandi. SlGLAUGUR BRYNLEIFSSON.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.